Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % íwtó™ mrSTJOKMi fJtiAMW* HELGASVS Haustmótið í knattspyrnu Iief st á simnudaginn Á sunnudaginn hefst hér í Reykjáyik svokallað Haustmót í knattspyrnu í meistaraflokki, og taka öll félögin þátt í því nema Víkingur sem ekki. er með að þessu sinm. Er það í sjálfu sér alvarlegt að Víking- ur skuli ekki vera með, þvi að það veikir knattspyrnuna hér í bænum ef félcgin eru ekki með í sem flestum flokk- um, og það er nú einu sinni svo að það eru meistaraliðin í félögunum oftast sem setja svip á hina knattspyrnulegu hlið þeirra; eða ættu að gera það. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Víkingar verði með í hópi hinna. Fyreti leikurinn á sunnudag- inn er milli Vals og Þróttar, og má gera ráð íyrir allójöfn- um leik, því að þótt Þróttur sé kominn upp í fyrstu deild þá hafa þeir tæpast enn í fullu tré við hin eldri og reyndari lið. Auk þess hefur Þróttur orðið að sjá af 2—3 beztu mönnum sínum undanfarið, svo að liðið er ekki af þeim sök- um eins sterkt og það gæti verið bezt. Vafalaust munu þeir þó hafa fullan hug á að standa eig og reyna að sýna að þeir eiga heima í fyrstu deild. Siðari leikurinn á sunnudag- Gersst fyrirliði liðs Brasilíu- manna Seikari? Miðframvörðurinn í Barsiliu- liðinu, sem vann í Sviþjóð í sumar, Bellini heitir hann og var einnig fyririiði í flokkn- um, hefur fengið glæsilegt til- boð, reyndar er það ekki frá knattspyrnufélagi og ekki á hann að leika knattspyrnu,' en hann á að leika eigi að síður ¦— í kvikmynd. Forstjóri félagsins Vasco da Gamá hefur skýrt frá þessu í blaðaviðtali nýlega. Segir hann að sjálf Hollywood vilji fá hann og það^ séu miklar likur til þess að hann taki til- boði þessu. Því má bæta hér við, að ný- lega var miðherjinn úr heims- meistaraliði Brasilíu, Vava, seldur til Atletico í Madrid, og var hann sá fyrsti sem seldur hefur verið af því liði. Hann kom til Madrid 15. ágúst, með konu sinni, en þau höfðu verið gift í 8 daga er þau komu þangað. Þegar Vava kom til Spán- ar lenti hann á flugvelli sem var um 20 k'm fyrir utan Madr- íd. Eigi að síður voru þar kom- in 5000 manns til þess að taka á móti honum. Allt áhahgendur hins nýja félags hans. Hann sagði við komuna að hann hefði yndi af því að berj- ast til síðustu stundar, og að verkefni sitt væri að skora mörk, og þá. ætluðu fagnaðar- lætin aldrei að hætta! inn, milli KR og Fram, verður sennilega mjög jafn. Fram hefur sótt nokkuð í sig veðrið undanfarið og átt allgóða leiki. Hættan á falli í aðra deild hefur sennilega þjappað þeim saman, og þess var ekki van- þörf. Sennilega verður þetta skemmtilegur leikur, og munu báðir hafa fullan hug á að sigra. Annars fara þessir knatt- spyrnuleikir fram á Iaugardag og sunnudag. Melavöillur. 14. sept. M.fl. kl. 14. K.Þ. — Val. D. Hörður Óskarsson lv. Helgi Helgason Haraldur Gíslason. Kl. 16 KR — Fram. D. Hörður Hjartar- son lv. Ingi Eyvindsson Hall- dór Sigurðsson: 13. sept. 1. flokkur. Kl. 14 Fram — KR. D. Guðmundur Sigurðsson lv. Jón Þórarinsson Gunnar Vagnsson. Háskólavöllur. 13. sept. 2. flokkur. A kl. 14 Val — Fram. D. Magnús Pétursson lv. Óskar A. Lárusson Guðmundur Axels- son. Kl. 15.15 Vík — KÞ. D. Jörundur Þorsteineson lv. Elías Hergeirsson Daníel Benja- mínsson. 14. sept. 3. flokkur A kl. 9.30 KR — KÞ. D. Örn Ingólfsson kl. 10.30. Vík — Val. D. Björn Árnason. Valsvöllur. 14. sept. 3. flokk- ur B kl. 9.30. Frám — Vík. D. Baldvin Ársælsson. kl. 10.30 KR — Fram 2. fl. B D. Sveinn Helgason. KR-vöIIur. 13. sept. A. fl. A kl. 14 KR — KÞ. D. Frið- jón Friðjónsson. KI. 15 Val— Fram. D. Skúli Magnússon 14. sept. 4. flokkur B kl. 14 KR— Fram B D. Haukur Óskarsson kl. 15. Val — Fram C D. Þor- lákur Þórðarson. Framvöllur. 13. sept. 5. flokkur. A kl. 14 KÞ —Valur D. Guðbjörn Jónsson klukk- an 15. KR -r- Víkingur. D. Guðjón Einarsson kl. 16 Fram —Val. B.lið. D. Sverrir Kærne- sted. Umf. Snæfetl sigra í frjálsum íþróftum Si Umfc Reykdæla mú 66:64 stigum Hin árlega keppni í frjáls- um íþróttum milli Umf. Snæ- fell í Stykkishólmi og Umf. Reykdæla í Borgarfirði fór fram í Stykkishólmi 17. ágúst. Snæfell sigraði með tveggja stiga mun eftir jafna og skemmtilega keppni. 100 m hlaup Karl Torfason, S 11.6 Kristján Torfason, S. 12.0 Hinrik Guðmundsson, R 12.1 Magnús Jakobsson, R. 12.2 400 m hlaup Karl Torfason, S 54.9 Hannes Gunnarsson, S 57.3 Hinrik Guðmundsson, R 57.5 Haukur Engilbertsson, R 58.9 1500 m hlaup Haukur Engilbertsson, R 4.16,6 Vigfús Pétursson, R 4.42.6 Hannes Gunnarsson, S 4.56.0 Hermann Guðmundss., S. 5.10.0 4x100 m boðhlaup Sveit Reykdæla 48.2 sek Sveit Snæfells 48.8 sek. Langstöltk Jón Blöndal, R 6.42 Magnús Jakobsson, R 6.16 Kristján Torfason, S 6.13 Jón- Lárusson, S 5.69 Hástökk Þorbergur Þórðarson, R 1.69' Karl Torfason, S 1-64 Jón Þórisson, R 1-59 Hildim. Bjömsson, S 1.54 Þrístökk Jón Blöndal, R 12.99 Bjarni Guðráðsson, R 12.86 Kristján Torfason, S 12.65 Hildim. Björnsson, S 12.34 Kúluvarp Bjarni Guðráðsson, R 12.54 Sigurður Helgason, S 12.28 Jenni Ólason, S 12.22 Þorbergur Þórðarson, R 11.74 Kringlukast Sigurður Helgason, S 38.20 Óskar Eiríksson, S 36.24 Bjarni Guðráðsson, R 32.13 Vigfús Pétursson, R 24.23 Spjótkast Hildim. Björnsson, S 46.00 Óskar Eiríksson, S 45.30 Þorbergur Þórðarson R 44.10 Jón Blöndal, R 43.34 KONUR 80 m hlaup Þórhildur Magnúsd., S 11.4 Svala Lárusdóttir, S 11.7 Elín Björnsdóttir, R 11.7 Aðalheiður Helgad., R 11.9 Langstökk Elín Björnsdóttir, R 4.22 Aðalheiður Helgad., R 3.99 Karen Kristj.d., ,S 3.92 Þórhildur Magnúsd., S 3.76 Hástökk Svala Lárusdóttir, S 1.26 Elín Björnsdóttír, R 1.26 Þórhildur Magnúsd., S 1.21 Ólöf Björnsdóttir, R 1.06 Sem gestir á mótinu kepptu þessir: * Þórður Indriðason, sem stökk 6.52 í Jangstökki og 13.60 m í þrístökki. Daníel Njálsson hljóp 1500 m á 4.21.4 mín. og er. það nýtt Snæfellingamet. Óskar Eiríksson varpaði kúlu 12.80 m, og Jón Lárusson hljóp 100 m á 11.8. Arangur Karls Torfasonar í 400 m hlaupi er nýtt Snæfell- ingamet. SkólafólL Margar gerðir gúmmí- stimpla. Einnig allskonar smá- prentun. Hverfisgötu 50, Reykjavík. — . Sími 10615. Sendum gegn póstkröfu. Martinus Danski heimspekingurinn Martinus er staddur hér í Rvík og flytur fyrirlestra um kenningar sínar. Martinus er nokkuð kunnur hér á landi af ritum sínum og erindaflutningi og þetta er í þriðja sinn sem hann er gest- ur hér síðan 1952. Á föstu- daginn átti hann tal við blaða- menn á heimili Vignis Andrés-®' sonar iþróttakennara skýrði fyrir þeim nokkur atriði í kenningum sínum og svaraði spurningum þeirra. Martinus er fæddur árið 1890 í Sindal í Vendsyssel. Hann varð munaðarlaus ellefu ára gamall, þurfti að vinna fyrir sér hörðum höndum og fékk ékki notið þeirrar menntunar, sem löngun hans stóð til. Rítningin var eina bókmennta- verkið um trú og heimspeki sem hann átti kost á að kynn- ast allt fram að þrítugs aldri. Þá barst honum í hend- ur bók, þar sem meðal annars var fjallað um þá aðferð til sjálfskönnunar, eem kölluð hefur verið hugleiðsla (medit- ation). En fyrsta hugleiðslu- tilraun hans varð honum slík reynsla, að hún olli straum- hvörfum í lífi hans. Sjáendur á öllum timum hafa reynt að gera grein fyrir þessháttar reynslu og ber furðanlega saman í meginat- þjóðfélags- og efnisvísinda i þeirri sköpun vanmetur hanil ekki. — Orðróminn um hin- ar nýju jöfnur eðlis- og stærð- fræðingsins Burkharths Heim ber á góma og þau tíðindi koma honum ekki á óvart. Þyngdarafl og refsegulmagn virðast eiga sinn þátt í heim- speki hans. En úr hinum fyrr- nefnda krafti gerir hann Framhald á 11. síðu. Portorosmótið F ramhald af 1. síðu. 1. Tal, Sov. 13}k v. 2. Gligoric, Júgósl. 13 —. 3,- Benkö, USA 121/2-« 4. Petrosjan, Sov. 12V2 — 5.- Fischer, USA 12 r-. 6. Friðrik 12 —. 7.- Averbach, Sov. 111.'2 — 11. Bronstein, Sov. 1 1 % — Matanovic, Júgósl. M J4 — Pachmann, Tékk. HV2—• Szabo, Ungv. 11 Vi —• 12.- Filip, Tékk. 11 —i 13. Panno, Argent. 11 —. 14. Sanguinetti, Arg. 10 -i 15. Neikirk Búlg. 91/2—. 16. Larsen, Danm. 8Í-2—< 17. Shexwin, USA 7 V2 -~ 18. Rosetto, Arg. 7 —. 39. Cardoso, Filip. 6 —. 20. de Greiff, Kolumb. 414—. 21. Fiister, Kanada ' 2 -» Eins og sjá má af þessu er að- eins einn þeirra, sem tefldi 4 riðumumþásýn, erþeimgef- ^^ kandidatamótii - meðaj ur á slíkum stundum frá hæð um þeirrar vitundar, sem þeir eru hrifnir til. Hulin rök hlut- anna virðast blasa þaðan við. Eins og á hinum fyrsta morgni er allt harla gott; hið illa eignast sinn augljósa þátt í þróunartilgangi sköpunar- innar; eining lifsins og ódauð- leiki verður skoðandanum ná- komin etaðreynd; rúm og timi ganga upp í einingu þess veruleika „sem æ hefur ver- ið, es og vesa mun: himin- ríkis líf" — en .svo er hugtak- ið eilifð skilgreint í fornnor- rænni bók. Þessi reynsla á sér gamalt nafn: mysterium tremendum ¦— og ekki ófyrirsynju. Yfir- leit.t eru ljósaperur ekki gerð- ar fyrir miljón volta straum. Reynsla Martinusar varð hon- um líka yfirþyrmandi. Hvort- tveggja kostaði hann baráttu um áraskeið að samræma ó- venjulegt vitundarástand venjulegu lífi, og að ná nauð- synlegri leikni til að geta miðlað öðrum af reynslu sinni í rituðu máli. Að þeif und- irbúningstíma liðnum hóf hann að rita það verk sitt, er hann nefnir Livets bog. Það telur nú fjöLda binda og þús- undir blaðsíðna og er enn ó- lokið. Mörg smærri rit hafa einnig komið frá hendi hans, og um áratugi hefur hann verið óþreytandi fyrirlesari. Hann kveðst ekki boða ný trúarbrögð, en það verður ljóst af stuttu viðtali, að sú grein sem hann gerir fyrir ýmsum meginsannindum trú- arbragðanna, er allnýstárleg. Hann telur þá tíð nærri, að andleg vísindi, ekki síður en efnisleg, umbreyti- gjörvöllu mannlífi og veiti trúarbrögð- unum lausn í náð, en skapi nýtt samfélag þjóða í einu al- heimsríki, á grundvelli þeirr- ar vitundar um einingu og helgi lífsins, sem er upphaf allrar siðlegrar breytni. Þátt 6 efstu á þessu móti, er það Petrosjan frá Sovétríkjunúm, Auk þessara sex munu svo þeir Smisloff og Keres frá Sovétríkj- unum taka þátt í kandidatamót- inu, en það mun hefjast í íe- brúar í vetur. Sigurvegararnir sex á mótinu eru allt ungir menn. Elztur er Gligorie fæddur 1923, Benkö er fæddur 1928, Petrosjan 1929, Friðrik 1935, Tal 1936 og Fisch,- er 1943. Meðalaldur þeirra er þannig tæp 26 ár. Má ætla að öldungunum tveim, Smisloff og Keres muni veita fullerfitt í keppninni við þá ekki síður en þeim „öldungum", er þeir hafa nú að velli lagt: Bronstein (f. 1924), Averbach (f. 1922), Szabo (f. 1917) og hvað þeir nú heita allir. Smisloff er fæddur 1921 og Keres 1916. 12 efstu menn á mótinu hljóta peningaverðlaun og eru þau þessi í þúsundum júgóslavneskra dinnara_(300 dinnars = 1 doll- ar) 300, 225, 200, 150, 120, 100, 80, 60, 50, 45, 40 og 30. Þeir, sem ekki hljóta verðlaun fá greidd 2000 dinnars fyrir hverja unna skák. ¦> Með hinni glæsilegu frammi- stöðu sinn hefur Friðrik tví- mælalaust skipað sér í röð allra fremstu skákmeistara heims og munu áreiðanlega allir íslend- ingar fagna þessum sigri með honum. Um leið og Þjóðviljinn óskar honum til hamingju með þennan prýðilega árangur vill hann óska honum góðs gengis í kandidatakeppninni, en þar verð- ur keppnin enn harðari en að þessu sinni. Friðrik hefur hins vegar sýnt það á þessu móti, að hann. stendur sig öllu betur gegn sterkustu skákmönnunum en hinum lakari, svo að það er á- stæða til að ætla að hann muni ná góðum árangri á kandidata- mótinu þegar þar að kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.