Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 3
nnisvarði tim Þorsteín aíhjúpaður Á minningarsamkomu Rangæingaíélagsins ílytur Sigurður Nordal erindi um skáldið Rangæingafélagið í Reykjavík efnir, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í Þjóðviljanum, til samkomu austur í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð n.k. laugardag, en þá eru 'liðin 100 ár frá fæðingu Þorsteins Erlingssonar skálds. Þar verður afhjúpað minnis- merki skáldsins, gert af Nínu iSæmundsson myndhöggvara, en Ársæll Magnússon steinsmiður hefur gert fótstallinn. Samkoman hefst kl. 3 síð- 20 málverk á fyrstu sjálfstæðu sýningu Agiistar I dag opnar Ágúst F. Pet- ¦ersen málverkasýningu í Sýn- ingarsalnum við Hverfisgötu. Ágúst F. Petersen er fædd- ur 1908 í Vestmannaeyjum og byrjar þegar í æsku að mála án þess að njóta nökkurrar kennslu eða tilsagnar. Til Reykjavíkur kemur hann árið 1927. Hann er einn af stofn- ¦endum Myndlistarskólans, er stofnaður var 1947. Aðalkenn- arar Ágústs í myndlist hafa verið listmálararnir Þorvaldur Skúlason og Hörður Ágústsson. Hann hefur tekið þátt í sam- sýningum og farið utan í náms- ferðir. degis með ávarpi Hákonar Guðmundssonar hæstaréttarrit- ara. Þá flytur Sigurður Nor- dal prófessor erindi um skáldið Þorstein Erlingsson og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, formaður Rangæingafélagsins, flytur ræðu. Séra Sigurður Einarsson í Holti flytur frum- ort kvæði, Þorsteineminni, Sig- urður Tómasson oddviti á Bark- arstöðum og Erlingur Þor- steinsson læknir flytja ávörp og söngflokkur syngur ljóð eftir iÞorstein Erlingsson. Rangæingafélagið efnir til hópferðar austur um hádegi frá Bifreiðastöð íslands. Mdur í mann- lausri íbúð Á áttunda tímanum í gær- morgun var slökkviliðið í Rvík kvatt að húsinu nr. 32 við Rauðalæk. Hafði kviknað þar í mannlausri en nær fullgerðri íbúð. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum reyks og hita. Hér sézt sá hluti af verzluninni þar sem verzlað er með kjöt- vörur. Allar skreytingar í verzluninni eru eftir Kjartan Guð- jónsson, listmálara. Ný Kron kjorfoíið opnuð að Skólavörðustíg 12 Undanfarið hefur verið unnið að því að breyta mat- vörubúð KRON á Skólavörðustíg 12 í kjörbúð. Verkinu er nú lokið og er búðin bæði haganleg og smekkleg. Fréttamönnum og öðrum var boðið að líta á hina nýju kjör- búð i fyrradag. Kjartan Sæm- undsson, kaupfélagsstjóri, mælti nokkur orð við það tæki- færi og sagði m.a. að það væri von sín að þessi breyting á búðinni leiddi til aukinna við- skipta og að almenningur myndi njóta þarna góðrar þjón. ustu í framtíðinni. Búðin hefur verið stækkuð \5 Tékkneskar asbest- sement piötur Byggingarefni, sem hefur marga kosti: * Létt * Sterkt ^- Auðvelt í meðferð * Tærist ekki. Fimmtudagur 25. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Sjálfsbjörg Framhald af 12.' síðu. menn að efla starfsemi félags- ins með því að ganga í það. Félagið hefur fengið leyfi til merkjasölu einn sunnudag árlega, og verður merkjas.ölu- dagurinn að þessu sinni sunnu- dagurinn 26. október. Heitir félagið á alla velunnara sína að kaupa merki þess. Þá mún og verða haldhm basar til á- góða fyrir félagið, og verður leitað til fyrirtækja og verzl- ana í bænum um framlög. —¦ Einnig mun þess verða farið á leit við dagblöðin, að Vau veiti móttöku áheitum á félagið, en. það hefur reynzt gott til á- heita. Þótt Sjálfsbjörg sé fyrst og fremst félag hinna fötluðu, gagnstætt Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaði-a, eem einkum vinnur að lækningu og að- hlynningu lömunarsjúklinga, geta aðrir einnig gerzt styrkt- arfélagar. Verður þeim veitt móttaka í verzluninni Roða á Laugavegi 74. Sjálfsbjargar bíða að sjálf- sögðu mörg verkefni, en fyrsta stórátak þess verður að koma upp félagsheimili hér í bæn- um fyrir starfsemi sína. Er ætlunin, að þar verði vinnu- þjálfunarstöð fyrir hina fötl- uðu og herbergi fyrir fatlað fólk utan af landi, er þarf að dveljast hér um lengri eða skemmri tíma vegna £'5tlunar sinnar. Formaður félagsins sagði einnig, að félagið myndi vinna að því, að gerðar yrðu nokkr- ar breytingar á tryggingalög- gjöfinni. Fullur örorkulífeyrir, sem greiðist 75% öryrkjum, var sl. ár um kr. 8500. Sú lífeyrisgreiðsla skerðist hins vegar, ef hinn fatlaði vinnur fyrir sem svarar 50% hennar, og fellur alveg niður, vinni hann fyrir jafnhárri upphæð, þótt vitað sé, að ógerningur sé að lifa af 17000 króna árs- tekjum. Við þetta bætist, að skerðing og niðurfelling lífeyr- isins kemur eftir á, þani;or, að sá, sem í fyrra fékk 8500 kr. lífevri og vann sér ejálfur inn jafnháa upphæð, fær enpran líf- eyri í ár, þótt hann geti ekk- ert unnið. Aðrar bætur, eins og t.d. fjölskyldubætur, eru hins vegar veittar án tillits til tekna. mikið, kjötafgreiðslan flutt í suðurenda i búðarinnar (við Bergstaðastræti) og þar innaf gerðir góðir frysti- og kæli- klefar, ennfremur kæld græn- metis- og ávaxtageymsla í kjallara. Hin nýja kjörbúð er önnur kjörbúð KRON, hin var opn- uð á síðastliðnu ári í Kópa- vogi. Fyrir 16 árum opnaði KRON kjörbúð á Vesturgötu 15, var það með fyrstu kjör- búðum í Evrópu og var þá á undan sínum tima en lögð niður eftir skamma hríð. Kjörbúðin á Skólavörðustíg er mjög björt og rúmgóð (ca. 100 ferm.) og búin fullkomn- ustu tækjum til sölu á kjöt- vörum, matvælum og hrein- lætisvörum. Deildarstjórar eru Jónas Jóhannsson og Jón Helgason. Teikningar að breytingu gerði Teiknistofa SÍS, raflagnir lagði Rafröst h.f., málningu annað- ist Osva.ldur Knudsen, tré- smíði Benedikt Einarsson og múrun Hjörleifur Sigui'ðsson. KRON vinnur nú að tveim kjörbúðum, í Vogum og Smá- íbúðahverfi, ennfremur er ver- ið að breyta vefnaðarvörubúð félagsins á Skólavörðustíg 12. Einkaumboð: Mars Trading Co. Klapparstíg 20. Sími -17373. Halldór Kiljan I Pollandi Eins og Þjóöviljinn hefur aöur skýrt frá dvelst Hall- dór Kiljan Laxness nú í Póllandi. Kom hann til Varsjár 17. sept. s.l. og næsta dag birtu öll pólsku blöðin fréttir um komu hans og myndir af honum. Á járnbrautarstöðinni tóku fulltrúar menntamálaráðuneyt- isins og pólska rithöfunda- sambandsins á móti Halldóri og mikill fjöldi blaðamanna. „Það gleður mig mikið að heimsækja Pólland" sagði Halldór við blaðamennina, „ég hef ekki áður átt þess kost að kynnast landi ykkar. Eg hef hug á að fara sem víðast — mig langar til að fræðast um líf lesenda minna í Póllandi. Eg veit að þið hafið þýtt margar bóka minna og að fólk vill gjarna lesa þær. Þess vegna finnst mér ég vera í heimsókn hjá vinum". Halldór dvelst í Póllandi um hálfsmánaðar skeið. Hannmun ferðast um landið, m. a. til Krakow, Poznan og Gdansk og taka þátt í fundum. með pólsk- um lesendum, rithöfundum og blaðamönnum. Otbreiðið Þjoðviljann j «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.