Þjóðviljinn - 12.09.1958, Side 10

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Side 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. september 1958 — Uppkastið 1908 „liivtinn er þjófur^ Framhald af 7. síðu. árin, eins og höfundur (þ.e. Jón Jensson) segir, þá var ekk- ert hægara en að fá íslenzka ríkið friðtryggt og heita s.iálfir að hjálpa oss til að verja hlut- leysi vort ..... margir ágæt- ustu menn þjóðanna munu bæði skilja það og meta, að vér viljum ekki eiga vopn og ekki sjá þau....“ Þeir sem ritað hafa um kosn- ingahríðina 1908 eða muna hana af eigin raun telja, að ekki hafi öðru sinni verið harð- ar barizt í kosningum hér á landi. Ari Jónsson iýsir henni í Minningum sínum sem ,.heift- • arlegum átökum um ísland allt“. Einna aðsópsmestir á- róðurs- og fundamenn Upp- kastsandslæðinga voru þeir Bjarni frá Vogi og Bjöm Jóns- son ritstjóri. Jón Jensson sagði um framgöngu Bjarna, að hvarvetna sæi reykinn upp af þar sem hann færi og lysti eldi í byggðirnar. Og það mun hafa verið í þessari orrahrið sem Björn Jónsson mæiti þau fleygu orð, að hann þyrfti ekki að sofa nema stutt af því hann svæfi svo hratt. „Aldrei hefur slíkt fjör verið á íslandi sem sumarið 1908. Aldrei barizt svo snarplega landshornanna í milli um æðstu mál þjóðarinn- ar“, segir Benedikt Sveinsson í eftirmælunum um Bjarna frá Vogi. Það gat ekki farið hjá því að fólkinu, hinum óbreytta kjós- andi, hitnaði í hamsi. þegar stjórnmálamennirnir kyntu svo rösklega undir. Gísli Helgason bóndi í Skógargerði segir mér í bréfi, rituðu af öðru tilefni, að þegar Jón ólafsson ritstjóri, einn helzti má.'svari Uppkasts- ins, hefði lokið máli sínu á fundinum við Lagarfljótsbrú hafi drjúgur hluti fundarmanna svarað honum með því að kyrja íslendingabrag yfir hausamótunum á honum: En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja. En Þórbergur Þórðar- son hefur lýst því eftirminni- legast, þó með vísvituðum öfg- um sé, hvernig átökin um „mii;ilandafrumvarpið“ orkuðu á ungu kynslóðina 1908. Hann lýsir því í fyrra bindi Ofvit- ans hvernig „það var allt ann- ar söngur í heimastjórnarhúsi én sjálfstæðishúsi. Og sjálf- stæðisgatan kvað við annan tón en heimastjórnargatan“. Ve-rst allra gatna í Reykjavík var Tjarnargatan, þar sem þeir bjuggu Lárus H. Bjarnason, „ógurleg innlimunarbulla", og Hannes Hafstein „innlimunar- ráðherra", „sjálfur foringi lalidrgðalýðsinst'. En: „Aust- urstræti var gott stræti, því að þar bjó Björn Jónsson rit- stjóri Isafoldar, og þar var líka Hannes Þorsteinsson ritstjóri Þjóðólfs. Þeir voru báðir á móti milliiandafrumvarpinu .... Einna göfugast fannst mér þó Vonarstræti. Þar bjó Skúli Thoroddsen, sem fyrstur allra reis gegn millilandafrumvarp- inu. Hann þótti mér mestur maður á öliu íslandi. Mér var lika einkennjlega vel við norð- urhornið á Aðalstræti og Kirkjustræti, eftir að ég sá þar Magnús Arnbjarnarson lögspeking einu sinni á gangi með dr. Jóni Þorkeissyni. Þeir voru áreiðanlega að tala sam- an á móti millilandafrumvarp- inu“. Svo rann kjördagurinn upp og leið hjá, og senn tóku kosn- ingafréttir, að berast. Lárus H. Bjarnason féll á grúfu á Snæ- fellsnesi fyrjr forseta Þing- vallafundarins 1907: séra Sig- urði Gunnarssyni í Stykkis- hólmi. Benedikt Sveinsson flaug inn í Norðurþingeyjar- sýslu. Stefán Stefánsson dúndr- aði í Skagafirði. Björn Jónsson sigraði á Barðaströnd eftir 30 ára fjarvistir úr þingsalnum. Guðlaugur Guðmundsson þing- flokksformaður Heimastjórnar- manna steyptist kollhnís í Austurskaftafellssýslu. Skúli Thoroddsen varð sjálfkjörinn í Isafjarðarsýslu. Jón Jensson kafnaði í reyknum af eldi Bjarna frá Vogi í Dölum vest- ur. Og þegar búið var að leggja saman og draga frá, þá höfðu 25 Sjáifstæðismenn náð kosningu, en einir níu Heima- stjórnarmenn. Það hafði engan dreymt slíkan sigur. En — ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið, sagði Grettir; og máttu Sjálfstæðismenn bráð- lega reyna sannleik þeirra orða. En það er önnur saga: „íslenzkara og festumeira nei hefur aldrei hljómað yfir þessu landi heldur en nú hef- ur gert hið nýja svar vbrt til Dana“, sagði Björn Jónsson í ísafold 23. september. „ Og fyrir sjónum vorum hefur birt sfórkostlega til í íslenzku þjóðlífi' við það svar“. „Þetta sumar hefur sýnt að þjóðin sjálf er fylgin sér og órög ....“, sagði Þorsteinn Erlingsson í bréfi til Sigurðar Guðmundssonar skóla- meistara síðar um haustið. „Á þessu hefur hún þó lumað, og gæti vel orðið eign ef gæfa fylgir“. Auglýsið í Þjóðviljanum Framhald af 3. síðu. framferði hans nú. Hvernig stóð á því að brezkir togarar sigldu niður íslenzka báta bæði fyrir austan og vestan meðan þeir voru sem reiðastir út af stækkuninni í 4 mílur, en þetta gerðist ekki, hvorki und- an né eftir? Semjum ekki um það sem við eigum Hvernig finnst þér hafa ver- ið haldið á landhelgismálinu? — Vel. Það hefði orðið ægi- legt ástand ef íslenzka ríkjs- stjórnin hefði hagað sér eins og Danir og farið að spyrja Breta hvort við mættum koma og hefja við þá samninga! — Þú telur okkur ekki þurfa samninga? — Nei, það átti aldreí að semja neitt við Breta um land- helgina, og á aldrei að gera. Við þurfum ekki að semja við þá um það sem við eigum. Ekki einn einasti Norðfirð- ingur hefði viljað ganga inná að semja við Breta um viður- kenningu á 12 mílum gegn for- réttindum fyrir Breta innan is- lenzkrar1 landhelgi. Afstaða okkar Norðfirðinga í landhelgismálinu kom bezt fram í því, að þegar þurfti að kalla menn á varðskipin í stað hinna herteknu buðu sig hér fram þrisvar sinnum fleiri menn en varðskipið þurfti. Dómar yfir landhelgis- brjótum — Dómum yfir landhelgis- brjótum þarf að breyta þann- ig, segir Hörður ennfremur, að þegar þeir áfrýja til hæsta- réttar séu þeir látnir bíða þar til dómur er fallinn, í stað þess að sleppa þeim strax út til að brjóta landhelgina á ný! Er ekki glæpamaður sem áfrýjar til hæstaréttar geymd- ur í gæzlu þar til dómur er fallinn? Hversvegna á þá að sleppa landhelgisbrjótum? Ekkert annað — Hvað viltu gera fyrir brezka togara sem leita lands? — Þeir eiga enga þjónustu að fá — aðra en þá sem frá aldaöðli hefur verið siður að veita á íslandi, þ.e. veita þeim læknishjálp og bjarga þeim úr sjónum. En meðan Bretar halda fast við að brjóta land- helgina gétum við enga aðra þjónustu veilt þeim. Að toga á herskipum? — Hvernig heldurðu að veið- ar undir herskipavernd tak- ist? —• Brezku togararnir hafa margir verið slíkir koppar að þeir hafa ekki getað siglt heim einu sinni án hjálpar Islend- inga, án viðgerða og annars. Og þeir geta hvergi fiskað neitt að gagni í hnapp undir herskipavernd. — En ef þeir fjölga herskip- unum hafa t.d. eitt til að gæta hvers togara!? — Þú hlýtur að eiga við að toga á herskipum! Nei, það lukkast ekki! Gamlir kunningjar Loks hittum við Ragnar Sig- urðsson hafnarstjóra niðri á bryggju. Hann er ungur maður, en hefur þó verð togaramaður alllengi. — Hvað segir þú um fram- ferði Bretanna? — Togararnir þrír sem fyrst komu við sögu hér úti á fló- anum munu allt vera gamlir kunningjar okkar hér. King- stone Ruby hefur tekið hér vatn og komið með veika menn. Það var hann sem herskipð neitaði um að fara hingað inn með veikan mann. Þá er Northern Pride ekki ó- kunnur okkur. Hann var tek- inn út af Glettingi fyrr í sum- ar og 20. ágúst var hann síð- ast hér inni og fékk þá sekt fyrir ólöglegan veiðarfæraút- búnað, Hljótum að vinna þetfír — Hvernig heldurðu að Bret- Framhald af 12. síðu. að forsenda þess að viðræður Dana og Breta beri árangur virðist þó vera að „Islendingar slaki á sínum kröfum, sem færeyska Lögþingið liefur gert að sínum, en ekkert bendir til þess að þeir muni gera það“. Information segir að vegna þessarar afstöðu íslendinga eé lausn málsins enn í óvissu, en hins vegar geti ýmislegt skeð, þegar samningaumleitanir séu hafnar á annað borð. „Til að sýna sáttfýsi“ Fréttritari Svenska Dagblad- et í London telur óvíst að nokkur árangur verði af við- ræðum Dana og Breta meðan engin lausn hefur fundizt á deilunni við ísland. Blaðið bæt- ir við: „Það getur þó verið að Bret- ar muni reyna að knýja fram samkomulag við Dani í því skyni að sýna vilja sinn til samkomulags og málamiðlunar og fá þannig sterkari áróðurs- tromp í hendur í viðureigninni ^dð Islendinga“. Fréttaritarinn segir að slíkt samkomulag geti verið um sex mílna landhelgi og sérstök á- kvæði um veiði milli sex og tólf mílna (þ.e. bandarísku til- löguna frá Genf), en minnir réttilega á að erfitt sé fyrir um takist veiðar undir her- skipavernd? — Þær eru óframkvæman- legar. Skipin sjálf, einkum þau sem hér hafa verið eru þannig útbúin að það þarf að breyta þeim mikið til þess að þau geti legið úti í vondum veðrum, og mannskapurinn á þeim er oft samanskrap. Oft hafa þeir verið svo illa settir með vatn að þeir hafa orðið að. koma hingað inn til að fá vatn eftir aðeins 2ja til 3ja daga veiðar. Megi þeir ekki koma inn fyrir — segjum þriggja mílna landhelgina — til þess að vinna að viðgerðum, þá koma oft langir kaflar sem ekki er unnt að komast á milli skipa og algerlega vonlaust að ætla að gera við fyrir utan þriggja mílna landhelgina. Eigi að hugsa um eitt- hvert gagn af fiskveiðum þá er þessí'áðfefð' Bretanna al- gerlega vonlaus. Við hljót- um því að vinna þetta mál, — það er ekki hægt að sunda fiskveiðar undir svona kringumstæðum. Eeiti Bretar hafnar eigum við ekkert að gera fyrir þá nema það sem mannúðar- skylda býður, þ.e. að takæ við veikum mönnum. Dani að virða að vettugi við- brögð þau sem verða myndu í Færeyjum við slíkum svik- um. > „Riddaraskapur" Breta Þær vonir sem Bretar gera sér um Dani koma glöggt fram í skrifum brezka íhaldsblaðsins Daily Express. Það segir að Bretar hafi sýnt ,,riddaraskap:‘ þegar þeir féllust á að ræða við Dani um landheigi Færey- inga, en þeir geri sér um leið vonir um að með því verði hægt að sannfæra íslendinga um að þeir komi engu til leið- ar með þrjózku sinni. „Ætlunin er“, segir blaðið, „að sýna þá drenglund að semja við Dani um þá skilmála sem Islendingar höfnuðu; ann- aðhvort sex tnílna landlielgi eða hámarksveiði“. Viðræður Dana og Breta eiga að hefjast í London í dag og verða Viggo Kampmann, fjármálaráðherra Dana, og John Hare, fiskimálaráðherra Breta, fyrir samninganefndun- um. Isátar með tnsiniti* Tíu reknetabátar komu til Hafnarfjarðar í gær með sam- tals um 400 tunnur .síldar. J. B. <?>------------------------------------------------- Ætla að nota Dani Rýmingarsalan heldur áfram Tökum fram í dag eftirstöðvar af # herraskóm VerzJtmm Verð frá kr, 150.00 til 200.00 Garðastræti 6.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.