Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 6
'ÍS) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 1. október 1958 DlÓÐVIUINN Utfrefanai. ðameininMArfloUnr alÞÝSn — Bósfallstaflokkurlnn. — Rltstjóran Magnús BJartansson 6b.), Blgurður Ouðmundsson. — Fréttarltstjórl: Jón ?!Jarnason. — Riaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Ouðmundur Vigfússon, var H. Jónsson. Magnús Torfi Ólaísson, SlgurJón Jóhannsson. Sigurfiur V. **r*ðbjófsson. — Auglýslngastjóri: Quðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. augl*singar, prentsmiðJa: Skóla.örðustíg 19. — Sími: 17-500 (ð Unur). — Áskriltarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann» arsstaðat. - Lausasöluverð kr. 2.00. — PrentsmiðJa ÞJóðvllJana. Festa, rökvísi og vit Ólafs Thors Barccttcm unt Aiþýðusambaxtdið FurSulegt sundrungarsfarf Ræða Ólafs Thors á stúdenta- fundinum s.I. sunnudag er eitthvert skoplegasta plagg sem íslenzkur stjórnmálamaður hef- nr látið frá sér fara. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur að sjálfsögðu fundið þungt til þess hversu almennt Islendingai- á- fellast forastu Sjálfstæðis- flokksins fyrir framkomu henn- ar í landhelgismálinu, og í nið- urlægingunni grípur Ólafur til þess ráðs að syngja sjálfum sér lof og dýrð (ef enginn annar vill hrósa mér verð ég að gera það sjálfur). Hann sagði orðrétt um framkvæmdir sínar 1952: „En ekki liygg ég ofmælt það, sem sagt hefur veiift, aft hæpið sé aft frá því stjórnin fluttist iun. í landift, hafi stjóm- arvöld íslands haldift jafnfast, rökvíst og viturlega á máis'Jað íslands gagnvart öðrum sem þá.“ Minna má ekki gagn gera. t’n því miður getur enginn ^ annar, og sízt af öllu ís- landssagan, tekift undir þcssa lýsingu Ólafs Thors á festu sinni, rökvísi og viti 1952. ís- Jendingar liöfðu þá ekki for- ustu í baráttu strandríkjanna fyrir landlielgi sinni, heldur voru það Norðmenn. Rökvísi ©g vit Ólafs Thors var í því einu fólgið að bíða með hendur í skauti meðan Norímenn biirð- nst vift Breí'a um stækkun landhelginnar vift Noreg og breytingar á grunnlínum þar. Iííkisstjórn Ólafs Thors beíft nieft allar framkvæmdir þar til alþjóftadómstóllinn í Haag liafði kveftið upp þann úrskurð aft aftgerðir Norftmanna væru í fyllsta samræmi vift alþjóftalög. Einu verðleikar stjórnarinnar voru þeir aft hún skyldi ekki láta hjá líða að hirða ávextina af baráttu annarra. Og þó var festan ekki meiri en svo aft Ólafur treystisti ekki til að láta draga grunnlínur í samræmi við norsku reglurnar, lieldur setti á þær hlykki til að þókn- astj Bretum. Hrós Ólafs Thors um sjálfan sig verður því flokkað meft mestu öfugmælum sem sögð liafa verið á íslenzku. TJaráttan í landhelgismáljnu ** nú er háð á allt öðrum forsendum. Nú eru það íslend- ingar sem hafa alla forustu í sókninni fyrir stækkun fisk- veiðitakmarkanna og hafa með því vakið heimsathygli á rétt- indabaráttu sinni. Nágranna- þjóðir okkar — eins og Norð- menn, Danir, Kanadamenn, ír- lendingar og Skotar eru nú á- horfendur og bíða þess áð hag- nýta ávextina af sigri okkar. Þessi djarfa sókn okkar er í samræmi við þá sérstöðu ís- lendinga, að eiga líf sitt og framtíð undir sjávarafla; hverjir ættu að hafa forustu í baráttunni fyrjr auknum rétti strandríkja aðrjr en einmitt við? Með þessari markvissu baráttu erum við einnig að vekja athygli alls heimsins á sérstöðu okkar og búum þann- ig í haginn fyrir frekari sókn, þegar aðstæður bjóðast. Við höfum tekið örlög okkar í eigin hendur en látum okkur ekki nægja að bíða eftir því að aðr- ir brjóti fyrri okkur ísjnn. f^n hvernig hefur framkoma Ólafs Thors verið í þessari nýju sókn, sem er gersamlega frábrugðin því sem gerðist 1952? Þegar ákvörðunin var tekin um stækkun fiskveiði- landhelginnar í rnaí í vor lýsti Ólafur Thors yfir því fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að hann væri andvígur þeirri á- kvörðun, hann vildi að fallizt yrði á kröfur Atlanzhafsbanda- lagsins um samningamakk við hatrömustu andstæðinga okk- ar. Eftir að þessi aumlega stefna Sjálfstæðisflokksins hafði góðu heilli beðið skipbrot — annars værum við annað- hvort enn að makka eða vær- um búnii- ,að binda okkur við einhverja smánarlausn — hafði aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins allt á hornum sér, birti enga grein til stuðnings mál- stað íslendinga en endalaust níð úr erlendum blöðum. Og fjórum dögum áður en stækk- unin kom til framkvæmda lagði Ólafur Thors enn til að ráðherrafundur Atlanzhafs- bandalagsins yrði kallaður saman til þess að fjalla um landhelgi íslendinga., Afstaða Sjálfstæðisflokksins þá var ná- kvæmlega hin sama og afstaða dönsku stjórnarinnar til land- helgi Færeyja, og síðan hefur stefna Ólafs Thors í landhelgis- málinu verið nefnd dapska stefnan. Það er aðeins einróma afstaða íslenzku þjóðarinnar sem hefur knúið forustumenn Sjálfstæðisflokksins til að láta nú af undanhalds- og aftaní- ossastefnu sinni í orði — slík er forusta þeirra í mesta lífs- hagsmunamáli íslenzku þjóð- arinnar. að var lán íslenzku þjóðar- innar að þegar þessu ör- lagamáli var ráðið til lykta hét sjávarútvegsmálaráðherra ís- lands ekki Ólafiír Thors heldur Lúðvík Jósepsson. Hver myndi hafa trúað því innan Alþýðuflokksins meðan sá flokkur var skjól og skjöldur virkrar en vaxandi verkalýðshreyfingar, að ein- mitt hann stæði í samvinnu við íhaldið um að ná Alþýðu- sambandi íslands undir yfir- ráð atvinnurekenda og aftur- haldsafla landsins árið 1958? Eg hygg að grunur um slíkt hefði í þá daga þótt ærið fjarstæðukenndur og sá sem því hefði spáð talinn illspár í garð Alþýðuflokksins og naumast notið mikilla vin- sælda fyrir í röðum hans. En þó er einmitt þetta ólíkleg- asta af flestu ólíklegu orðin staðreynd í dag. Hér í Reykjavík ganga nokkrir Alþýðuflokksmenn (mér rennur til rif ja misnotk- un þessa fornhelga flokks- nafns) svo innilega til sam- starfs við íhaldið innanverka- lýðshreyfingarinnar, að þeir verða ekki greindir frá þeim mönnum, er sendir eru frá hinu forna óðali afturhalds- ins s"mu erinda og ætið áð- ur að sundra verkalýðnum og vinna samtökum hans allt það mein, sem þeir mega. Margir þekkja þá sögu hvern- ig þjónar afturhaldsins hafa allt frá stofnun aiþýðusam- takanna reynt að hnekkja valdi og álirifum þeirra. Áður var það gert með opinskáum fjandskap, látlausu níði og rógi um forustumenn verka- lýðsfélaganna, auk háskalegra ofbeldisverka, mannrána, at- vinnukúgunar og allskyns valdníðslu í því skyni að brjóta niður verkalýðssamtök- in svo að nokkrir stórir at- vinnurekendur gætu að nýju drottnað yfir sundruðum verkalýð. Þannig er ættstofn þess lýðræðis, sem eam- starfsmenn íhaldsins flíka nú hvað mest í verkalýðsfélögun- um um þessar mundir. En þessi bardagaaðferð mistókst gegn verkalýðssam- tökunum. Samtökin uxu og urðu vald í málefnum verka- fólks og náðu furðu fljótt mikilvægum áhrifum á etefnu löggjafans og gætir nú þeirra áhrifa í nær hverju því máli sem hag almennings varðar. En nú birtist andstaða í- haldsins gegn verkalýðsfélög- unum með öðrum og nýstár- legri hætti. Nú leitast hinir fornu fjendur við að koma trjóuhesti sínum fyrir innan alþýðusamtakanna og beita í því skyni vinmælum og hros- legu lýðskrumi. Þetta er sögufræg aðferð til þess að ginna sterkan aðila undir vald óvinar síns. Þetta vita þeir verkamenn, sem virkir hafa verið í st"rfum verka- lýðsfélaganna og skilja eðli þeirra og tilgang og hafa ver- ið með í því að sækja hvern sigur verkafólks í greipar at- vinnurekenda og afturhalds með harðvítugri baráttu -og fórnfreku starfi. Og nú þegar það vald afturhaldsins, sem mestan fjandskap hefur sýnt verkalýðshreyfingunni frá fyrstu tíð, sendir trúnaðar- menn sína inn í verkalýðsfé- lögin og lætur þá bjóða sig þar til forustu til þess að örfa til verkfalla og djafrar baráttu, þá brosa verkamenn að tilburðum sendlanna, því að þeir þekkja húsbændur þeirra og vita af reynslunni að þeim er annað meira í hug en það að örfa baráttu verkalýðsins. Fyrsta boðorðið í hinu furðulega samstarfi nokkurra reykvískra fyrirmanna í Ai- þýðuflokknum og íhaldsins er það að sundra verkamönnum með því m.a. að draga þá í tvo aða'dilka, f öðrum segja þeir að séu einræðissinnaðir verkamenn. en í hinum for- kláraðir ’vðræðisunnendur. En sem hetur fer er þetta sundr- ungarboðorð óraunhæft og brosleg fjarstæða. f’sienzkir verkamenn hafa alltaf verið trúir lýðræði og frelsi, enda hafa öll félagsleg viðbrögð þeirra og barátta verið háð til þess að efla þessa mikil- vægu þætti mannlegs samfé- lags. Og átökin í fressu efni voru jáfnan hörðust við aft- urhaldið, húsbændur þeirra, sem nú eru látnir skreyta sig með fj'ðrum lýðræðisins til þess að vinna Alþýðueamband íslands undir yfirráð þeirra afla, er aldrei spöruðu ofbeldi og fjandskap í garð verka- lýðsfélaganna. Aldrei hefur óþokkalegra fláræði verið beitt til þess að hnekkja verkalýðssamtökunum og búa þeim óvinafagnað. Þetta ó- raunhæfa og fjarstæðukennda sundrungarboðorð, sem felst í því að skipta verkamönnum Áður en Ermoshin, ambassa- dor Sovétríkjanna, hélt af landi hrott hafði hann boð inni fyrir stjórn og ýmsa félagsmenn MÍR, og flutti við það tækifæri ræðu þá sem hér fer á eftir: „Kaeru vinir! Með því að ég er nú á för- um frá íslandi vildi ég mega nota þetta tækifæri til að votta „Menningartengslum Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna“ kærar þakkir mínar fyrir hið mikla og ómetanlega starf í því skyni að efla samskipti þjóða vorra, bæði í menning- armálum og á öðrum eviðum. Félagsskapurinn „MÍR“ hefur unnið merkilegt starf, allt frá því er hann varð til. Á hverju ári höfum við skipzt á sendinefndum mennta- manna og vísindamanna. ís- lenzkum bókum hefur verið snúið á rússnesku, samin hef- ur verið íslenzk-rússnesk orðabók, og sovézkar bækur hafa verið gefnar út á is- lenzku. „Tímarit MÍR“ og fleiri framfarasinnuð málg'gn vinna. ceigingjamt starf í því skyni að koma á framfæri réttri vitneskju um líf og starf ráðstjómarþjóðanna og kveða niður ýmsan rógburð um land vort, sem birtur er í blöðum og tímaritum aftur- haldsins. upp milli einræðis og lýðræð- is, sem er undirstaða sam- starfsmanna íhaldsins í verkalýðsfélögunum, gerir all- an málfiutning þeirra óraun- hæfan og framandi í augum verkamanna. Alidrei hefur það komið betur í ljós en í sumar hve leiðtogar þessa óhuggnanlega samstarfs em málefnasnauðir í málfærslu, óhyggnir og ó- raunsæir í mati sínu á félags- legum þroska verkamanna. Eftir að samningum Dags- brúnar var sagt upp á s. 1. vori hefur svartliðafylking at- vinnurekenda sent ófélags- vana og fávísa sendla sína á hvern fund félagsins á fætur öðrum til þess að eggja Dags- brúnarmenn til að semja um 6% kauphækkun án allra annarra umbóta á samningum eins og sum önnur félög höfðu illu heilli gert. Á þess- um grundvelli hófu þeir há- vaðasama árás á Dagsbrún fyrir að draga samninga á langinn, enda þótt allir vissu að sífelldar tilraunir til þéss að ná samningum við át- vinnurekendur í sumar, sem væm Dagsbrún samboðnir, höfðu ekki tekizt. Þessi árás á Dagsbrún var studd meff fljótfærnislegum samningum nokkurra félaga, sem hespað- ir voru af áður en mestu verð- hækkanirnar komu fyllilega í Ijós. Þessi árás brotnaði auð- vitað á reynslu og félags- þroska Dagsbrúnarmanna, sem völdu réttan tíma til úr- slitaatlögunnar með þeim far- sæla árangri, sem nú er öll- um Ijós. Framhald á 10. síðu. Ráðstjórnarríkin urðu fyrst landa til að hefja framkvæmd sósíalismans. Áratugum sam- an urðu þau að heyja baráttu fyrir stofnun algerlega nýrra. þjóðfélagshátta. Sú barátta var bundin sífelldum erfiðleik- um og fórnum. Það er þvíh örðugt, en jafnframt virðing- arvert hlutskipti að gerast vinur Ráðstjórnarríkjanna. Það þarf mikið hugrekki til að vera félagi í „Menningar- tengslum Islands og Ráð- stjórnarríkjanna". Áf því er einskis persónulegs hagnaðar að vænta og ekki annars en erfiðleika í starfinu. Þegar saga Islands á 20. öld verður rituð síðar meir, skyldi „Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna“ minnzt með sæmd í þeirri bók, sögu þeirra og starfsemi, því að í þeim félagsskap eru sam- an komnir ýmsir beztu menn þjóðarinnar, sem framtíðin mun virða að verðleikum. Leyfið mér að endurtaka þakkir mínar til félaggins MlR og stjórnar þess, einkan- lega slíkra manna sem Hall- dórs Kiljans Laxness, Þór- bergs Þórðarsonar og Krist- ins E. Andréssonar, fyrir þeirra göfugu og framfara-'1 sinnaða starf að eflingu menn- ingartengsla þjóða vorra“. Félagsskapurinn MÍR hefur unnifi merkilegt sfarf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.