Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 12. september 1958 — ÞJQÐVILJINN — (11 51 Hans Scherfig Fulltrúmn sem hvarf nauöþurftir sínar á hvítu, nýmáluðu garðmublurnar hans Hageholms. Það er bæði stórt og smátt og því- líkt og annað eins svínarí hefur aldrei sézt! Auðvitaö er þetta kært, en lögreglan getur ekkert gert nema fá á- þreifanlegar sannanir. — En þetta gengur nú of langt, — segir lögregluþjónninn. Tvisvar í viku ekur Martin Hageholm til litla kirkju- garðsins, þar sem kona hans og dóttir eru grafnar. Og þar er sýslað og dútlað og skeljasandi stráð á. Og málmfestarnar eru fægðar með klút. Jóhanna er alltaf með. Og enginn veit hvað hún er að hugsa þegar hún lagar leiði frú Hagehoim. Hún segir ekki neitt, en varir hennar eru á hreyfingu og litlu augun flökta. Tengdasonur Hageholms er kvæntur aftur. Og það gerist tæpu ári eftir lát kærustunnar. Þannig er hann og þetta virðist ekki hafa haft meiri áhrif á hann en svo. Og svo. kemur hann samt sem áður öðru hverju og leg'gur blóm á leiðið. En það þolir Hageholm ekki. Hann tekur blóm tengda- sonarins og fleygir þeim langt í burtu. —r Þau voru visin! — segir hann þegar tengdasonurinn kvartar. — Og svo áttu nú nýja konu. Hún hlýtur að vera nóg fyrir þig. — Það upphefjast mikiar deilur milli mannanna tveggja. — Þetta er mín gröf! — segir Hageholm. — Eg keypti hána og borgaði hana fyrir konuna mína. Og ég er búinn að gera hana upp og hef kostað upp á hana graníts girðingu með málmfestum. — — En þetta er mitt lík! segir tengdasonurinn. Og ef á að hindra hann í aö leggja blóm á gröfina, getur hann látið grafa líkið upp og flytja það í aðra gröf. En Hageholm hefur tromp á hendinni. Dóttir hans dó úr stífkrampa. Og hver veit nema hún smiti ennþá? Það er altalaö að þessar bakteríur lifi í níu ár. Og Hageholm hringir til héraðslæknisins og spyrst fyrir um, hvort hægt sé að leyfa að líkið sé grafið upp, þegar banameinið hafi verið stífkrampi og hugsanlegt er að það smiti ennþá? Það finnst héraöslækninum ekki. — Nei, látið það^ liggja kyrrt. Til hvers væri að grafa þaö upp? — Hageholm hefur sigrað. Herbert Johnson er friðsamur maöur. Og hann um- gengst enga. Engin hætta er á að hann lendi í brösum við neinn. En hann fréttir um það sem gerist. Húsbóndi hans hefur líka sín vandamál .Jens Jen- sen er alvarlegur og skyldurækinn maður. En hann verður líka fyrir árásum og andspyrnu. Nú héldu allir að Andi'és sæti vel geymdur á vinnuhælinu og hefði ekki tækifæri til að nöldra meira. En Andrés hefur líþa orðið vorsins var og hann langar. til að sleppa út. Hann veit að maður sem hefur framið glæp á rétt á því að mál hans komi fyrir dómstólana. Hann fær verjanda og hægt er að áfrýja dómnum til æðri dómstóla. Allt fer fram opinberlega og undir eftirliti. En Andres er ekki glæpamaður. Hann hefur bara neitað að höggva grjót hreppsins, vegna þess að hon- um fannst það of illa borgað. Og nú er hann lokaður inni um óákveðinn tíma. Hið eina sem hann getur gert er að skrifa sýslu- nefndinni og reýna að verja málstað sinn. Andrés er enginn rithöfundur, en hann kemur þó saman bréfi. Og fulltrúinn á sýsluskrifstofunni sem fær bréfið í hendur, sendir það áfram til Jens Jensens ásamt fyrirspurn. Vár elskede ambassadör TORGEIR ANDERSSEN-RYSST döde i Reykjavik 8. september og ble kremert i stillhet i dag. Reykjavik, 10. september 1958. Ruth Auderssen-lRysst, Riinuveig, Torunn. Og nú er \-öðin komin að Jens Jensen að setjast viö skriftir. Hann er enginn pennamaður heldur, og hann fyllist reiði í garð þessa Andrésar, sem ge.tur aldrei séð hann í friði. Það tekur sinn tíma áð köma saman bréfi, en úr því má lesa aö Andrés í Mýiá sé vinnu- fælinn og drykkfelldur náungi sem geti ekki séð fyrir fjölskyldu. Og fulltrúinn á sýsluskrifstofunni stafar sig gegnum bréfið og kemst að raun um að Andrés hefur ekki verið órétti beittur. Og nú getur Andrés reynt aftur aö skrifa félags- málaráöuneytinu. En hcnum væri nær að búa í hag- inn fyrir sig hjá forstjóra vinnuhælisins sem ræður því, hvenær honum verður sleppt lausum. Hiö illa skap Jens Jensens bitnar einnig á leigianda hans. Það kemur í ljós aö veggfóðrið er rispað. Og slíkt verður aö bæta. Og hvað snertir lökkun á gólf- unum, þá er það leigjandans að sjá um hana. Og herra Johnson hefur nú stikað svo mikið fram og aftur um gólfið, að það er oröið slitið. En Jens Jensen líður það ekki að verðgildi íbúðarinnar rýrni. Og nú veröur að kippa þessu í lag með lökkunina, ef herra H. Johnson vill fá að búa þarna áfram. Nú er sumarið framundan' og margir um boöið! Og Jens Jensen ætlar ekki að skinta sér af því hvernig hann fer að því að lakka gólfið. En hann er stór og sterkur og ætti að geta lakkað gólf. Annars er svo sem hægt að fá verkamenn. Og svo getur líka verið að Karen fáist til að taka að sér lökkunina gegn smáþcknun. Og það verður úr. Og rifan í veggfóörinu er líka límd. Herbert Johnson fær að vera þarna um kyrrt og halda áfram að lifa nýju lífi. XLI Leigjandi Jens Jensens er allt í einu farinn að fást við dularfullar og kynlegar sýslanir. Fólk fylgist af forvitni með atferli hans og revnir að ímynda sér hvað ameríkaninn hafi í hysgju. Allan veturinn hefur hann ekki gert handarvik. Hann hefur slæpzt á hinn fyrirlitlegasta hátt. En nú er hann allt í einu orðinn gagntekinn af athafnaþrá. Hann kemur heim frá kaupmanninum meö stóra pakka. Og hann tekur þá upp þýðingarmikill á svip. Það eru stór niðursuðuglös sem hann setur í glugga- kistuna. Bæði Jens Jensen og Karen virða fyrir sér aðfarir hans með mikilli undrun. Ðálítil bókahilla Það er auðvelt að finna handbækur og aðrar slíkar bækur þegar þeim er komið fyrir í dálítilli bókagrinjl á vinnuborðinu. Og stærri skóla- böm kunna llka að meta svona grind. Oft þarf daglega að skipta um skólabækur í tösk- unni. Og sé svona bókagrind á skrifborðinu er hægðarlei'kur að hafa yfirlit yfir þær og hafa þær í röð og reglu. Smíði á þessari snotru grind er ekki sérlega vandasöm og fyrir handlagið fólk er hún ekki annað en skemmtileg dægrastytting. Herkostnaður Framhald af 6. síðu Frank Chapman, fiskkaup- maður í Grimsby, segist búast við því að fiskverðið sem neyt- endur í Bretlandi verða að greiða hækki um fjórðung vegna hernaðaraðgerða togara- eigenda gegn Islendingum. Brunabótafélagið Framhald af 2. síðu. un húsnæðisins, en með honum hafa unnið þeir Jónas Sól- mundsson húsgagnameistari, Sighvatur Bjarnason málara- meistari, Siguroddur Magnús- son rafvirkjaméistari, Sig- hvatur Einarsson pípulagninga- meistari og Ólafur Ólafsson veggfóðrari. Er húsnæðið allt hið vistlegasta. Brunabótafélagið annaðist eing' ngu brunatryggingar fram til ársins 1955, en hefur nú fært út starfssvið sitt til ým- issa annarra tryggingagreina og hyggst í framtíðinni veita félags- og viðskiptamönnum sínum eem allra víðtækasta þjónustu og fyrirgreiðslu. Fram' -væmdast jórn Bruna- bótafélaf sins, sem er kosin af fulltrúaráði þess, en í því eiga sæti fulltrúar ahra sýslufélaga landsins og kaur't.aða, nema Revkjavíkur, skipa þessir menn: Jón G. Sólnes banka- fulltrúi Akureyri form., Emil Jónsson bankastjóri Hafnar- firði varaform., og Jón Stein- grímsson sýslumaður B.orgar- nesi ritari. Forstjóri er Ásgeir Ólafsson. Maríimis Framh. af 9. síðu reyndar svo mikið, að hann hefur ekki trú á að mannlegar verur komi nokkru sinni lif- andi aftur úr ferðum til ann- arra stjarna. I því og ýmsu öðru kynni honum nú að skjátlast. En það mun ekki hagga þeim fornu meginsannindum sem honum eru hugleiknust. Þau hafa sett mark' sitt á heillandi rvorsó-mleika þessa aldurlausa öldungs. Og hví skyldu ekki n™ og mannvísindi framtíð- arinnar mótast af þeim ? Þ. V. SVJ$!sIl Isisadar 3311 1-esium Togaiinn Röðull landaði á miðvikudaginn os i gæ,r 338 lest- um af karfa í Hafarfirði. Formamii Rauða krossins afhent heiðursmerki Hinn 10. september á fundi framkvæmdaráðs Rauða kross Islands færði aðalræðismaður Austurríkis á íslandi, Júlíus Schopha, formanni Rauða kross íslands æðsta heiðursmerki austurríska Rauða krossins í gmlli sem þakklætisvott til Rauða kross Islands frá aust- ui'rísku þjóðinni og Rauöa krossi Austurrikis fyrir auð- sýnda hjálp til ungverskra flóttamanna. — (Frá Rauða Krossi ísiands).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.