Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Rökin á ráSgjafarþsngi EvrápuráSs: Stofnun sú sem nefnd er Ráðgjafarþing Evrópuráös hefur rætt landhelgismál íslendinga. Bretar fluttu þar þau rök a'ö þeir héldu uppi sjóhernaði og ránum í ís- lenzkri landhelgi af einberri umhyggju fyrir því aö þjóðréttarreglur væru virtar! Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi frá ríkisstjórninni: Ráðgjafarnefnd Evrópuráðs sat á fundum í Strasbourg 10. — 18. október. I hinum almennu stjórn- málaumræðum bar landhelgismál íslendinga á góma og urðu um það allmiklar umræður. Fulltrúar íslands á þinginu voru þau Rannveig Þorsteins- dóttir lögmaður og Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður. Fluttu þau bæði ræður um málið, en auk þess urðu ýmsir fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum og frá fleiri ríkjum til þess að styðja íslenzka málstaðinn. Stjórnmálanefnd þingsins hafði undirbúið almennu umræðurnar. Lagði hún fram skýrslu um helztu atburði síðugtu, mánaða og vék þar m. a. að stækkun íslenzku fiskveiðilandhelginnar og viðbrögðum Breta og annarra þjóða við henni. Einnig lagði nefndin fram tillögu til ályktun- ar, og fjallaði ein málsgrein hennar um landhelgismáiið. Sá ræðumaður, sem fyrstur gerði málinu rækileg skil, var í lok síðasta mánaðar voru 15 hjúkrunarkonur brautskráðar frá ■ Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands. Hinar nýju hjúkrunarkonur eru þessar: Agnes Jóhannesdóttir frá fsa- firði, Auður Jónsdóítir frá Reykja- vík, ■ Bjamfríður Sigurðardóttir frá Hamraendum, Borgarfirði. Elín Svanhildur Hólmfríður Jónstíóttir frá Reykjavík. Gérða Ásrún Jónsdóttir írá Akureyri. Gróa Ingimundardóttir frá Hvalláírum við Patreksfjörð. Guðný Björgvinsdóttir frá Rauðabergi, V- Skaftafellssýsiu. Guðrún Emilsdóttir frá Hafn- arfirði. Herta Wendel Jónsdóttir frá Reykjavík. Hólmfríður Sólveig Óiafsdótt- ir frá Reykjavík. Ólöf Þórunn Plafliðadóttir frá Öriygshöfn, Barðastrandarsýslu. Hagnheiður Konráðsdóttir frá Reykjavík. Ragnhiitíur Jónsdóttir frá Reykjavík. Sigurborg Hlín Magnúsdóttir frá' Séyðisfirði. Stemunn Guðmundsdóttir frá Akureyri. Daninn Federspiel, einn kunnasti og snjallasti ræðumaður Evrópu- ráðsins. Snerist meiri hlutinn af ræðu hans um þetta mál. Hann veitti íslenzka málstaðnum full- an skilning og deildi þungt á Breta fyrir framkomu þeirra gagnvart íslendingum í fiskveiði- lögsögumálinu allt frá upphafi. Skömmu á eftir Federspiel tal- aði Ormsby-Gore, aðstoðarutan- ríkisráðherra Breta. Hann eyddi miklum hluta af ræðutíma sín- um í að verja framkomu Breta í deilunni um fiskveiðilandhelg- ina og hélt því fram, að einhliða stækkujn fiskveiðilajndhelgi'nnar væri ólögleg og að mótmæli Breta og annarra þjóða væru sprottin af umhyggju þeirra fyr- ir því að þjóðarréttarreglur væru virtar. Skýrði hann frá því, að ríkisstjórn Bretlands hefði boðið íslendingum bráðabirgðasamn- inga, þangað til ný ráðstefna um fiskveiðilögsögu hefði verið haldin og alþjóðareglur sam- þykktar. Hefðu Bretar boðizt til að tryggja íslendingum ann- áðhvort aukna hlutdeild í heild- arveiðum á íslantísmiðum, eða bráðabirgðasamning um 6 mílna fiskveiðilandhelgi ásamt því að friða þau svæði, sem mestu máli skipta utan við þá línu. íslenzka ríkisstjórnin hefði hinsvegar ekki léð máls á öðru en að viðurkenndur yrði réttur íslendinga til þess að færa fisk- veiðilandhelgina út í 12 mílur. Næst á eftir enska ráðherran- um á mælendaskrá var Raimveig Þorsteinsdóttir. Flutti hún ýtar- lega ræðu um sögu landhelgis- málsins frá öndverðu og dró skýrt fram öll þau rök, sem lögð hefur verið áherzia á af íslend- inga hálfu í baráttunni fyrir þessu lífshagsmunamáli þjóðar- innar. Gerði hún málinu að sjálf- sögðu mun ýtarlegri skil en hinn brezki ráðherra, sem einnig átti í vök að verjast vegna Kýpur- málsins og eyddi miklu af ræðu- tíma sínum í það mál. Eftir að hafa útskýrt rækilega bæði laga- lega hlið landhelgismálsins og hina fjskfræðilegu og efnahags- legu nauðsyn aukinnar friðunar fiskimiðanna, lagði ungfrú Rann- veig sérstaka áherzlu á samhug og einingu þjóðarinnar í málinu og hrakti þann misskilning, sem fram hafði komið hjá sumum ræðumanna, að hér væri um að ræða pólitískt spil, sem ætti rót sína að rekja til aðildar „komm- únista“ í ríkisstjórn Islands. Norðmaðurinn Finn Moe hélt einnig ágæta ræðu og studdi málstað íslendinga, og nokkrir fleiri lögðu íslenzka málstaðnum lið, svo sem Danirnir Lannung' og Ole Bjöni Kraft. Svíinn Elm- gren, Hollendingamir Sclimal og Duynstee, og belgíski þingmað- urinn Struve. -* Undir lok umræðnanna talaði Jóhann Þ. Jósefsson aiþingis- maður, sem ekki hafði getað mætt til þings á fyrsta degi vegna anna hér heima. Tók hann sérstakleg'a undir það, sem Rannveig Þorsteinsdóttir hafði lagt áherzlu á, að alger þjóðar- eining ríkti um stækkun fisk- veiðilandhelginnar og hefði á- kvörðun rikisstjórnarinnar full- an stuðning flokks síns, sem væri í stjórnarandstöðu. Enn- fremur skýrði hann þingheimi frá því, að forseti íslands hefði við þingsetningu flutt athyglis- verða ræðu um málið, og bæri það ótvíræðan vott um, að þjóð- in stæði öll sameinuð í máíinu. Þá ræddi Jóhann málið aftur sérstaklegVi í sltjórnmálaneflnd þingsins og lagði þar áherzlu á þjóðareininguna í þessu máli og fordæmdi ofbeldisaðgerðir Breta. Fyrir tilstilli íslenzku fuiltrú- anna var hvít bók ríkisstjórnar- innar urn fiskveiðilögsögumálið dreift meðal þingfulltrúa Evr- ópuráðsins og undirtektir margra þeirra í umræðunum báru þess vott, að þeir höfðu gert sér far um að kynna sér málstað íslands _og þannig fengið nýjan skiln- ing á málinu. Einkum lögðu full- trúar Norðurlanda sig fram til stuðnings við íslendinga og stóðu sendinefndir Dana og Norð- manna sem einn maður með ís- lendingum og studdu íslenzku fulltrúana með ráðum og dáð. Auk stjórnmálaumrteðna urðu sérstakar umræður um fríverzl- un Evrópu, og var þar stuðst við skýrslu frá Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu í París. Rannveig Þorsteinsdóttir flutti einnig ræðu í þeim umræðum. Þetta er enginn fursta- eða ílrottningarsonur, hehlur lítill snáði, sem á heima í Mosfellssveit. Okkur finnst inyndiu skemmtileg og vonum að ykkur finnist það einnig. (Ljósm. S.J.) herför gegn rjúpum I s.l. viku lá Straumey við bryggju í Ytri-Njarðvík og lestaði skotfæri fyrir ,,varnarliðið“ — sem flytja átti burt og sökkva í sæ, háhyrningum að meinalausu. »i i -^rir j. .ymæ.r*- i*iÆbr--’rm&w-<anr.'vtmL.*ta!maaMmMU*x' Og s.l. laugardag voru þeir Björn Ingvarsson lög- reglustjóri og Guðjón Vlal- geirsson fulltrúi hans ásamt yfirmanni bandaríska hers- ins á Keflavíkurflugvelli í herferð gegn rjúpum. Til Síkisátgáfa námshéka: Oýrafræði Bjarna Sæmundssonar í breyttri útgáfu Guðmunáar Ejartanssenar Á vegum Ríkisútgáfu námsbóka er nýlega komin út 5. útgáfa af Dýrafræði handa framhaldsskólum eftir Bjarna Sæmundsson. Guðmundur Kjartansson, jarö- fræó.’ngur, annaðist útgáfu bókarinnar og gerði á henni talsveröar breytingar. Þetta er ný útgáfa af þeirri kennslubók, sem nú hefur ein bóka verið ncítuð við dýra- fræðikennslu í gagnfræðaskólum landsins í 44 ár. Óhætt er að segja, að hún hafi gegnt þessu hlutverki sínu með miklum sóma og auk þess verið þarft og hugnæmt lesefni fleirum en skólanemendum. En nú var þessi bók, í upphaflegri gerð, ekki alls kostar að kröfum tímans. Kenn- ingar dýrafræðinga eru ekki all- ar hinar sömu og fyrir hálfri öld og dýralíf landsins hefur aukizt. En síðast og ekki sízt hafa skólarnir breytzt og af peim sökum rak nauðir til ae endurskoða bókina. í nýju útgáfunni hefur ýmsum dýrategundum verið sleppt og mörg smáatriði felld niður, en önnur tekin í staðinn. Sumir kaflarnir eru að miklu leyti end- ursamdir og flestir styttri en áð- ur. Margar nýjar myndir' eru i bókinni. M. a, hefur verið bætt í hana 8 teikningum eftir Hösk- uld Björnsson og 7 ljósmyndum. eftir Björn Björnsson. Kápu- teikningu gerði Halldór Péturs- son. — Prentun annaðist ísafold- arprentsmiðja h.f. Bók þessi er m. a. ætluð til náms undir landspróf miðskóla. Þess skal getið, að 4. útgáfa bókarinnar verður einnig tekin fullgild til landsprófsins 1959 og 1960. herferðarinnar notuðu þeir bifreiðina J-l, sem er eign ríkissjóðs. Enginii yfirmanna í skrif- stofu lögreglustjóra matti til vinnu þennan morgun, enáa var herförin gegn rjúpunni hafin árla dags. Húsbyggjendur í Mellungu- landi í Kópavogskaupstaö hafa snúið sér til bæjarráðs Reykja- víkur með beiðni um vatns- leiðslu frá Fossvogsæð Vatns- veitu Reykjavíkur að húsum sín- um. Rökstyðja þeir beiðnj sína með því að óvíst sé hvenær Kópavogskaupstaður leggi vatns- leiðslu að hverfinu. Erindi þessu var vísað til vatnsveitustjóra til umsagnar. Bifreiðastöður 4iia tl Kirkjutorgi? Bæjarráð samþykkti á fundl sínum i fyrradag að mæla með þeirri tillögu umferðarnefndar við bæjarstjórn að biíreiða- stöður verði bannaðar á norðan- verðu Kirkjutorgi. lugiýsið í Þjéðviíjanum Geiið skil fyrir selda miða - Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.