Þjóðviljinn - 15.10.1958, Blaðsíða 6
3J — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. október 1958
IUÓIiVIUINN
ÍJtKeíanai. Gamaimnrmrfiolcfcnr alÞtöu — Sóslallstaflokkurlnn. — Ritstjórari
Magnús KJartansson áb.), Siguröur Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón
BJarna8on. — Blaöamenn: Ásmundur SigurJónsson. Guömundur Vigfússon.
Ivar H. JónBSon. Magnús Torfi Ólafsson. SigurJón Jóhannsson. Sigurður V
Friöbiófsson. — AuglýsingastJórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, of-
greiösla. auglýslngar. prentsmiðJa: Skóla>örðustíg 19. — Síml: 17-500 (5
Unur). - AskriftarverÖ kr. 30 á.mán. i Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann
arsstaöai - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóövUJana.
—__________________________
Gifta alþýðusamtakanna
Oigurfréttir bandalags Sjálf-
stæðisflokksins og hægri
manna Alþýðuflokksins um úr-
slit kosninganna á Alþýðusam-
bandsþing eru dálítjð vand-
ræðalegar að vonum. Enginn
aðili mun hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum og mis-
reiknað möguleika sína nema
þessi samfylking, sem hóf bar-
áttuna eftir margra mánaða
vandlegan undirbúning með
þeim fagnaðarboðskap, að nú
skyldu „kommúnistar" í al-
þýðusamtökunum einangraðir
og gersigraðir. Meira að segja
þær marklausu. tölur sem Al-
þýðublaðið birtir um fuiltrúa
„kommúnista“ og „andstæðinga
kommúnista“ gefa til kynna að
ætlun þeirra Bjarna Benedikts-
.sonar og Áka Jakobssonar,
Birgis Kjarans og Jóns Sig-
urðssonar, hafi ekki tekizt. Að-
albreytingaraar eru fulltrúar
Iðju og Trésmiðafélaginu, þar
tókst Alþýðuflokknum að af-
henda Sjálfstæðisflokknum
flesta fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing með því að afhenda
íhaldinu fyrst stjórnir þeirra
félaga. í hvorugu félaginu mun
þó íhaldið hrósa lengi sigri,
og hafa meðlimir þeirra m.a.
lært sitthvað af vinnubrögðum
Guðjóns Sigurðssonar og í-
haldsstjórnarinnar í Trésmiða-
félaginu af þessum kosningum.
En hryggilegt er til þess að
vita, að Alþýðuflokkurinn skuli
svo langt leiddur að nota leif-
amar af fylgi sínu í verkalýðs-
hreyfingunni til að gefa íhald-
inu stundarsigur.
að virðist runnið upp fyrir
einhverjum í Alþýðuflokkn-
um að tilraunin að taka Al-
þýðusambandið ásamt Sjálf-
stæðisflokknum hafi herfilega
mistekizt og það sem meira er,
að fyrst það tókst ekki nú
muni það aldrei takast. Því
er nú farið að örla á heilbrigðri
skynsemi í skrifum Alþýðu-
blaðsins, og er þess að vænta
að nóg reynist af henni í
flokknum til að vit verði haft
fyrir hinum óðu ofstækismönn-
um sem ekki hafa hikað við
að fara í nána samvinnu við
svartasta afturhald landsins og
reyna að hjálpa því til að
hrifsa völdin í alþýðusamtök-
unum í nútíð og nálægri fram-
tíð. Það mun koma í Ijós á
Alþýðusambandsþingi hvort
gifta samtakanna verður ekki
næg til að tryggja heilbrigð og
sterk verkalýðssamtök í land-
inu, samtök sem reynist trú
ætlunarverki sínu sem sókn-
arsveit og varnarmúr hins
vinnandi manns.
T¥ér skal ekki att kappi við
** Alþýðubiaðið og reynt að
draga flokkslega í dilka full-
trúa þá sem kosnir hafa verið
á Alþýðusambandsþingið. En
benda má á þá staðreynd að
einingarmenn í verkalýðsfélög-
unum hafa að heita má alstað-
ar haldið atkvæðafylgi sínu og
eða bætt við það. Fulltrúar hafa
víða verið kosnir með svo litl-
um atkvæðamun að á tilviljun
getur oltið en kjör þeirra seg-
ir ekkert um kraftahlutföll í
hreyfjngunni. Sé þetta athugað
mun engum blandast hugur um
að einingaröflin eru sterk inn-
an Alþýðusambandsins. Og
ekki er að efa að innan þess
hóps, sem afturhaldið telur sér,
eru margir fulltrúar sem ekki
munu reiðubúnir að afhenda
flokki Bjarna Benediktssonar
og Birgis Kjarans völdin í
verkalýðssamtökunum á ís-
landi.
Marklaus
Moggaáróðor
1 ðalritstjóri Morgunblaðsind
er nú farinn að reyna að
hjálpa Alþýðublaðinu á þeirri
áróðurslínu að íslendingar
hefðu staðið betur að vígi í
landhelgismálinu, ef Lúðvík
Jósepsson hefði ekki haft með
höndum forgöngu í því máli,
sem sjávarútvegsráðherra. En
lítið mark mun tekið á þejm
áróðri. Lúðvík Jósepsson hefur
ekki einungis unnið sér virð-
ingu langt inn í raðir andstæð-
inga sinna hér á landi fyrir
festu og lægni í forystu barátt-
unnar um 12 mílna landhelg-
ina, heldur hefur marg komið
fram hjá andstæðingum ís-
lendinga erlendis að þeir telji
sig hafa ástæðu til að ætla að
undan hefði verið slegið af
hálfu íslenzkra stjórnmálafor-
ingja ef Lúðvík Jósepsson
hefði ekki haft aðstöðu sem
sjávarútvegsmálaráðherra til
að hindra það. Og skyldu marg-
ir íslendingar telja að málið
hefði verið öruggara í höndum
Ólafs Thórs eða Guðmundar í.
Guðmundssonar? Skyldi áróður
Morgunblaðsins ekki vera
þannig til kominn að ritstjóra-
hersing þess hefði orðið óþægi-
lega vör við það álit langt inn
í Sjálfstæðisflokkinn, að það
sé fyrst og fremst vegna ein-
beittrar forystu Lúðvíks að nú
er 12 mílna landhelgi við fs-
land.
■ ■-■
M.ynd þessi er teldn í Fukien-héraði í Iíína og sýnir nokkra af hermönnum úr kínverska
alþýðuhernum að akuryrkjustörfum.
Hlþýðublaðlð iérlmr á áréðri
œtrá»urekend@ um verklýðsméi
Reynir jafnframf að yta undir forfryggni
milli verkalýBsfélaganna innhyrðis
.Samvinna Alþýðuflokks-
broddanna við atvinnurekend-
ur, hefur ekki aðeins tryggt
hinum síðarnefndu hættuleg í-
tök í verklýðssamtökunum,
heldur og spillt hinum fyrr-
nefndu meir og meir. Hugsjón-
ir verklýðshreyfingarinnar eru
fyrir löngu kulnaðar í brjóst-
um þessara manna, og þeir eru
hættir að skilja þær í fari ann-
arra. Þetta birtist dag hvern í
málgagni þeirra, Alþýðublað-
inu; t. d. kom það fram á
mjög lærdómsríkan hátt á for-
síðu Alþýðublaðsins í fyrradag,
í feitletruðum ramma með svo-
hljóðandi fyrirsögn: „Tekjur
Dagsbrúnarverkamanna lægri
en tekjur hafnfirzkra verka-
manna í ár“, en þar var m. a.
komizt svo að orði:
„Svo er nú komið, að Hlif í
Hafnarfirði hefur ásamt Fram-
sókri og Framtíðinni samið um
nýja kauphækkun til viðbótar
þeirri 6% kauphækkun sem áð-
ur hafði fengizt. Hafa þessi fé-
lög öll þá fengið alls 9Yz%
kauphækkun á tæpum tveim
mánuðum. Sleifarlag Dagsbrún-
arstjórnarinnar í allt sumar
leiddi til þess, að Dagsbrún
fékk enga kauphækkun fyrr en
nú nýlega. Það tekur Dagsbrún-
armenn 2Yz mánuð að vinna
upp það tap er sleifarlag Dags-
brúnarstjórnarinnar hefur bak-
að þeim. Eftir hans (!) tíma
hefðu tekjur Dagsbrúnarverka-
manna verið orðnar jafnar
tekjum Hlífarverkamanna að
óbreyttu kaupi Hlíf.ar. En nú
eftir að Hlíf hefur fengið nýja
kauphækkun verður bilið
aldrei brúað. Tekjur hafn-
firzkra verkamanna verða mun
meiri á þessu ári en tekjur
Dagsbrúnar.“
Þetta er tónn sem einatt hef-
ur heyrzt á málgögnum at-
vinnurekenda, en það er hart
,að hann skuli sjást í blaði sem
kennir sig við „alþýðuna."
Hvers vegna hafa Hlíf, Fram-
sókn og Framtíðin fengið kaup-
hækkun upp- í 9,5% — þótt
þessi félög hafi verið búin að
binda sig við 6% fram á mitt
næsta ár? Það er af því að
þessi félög njóta árangursins af
barátlu og styrk Dagsbrúnar-
manna. Og þessi félög eru ekki
ein um það, sama er að segja
um tugi verklýðsféíaga um land
allt sem nú fá kauphækkun
um 9,5%, af því að Dagsbrún
er búin að brjóta ísinn fyrir
verklýðslireyfinguna. Og ekki
er þetta heldur nein nýjung;
þannig hefur þetta verið í
gjörvallri baráttusögu Dags-
brúnar; verkamennirnir í
Reykjavík liafa með samlieldni
simii og óbilandi styrk búið í
haginn fyrir allt verkafólk á
íslandi. Þess eru t. d. mörg
dæmi — og sum ný — að verk-
lýðsfélög hafi bundið það í
samninga við atvinnurekendur
,að þau skuli sjálfkrafa fá Dags-
brúnarkjör, þegar verkamenn í
Reykjavík eru búnir að knýja
þau fram með baráttu sinni,
einatt harðri og erfiðri. Frægt
er dæmið um verkalýðsfélagið
sem hafði slíkt ákvæði í samn-
ingi sínum, samþykkti harðorð
mótmæli gegn kjarabaráttu
Ðagsbrúnar 1947 — og hirti
svo Dagsbrúnarkjörin þegar er
þau voru fengin eftir langt
verkfall!
Dagsbrúnarmönnum er það
fyllilega ljóst að þeir eru ekki
aðeins að berjast fyrir sjálfa
sig, þegar þeir eiga í átökum
við atvinnurekendur; þeir eru
að rétta hlut vinnandi manna
um land allt og efla styrk
verklýðssamtakanna. Verka-
menn í Reykjavík hafa sem
betur fer skilið það alla tíð
að þeir eru ekki aðeins að berj-
ast um krónur og aura, heldur
fyrir gengi stéttar sinnar og
samtaka, fyrir allan verkalýð
á íslandi. Þess vegna fagna
Dagsbrúnarmenn því jafnan
þegar verkalýðsfélög, sem eru
veikari og hafa ekki jafn góða.
aðstöðu til árangursríkrar bar-
áttu, njóta einig árangursins
af sigrum þeirra, Það er ósköp
auðvelt að sanna með tölum
að Dagsbrúnarmenn hafi „tap-
að“ í krónum og aurum þegar
þeir verða að heyja verkfalls-
baráttu tjl þess að ná árangri
sem aðrir fá síðan átakalaust
— en hver myndu kjör verka-
fólks á íslandi vera ef verka-
mennirnir í Reykjavík hefðu
ekki verið reiðubúnir að taka
á sig slík „töp“?
Alþýðublaðið er nú algerlega
búið að ge-ra að sínum rök-
semdir atvinnurekenda um
„tapið“ af því að heyja kjara-
baráttu. Og ekki nóg með það.
Tilgangur forsíðurammans í
fyrradag var sá að reyna að ala
á tortryggni og óvild milli
verkalýðsfélaganna innbyrðis
'— í þessu falli sérstaklega
milli Dagsbrúnar og Hlífar.
Engir vita það þó betur en
verkamennirnir í Hlíf að það
eru samtök Dagsbrúnarmanna
sem hafa fært þeim þessa nýju
kauphækkun. Enda mun Al-
þýðublaðið fljótlega reka sig
á það að verkafólk um land
allt tekur undir með Alþýðu-
sambandi Vestfjarða sem sam-
þykkti fyrir skömmu einróma
þessa ályktun og ádrepu til
Alþýðublaðsins:
„Fimmtánda þing Alþýðu-
sambands Vestfjarða for-
dæmir harðlega þau árásar-
skrif sem haldið hefur verið
uppi í sumar í suiiium dag-
blöðum Reykjavíkur gegn
Verkamannafélaginu Dags-
brún í Reykjavik í sam-
bandi við kaupgjaldsmálin.
Jafnframt flytur þingið
Dagsbrún þakkir frá vest-
firzku verkalýðssamtökun-
um fyrir þýðingarmikið
forustuhlutverk og vél unn-
in störf í launamálum
Framhald á 1L síðu.