Þjóðviljinn - 10.07.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 10.07.1958, Page 7
Fimmtudagur 10. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þegar rikisstjómin tók við .völdum fyrir tæpum tveim árum setti hún sér það að vinna sérstaklega að eflingu atvinnulífsins í þeim lands- fjórðungum, sem aftur úr höfðu orðið og það svo, að sums staðar lá við landauðn, en alls 'staðar hafði fólki fækkað mjög. Síðan hefur ríkisstjórnin unnið markvisst að fram- kvæmd þessarar stefnu einnar og árangurinn hefur orðið meiri en menn almennt þorðu að vona, enda hefur það far- ið svo, að fólksflutningamir hafa stöðvazt og jafnvel snú- izt við. Frá Neskaupstað. Atvinnuuppbyggingin er ör- ust í sjávarþorpunum og er það ekki óeðlilegt, því þar var ástandið víða uggvænlegt. En margt hefur líka verið gert til að efla landbúnaðinn. Einna þýðingarmest mun það vera, að ræktunarstyrkur til minni býla, þeirra, sem ekki höfðu a. m. k. 10 ha. rækt- Atvinnulegri uppbyggingii Ánstnrlands fleysrir fram afla mih’ls liráefnis, takist honum að eignast nægilega mikið af sjómönnum og verka- fólki. Seyðfirðingar hafa notið sérstakra fyrirgreiðslu ríkis- stjómarinnar, sem aðstoðað hefur þá stórmyndarlega við að skapa á staðnum ákjósan- leg skilyrði til fiskveiða og að íand, var stóraukinn. Þetta Grein sú sem hér er birt kom í síðasta tölublaði aí Austurlahdi, málgagni sósíalista á Austijörðum í henni er rakiS hvernig menn þar mikið er um smábýii í fjórð- eystra teija að nuverandi rikisstjorn haíi staðið við það íyrirheit sitt að ungnum. Þá er og þess að eíla atvinnuvegina úti um land. gæta, að aukið atvinnulíf og vaxandi velmegun við sjávar- siðuna er ' mikil Þöftilstöng fyrir Iandbúnaðinn, því vax- andi eftirspurn eftir húvömm fylgir almennri velmegun í 'kauptúnum. Til eflingar sjávarútvegin- nm hefur ríkisstjórnin ekki látið þar við sitja, að hlutast til um aukningu skipastólsins og eflingu fiskiðnaðarins. Hún hefur ekki lagt á það minna kapp að bæta kjör sjómanna og tryggja rekstur útvegsins. Svo er líka komið, að útgerð er orðin álitlegur atvinnu- rekstur og sjómennska á fiskiskipum er líklegri til að gefa meira í aðra hönd en nokkur örinur likamleg vinna. Fiskverð hefur verið stór- hækkað til hagsbót.a fvrir siómenn og útgerðina. Og í lög hafa verið leidd gevsimikil skattfriðindi fyrir fiskimenn. Aðstreymið í sjómannastétt- ■ina hefur líka vaxið mjög rnikið, ekki aðeins til hags fvrir þjóðarheildiria, heldur sérstaklega til hagsmuna fyr- ir þau bvggðarlög, sem bygg.ia tílveru síria á fiskveiðum, því til lítils er að eiga glæsilegan fieta, ef enginn fæst til að stíga á hann. Við skulum vú í stuttu máii athuga. hvaða framfarir hafa átt sér stað osr eru að gerast á Austurlardi á sviði f;skveiða o<r fiskiðnaðar. Svinað mnn að segja. um hiria landsfiórðunvaria. tvo. Við s1rnhim bvria að ppnnan og fylgja ströndinni norðnr. Hornaíjörður Þangað hafa verið keyptir tveir 70 lesta bátar af full- komnustu gerð. Þá hefur ver- iið unnið allkappsamlega að fullkomnari og aukinni að- stöðu til hagnýtingar aflans. En á Hornafirði er enn mik- illa athafna þörf. Hann liggur svo vel við, að eðlilegt er að þar sé um meira en útgerð heimabáta að ræða, enda hef- ur svo lengst af verið síðan róðrar hófust frá Hornafirði. Einkum mun á skorta góða aðstöðu til móttöku og verk- unar míkils magns af salt- fiski. Eins og er þarf að gera að fiskinum úti og það vita þeir, sem reynt hafa, að er illt verk, þvi svalur er hann á Hornafirði þegar hann blæs á norðan. Mikið af fiskinum verður að salta úti og aðstaða til að þurrka fisk er engin. Djúpivogur Þangað hefur verið keyptur einn nýr stálbátur og eru nú reknir þaðan tveir stórir bát- ar, sem skilað hafa á land mjög miklum afla til vinnslu í frystihúsinu þar. Auk þess eru þar nokkrir bátar minni. Afkoma manna á Djúpavogi hefur líka gjörbreytzt til batnaðar hin síðari ár. Nú stendur fyrir dyrum að stækka frystihúsið, enda þarf að vera á Djúpavogi aðstaða til að vinna úr allmiklu magni af fiski, því telja verður, að möguleikar til hráefnisöflunar séu þar góðir. BreiÖdalsvík Breiðdalsvík er m.innsta sjávarþorpið á Austurlandi. Útgerð er þaðan lítil eða eng- in, en þar er frystihús. Kaup- félagið á staðnum á nú í smíð- um 70 lesta bát í Danmörku. Síöðvarfjörður Þangað hefur verið keyptur einn nýr og stór stálbátur. Nú er verið að smíða í Dan- mörku 70 lesta bát fyrir Stöð- firðing, Kjartan Vilbergsson. Með tvo stóra báta og þá trillubáta, sem fyrir eru, verð- ur að teija að aðstaða þessa litla þorps sé sæmileg. Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfirðingum hefur nýlega verið veitt innflutn- ingsleyfi fyrir 150 lesta stál- báti. Fyrir eru á staðnum 4 stórir og góðir bátar auk minni báta. Á staðnum eru tvö frystihús og Fáskrúðs- firðingar eiga hlutdeild í tveim togurum. Aðstaða þeirra ætti því að vera allgóð. Reyðarfjörður Á Reyðarfirði er aðeins einn stór bátur. Reyðfirðing- ar eru meðeigendur í tveim togurum, en þessi skipastóll notast þeim ekki sem skyldi, því hraðfrystihús er ekki á staðnum. Frýstihús er þar þó í smíðum, en framkvæmdir hafa gengið bagalega seint. Til Reyðarfjarðar kemur eitt af 250 lesta skipunum, sem verið er að smíða í Aust- ur-Þýzkalandi. Þegar bygg- ingu frystihússins er lokið, ætti útgerðin að geta orðið veruleg lyftistöng fyrir þorp- ið og fiskveiðar og verkun undirstöðuatvinnuvegur þess. Eskifjörður Þangað hefur komið einn nýr bátur. Þangað kemur lí.ka eitt 250 lesta austur- þýzka skipið og nú hefur ver- ið samið um smíði 130 lesta báts fyrir Eskfirðinga í Nor- egi. Þetta. er mjög mikil aukn- ing á eskfirzka flotanum og veitti ekki af. Auk þess eiga Eskfirðingar í tveim togur- um. Hinsvegar er líklegt að bagkvæmt væri fyrir Eskfirð- inga að eignast jafnframt nokkra minni báta, því reyrisla Norðfirðinga er sú, að þeir gefast oft vel. Þá er þess að geta, að fyr- irhuguð er stækkun og endur- bætur á. frystihúsinu á Eski- firði og hefur þegar verið út- vegað allmikið fé til þeirra framkvæmda. Neskaupstaður Norðfirðingar hafa á þessu tímabili eignazt marga góða báta smáa og stóra og eru sumir smíðaðir á staðnum og munu ekki margir staðir eins vel á vegi staddir hvað skipa- stól snertir. Þangað hefur og verið kevptur glæsilegur tog- ari, en annar tanazt. Atvinnu- skilvrði munu líka óvíða betri en hér. Enn eru Norðfirðingar þó f jarri því að hugsa sér að láta hér staðar numið í skipakaup- um. Þorleifur Þorleifsson á nú í smíðum 70 lesta bát í Danmörku og eitt austur- þýzka skipið mun fara til Norðfjarðar. Og væntanlega nær einhver bæjaimaður í bátinn, sem nú er í smíðum hjá Dráttarbrautinni. Síldarbræðslu er nú verið að byggja á Norðfirði og mun hún, ef allt gengur að óskum, taka til starfa innan örfárra vikna. Það fyrirtæki mun hafa margvíslega þýðingu, flytja mikið fjármagn 1 bæ- inn, hafa örfandi áhrif á við- skipti, bæta mjög aðstöðu til síldarsöltunar og síðast en ekki sízt skapa sjómönnum skilyrði til að afla meira, þegar veiði er fyrir Austur- landinu. Sevðisfjörður Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Seyðis- fjörður befur lengi verið mjög illa settur livað snertir aðstöðu til öflunar og hag- nýtingar sjávarafurða. En nú hefur verið gert stórátak til að rétta Seyðisfjörð við og miklu fjármagni veitt þangað. Hið glæsilega fiskiðiuver Seyðfirðinga er nú fullbúið. Bygging þess hófst fyrir mörgum ámm, en núverandi ríkisstjórn hefur gengið vask- lega fram í því að útvega fé til að Jjúka byggingunni og leysa Seyðfirðinga úr þeim vanda, sem þeir voru komnir í. Þá hefur líka verið hafizt handa um að koma upp viðun- anlegum skipastóli á Seyðis- firði. Ólafur Ölafsson á í smíðum í Danmörku 70 lesta bát og Vilbergur Sveinbjörns- son hefur fest kaup á Ás- laugu, 90—100 lesta Sviþjóð- arbáti, og verður hann í sum- ar gerður út til síldveiða frá Seyðisfirði. Þá eiga Seyðfirð- ingar kost á leyfi fyrir 130— 150 lesta báti, sérstaklega til hráefnisöflunar fyrir frysti- húsið. Seyðisfiörður mun því senn hafa góða möguleika til að fiskvinnslu. Ættu þe;r ekki framvegis að þurfa að vera eins aftarleara op hafa verið nú um skeið í fram- leiðslu. Þá er þess að geta, að Sevðfirðingum hefur verið gert kleift að þrefalda afköst síldarbræðslu sinnar og er enn staðið í stórbyggingum henni tilheyrandí, bar sem verið er að reisa mjölskemmu og lýsisgeymi. Vopnafjörður Þar er verið að reria síld- arverksmiðju eins og Norð- fjarðarbræðsluna og einnig hún mun taka til starfa innan skarnms og mun hún -— og Norðfjarðarverksmiðjan lika — kosta um 10 millj kr. Lítið hefur lengstum verið um útgerð frá Vopnafirði og sjómenn þaðan orðið að leita í aðra landshluta eftir at- vinnu. Nú mun Vopnafjörður og Borgarfjörður í samein- ingu eignast einn austurþýrka bátinn. Þetta eru etórkostleg- ar framfarir á mælikvarða þessara litlu þorpa. Grímsárvirkjun Orkuverið við Grímsá er nú tekið til starfa og rafnv gn frá því komið í stærstu kaup- staðina. Framkvæmdir berrsar hófust að vísu fyrir stiórnar- skiptin, en þá voru fjármáiin komin í fullkomið öngbveiti og reiðuleysi. Úr því tó’ost rfkisstjórninni að greiða og að tryggja fulla framkvæmd verksins. Rafvæðing er vissulega þýð- ingarmikill liður í hinni at,- vinnulegu uppbvggingu og allir Austfirðingar fagná 1 -ví, að þessu stórvirki skuli ' >k- ið. Vafalaust mun virkjunin með toppstöðvum vera rær um að uppfylla núvern idi þarfir orkuveitusvæðisins til venjulegra heimilisnota og iðnaðar. Gagnrýni Austfirð- inga á virkjuninni bvggist fyrst og fremst á j:ví, að hún skapaði ekki skilyrði til st.ór- iðju í fjórðungnum. Ástæðan til þess að sementsverksmiðj- an var reist á Akranesi var sú, að talið var að nóg orka væri fyrir hendi í Andakíls- árvirkjun, þó hún væri reynd- Framhald á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.