Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.10.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 1. október 1958 Baráttan um Alþýðusanibandið Framhald af 7. síðu. Nú hafa náðst samningar um 9,5% kauphækkun, auk ýmissa annarra umbóta á fyrri samningum. Og með til- liti til þess að þessi samn- ingur náðist án verkfalls og fórna af hálfu verkamanna hefur Dagsbrún nú unnið máske einn sinn stærsta sig- ur. Nú geta verkamenn meCð það hvort var betra að vinna í nokkrar vikur fyrir aðeins lægra kaupi en t.d. Hlífar- menn eða að taka við samn- ingum eins og Hiíf og afsala sér með því 3,5% kauphækk- un í 9 mánuði, auk annarra umbcta og sérkaupliækkana í ákveðnum vinnuflokkum og starfsgreinum. Eftir þetta verður tætings- liði atvinnurekenda áreiðan- lega ekki auðvelt að sigra Dagsbrún, meðan Dagsbrún- armenn njóta reynslu sinnar og kunnáttu til félagslegra verka og þekkja rödd óvin- anna, jafnvel þótt þeir skrýði sig flíkum lýðræðisins og sveipi um sig dulþoku á leið- inni á Dagsbrúnarfund frá aðalsetri afturhaldsins, þaðan sem hörðustu stormar ofbeld- is og drottnunarstefnu hafa sorfið um iífsmeið alþýðu- samtakanna frá fyrstu tíð. Dagsbrúnarmenn mega nú fagna sigri. Þeir eru yfirleitt ánægðir með hina nýjú samninga og öll þjóðin má g’eðjast yfir því að svo far- sællega tókst að leysa nauð- synlegustu kröfur verka- manna, án verkfalls, og þess tjóns, sem af því hefði getað leitt fyrir alla íslenzku þjóð- ina. Lýðræðið í Dagsbrún fyrr og nú Kátlegast af mörgu kátlegu er það öfugmæli að bendla þær stjórnir, sem. setið hafa. í Dagsbrún síðan árið 1942 við einræði. Eitt af fyrstu verkum stjórnar Sigurðar Guðnasonar í Dagsbrún var það að auka lýðræðið í félag- irm og bæta aðstöðu þeirra félagsmanna, sem vildu breyt- ingar á stjórn félagsins hverju sinni, m.a. með því að veita ] :im er stilltu upp kjörlista gegn stjérninni rétt til þess að fá afrt af kjörskrá fé- lagsins. Áður hafði sá háttur verið á hafður að kjörskrá skvldi jafnan verá í hönidum stjórnarinnar einnar. Enn- fremur var sú regla löngum áður ríkjandi í Dagsbrún að aðeins kjörlisti stjórnarinnar var prentaður en félagsmenn, sem gera vildu breytingar á stjórninni urðu að handrita nöfn sinna manna inn á list- ann á kjördegi. Um svipað leyti var sú regla upp tekin í Dagsbrún, að allir reikning- pr og fjárreiður félagsins vpru sett undir löggilta end- ur'.koðendur cg hefur sú regla gi’t síðan. Hafði tætingsstjórn e;>m slysaðist til valda í Dags- með samstöðu nokkurra )- mrimanna Alþýðuflokksins r" íhaldsins og sat viðlélegan pr^stír í eitt ár gefið með sé-'.tæðum og eftirminnilegum hætti ríkt tilefni til þess að l 'ggild erdurskoðun alls fjár- h?.!ds í félaginu var upptek- in. Hér er á þetta minnzt til þess að gera yngri Dagsbrún- armönnum hægara um vik að brosa með eldri og reyndari félögum sínum að lýðræðis- skrumi þeirra sem nú ganga berserksgang í því óþokka- lega starfi að sundra Dags- brúnarmönnum með ímynd- aðri afstöðu þeirra til lýð- ræðisins. Þetta eru að vísu fávísleg vinnubrögð og valda minni skaða fyrir það, að allir Dagsbrúnarmenn vita að þeir eru sennilega hvergi sam- stæðari en einmitt í afstöð- unni til lýðræðis og frelsis enda hafa þeir ásamt stéttar- systkinum sínum um allt land átt meiri þátt í því en nokkrir aðrir Islendingar að nú ríkir meira lýðræði og frelsi á Islandi en var í ár- daga alþýðusamtakanna. Og þeir vita Iíka við hverja hef- ur þurft að berjast til þess að ná áföngum í frelsis- og lýðræðisást. Eg vil ljúka þessum orð- um mínum með því að heita á alla heiðarlega og raun- verulega Alþýðuflokksmenn, eins og ég þekkti þá áður fvrr, að hugsa 'sig alvarlega um áður en þeir greiða at- kvæði sitt á Alþýðusambands- þingi í haust með þeirri skuggakliku, sem stefnir til samstarfs með pólitískum erkióvini alþýðusamtakanna, þeim erkióvini sem brautryðj- endurnir mættu í mynd of- beldis og valds, en sem nú birtist oss í mynd þar sem flærðin og júdasarhyggjan er rist í hvern andlitsdrátt. Eftir átökin við alþýðu- samtökin í áratugi kemur nú drottnunarhyggja afturhalds- ins dösuð en ekki dauð í ljós. Enn leitar hún færis til þess að bregða fæti fyrir verka- lýðssamtökin. Ekki með opin- skáu ofbeldi, atvinnukúgun eða því líku, slíkar aðferðir duga ekki nú í viðskiptum við voldug samtök. En því er gripið til júdasarkossa, frelsið og flærðin á að vinna það verk að opna fyrir aft- urhaldinu hliðið að musteii alþýðusamtakanna, þar sem fjöregg fólksins er geymt. Ef slíkt tækist yrði þess ekki langt að bíða að ófreskja of- beldis og drottnunar risi upp úr rústum verkalýðssamtak- anna hér eins og annarsstað- ar þar sem þau hafa verið brotin á bak aftur. Hver vill svo opna musteri alþýðusam- takanna fyrir tætingsliði ó- vinanna á Alþýðusambands- þinginu í haust? Sá, sem það gerði ynni verra verk, en hann gæti nokkru sinni bætt fyrir. Guð forði ykkur öllum frá því. Árni Ágústsson. Brstinn neitar um sjúkrahjáip Framhald af 4. síðu. í einu dagblaði bæjarins, en hún var á bá leið að belgískur togari hafði samband við br-ezkt herskip hér á íslandsmiðum. Hafði háseti á togaranum handleggsbrotnað og fékk hann bráðabirgðaaðgerð veitta í hinu brezka herskipi. En ekki þorðu hinir belgísku sjómenn að fara hingað til lands með hinn slas- aða mann — heldur var haldið með hann eitthvað suður á bóg- inn, líklega til Belgíu til þess að koma honum á sjúkrahús. — Bretinn hafði séð fyrir því að gefa rangar uppýsingar varðandi sjúkrahjálp á íslandi, og hrætt hina befgísku sjó- menn frá því að koma hingað til lands í slíkum erindagerð- ura, Bretar hafa að þessu leyti komið sér þannig fyfir í stríði sínu við ísenclinga, að hafa einskonar patent á hjálpsemi okkar, en rægja fslendinga aft- ur á hinn bóginn, þegar tæki- færi gefst, við fiskimenn ann- arra þjóða, svo þeir þora ekki að leita lands, þegar slys ber að höndum. Útkoman á þessum málum verður því sú, að þjóf- ar og ræningjar Breta eru í náð hjá íslendingum, hvað sjúkrahjálp viðkemur, en þær þjóðir sem vjrða hér lög og rétt á hafinu, þora ekki að leita hingað, og njóta þessvegna ekki hjálpar okkar, þegar þær þurfa. Það hefur verið skrifað tölu- vert í íslenzk blöð um vand- kvæði Breta hér við land og þá sérstaklega hina feiknalegu eríiðleika þeirra í sambandi við að fá að njóta hjálpar okk- ar í stríði sínu við íslendinga. En ég hef aldrei séð skrifaðan nokkurn staf um það í íslenzk blöð, að það sé nokkuð langt gengið í þrælmennsku og tuddaskap, þegar Bretar róg- bera íslendinga í þeim tilgangi að meina öðrum þjóðum sjúkrahjálp hér við ísland. Það er líka undarlegt að aldrei skuli sjást einn bókstaf- ur skrifaður í íslenzk bJöð, eða minnt á það einu orði að Bret- ar hafa skyldur að rækja hvað sjúkrahjálp viðkemur — þeg- ar þeirra eigið herlið eða fiski- menn eiga hlut að máli. Það virðist svo sem íslendingar telji það skyldu sína að sjá um þetta sjólið Breta fyrir þá — og tjasla þannig upp á ó- menningu þeirra í þessum mál- um og upp á þann nirfils- og afætuhátt — sem er einskonar þjóðsálareign og þjóðarstolt brezka heimsveldisins. — — Það er annars tal.andi tákn yfirstandandi tíma, að at- vikin skuli æxlast þannig af sér að íslenzkt yfirvald vest- ur á P.atreksfirði skuli hafa nú nýlega staðið í því stímabraki, að útvega læknishjálp handa veikum manni úr flota hennar hátignar. En þegar svo illa stendur á að íslenzkur læknir er fjarverandi verður hið ís- lenzka yfir.vald að leita á náð- ir Breta til þess að liðsinna hinum veika manni. Og svó þverneitar viðkomandi sjóhers- kapteinn og yfirkommandör vitanlega um slíka hjálp —, enda er hann sjóherskapteinn í stríði við fslendinga, og þar með vitanlega við yfirvald og sýslumann Patreksfjarðar. Sem sagt. — Nú er spum- ingin þessi: Hvað geta Islend- ingar gert nú á þessum erfiðu tímum til þess að sjóher henn- ar hátignar vilji þýðast íslend- inga, og hjálpa okkur til þess að hjálpa Bretum í stríði þeirra fyrir því að eyðileggja lifsafkomu oltícar og traðka ís- lenzku þjóðina niður í svaðið? G. S. Bókabúð Æskunnar hefur jafnan á boðstólum mikið úrval af NORSKUM BÓKUM. Notið tækifærið og kaupið hinar ágætu norsku bækur meðan þær eru á GAMLA VERÐINU, Bókabúð Æskimnar Kirkjuhvoli. Unglingur óskast til innheimtu eítir hádegi. Þarí að haía reiðhjól. ÞjéðviEjinn Lærið að dansa Vegna mikillar aðsóknar verður haldið annað námskeið fyrir full- orðna í gömhi dönsunum og verður kennsla og innritun miðvikudaginn 1. okt. — kl. 7,30 í Silfurtunglinu. Þjóðdansafélag Beykjavíkur. Auglýsing nr. 3/1958 frá Innflutningsskrífsiofuimi. Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desember 1953, um skipan innflutnings- og gjald- eyrismála, fjárfestingarmála o.fl. hefur verið á- kveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. október til og með 31. desember 1958. Nefnist hann „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐ- ILL 1958“, prentaður á hvítan pappír með bláum og gulum lit. .Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 16—20 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. R.EITIRNIR: Smjör gildi hver fyrir sig fyrir 250 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólk- ur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1953“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „ÞRIÐJI SKÖMMTUNARSEÐILL 1958“ með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. september 1958. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN. Öaiissköli QuSnýjar Péfursdéttur Kennsla hefst mánudaginn 6. október. Upplýsiilgar og innritun dagléga í sfma 33-2-52.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.