Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN -— (7 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: UPPKASTIÐ 1908 ANDM'ÆLI OG AFDRIF Síðari hluti Bjarni frá Vogi sigldi til Kaupmannahafnar í marzmán- uði 1908, en Ari Jónsson nokkrum vikum síðar. Fóru þeir báðir utan að tilhlutan Landvarnarmanna, og var þeim ætlað að hafa gætur á störfum millilandanefndarinn- ar. Ætli Bjami hafi ekki ein- mitt feynzt Skúla traustur bakhjarl í viðureigninni við hina nefndarmennina 19? Hann sendi blaðinu Ingólfi skeyti íafnskjótt og nefndin lauk störfum — í þeim hástillta tóni sem honum var laginn: „Upp með fánanrt! Ótíðindi!" Hélt hann síðan bráðlega heimleið- is, kom við land. á Austfjörð- um, sigldi þaðan norður um land áleiðis til Reykjavikur og hélt marga fundi um ávirð- ingar Uppkastsins meðan skip- ið stóð við í höfnum. Ari Jóns- son hélt með öðru skipi beina leið til Reykjavíkur. Þegar heim kom fólu Landvarnar- og Þjóðræðismenn honum og Ein- ari Hjörleifssyni að semja at- hugasemdir við Uppkastið, en flokkarnir dreifðu frumvarpinu og gagnrýni þeirra félaga um landið af m'estu skyndingu. Á- tökin um Uppkastið hófust í mailok og stóðu sleitulaust fram á kjördag, 10. september. Andstæðingar Uppkastsins gagnrýndu meira og minna flestar greinar þess — og byrj- uðu á nafninu. Þeir fettu jafn- vel fingur út í þýðingu ís- lenzka textans, og ekki ,að raunalausu: þýðendurnir reyndu á nokkrum stöðum að gylla hann um efni fram. Einari Hjörleifssyni þótti Is- lendingTim stofnaði í hættu með hernaðarsamneyti við er- lent ríki. Gagnrýni Sjálfstæðisrnanna beindist meðal annars að því, að samkvæmt 1. grein gæti ís- land ekki talizt fuilveðja ríki; ríkjasambundið hét til dæmis eftir frumvarpinu „veldi Dana- konungs" ¦—¦ á dönsku: „det samlede danske Rige". Þá lá 5. greinin, um jafnrétti Dana og íslendinga í hvoru landi um sig, . undir þungri gagnrýni. Það hefði litla þýðingu fyrir hina fámennu þjóð íslendinga að njóta jafnréttis við Dani í Danmörku; en okkur gæti reynzt stórháskalegt að gefa margfalt fjölmennarí þjóð jöfn tækifæri og okkur sjálfum til að stunda atvinnu og stofna fyrirtæki hér á landi. Það væri að minnsta kosti fræðilegur möguleiki að Danir legðu ís- land blátt áfram undir sig með þeim hætti —¦ þegjandi og hljóðalaust. Þannig mætti rekja gagnrýnina lið fyrir lið. En um eitt ákvæði frumvarps- ins var rætt og deilt og ritað miklu meira en öll önnur —' það ákvæði 9. greinar að her- varnir og utanríkismál skyldu vera sameiginleg mál íslend- inga og Dana um aldur og ævi, óuppsegjanleg af íslands hálfu. Samkvæmt frumvarpinu gæt- um við aldrei fengið umráð þessara mála, nema með hættulegu samningsrofi •"- eða þá að Dönum þókriaðist af góð- fýsi sinni að afhenda okkur þau einhverntima í óræðri framtíð. Það er vert 'að staldra við þetta atriði um stund og reyna að gera fyrir því sem allra ljósasta grein. í 3. grein. Uppkastsins voru talin sameiginleg mál íslend- inga og Dana — átta. mála- flokkar. „1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til konungsættar- innar". Það var hin lögfræði- lega orðun þess, að ísland væri í konungssambandi við Dan- mörku. Andstæðingurh Upp- kastsins kom ekki í hug að hrófla við þessu ákvæði, ef þeir fengju vilja sínum fram- gengt að öðru leyti. „2. Utan- ríkismálefni; enginn þjóða- samningur, ef snertir ísland sérstaklega, skal þó gilda fyrir ísland, nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki". Hér bar ís- lenzka textanum ekki fyllilega saman við danska textann; „Samþykki" stóð fyrir „Med- virkning" á dönskunni. „3. Her- varnir á sjó og landi ásamt gunnfána, sbr. þó 57. grein stjórnarskrárinnar frá 5. janú- ar 1874"; en þar var tekið fram, að sérhver vopnfær mað- ur væri skyldur að taka þátt í vörn landsins. Níunda gi-ein taldi síðan þá málaflokka, sem uppsegjanlegir væru — þá „er ræðir um í 4., 5,, 6., 7. og 8. tölulið 3. greinar ........" Hinir þrír: konungssamband, utan- ríkismál og hervarnir voru sem sagt óuppsegjanlegir. Við sáum í fyrri hluta þess- arar greinar hver voru frum- rök Skúla Thoroddsens fyrir því að ísland væri ekki full- veðja ríki samkvæmt frum- varpinu: að „utanríkismálefni og hervarnir á sjó og landi eru undanskilin uppsögn þeirri, sem 9. grein heimilar ........" Hann hlaut að snúast gegn frumvarpi, er fæli í sér því- líkt ákvæði; en hann hafði einnig önnur svör á reiðum höndum til skýringar afstöðu sinni. í erindisbréfi Þjóðræð- isflokksins til fulltrúa sinna í millilandanefndinni var það tekið fram að fe]a mætti Dön- um að fara með „ýmis mál fyrir íslands hönd, meðan um semur ........" Skúli taldi sig vitaskuld bundinn af þessu bréfi; en hið þögla ákvæði 9. greinar: að utanríkismálefni og hervarnir væru óuppsegjan- leg æpti á fyrirmæli þess. Dan- ir önnuðust ekki þessa mála- flokka í umboði Islendinga meðan báðum þjóðunum semdi um það, heldur um aldur og Þorsteinn Eriingsson: „ ........ margir ágætustu menn þjóðanna munu bæði skilja það og meta, að vér viljum ekki eiga vopit og ekki sjá þau ........ " ævi — hvort sem íslendingum líkaði betur eða verr. En Skúli hugsaði um fleira en fullveldi landsins í þrengsta skilningi. Honum stóð líka stuggur af því að Danir færu að brölta með her á landi hér, upp á sitt eindæmi; koma upp víggirðingum og vopnabúrum, ef þeim byði svo við að horfa. Þessvegna lagði hann til að ekki mætti gera „herskapar- ráðstafanir" á íslandi án sam- þykkis íslenzkra stjórnarvalda; og hann vildi láta freista þess að fá friðtryggingu landsins viðurkennda að alþjóðalögum. Það heitir nú á dögum friðlýs- ing. Þeir Ari Jónsson og Einar Hjörleifsson lögðu þvílíka á- herzlu á ákvæðið um utanrikis- og hermálin í áðurnefndum at- hugasemdum sínum, að kaflinn um þau var meira en þriðjung- ur þeirra að lengd. Það er við hæfi að birta hér meginmál kaflans — í trausti þess að Morgunblaðið fari nú ekki að stimpla þá Einar og Ara smurða Moskvuagenta þar á himinhæð. Þeir sögðu í upp- hafi að við gætum ekki náð umráðum yfir utanríkismálum okkar „með öðru móti en ann- aðhvort samþykki Dana eða samningsrafi". Þeir töldu að samþykki Dana kæmi aldrei til greina, og þeim leizt ekki held- Björn Jónsson: Eg þarf ekki að sofa leti-gi; ég sef svo hratí. ur á síðari kostinn: „Verði lit- ið á landið sem sjálfstætt ríki, gæti samningsrof orðið talið réttmætt ófriðarefni. En verði litið á oss sem ríkishluta, myndi yfirþjóðin þykja eiga rétt á að fara með samnings- rofið sem innanrikisóhlýðni . ." Síðan véku þeir að hermál- unum. Með 3. lið „gerum vér hervarnir . Dana að sameigin- legu máli og gefum Dönum ó- afturkallanlegt umboð til þess að fara með það mál fyrir vora hönd, sbr. 9. grein. Sem stendur höfum vér alls eng- ar hervarnir. Afleiðingin ai þessari breytingu yrði meðal annars sú, að lentu Danir í ófriði við aðrar þjóðir, rækju þeir ófriðinn eigi aðeins fyr- ir sína hönd, heldur og fyrir hönd íslendinga. Vér ættum þá ófrið við óvinariki Dana, þó að ekkert hefði í skorizt með oss og því ríki eða þeim rikjum. Óvinir Dana ættu þá rétt á að fara með oss sem ó- vinaþjóð. Engum, sem athug- ar þetta vandlega, getur dul- izt, að með slíkum samningi gæti þjóð vorri verið stofnað í hættu. Sú ráðabreytni virð- ist þéim mun verr til fundin, sem margir Danir líta svo á um þessar mundir, sem þeim sé ókleift að verja sitt eigið land, ef á það er leitað; því síður munu þeir telja sig geta varið fsland........ — Þessi lið- ur greinarinnar er þeim mun ískyggilegri, sem felld var af nefndinni breytingartillaga þess efnis, að hernaðarviðbún- að mætti ekki hafa á íslandi né gera ráðstafanir til hans án Bjarni frá Vogi gerði viðreist uni ísland. sumarið 1908 — og Iaust eldi í byggðirnar. samþykkis íslenzkra stjórnar- valda, og að sömuleiðis var felld tillaga um að fá sem fyrst viðurkenning þjóðanna fyrir hlutleysi (Neutralitet) hins ís- lenzka ríkis. Danir munu varla nota sér þennan réft, sem þeif* hafa áskilið sér, til annars en þess: annaðhvort að beina hemaðarviðbúnaðinum gegn oss sjálfum, eða til þess að eiga hægari aðstöðu i ófriðarviður- eign við aðrar þjóðir. í hvorum tilganginum sem þetta væri gert, mundu afleiðingarnar geta orðið oss mjög hættulegar". Þannig hugsuðu þeir Ari Jónsson og Einar Hjörleifsson fyrir hálfri öld. Og Bjarrii frá Vogi, Björn Jónsson, Benedikt Sveinsson og flestir aðrir beztu menn þjóðarinnar studdu þessi sjónarmið af alvöru og hsitum hug. Þcrstcinn Erliigsson var einn þcirra manna, sem tóku mikinn þátt í bsráttumi gegn Upp- kastinu. Hann f'utti ræður á opinberum fundum viða um land: uppi í Borgarfirði, í Reykjavík, austur á Selfossi, við Lagarfljótsbrú. En hann skrifaði Hka alllangan bækling gegn röksemdum Jóns Jensson- ar um Uppkastið. Bæklingur- inn hét einmitt: Meðan um semur, og ræðir Þorsteinn þar sérstaklega utanrikis- og hsr- málin. Hann skoðaði það vita- skuld óhæfu, að land sem kallað væri fullvalda í öðru orðinu hefði ekki áhrif á stjórn utanríkismála sinna. En Þor- steinn Erlingsson var líka drjúgur hagfræðingur, og þótti honum lítil von að þjóðin gæti þrifizt án þess að hafa þar hönd í bagga: „........ vér getum aldrei gert oss fullt gagn að verzlun vorri og atvinnu í landinu, nema við getum haft öll útispjót til að greiða fyrír hvorritveggja erlendis", sagði hann. En. hann gerðist fjöl- orðastur um hermálin — og sagði: „Hér skal ekki þráttað um það, hvort sameign hermál- anna sé eða verði skerðing á fullveldi voru. Það má nærri segja, að það skipti minnstu. En að öðru leyti felst í þessu ákvæði ........ margfaldur voði, því þetta er eitt versíia og háskalegasta ákvæði Uppkasts- ins og er eitt nóg til að gera það roeð öllu óhafandi óbreytt", Ef Danir færu að vígbúa ís- land, þá segðu þeir að það væri gert „til að vernda sjálf- stæði og fullveldi hinnar dönsku ríkisheildar, og þá auð- vitað okkar líka, þó vér teljum það gert oss til niðurdreps og ánauðar, því þá má þó að minnsta kosti bæði skjóta og herja á okkur, heimta af oss lið til landvarnar hér srm- kvæmt stjórnarskránni, og þar fram eftir götunum". Síðar í bæklingnum scgir Þorsteinn enn um hermálin: „Vér viljum ekki hafa hsr- málin. Þau geta stefnt oss í tvöfaldan voða. Þau geta fl^kt oss inn í ófrið og neytt oss sjálfa löglega til þess að srlja bæði sjálfa oss og land vort af hendi til sigurvegara. Núna ' getum vér mótmælt þessu þó Danir lentu í ófriði, og þó Danir viðurkenni enn ekki rétt vorn, þá er hann vafalaust nógur til þess, að önnur ríki mæftu löglega taka mótmæli vor til greina, en það mega þau ekki, ef vér höfum gen«ið að því með samningi að eiga hér í félagi við Dani. Ef Dön- um hefði komið til hugar að vilja hjálpa oss yfir frumbýlin'ís- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.