Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓDVILJINN — Fimmtudagur 25. september 1958 Sögusafn alþjóðl. verklýðshreyfingar Framhald af 7. síðu. lega í skiptum. Síðustu ára- tugi hefur sá þáttur safnsins verið mjög aukinn og keypt að mikið af ritum, fyllt í eyður og stefnt að því að gera safnið að alhliða rannsóknarstofnun um sögu alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar og sósialisma. Árangurinn er orðinn sá, að þarna er saman komið eitt mesta safn sósíalistískra bóka og blaða á Vesturlöndum. Yms- ir sem um það hafa ritað telja ekkert safn utan sósíalistísku landanna muni taka fram Al- þýðusafninu í Stokkhólmí. Helzt eru nefnd til samanburð- ar Inteínationaal Insttiuut vo'or sociale geschiedenis í Amster- dam, en það mun hafa látið á sjá í stríðinu, — Schweizerisch- es SoziaJarchiv í Zúrich, og sérfræðilegt safn við Skanford- háskólann í Bandaríkjunum. Ekki hefur safnið getað var- ið miklu til kaupa á gömlum útgáfum, enda aðalverkefni þe-ss annað. í>ar eru þó margar fágætar bækur, blöð og tíma- rit, og hefur safnið fengið margar dýrmætar bóka- og handritagjafir. Áður var minnzt á bókasafn Hjalmars Brantings, en geysimikið og merkt safn kom frá austur- ríska sósíalistanum Wilhelm Ellenbogen, hann og fleiri flóttamenn undan nazismanum björguðu miklum verðmætum til Stokkhólms. Meðal gamalla bóka má nefna heilt safn af útgáfum á „Útópíu" Tómasar Mores. Elzt þeirra, og elzta bók safnsins, er á latínu, prentuð í Basel 1563. Þarna eru bækur eftir Campanella, rit Saint-Simons, Fouriers og Cabets. Og þarna eru auðvitað bækur sænsku útopistanna Nils Hermans Quidings og Per Götreks. Tvö eintök á safnið af fyrstu sænsku þýðingunni af komm- únistaávarpinu, en hún er tal- in gerð af Götrek og kom út þegar 1848, sama ár og ávarp- ið var birt. Nefndist það á sænsku „Kommunismens Röst", og undirtitill „Förklaring av det Kommunistiska Partiet, offentliggjord i Februari 1848" Þýðanda hefur ekki þótt þetta nóg heldur sett frá sjálfum sér einkunnarorð á titilblaðið: „Folkets Röst ar Guds Röst". Rödd alþýðunnar er rödd guðs! Þetta er fyrsti vottur marxist- ískra bókmennta í Svíþjóð, en ekki virðist Engels hafa vitað um sænsku þýðinguna, a,m.k. nefnir hann það ekki í formál- um að seinni útgáfum, en tel- ur þar hins vegar danska þýð- insu. Af gömlum útgáfum marxistískra rita má nefna 1. og 2. útgáfu af riti Engels um „Kjör verkafólks í Eng- landi", Leipzig 1845 og 1848. Safnið á ljósprentað eintak af Neue Rheinische Zeitung 1848 —1849, gert í Berlín 1928, og frumeintak af síðasta blaðinu fræga, frá 10. maí 1849, og prentað var í rauðum lit. Þarna er blað frá Parísarkommúnunni 1871: „Le Pére Duchéne", öll 68 blöðin, og svo mætti lengi telja. Heil eintök á safnið af þýzku verkalýðstímaritunum sem mörg eru orðin fágæt þó þau séu ekki gömul. „Die Neue Zeit", „Sozialistische Monats- hefte", „Der Kampf" og Grún- bergs „Arehiv". „Der Vorbote", málgagn Fyrsta alþjóðasam- bandsins, prentað í Sviss, er þarna að finna, og eins öll hin prentuðu þingtíðindi Alþjóða- sambandanna, fern frá Fyrsta Alþjóðasambandinu, öll þing- tiðindi Annars alþjóðasam- bandsins og eins öll þingtíð- indi Alþjóðasambands komm- únista. Sjaldgæf heimild mun nú einnig orðin fréttablað Al- þjóðasambands komúnista „Int- ernationale Presse Korrespond- ' 'M'. IHIIMI'I' enz" (Inprekorr) á þyzku, er út kom 1921—1933, og fram hald hans „Rundschau", en bæði þau rit eru komplett á Al- þýðusafninu í Stokkhólmi. Náin samvinna er með sænska safninu og sams konar stofnunum sem risið hafa upp í Danmörku, Noregi og Finn- landi, og fara fram gagnkvæm bókalán og skjala, svo hægt er að sitja á einu þeirra og njóta góðs af þeim öllum sem eitt safn væri. Meðal handritanna í Alþýðu- safninu eru bréf frá mörgum þeim mönnum sem mjög hafa Erlend tíðindi Framhald af 6. siðu ráðherra Sovétríkjanna, en eng- in dæmi eru slíks í skiptum æðstu manna menningarríkja. í ður hafði Sjú Enlæ, forsæt- **¦ isráðherra Kína, opnað Bandaríkjastjórn leið úr klíp- unni. Hann lagði til í ræðu í Peking að viðræður sendiherra Bandaríkjanna og Kína í Ev- rópu yrðu hafnar á ný. Banda- ríkjastjórn tók tilboðinu báð- um höndum og Varsjá var val- inn fundarstaður. Viðræður bandarískra og kínverskra sendiherra hófust í Genf 1955 eftir ráðstefnuna sem batt endi á stríðið í Indó Kína. Haldnir voru 70 fundir fram á síðast- Uðið vor, þegar Bandaríkja- stjórn hugðist senda lágt sett- an embættismann í stað sendi- herra. Árangurinn af viðræð- unum hefur ekki orðið teljandi. Kínastjórn lítur á viðureignina við Sjang Kaisék sem innan- ríkismál, eftirhreitur borgara- styrjaldarinnar, og telur Bandaríkin brjóta alþjóðalög með afskiptum sínum af henni. Bandaríkjastjórn heldur fast við það sjónarmið að Sjang og kumpánar hans séu lögleg stjórn Kína, stjórnjn í Peking sé eins og hver önnur dægur- fluga, sem ek»ki þurfi að taka neitt tillit til. I 17kkert hefur verið látið uppi ¦"-' af opinberri hálfu um við- ræður sendiherranna James Beam og Vang Pingnan í Var- sjá. Eftir þvi sem kvisazt hef- ur mun Beam hafa flutt þau boð frá Dulles, að Bandaríkja- stjórn kunni að beita áhrifum sínum til að fá Sjang til að láta af hernaði gegn meginland- inu af smáeyjunum og jafnvel leggja að honum að fara þaðan með lið sitt smátt og smátt á tveim til þrem árum, að því tilskildu að Kínastjórn fallist á að eyjarnar verði hafðar ó- víggirtar og heiti því að beita ekki valdi til að hrekja Sjang •af Taivan né menn hans af öðrum smáeyjum. Vang er tal- inn hafa svarað því, að Kín- verjar geti fallizt á að láta af hernaðaraðgerðum gegn Kvem- oj og Matsú, en þá verði lið Sjangs að fara þaðan þegar í stað. í Taipeh, höfuðborg Sjangs, hefur því verið lýst yf- ir að eyjarnar verði aldrei látnar af hendi. Við þetta sit- ur, en fellibýljirnir eru að hefj- ast á Taivansundi, til Taivan streyma bandarískar kjarn- orkuárásarflugvélar og eld- flaugasveitir, og nýlokið er í Taipeh fundi yfirmanna flug- hers og flota Bandaríkjanna í Austur-Asíu með Sjang og her- foringjum hans. ¥?ins og vænta má þegar um jafn þýðingarmiklar við- ræður er að ræða, hafa við- mælendumir í Varsjá ekki ver- ið valdir af verri enda utanrík- isþjónustu landa sinna. Kín- verski sendiherrann Vang Ping- nan er þaulkunnugur Evrópu frá námsárum sínum í Berlín. Þar gekk hann í Kommúnista- flokk Kína og giftist konu af Kleist Eftir heimkomuna átti hann þátt í því ásamt Sjú En- læ að bjarga lífi Sjang Kaiséks, þegar /„Ungi marská'lkurinn" Sjang Hsueliang rændi honum. og semja við hann um sameig- inlega baráttu gegn innrásar- her Japana. Vang tók þátt í viðræðunum sem efnt var til þegar George Marsball reyndi árangurslaust að miðla málum. milli kommúnista og Sjangs. Eftir sigur byltingarinnar varð hann einn af æðstu mönnum utanríkisráðuneytisins í Pek- ing. Bandaríski sendiherrann James Beam er talinn ein sér- stæðasta persónan í utanríkis- þjónustu Bandarík.ianna. Hann er flest af því sem talið er að diplómat eip.i ekki' að vera, bráður, opini^ár hvassyrtur og óhátíðlegur í framkomu. Lengi stóð þetta honum fyrir frama í utanríkisþjónustunni, en hæfi- leikarnir máttu sín þó að lok- um meira en ytra borðið. M. T. Ó. 18 þreyta próf Leiklistaráhugi virðist vera mikill um þessar mundir hjá unga fólkinu. 18 manns þreyttu próf inn í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins. Af þeim stóðust 10 prófið og er skólinn þá fullskipaður. Kennarar við skólann eru leikararnir Haraldur Björns- son, Baldvin Halldórsson, Ró- bert Arnfínnsson, Klemenz Jónsson og Erik Bidsted ball- ettmeistari, en skólastjóri er Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri. Skólinn tekur til komið við sögu sósíalisma og verkalýðshreyfingar um aldar skeið, bréf frá Lenín, Bakúnín, Kautsky — svo einhverjir séu nefndir. Snemma var byrjað að safna myndum og ævisögum manna úr innlendri og alþjóð- legri sögu alþýðusamtakanna, og myndum af atburðum úr baráttu alþýðunnar innan lands og utan. Mynda- og ævisagna- safnið," með. myndarlegu myndamótasafni, er sérstök deild í Alþýðusafninu, og er nú orðið hið merkasta enda alltaf unnið að því að auka við það og fylla í eyður. Fer stöðugt í vöxt að til þess sé leitað einnig úr öðrum löndum Hér hefur verið drepið á fá- ein atriði, en mestu máli skipt- ir þetta: Tekizt hefur að safna saman á Norðurlöndum feiki- miklu af bókmenntum sósíal- ismans og verkalýðshreyfingar- innar hvaðanæva að úr heim- inum. Þetta ætti að opna mönnum íslenzku verkalýðs- hreyfingarinnar ýmsa mögu- leika, vegna nálægðar og auð- velds sambands milli landanna. Að vísu hefur Landsbókasafn- ið síðustu árin eignazt nokkur stórverðmæt og fágæt verk varðandi sögu sósíalismans („Die Neue Zeit", Griinbergs „Archiv", það sem út kom af Marx-Engels Gesamtausgabe í Moskvu, ritsöfn einstakra útop- ista o. fl.), en hins er ekki að vænta að þar geti orðið um sérfræðilegt safn að ræða af ritum um þau efni — a. m. k ekki á næstunni. Ættu fslend- ingar sem aðrir er vilja not- færa sér Alþýðusafnið í Stokk- hólmi, þar vísa góða fyrir- greiðslu og starfsskilyrði (Meira) «- Held'eir megi fara Framhald af 4. síðu. Það byrjar að daga. Áður en varir hafa myrkir litir næturinnár drukkið í sig grá- muggulega skímuna við aust- urbrún eins og sykurmoli, sem dýft er í mjólkurglas. Hvergi sést til lands fyrir þoku og örðulaust umhverfið hefur á ný íklæðzt áttleysi sem er sameiginlegt einkenni dags og nætur á hafinu. Eg reyni að rifja upp tímann og vatnið. Haltu netinu strekktu, strák- ur! Svo er óendanleikinn loks á enda. Síðasta net — og bauj- an er hífð innfyrir. Það er sett á fulla ferð og við mókum síldinni niður. * Svona þrjátíu tunnur. Bölv- aður reytingur. Við fáum okkur kaffi. Spyrj- um skipstjórann frétta úr tal- stöðinni. Flestir bátarnir eru með lítið — einn og einn með sæmilegt. Klukkan er að verða hálf níu og við hlustum á fréttirnar áður en við byrjum að leggja niður netin. Enn reyn- ir Bretinn að keyra varðskip- in okkar niður. Daninn ætlar að svíkja Færeyinga í land- helgismálinu. Samur við sig, Baunatetrið. Og við förum að leggja niður. Við erum fjórir, einn. við steinateininn, einn við korka- þýzkum aðalsættum, Önnu von starfa 1. október nk Áróðut togaraeigenda Framhald af 5. síðu. I skozka blaðinu Glasgow Herald birtist bréf frá einum lesanda þess sem býr á eynni Tiree við Skotland. ,,Þegar togveiðar hófust", segir hann, „varð það til þess að útflutn- ingur á þorski frá þessari eyju lagðist niður og við verðum nú að flytja inn frystan þorsk frá meginlandinu. Það er þetta ástand sem Islendingar sjá nálgast og þeir eru aðeins að reyna að vernda lífsafkomu fiskimanna sinna í framtíðinni, veiðarnar við strendur lands- ins og fiskframleiðsluna". Hann segir að lokum að það væri þarfara vei'k fyrir breík herskip að gæta þess a^ brezk- ir togar.ar veiði • ekki innan þriggja mílna landhelginnar við Skotland heldur en^að hjálpa þeim við landhelgisbrot við Is- land. ¦4> teininn, einn í gaminu og einn í sértunum. Eg er í garninu og verð að hamast til að hafa við. Öðru hvoru verð ég að stoppa til að tína úr síldar- hausa, sem hafa orðið eftir, er hrist-'Vár úr. Á eftir okkur flýgur heilt herfylki af garg- andi súlum í von um bráð. Þær geta stungið sér mjög djúpt og sporðrennt heilum síldum áður en auga á fest- ir. Aldeilis ótrúlegt hvað þess- ir fuglar geta étið. Það freyðir aftur með síðum bátsins og kjölfarið minnir á nýgróið ör. Við' erum tæpa tvo tima að leggja niður. Um hádegi erum við við bryggju. Við erum að verða hálfnaðir að borða, þegar hrópað er niður um skelettið, að bíllinn sé kominn. Héld 'ann megi bíða. Mætti maður fá frið til að éta! Samt flýtum við okkur að gleypa í okkur súpuna til þess að geta byrjað að landa. Stýri- maðurinn er á lúunni. Annar meistari í steisnum, Eg er í bakborðsstíunni. Við erum fljótir að landa, enda þetta engin ósköp. Hann verður víst ekki hár hlutur- inn með þessu fiskirii. Hver á að spúla? Eg? JÚ, það er víst rétt. Við erum komnir spölkorn út úr hafnarmynninu aftur, þegar ég hef lokið við að spúla og stilla upp í lestinni. Svo er að taka saltið. Og belgirnir! Þokunni hefur létt og sólin skín í heiði. Það glampar á hvítan jökulinn á hægri hönd, er við siglum út flóann. Við fáum okkur kaffisopa áður en við leggjum okkur. Já, svona eru nú reknetin, segir annar meistari og bros- ir til mín. Tómt strit og alltaf ræs. Það þarf .að bæta aðbún- aðinn á bátunum. Þið ungu mennimir eigið að berjast fyr- ir þessu. Skrifaðu um þetta , í blöðin, maður! Og áður en við leggjum okk- ur eru sögð nokkur vel yalin orð um Bretann. Einhver seg- ir líka ljótt um Nato og Kan- ann, sem ekki vill verja okk- ur nema gegn vissum óvinum. Héld 'eir megi fara! í öndverðum september 1958. F. tSSföM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.