Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.09.1958, Blaðsíða 9
Fiinmtudagrur 25. september 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Byrjaði sem hnefaleikari, seiti heimsmet í 1096 m hlanpi nýlega Olavi Vuorisalo finnskt met á 5000 m á tímanum 14.01.6. Þrístökkið vann hinn nýbak- aði Evrópunieistari Josef Schmith frá Póllan-ái, stökk 16.27 metra. þá voru það hlaupin sem hann lagði stund á. Það sýndi sig fljótt, að þar átti hann heima og á árinu 1953 varð hann Sví- þjóðarmeistari í unglingaflokki. Eftir að hann fór að keppa sem fullorðinn hefur hann unnið 10 gullverðlaun í meist- arakeppni Svíþjóðar. Hann hef- ur einnig unnið silfurverðlaun á 1500 m á E.M.-móti. Hann var meðal þátttakenda i Mel- bourne af hálfu Svín 1946. 1 landsliði Svía í frjálsum í- þróttum hefur hann verið 11 sinnum, og auk þess í liði því sem keppti frá Norðurlöndum við Balkan. Bestu tímar Waern eru: 800 m 1.48.1 (sænskt met), 880 jards 1.49.2 (sænskt met),1000 m. 2.18.1 (heimsmet), 1500 m 3.40.8 (sænskt met), 1 ensk míla 3.58.5 (Norðurlandamet). Á móti þessu í Turku setti landi hans Alf Pettersson nýtt sænskt met á 400 . m á timan- um 47.0. Hellsten var annar á sama tíma. Pettersson hefur orðið sænskur meistari á 400 m. árin 1955, ’57 og ’58. Hann lagði um skeið fyrir sig lang- stökk og átti stökk sem var 7.31. Á veturna leikur hann handknattleik við góðan orðs- tír. Þess má einnig geta að á mótinu í Turku setti Finninn Heimsmet á 1000 m. 2.29.1 A. Bolin Svíþjóð 1918 2.28.6 S. Lundgren, Svíþjóð ’22 2.26.8 S. Martin, Frakkl. ’26 2.25.8 O. Peltzer, Þýzkal. ’27' 2.23.6 Lakoumegue, Frakkl. ’30 2.21.5 R. Harbig, Þýzkaland ’41 2.21.4 Gustafsson Sviþjóð ’46 2.21.4 Hansenne, Frakkland ’48 2.21.3 O Aberg, Svíþjóð ’52 2.21.2 S. Jungvvirth, Tékkó- slóvakíu ’52 2.20.8 M. Whitfield USA ’53 2.20.4 A. Boysen, Noregi 2.19.5 A. Boysen, Noregi 2.19.0 A. Boysen, Noregi 2.19.0 I. Rozavlögyi, Ungverja- land ’55 2.18.1 D. Waern, Svíþjóð ’58 '53 ’54 ’55 Hollenzk stúlka setur heimsmet í flugsundi Fyrir stuttu setti hollenzka stúlkan Tineke Lagerberg nýtt heimsmet á 200 m flugsundi og var tími hennar 2,38,9. Tími hennar var 1,6 sek betri en heimsmet bandarrisku stúlk- unnar Nan Ramey sem hún setti í júní i ár. Þessi stúlka er aðeins 17 ára gömul, og þessum árangri náði hún í Naarden í Hollandi. Þátturinn Æskuslóðir — Skrúðmælgi og sveitarrómantík — Lífrænni útvarpsdagskrá Á móti sem haldið var í Turku í Finnlandi í síðustu viku skeði sá viðburður að tveir menn hlupu 1000 m und- ir heimsmetinu gamla, en sig- urvegari varð Svíinn Dan Wa- ern á 2.18.1, sem er 0.9 sek. betra en heimsmet Ungverjans I. Rozavölgyi og Audun Boy- sen frá Noregi sem þeir settu 1955. Annar varð Pólverjinn Zbigniew Oriwal á 2.18.8 mín., sem er pólskt met. Þriðji maður í hlaupinu var Finninn Olavi Salonen sem hljóp á finnskum mettíma eða 2,19.4 mínútum. Hlaupið var mjög skemmtilegt og frábær- lega vel hlaupið, og árangur þessi kom á óvart og var betri en Waern hafði gert ráð fyrir. Þó hafði hann verið með hug- renningar í þá átt að aflíffa þetta þriggja ára met. Hann sagði líka eftir hlaupið, að það hefði verið hver síðastur að bæta metið í ár. Hann þakkaði það góðri keppni, góðu veðri og svo hinum viðurkenndu hlaupabrautum í Turkú, Hann sagðist líka vera í mjög góðri þjálfun og hafa hvað eftir ann- að verið nærri metinu, en það hefði ekki tekizt að hnekkja því fyrr. Hann áleit að met 4 þessari grein væri fremur slappt og þvi ætti að vera möguleiki á að bæta það enn til muna á komandi árum. Það er langur tími síðan Dan Waern fór að láta að sér kveða og í fyrra var það sem hann sýndi að hann var þegar orðinn meðal beztu millivega- lengdahlaupara í heiminum. 1 ár hefur það lialdið áfram og enn má mikils af honum vænta, þar sem hann er aðeins 25 ára gamall. Dan Waern byrjaði íþrótta- feril sinn sem hnefaleikamað- ur, en hætti því fijótlega og tók til við frjálsar íþróttir, og Landsleikir í knattspyrnu Undanfarið hafa farið fram nokkrir landsleikir í knatt- spyrnu viðsvegar um Evrópu, og fara hér á eftir úrslit noklc- urra þeirra: Júgóslavía — Aústurríki 4:3 Austurr. — Júgósl. — B 5:3 Ungverjal. — Pólland — B 0:2 A-þýzkaland — Rúmenía 3:2 Þýzkaland — Rúmenía — B 1:0 ÞÁTTURINN Æskuslóðir, sem tekinn var upp á dagskrá út- varpsins í vor eða sumar, virðist eiga talsverðum vin- sældum að fagna hjá útvarps- hlustendum. Ég hef því mið- ur ekki hlustað á þáttinn nema þrisvar eða f jórum sinn- um og get þvi varla dæmt um, hve vel eða illa tekizt hefur til með það dagskrár- efni, þó skal þess getið, að skrúðmælgi sumra, sem flutt hafa erindi um æskuslóðir sín- arar, þótti mér keyra úr hófi. Það er ofur skiljanlegt, að mönnum þyki vænt um æsku- sveit sina og vilji fegra hana í augum annara, en þegar um er að ræða fremur tilkomu- litlar útkjálkasveitir, sem eru smám saman að fara í eyði, lætur skrúðmælgi og róman- tisk lýsing á fegurð þeirra næstum skoplega í eyrum manns. Og þótt mörgum finn- ist bernskusveit sín allra sveita fegurst, þá er alls ekki vist, að öðrum, sem ekki eru tengdir henni neinum tryggðaböndum, heldur hafa aðeins ferðazt þar um sem gestir, þyki neitt til hennar koma. Það er þannig dálítil hætta á, að menn kunni sér ekki hóf í aðdáun sinni á æskustöðunum og dragi upp beinlínis villandi myndir af þeim. Eigi að síður held ég Framhald á 11. síðu. Fra næstu mánaðarmótum vantar Þjóðviljann börn, unglinga eða fullorðna til blaðburðar víðsvegar um bæinn. Talið við afgreiðsluna, sími 17500. Fram vann Þrótt 4:2 A ÍÞRÓTTIR mrSTJÓKlt r*IMAH» UILCASOB U.......... ■ ni. SigrsiðíB i 2. deild9 leika í fyrstii dellsl ú nsesta ári Meistaraflokkur Knattspyrnufélagsins Þróttar, sem bar sigur úr býtum í keppni 2. deildar í sumar og leikur því í fyrstu deild næsta sumar. Flestir höfðu gert ráð fyrir að leikur þessi mundi verða allójafn þar sem Framarar hafa sýnt góða leiki undan- farið. Fyrri hálfleikur varð samt jafnari en búizt var við, þó heldur lægi meira á Þrótt- urum. Fram gekk samt illa að skapa sér opin tækifæri til að skora, og þeir stóðu áð ýmsu leyti betur að samleik og uppbyggðum leik, en það undarlega s'keði að það voru Þróttarar sem áttu tækifærin, og eftir þeim opnu tækifærum sem þeim gá.fust, hefði ekkert verið við því að segja þótt að fyrri hálfleikur hefði endað með 3:1. Þetta eina mark sem Fram skoraði í fyrri hálfleik var „ódýrt“, og kom fyrir mis- skilning í vörn Þróttar. Þrótt- ur skoraði fyrsta markið og var það Jón Magnússon sem skaut óverjandi upp í annað horn marksins, Hin opnu tækifæri sem Þróttur skapaði sér 'komu fyrst og fremst fyrir góðan samleik þeirra Jóns Magnús- sonar og Helga Árnasonar sem undirbjó samleik með þessum árangri. í þessum hálfleik virt- Tékkóslóvakía — Ungverjaland Fyrir stuttu kepptu Tékkar og Ungverjar í frjálsum íþrótt- um og fóru leikar þannig að Tékkar unnU með 112 gegn 99 stigum. í keppninni voru sett tvö landsmet. Tékkinn Mandlik hljóp 200 m á 20,8 og Ung- verjinn Zsivotsky kastaði sleggju 63,84 m. N igeríuniad- ur lileypur á 10,3 Á móti í Barkering í Eng- landi hljóp Nigeriumaður kol- svartur á hörund 100 m á 10.3. Hann varð 3. á Sam- veldisleikjunum í sumar. ist vörn Fram nokkuð opin á miðjunni, því að öll komu á- hlaupin þar upp. Seint í síðari hálfleik meiddi Helgi sig svolítið og varð að yfirgefa völlin og hafði það slæm áhrif á leik Þróttar, og í síðari hálfleik yfirtóku Fram- arar meir leikinn. Áhlaup sem þeir gerðu hægra megin var mjög fallega framkvæmt og endaði með því að Grétar gaf knöttinn fyrir og Björgvin skorar viðstöðulaust, og mín- útu síðar skoraði Guðmundur Óskarsson þriðja mark Fram, eftir að hafa fengið að leika sér á markteig um stund. Jón Magnússon skoraði annað mark fvrir Þrótt á 25. min, og síðasta markið skoraði svo Eið- ur Dahlberg eftir einleik frám völlinn. Þó að Framarar hefðu leik- inn í hendi sinni, tókst þeim ekki að ná eins góðri knatt- spyrnu og búast mátti við. Það var eins og það væri eitt- hvert ergelsi í leik þeirra og þeir hefðu ekki gaman af þessu, Þeir væru ekki að leika sér, þeir væru að þræla einhverja leiðinda vinnu. Það er mjög þýðingarmikið að vera í góðu skapi þegar menn eru að leika sér, og því aðeins geta þeir skemmt sér við að leika knatt- spyrnu, að ,,humör“ sé í lið- inu. Það vantaði, en þar gætu þeir tekið Reyni Karlsson sér til fyrirmyndar. Lið Þróttar vantaði fjóra af sinum venjulegu mönnum, svo að þessi frammistaða verður að teljast furðanleg móti svo leikandi liði sem Fram er. ** Dómari var Gunnar Aðal- steinsson og verður hann ekki ásakaður fyrir að hafa mis- notað blístru sína. Var þetta fyrsti leikur hans sem dómara. í meistaraflokki. j •• Veður var mjög gott, logjt sólskin og hiti. Spánska liðið Atletico lék iun daginn við Drumcendra í Dubl- in og fóru leikar þannig að Spánverjarnir unnu með 8:0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.