Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 PETER CURTIS: 28. cLagur teppi. Reyndar var þessi dugnaður hennar sjaldnast langvinnur og endað'i venjulega í þreytukasti, en hún var rórri í huga og stuudum leið svo vika aö hún fékk ekkert móðursýkiskast Einu sinni þegar hún var ó- venju létt í skapi, trúði hún mér fvrir því að svona breyting væri einmitt það sem hún þyrfti á að halda. Ea' kæfði samvizkubit. sem ekki átti heima í þeim vélheíla sem ég var orðmn, og samsínnti henni. ,.Þér hættir alltaf til að festast í sömu skoröum, vina mín“, sagði ég vingjarnlega. Og svo fór ég aö ræða hvaöa þjónustufólk við ættum að hafa meö okkur. Við leigðum Reykháíshúsið og þau húsgögn sem við burftum ekki á að halda í Virkishúsinu. majóri nokki*um að nafni Morrison, sem nýlega hafði hætt störfum í hernum 1 Indlandi. Hann átti allmarga vini í Copham og nágionni og var feginn að fá svona skemmtilegt og þægilegt hús án þess að burfa aö kaupa það. Morrisonhjónin viídu gjarnan fá eldabuskuna okkar, og hún vildi ólm verð'a eftir, vegna þess að hún átti vingott við bréfbeiann. Ted átti heima í þorp- inu og bað kom aldrei til greina að hann kæmi með okkur. Woods, stofustúlkan, Alice, þjónustustúlkan og stclpukorn sem nefndist Dollý og var ýmist, í eldhúsi eða bamaherbergi, voru eklti enn ráðnar í hvað gera skvldi. Ráðagerð mín var sú að engin þeir'a kæmi með okkur. En það var ekki hepnilegt að ég hefði orð á bví. Þá hefði Eloise orðið þeim mun ' ákafari í að ha.Ida þeim. Woods var líklegust tl að fylgia okkur, það vissi ég. Hún var hávaxin, myndarleg stúlka, svo sem tuttugu og átta ára og afbragos stofustúlka. Hún var frá Bed- fordshíre og átti enga ættingia eða kunninvia í Cop- ham. Hún var fliótvirk og greind og dálítið bráðlynd. Hanni þótti vænt um Elcise, sem gaf henni oft föt, sem hún hafði sjaldan farið í. Eg fór að reyna að levsa þetta vandamál. Eg eygði hugsanlegan möguleika. Woods og Emma- Plume voru ekki sérlega hrifnar hvor af annarri* Það vottaði fyrir afbrýðisemi hjá þeim gagnvart Eloise, og Emma sem var gamaldags í hugsunarhætti, fannst stúlkan fram- hleypin og hortug. Eg hugsaði með mér að blása mætti að þessum glæðum. Dag nokkurn var EJoise aö róta í fötum sem hún átti. Innan skamms átti að halda fatabazar hjá kirkj- unni og hún var að finna til fatnað að gefa þangað og flokka fötin sem hún ætlaði að taka með sér. Hún lagði til að gera slíkt hið sama og herbergin okkar litu út eins og verzlun meö notuð föt. Eloise hrissti fram fölgráa dragt bryddaða karakúl. Hún hafði aðeíns farið í hana einu sinni og fannst liturinn mæðulegur. Hún virti hana nú fyrir sér og hallaði undir flatt. „Það var heimskulegt af mér að kaupa þetta. Mér fannst hún allt öði*u vísi þegar ég kevpti hana. Eg held hað hafi verið villuljós í búðinni. En þetta er of góð flík á bazarínn. Eg ætti að gefa Woods hana. Hiin dáðist einu sinni aö henni, þegar hún var að taka til í skápnum mínum og ég gaf henni hálfgert vilyrði íyrir henni.“ Eg virti dregtina fyrir mér. „Hvers yegna gefurðu Fóstru hana ekki?“ sagði ég. „Þetta er einmit.t hennar litur og flíkin er r.em sagt ný. Eg er viss um að henni þsetti hún falleg. Þú gefur henni næstum aldrei föt a.í þér.“ I f ■ ■}: áiiegjusvipur á Eloise, en hún var þó á báö'um áttuni. , Eg if það.“ sagði hún, ,.en einhvem veginn lít ég ekki \ Fóstró sem vinnuhiú. Hún er fremur eins og vinkone. TJg gef henni föt, þ.e.a.s. nv föt. En þessi dragt er sem sagt nv. og ég er að hugsa um að gera þctta.“ Hiin lagði hana til hliðar og næsta sunnudagsmorg- rn gladdíst ég mjög þegar ég sá Fóstru stika tfgulega tiT kirkj.u 1 grá-u drágtinni og Woods horfa á hana öfundaraugum úr loftsglugga. Þetta undirbjó jarðveg-| ínn. Það var skylda Woods að útbúa bakkana fyrir! máltíðirnar í barnaherberginu, sem DoIIý bar síðan i upp. Smjörklína á borðbúnaði og glösum, rykagnir j í saltkarinu og kusk í mjólkinni varð til þess að Fóstra j kvartaöi viö Woods. Woods vann verk sín alltaf meö j prýði og hún sagði Eloise frá þessari umkvörtun, og I Eloise sem hafði ekkert lag á að fást við annað fólk gerði aðeins illt 'verra, kallaði á þær báðar sámtímis. j missti stjórn á sér, og fór aö gráta við st-ífað brjóstið j á Fóstru. Skemmdarverk á þrem bökkum í viðbót' æstu \ Fóstru upp að nýju og hún skellti skuldinni á stofu-1 stúlkuna, en nú kom hún til mín með kvartanir sínar.! „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Það hefur aldrei | fvrr verið* kvartað yfir störfum mínum og það þýðir i ekkert að tala við frúna. Eg sefaði hana og samsinnti beim orðum hennar að | í augum húsmóður sinnar gæti Emma Plume ekkert! gert -af sér. ,.Ef betta er nvbyi'jað, dettur manni ósjálfrátt í hug að Fóstra vilji ekki að þér komið með okkur í nýja húsið. Sennilega hættir það þegar hún kemst að raun um að bér eruð fastákveðin í að koma. Gamalt þión- ustufólk er undarlegt á margan hátt .... og afbrýöi- samt.“ „Hún hefur há helzt ástæðuna til að vera afbrýði- söm,“ sagði stúlkan beizklega. ,,Og hún barf ekki að hafa áhyggjur af því að ég fari þangað sem ég erl óvelkomin. Viljið þér taka viff uppsögn minni frá mán-j aðamótum." „Auffvitað ef þér óskiff þess. En mér þykir leitt að j missa yður,“ ,.Mér þvkir líka leitt að fara frá yður,“ sagði hún hlýlega. „En öllu eru takmörk sett. Þrisvar í vikunni sem lei'ð, sagði hún a'ð silfurborðbiinaðurinn væri mér til skammar. Eg held bara að hún hafi atað hann út siálf.“ „Ekkert hef ég haft að okkar borðbúnaði að finna,“ sagði ég. „Þa'ð ætla ég að vona. Þér takið þá uppsögn rnína til greina?“ „Ef ég má til. Og heyrið þér mig .... með beztu ó,sk- um um allt gott.“ Eg stakk að henni peningaseöli. Eg ráðlagði Eloise að eiga engin illindi á hættu með því að spyrjast of vandlega fyrir um ástæðuniar fyi'ir brottför Woods. Dollý ákvað loks að vera kyrr í Couham vegna þess að vinkona hennar var nýbúin að ráða sig þangað til að vera í nánd við hana, og það vævi ,,púkalegt“ sagði hún að fara frá henni, áður en hún hefði haft tækifæri til að kvnnast fólki á staðnum. En Alice sat sem fast- ast. Hún vildi ekki leita að nýrri vinnu, því að hún ætlaði að giftast Bob Soames, vélvirkja í borpinu, þeg- ar hún færi’ frá okkur. Það skipti ekki máli fyrir hana hvar hún var það sem eftir var tímans. Eg hafði upp á Bob Soames í hópi vinnufélaganna, og í næsta skipti sem ég' fékk benzín á bílinn minn. gaf ég mig á tal við hann. „Eg er hræddur um að við förum býsna langt burtu með umiustuna,“ sagði ég. „Þér verðiö að koma yfir um einhvern sunnudaginn og vera allan daginn.“ Hann var alvarlegur og dálítið ólundarlegur á svip- llpl íRSE'þStuS® Nýjar líningar á gömln dragtina Langi mann að lífga eitthvað upp á gömlu dragtina eða jakkakjólinn má gera það með prjónalíningum í sterlkum lit- um. Það er forskiift frá Par- is, sem er um leið hentug Iausn þegar brúnir og jaðrar eru farin að slitna og trosna. Ræða Thors Framhald af 7. siðu. maður í heiminum. Þarna neitar hann sér um að spila í stærstu konserthúsum heimsins til þess að lækna lroldsveika á óhollasta frum- skógasvæði í Afríku. Náttúr- lega synd, sagði það, að hann skuli ekki spila. En hann er svo góður maður og veit allt. Síðan hefur Schweitser gert allt sem hann hefur gétað til }>ess að stöðva stórsprengju- æðisganginn. Þá segir þetta sama fólk sumt: Já, hann Albert Schweitser, liann er nú ekki alveg inní þessum spurs- málum, hann er orðinn gam- all og sérvitur, hann er búinn að vera lengi í burtu. Er það ekki hræðilegt að hugsa til þess hvernig véltækni áróðurs- kraftanna getur forheimskað fjöldann svo að haun hlustar ekki á sína beztu menn þegar þeir hrópa upp þegar þeir koma af tindi sínum til að vara okkur við, eða þegar þeir koma eins og Schweitzer úr einar.grun miskunnarstarfs- ins í myrkviðnum til að hr'^a til okkar: Það er eng:nn tími lengur til, það verður að hætta að sprengja. Loft;ð er þeerar orðið svo eitrað að v:ð vitum ek!d hversu mikið tjón þegar hef- ur verið unnið börnum okk- ar.að við vitum ekki hversu mikið af strontium og öðr- um hættulegum ‘efnum sem losna við sprengingarnar á eftir að drífa niður á þessa jörð komandi áratugi og setj- ast í beinin og afskræma ó- fædd börn í kviði sinnar móð- ur. En flimtarar segja: Heyra nú þessa menn hvernig þeir tala, þeir þykjast kannski Aæra að bjarga heiminum hérna uppi á íslandi. En hver á að bjarga heiminum? Hver á að bjarga heiminum ef ekki þú og ég, allir þessir nafn- lausu einstaklingar í öllum löndum heimsins sem skelfast af þessu andvaraleysi eða kaldrifjaða leik að meðölum danðans. HVað getum við gert á íslpudi? Við getum sent hermennina burt héðan, all- nr heimurinn mundi frétta það að þessi litla þjóð vill ekki vera í helsprengjusam- særinn c" við getum látið pnitj-'iq okkar á þingum þjóða r-m hsfa jafnan rétt við ]">~—i annan að tala leggja fr'ðpomleanm málum ævinlega ]ið og atkvæð; og hverfa frá stefuu Fosters Dullesar. Og við skulum svara ef við erum spurð hvort eigi að vera lier á íslandi með því að segja NEI OG NEI OG NEI. Minningarspjöld eru seld i Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21, af- grelðslu Þjóðviljans, Skóia- vörðustíg 19, og skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavík- nr, Tjarnargötu 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.