Þjóðviljinn - 15.10.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.10.1958, Blaðsíða 9
Miövikudagur 15. olttóber 1958 :— ÞJÓÐVILJINN Haraþonhlaup í myrkri og með leynd Það er kunnara en frá þurfi að segja, að maraþonhlaup er talið til mikilla viðburða hvar sem það fer fram í heiminum. Það er þrekraun sem krefst mikils af þeim sem tekur þátt f því, og það lætár að líkum að með því sé fylgzt og frá því sagt áður en það hefst og meðan á því stendur. Hér á Is- 3andi hefur þessi þrekraun leg- 5ð niðri síðan Magnús Guð- björnsson hætti að hlaupa. Þar hefur verið eyða í frjálsum í- þróttum, eins og raunar öllum langhlaupum á landi hér. Það þóttu því ekki lítil tíðindi í fyrra, þegar það fréttist að maraþonhlaupari áetlaði að hlaupa af Kambabrún til Rvík- u r, sem er svipuð vegalengd og ’ maraþonhlaup er. Maður þessi var Hafsteinn Sveinsson. Fjöldi manns var viðstaddur þegar hann kom inn á Iþrótta- völlinn ög fréttir höfðu borizt af honum á leiðinni. Það var stórviðburður að ske og marg- '3r vildu fylgjast með honum, enda almenningi gefinn kostur á að fylgjast með hlaupinu og skýrt frá því að það aetti að fara fram. Mönnum var það sannarlega gleðiefni að fram var kominn maður sem vildi leggja það á sig að hlaupa af Xambabrún. Það var örfun þeim sem áhuga hafa fyrir langhlaupum og það gaf fyrir- heit um það, að enn væru tii menn sem vildu reyna að leysa erfiða þrekraun. Mikil leynd yfir hlaupinu. Þoir sem bezt fylgjast með, munu hafa veitt því athygli að fyrir nokkru var auglýst eftir þátttöku í hlaupi af Kamba- brún. Fáir munu hafa vitað hvort nokkur gaf sig fram eða enginn til þátttöku í hlaupinu að þessu sinni. Engar tilkynn- ingar bárust frá aðilum sem um hlaupið- hafa átt að sjá, hverjir sem það kunna að hafa verið, en gera verður ráð fyrir að háfi verið aðilar inn- an Frjálsíþróttasambandsins. Það vár fvrir hreina tilvilj- un að Iþróttasíðan komst á snoðir um að það að hlaupið ætti að fara fram, og það var um kl. 3 á sunnudág, og þó var það frá óábyrgum aðila. Með hliðsjón af tíma Hafsteins í fyrra, þótti líklegt að hann yrði í Reykjavík um kl. 6 til 6.30 og var ætlunin að vera á Vellinum þá. Þegar þangað kom, kvað vallarvörður að þangað hefði verið hringt og tilviljun að í sig hefði náðst og um það spurt hvort hann yrði þarna um 6 leytið, maraþon- hlaupari myndi koma um það leyti í bæinn, en hann mundi fara um þrjú leytið af stað af Kambabrún. Einfaldara gat þetta ekki verið, og látlausara. Hvert nafn þátttakandáns var virtist ekki hægt að fá með neinni vissu en vitað var að um einn keþpanda var að ræða, og hann var ekki Haf- steinn Sveinsson. Hversvegna ekki að undirbúa þetta betur? Ilversvegna er þessari forn- frægu keppnisgrein ekki gert hærra undir höfði en hér átti sér stað? Hér munu allir sam- mála um það, að keppni þessi sé merkileg og að það sé stór- viðburður er keppandi gefur sig fram til maraþónhlaups — hlaups af Kömbum. Hér var þó í lófa lagið að framkvæma þetta þannig, að allir mættu hafa af því heiður og lof og ekki eízt langhlaupin sjálf, þau þurftu sannarlega á þessu að halda. Að sjálfsögðu hefði átt að geta þess í blöðum að hlaupið færi fram þennan dag svo og hvenær það hæfist, hve margir keppendur væru og nöfn þeirra. Það vildi líka svo til að þenn- an dag hefði verið hægt að safna fólki saman á Iþróttavell- inum, þar sem fara átti fram úrslitaleikur í öðrum flokki í Islandsmeistaramótinu í knatt- spyrnu, milli tveggja sterkustu liðanna. Hægt hefði verið að hafa um það samvinnu við KRR að láta leikinn fara fram á þeim tíma, að hlauparinn kætni um það er leik væri að ljúka. Þetta fólk hefði svo get- að fengið lýsingar af hlaupinu frá vissum stöðum gegn um út- va.rpið á Vellinum, t.d. er hlaup- arinn fór framhjá Skíðaskáian- um, Lögbergi, Geithálsi, Bald- urshaga og Elliðaám. Með þessu móti hefði verið stígandi i því sem var að gerast, og þeir sem til leiksins hefðu kom- ið liefðu getað fylgzt með því, um Ieið og þeir voru að horfa á leikinn. Af einhverjum - undarlegum ástæðum var hér raunverulega verið að fela ágætt íþróttaaf- rek fyinr almenningi, en við höfum ékki efni á því að svo sé að verki staðið. Eða þá að einhver undariegur sljóleiki hefur ráðið, og er hvorugt gott. Og hversyegna að geyma niara- þonhláupið til haustsins? Enn mætti spyrja: Hvers vegna er beðið með þetta langa og erfiða hlaup fram á haust, þegar kuldinn er farinn að gera alvariega vart við sig. Þetta var gert í fyrra óg þá í kulda sem gerði hlauparanum hlaupið miklu erfiðara, og mun hit- inn hafa verið um fjórar gráð- ur. Var þetta fordæmt þá og ekki talið hyggilegt að láta það fara fram svo seint. En hvað s'keður. Aðeins eitt ár líð- ur og sama sagan endurtekur sig, og þá er hitastigið undir frostmarki alla leiðina, og mun það fáheyrt að maraþon- hlaup sé þreytt í svo köldu veðri og að áliti fróðra manna ekki forsvaranlegt, en það sýn- ir að hlauparinn sem hljóp vegalengdina í þessum kulda og nokkuð af leiðinni í myrkri er þrekmenni. Mun fáum hafa dottið í hug að hann mundi komast alla leið. Þessi tími sem valinn er til hiaupsins þessi tvö ár er að flestra áliti mjög óheppilegur, og ætti að taka það til at- hugunar eins og raunar undir- búning allan að maraþonhlaup- um síðari tíma hér á Islandi. Það er sem sagt of merkilegt íþróttaafrek til þess að það sé látið fara fram með þeirri leynd eem átti sér stað á sunnudaginn var. Hitt er svo furðulega kómisk saga, hvern- ig á því stóð að maðurinn kom til Reykjavíkur í myrkri, sem ekki verður rakin hér, en þó í sama dúr og framkvæmdin yfirleitt. prnmújuu muaASoG Astralski stórlilauparinn Herbert Elliot (nr. 7) og Bretinn Bria.n Hewson. Austurbær vann Vesturbæ 5:0 Fyrra sunnudag kepptu úr- valslið 3. fl. úr Austur og Vest- urbæ í knattspyrnu og fóru leikar þannig að Austurhær vann með yfirburðum eða 5:0. Var lið þeirra heilsteyptára og lék betur saman, og einstak- lingar þess voru líka sterkari. Hafa leikir þessir farið fram undantekningariítið síðan 1947, er þeir býrjuðu, og fer að ýmsu leyti vel á því að þeir séu fastur liður í sumarstarf- seminni. Það er mikilvægt á þessum aldri að leika samau, Fréttir frá íþróttasambandi Islands Dómkirkjutónleikar Söngkonan Elsa Sigfúss er nýkomin heim hingað til tón- leikalialds í tilefni þess, að aldarfjórðungur er nú liðinn frá hennar fyrstu opinberu tónleikum, en þeir fóru fram í Kaupmannahöfn árið 1933. Elsa efndi til tónleika hér í Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag, en fáum dögum áður hafði hún sungið í Eyr- arbakkakirkju í minningu fcður síns, hins mæta tón- skálds og tónlistarfrömuðar Sigfúsar Einarssonar, og not- ið þar til aðstoðar Páls Isólfs- sonar. Páll lék einnig undir söngnum í Dómkirkjunni, en auk þess flutti hann nokkur vel valin einleiksverlr á kírkjuorganið, bæði í byrjun tónleikanna og eins milli sönglaganna. Á leik hans var lokið lofsorði hér á dögunum, er hann aðstoðaði aðra lista- konu með svipuðum hætti á tónleikum í Dómkirkjunni, og skal látið nægja að taka fram, að hér ætti það einnig við, sem þá var sagt. Söngur Elsu hófst á hinu fagra lagi ,,He was despised" úr óratóríunni Méssias eftir Hándel. Þetta var sannur og innilegur tónlistarflutningur, sem ánægja var á að hlýða. Ágæt samvinna söngkonunnar og undirleikarans var sérstak- lega eftirtektarverð í þessu lagi. Minnisstæðust er þó ef til vill tiIfinningaiTÍk túlkun hennar á laginu „Liebster Herr Jesu“ eftir Baeh. I nokkrum dönskum lögum, sem næst voru á efnisskránni, náði Framhald á 11. siðu Á íþróttaþingi ÍSÍ, eem hald- ið var á Akureyri á sl. sumri var samþykkt að fela fram- kvæmdastjórn ISÍ, að sæma þá opinberu aðila er fram úr skara sérstöku heiðursskjali sem viðurkenningu fyrir frá- bært starf að íþróttamálum og byggingu íþróttamannvirkja. I framhaldi og í samræmi við samþykkt þessa, ákvað fram- kvæmdastjórn ÍSl, að sæma bæjarstjórn Reykjavíkur heið- ursskjali og var það afhent borgarstjóranum í Reykjavík hr. Gunnari Thoroddsen á af- mælisdegi Reykjavíkur 18. ág- úst s.l. Nýlega hafa þessir menn verið sæmdir þjónustumerki Iþróttasambands Islands, sem viðurkenningu og þakklæti fyr- ir góða þjónustu í þágu íþrótta mála og ÍSl: Páll Þorláksson, innheimtu- maður, sem varð sextugur 6. apríl s.l. Þórður Guðmundsson, fulltrúi, formaður íþróttadóm- stóls ISÍ sem varð fimmtugur 19. marz s.l. Einar Björnsson, skrifstofum., sem varð fimm- ugur 21. maí s. 1. I Framkvæmdastjórn ÍSÍ, hef- ur ekki alls fyrir löngn stað- fest eftirfarandi íþróttabún- inga: Ungmennafélagið Snæfell, Stykkishólmi: -— (íþróttabún.) Bolur: Hvítur með félagsmerki á brjósti. Buxur: Rauðar. Ung- mennafélag Njarðvíkur: (knatt spyrnubúningur). Bolur: Blár með gulum uppslögum og gul- um kraga og hvítum sU'fum U.M.F.N. á vinstra brjósti- — Buxur: Svartar. Sokkar: Með bláum og gulum þverröndum. Þá hafa yfir 100 sambandsfé- lög fengið staðfesta íþróttabún- inga. Framkvæmdastjóri ISÍ hefur staðfest eftirfarandi íslands- met í skautahlaupi karla, sett af Birni Baldurssyni, Skautafé- lagi Akureyrar: 500 m. 46,6 sek. (sett í Lillehammer i Nor- egi 30. des. 1957). 3000 m. 5 mín. 34,1 sek. (sett i Þránd- heimi í Noregi 4. janúar 1958). 5000 m 9 mín. 41,1 sek. (sett í Þrándheimi í Noregi 5. jan- úar 1958). Sambandsráð ÍSÍ hefur verið boðað til fundar i Reykjavík dagana 14. og 15. nóvember. því að gera roá ráð fyrir að margir þessara drengja eigi eftir að skipa úrvalsflokka í framtíðinni. Annars virðist tími til þesa kominn að endurskoða skipt- ingu bæjarins og hvort ekki sé rétt að stækka Vesturbæinn, með tilliti til þess að byggðin eykst mun meira til austurs en vesturs. Hin hefðbundna skipt- ing er um Lækjargötuna (Læk- inn), en það væri hvað snertir skiptingu knattspyrnumanna i tvo bæjarhluta, ekki fjarri lagi að skiptingin væri um Baróns- stíg. Það verður meira. gaman að leikjum þessum ef liðin eru jöfn og það verður að álita að ef valið er úr bæjarhlut- um sem hafa svipaða íbúatölu, verði liðin jafnari. Úrval þetta, sem þarna kom fram, úr þriðju flokkum félag- anna í Reykjavík sýndi, að margir þeirra sem þar léku lofa góðu og hafa sýnilega kraft og hraða til þess að geta orðið góðir knattspyrnumenn. Eðlilega voru þeir nokkuð mis- jafnir. Sameiginlegi gallinn gerði það að verkum að leilt- urinn varð meira stór- og lang'- spyrnur en leit að næsta manni með það fyrir augum að leika saman og ná einfaldleik í leik- inn. Þeir virðast ekki hafa. yfir- lit, þeir hafa. það sameiginlegt að líta ekki upp þegar þeir fá knöttinn. Þeir hafa heldur ekki þá leikni sem drengir á þeirra aldri og með þá aðstöðu sem þeir hafa í dag, ættu að hafa, og vafalaust hefði leik- ur þeirra annan svip ef þeir hefðu lagt fulla rækt við knatt- þrautir KSÍ, sem einmitt miða að því að gera menn leiknari, og því mega þeir trúa að leikn- in er undirstaða nndir góða og ára ngu rsríka knattspyrnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.