Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 12
HlðÐVIUINII Föstudagur 12. september 1958 23. argangur 205. tbl. Agentar atvinnurekenda enn . komnír á stjá í Dagsbren : ,,Og sannleikurinn er sá, að það eru Iítil takmörk fyrir því hvað hægt væri að komast langt inn fyrir tólf milna mörkin í krafti gapandi byssukjafta — ég tala nu ekki um ef sæmi- legt magn af viskft væri með í spilinu. Það mætti jafnvel stunda togveiðar á Tjörninni hér ií Re-ykjavík ef sómi brezka heimsveldisins krefðist þess". — Teikning eftir Eirík Smith. Eins og ævinlega þegar verkamannaíélagið Dagsbrún á framundan vandasöm og mikil- væg átök í kjarabaráttu sinni eru agentar atvinnurekenda nú komnir á stjá. Að þessu sinr.i bera þeir fram kröfur um að verkamenn kjósi fulltrúa á Al- þýðusambandsþing að viðhafðr: allsherjaratkvæðagreiðslu. Hafa verkstjórum hjá Reykjavikur-' bæ verið afhentir undirskrifta- listar með áskorun um slíka tilhögun og biðja þeir verka- menn að skrifa undir þá. Þá hefur Kristínus Arndal fengið frí frá „störfum" sínum hjá bænum og gengur hann um Bretar vona að að nevða fsle eir geti notað Dani til inga á undanhald Æflunin er oð svikja réftindi af Fœreyingum og sýna þannig fram á ,,ósanngirni" íslendinga Bretar gera sér nú vonir um að danska stjórnin muni fá þeim vopn í hendur í viðureigninni við íslendinga. Þeir vona að Danir muni fúsir til að semja landsréttindi af Færeyingum og ætla sér síðan að nota þá samninga til Danska stjórnin ákvað fyrir hafi gert henni ókleift að verða helgina að fara þees á leit við brezku stjórnina að hún mætti senda nefnd manna til London til viðræðna um endurskoðun á samningi þeim sem Danir gerðu fyrir Færeyinga hönd ár- ið 1955 um landhelgina við eyjarnar. Danska stjórnin hefur haldið þvi fram að samningurinn frá 1955 bindi hendur hennar og við kröfu Lögþings Færeyja um að landhelgin við eyjarn- ar yrði færð út í 12 mílur 1. september. „Leið opnuð til lausnar" Kaupmannahafnarblaðið In- formation segir að telja megi víst að brezka stjórnin hafi fallizt á tilmæli döneku stjórn- arinnar um viðræður vegna Bandaríkin halda áfram að brjóta land- og lofthelgi Kína Bandarísk herskip og birgðaskip Formósu- stjómar hrakin írá Kvemoj með skothríð Birgðaskipalest frá Formósustjórn komst til eyjar- innar Kvemoj í gær í fylgd bandarískra herskipa. Skipin urðu þó að hverfa á burt frá eynni skömmu eftir aö upp- skipun úr þeim hófst vegna skothríðar frá meginlandi Kína. Fréttaritarar á Kvemoj segja að strandvirkin á meginland- inu hafi ekkí skotið á skípin fyrr en uppskipun úr þeim hófst, en hófu þá mikla skot- hríð. Var hríðin svo hörð að tíu þúsund skotum var skotið á lclukkustund. IBandarísku herskipin, sem voru fjögur að tölu, héldu sig fyrir utan þriggja mílna land- helgi þegar skothr'ðin hófst en hörfuðu síðan enn fjær landi og biðu átekta á Formósu- sundi. Kíhverska fréttastofan í Pek- ing skýrði frá því í gær, að kínverska stjórnin hefði sent Bandarfkjastjjórn fjórðu mót- ftiælaorðseridinguhá vegna inri- rásar Bandaríkjániahna ina í kínverska lofthelgi og landa- helgi. Kínverska stjórnin varar Bandaríkin við slíku athæfi. Þeir sinni engu aðvörunum hennar og taiki ekkert tillit til þess að innan skamms eigi að hefjast viðræður sendiherra KJna og Bandaríkjanna í Var- sjá. Dulles ber höfðinu við steininn . Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir því í gær, eftir viðræður við yfir- menn landhers, flughers og flota, að bandaríski flotinn myndi halda áfram áð vernda birgðaskip þjóðernissinna, sem 'sigía frá Fórmósu til Kvemöj. þess að hún geri sér vonir um i land, sem virðist óleysanleg". að með því verði „opnuð leið Blaðið bætir hins vegar við til lausnar á deilunni við ls-| Framhald á 10. síðu. Bretar og Bandaríkjamenn fallast á fund um bann við kjarnasprengjum Bretar sprengja enn eina kjarnasprengju Ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafa sent Sovét- stjórninni orðsendingu og fall- izt á að senda fulltrúa sína til fundar sem hefjist í Genf 31. október og f jalli um samkomu- lag um bann við tiiraunum með kjarnavopn. Jafnframt verði fjallað um öruggt eftirlit með því að slíkt banri verði haldið. Bretar og Bandaríkjamenn leggja til að fleiri mál verði rædd á fundi þessum. Talsmaður brezku stjórnar- innar lýsti yfir því í gær að Bretar myndu hætta kjarna- sprengingum í eitt ár frá því að þessi væntanlegi fundur hefst, að því tilskildu að Sov- étríkin hef ji ekki kjarnaspreng- ingar að nýju. Samtímis var tilkynnt að Bretar hefðu sprengt enn eina kjarnasprengju við Jólaey á Kyrrahafi. Var sprengjunni varpað úr flugvél í mikilli hæð og tilkynnt að hún „heppnazt vel". sparibúinn 02 biður um hið sama. Þessi herferð er. eins og hinar fyrri kostuð úr vinnu- deilusjóði Vinnuveitendasam- bands ís'ands en ekki stendur á Alþýðuflokknum að leggja fram menn til hinna laur.uðu, starfa. (Hins hefur ekki orðið vart að Alþýðuflokksmenn séu með áskoranir um allsher.far- atkvæðagreiðsiu í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur; þar verður auðvitað kosið eins og veniu- ' lega á fundi, þegar allir sjó- menn í félaginu eru að störfum sínum á hafí úti; ekki sjást heldur áskoranir á verka- kvennafélagið Framsókn, en þar hefur aldrei farið fram allsherjaratkvæðagreiðsla um nokkra kosningu.) Atvinnurekendur vita auðvit-. að fullvel af langri æeynslu að Dagsbrún er óvinnandi... vígi, að verkamenn munu senda þá fulltrúa sem þeir þekkja.. og treysta á Alþýðusambandsþing. En þeir telja mikilvægt að reyna að efna til ókyrrðar og innbyrðis deilna í félaginu ein- mitt þegar framundan eru hin mikilvægustu og afdrifai-íkustu átök um kjaramál. Til þess er fórnandi nokkrum tugum þ.ús- unda úr vinnudeilusjóði Vinnu- veitendasambands íslands, og Kristínus Arndal og félagar hans eru reiðubúnir til að láta nota sig. Merkjasala Rang- æingaf élagsins Eins og getið var í fréttum blaðsins í gær, efnir Rangæinga- félagið í Reykjavík til merkja- sölu í 'dag til ágóða fyrir Þor- steinslund félagsins í Fljótshlíð og minnisvarðann, sern félagið hef- ur látið reisa Þorsteini Erlings- syni skammt frá Hlíðarendakoti. hefði' Minnisvarði þessi verður .af- Framhald á 4. síðu. 12 mílna latidhelgi okkar er íslenzkt innanríkismál Ekk'i kemur fil mála ao landhelgi Islands sérsfaklega veroi afgrsidd af SÞ Ríkisstjórn íslands mun ekki taka í mál að stækkun íslendinga á landhelgi sinni verði tekin til neinnar „af- greiðslu" á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það er hlut- verk Sameinuðu þjóðanna að fjalla um landhelgismál almennt og réttarreglur á hafinu í heild, en íslendingar munu ekki taka í mál að landhelgi þeirra verði tekin fyrir sérstaklega eða afgreidd sem einangrað vandamál. Þannig komst Lúðvík Jó»eps- son sjávarútvegsmálaráðherra að orði þegar Þjóðviljinn bar undir hann þá túlkun Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins, í gær að þing Sameinuðu þjóð- anna eigi að „afgreiða" land- helgismál Islendinga. Þessi túlkun þessara tveggja blaða er alröng, sagði Lúðvík. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú, f ð hún er því samþyik að alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna setji reglur um landhelgi. almennt og réttarreglur sem allar þjóðir heims hlíti; Sam>- einuðu þjóðirnar eru réttur að- ili til að setja siíkar reglur. ilins vegar kemur auðvitað ekki til mála að landhelgismál Islands verði tekin fyrir eih- angrað og afgreitt á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Þar er um íslenzkt innanríkismál að ræða, íslenzk lög, sétt innan ramma alþjóðalaga, og þeim lögum verður ekki breytt, um þau verður hvorki samjð við einm eða neinn. Enginn erlendur að- ili er bær til að fjalla um ís- lenzk innanríkismál, ekki heíd- ur allsherjarþing Sarneinuðu þjóðanna, enda er það skýrt tekio fram jí stofnskrá þeirm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.