Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudaguc 4. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eins og öllum er orðið ljóst af ótal löngum og ítarlegum ræðum í samkvæmum og 4 mannfundum og greinargóðum ávörpum þjóðarleiðtoga sem tala til sinna heimamanna á hátíðisdögum erum við Is- lendingar ekki lítillar ættar. Ólaunaðir sem launaðir fyrir- lesarar hafa haldið því að okkur sem höfum flest verið fús að þiggja að Islendingar séu komnir af aðalsmönnum í Noregi sem unnu svo mjög frelsinu að þeir kusu heldur að láta lönd sín og þær eigur sem ekki var hægt að flytja með sér en lúta ofríki Harald- ar konungs lúfu, þessa vonda vfirgangsmanns sem braut undir sig aðra smáríkis kon- unga og fyrirmenn lanidsins og var svo harðsvíraður og ósvífinn að hann lét hvorki skera hár sitt né skegg með- an hann var að því eins og frægt er orðið. Þessir aristó- kratar Noregs voru svo sto't- ir að þeir gátu ekki lotið vilia kúgarans, gátu ekki haft neinn herra yfir sér annan en hinn eineygða Óðinn og kannski Þór. Hugsjón stoltsins frá hinni sögulegu fortíð hefur orðið drjúgt efni langorðum ræðu- mönnum okkar og vinsælt. En höfum við þá komið auga á það að ef við viljum hafa þann minnisvarða yfir for- feðrunum þá ætti að fylgja nokkur krafa til okkar sem lifum í dag í þessu landi. Ættu hinir stoltu afkomend- ur ekki að gera kröfu til sjálfra sín en láta ekki við það sitja að ausa einhverj- um uppdiktuðum gullhömrum aftur fyrir sig í fortíðina og sitja svo sinnulausir í bjarm- anum þaðan. Nú er það að vísu sannara að ísland hefur ekki byggzt af aðalsmönnum einum sem voru gjaldþrota í sjalúsístríði höfðingja í Nor- egi heldur af manneskjum sem voru svona upp og ofan eins og við erum hér í dag. Og þessar manneskjur gátu af sér aðrar sem voru líka upp og ofan eins og við. Til þess að hressa upp á menninguna höfðu frumbyggjarnir írska þræla og smám eaman skófst af þeim hin germanska villi- mennska. Fyrr en varir er hinn friðsami spekingur ekki lengur hlægilegur heldur göf- ug fyrirmynd, sögurnar, þær heimsbókmenntir sem eru skrifaðar á Islandi á 13. öld gefa okkur persónur eins og Njál, Síðu-Hall og Hrafn Sveinbjarnarson og Guðmund biskup góða: Hugsjón friðar- ins er fædd. Síðan er fólk á Islandi í mörg hundruð ár undir útlendri kúgun og ór- ar ekki fyrir að verða aftur frjálst. Hvað höfum við gert arf- takar hinna stoltu frum- byggja og erfingjar þeirra þrjósku kúguðu manna sem lifðu af því þeir gátu ekki drepist. Höfum við ekki sví- virt allt þetta fólk sem stóð á bak við okkur ýmist stolt og frjálst eða bælt og kúgað og hungrað um aldirnar. Við höfum leyft herm-önnum að sitja í landi okkar með morð- tækjum sem við kunnum tæp- lega skil á og við höfum af- hent hluta af þessu landi hin- um útlendu þjónustumönnum dauðans. Ættum við ekki að herða okkur við skálaræð- urnar og sjálfsskjallið og lygafleiprið um hinn göfuga uppruna frá einhverskonar Cavallería Rústíkana úr Raumaríki og öðrum uppeld- isstöðvum aðals í Noregi. En sleppum sögulegum metnaði sem sumir kalla mætti vitna í þann mann sem enginn getur véfengt að sé réttnefndur sérfræðingur í hemaðarmálum: Eisenhower Bandaríkjaforseta. .Hann segir að í atómstríði séu engar varnir hugsanlegar, það er ekki hægt að verja neitt — og segir: en hvað ég fyrir- lít það af heilum hug. Styrjöld er sið'aus og andstyggileg, og heldur hefði ég látið tæta mig sundur ögn fyrir ögn en gerast þátttakandi í slíku ó- dæði. Slíka smán á að afmá sem allra fyrst af manneðl- inu. Og svo mikla trú hef ég á mannlegu eðli að ég held að þennan csóma hefði mátt vera búið að þurrka burt af því ef heilbrigð sk.vnsemi þjóðanna-hefði ekki verið af- vegaleidd eftir nótum með sltólum og skrifum i fjárhags- legum og stjómmálalegum til- gangi“. Eigum við ekki að leyfa okkur það að hlusta eftir hinni heilbrigðu skvnsemi í okkur sem segir: Það er ekk- ert gagn að her í landinu að neinu leyti. En það er stór- hættulegt að hafa hann stund- inni lengur. I okkur er djúp andstyggð á þvi sem Einstein kallar „eitt hið alversta af- sprengi hópsálarinnar, hin svívirðilega hervörn“. — Ekk- ert er fjarlægara okkur Islend- ingum heldur en sú viður- styggilega mannfyrirlitning sem öll hernaðarleg skipulagn- ing byggist á. Hvern fjand- ann erum við að gera í hern- aðarbandalagi, þjóð sem þann- ig hugsar og finnur viðbjóð- inn ólga í sér andspænis til- burðum hermennskunnar og hópþrælkuninni. Hverjir eru vopnabræður okkar? Bama- níðingarnir frá Kýpur og landhelgisþorpararnir, The English Gentlemen. Og enn aðrir vopnabræður okkar í þessu svonefnda varnar- bardalagi lýðræðisins eru raf- magnspyntingasérfræðingarnir frá Alsír. Frakkar hafa einmitt um þessar mund- ir verið að afnema lýð- ræðið og stofna einveldis- stjórn: nú er þar einvaldur aldurhniginn og geðstirður generáll með miðaldalegan riddarasögu-frelsunar-komplex sem sér stíga fram úr speg- ilmynd sinni Maríönnusvip heilagrar Jóhönnu sem var brennd á báli, blandast svip- dráttum hins smávaxna korp- órals frá Korsiku sem skildi hermenn sína eftir í fönnum rússneskra vetrarvídda, og dó útlægur úr magakrabba á af- skekktri eyju. Og þessi end- urborni summumaður sögu- legra átrúnaðargoða, hans eigin persóna er eini þrep- skjöldurinn á vegi hinna hreinræktuðu fasista 1 ve'd- isstólinn hjá þessu banda- lagsríki okkar. En þeir sem standa fyrir þessum samtökum, Banda- ríkjamenn okkar samnings- burdnu verndarar? Við vitum hvernig þeir hafa brugðist við hernaðaraðgerðum Breta gegn okkur. Og eina nóttina, er lygavefur vamar-historí- unnar ristur sundur af lier- skipsstefni brezku sem renn- ir sér lang'eiðina inn í korta- klefa herforingjaráðsins í Keflavík meðan þjónarnir sofa með títuprjóna í barminum sem skyldu reknir í landabréf- in til að sýna hvar lymskar árásarsveitir kynnu að læðast að fólkinu sem lofað var vernd gegn hverskyns ofbeldi úr einhverjum illum stað ann- arsstaðar á hnettinum. Kom ekkert fram í hinum heimsfrægu radartækjum . þá nótt, vélheilum sem öryggi okkar var falið. Sváfu þeir sem var trúað fyrir því að lesa aðvörunarteikn radar- tækjanna. Eða vom hinir samningsbundnu verndai’ar okkar í vitoi'ði með hinum ensku árásarmönnum i land- helgisistríðinu. Við byggjum á því grund- vallarsjónar'miði að mannlífið sé dýrmætt, 'íf hvers manns. Bandamenn okkar virðast líta öðruvísi á. Það eru hernaðar- veldi, kjarnorkustórveldi: Afl þeirra og mergð mannanna virðist hafa blindað þá sem þar stýra svo að þeir ekilja c’:’d þA '■"’g-un a.ð einn ein- asti nr,fn'aus maður sem líð- ur ekk' vel sk'fti nokkru máli til eða frá. Lit'ð dæmi þess er sagan af sjúklingnum brezka af togaranum, sem var sagð- ur dauðveikur en óboðnir sjónaxwottar sáu honum fleygt á milli eins og mjölpoka í óða- gotinu að koma honum í viga- barðann sem sigldi honum í íslenzka höfn, hinn enski læknir sem fylgdi sjúklingn- um til lands i°nvr herforir.gj- ann í orustuskipmu með ljós- merkjum: má ég vera yfir manninum á meðan íslenzbur læknir er á leiðinni. Nei, er svarað, komdu þér strax um borð aftur, Hið ís'enzka liug- arfar er þveröfugt.. Þar er uppi hver maður og öll byggð- in sett á annan endann til að snúa fjarverardi lækninum heim til að hjúkra be'm sjú’ta. Og þakkirnar? Áróðurskerfi Bretanna öskrar um al’an heim: vítaverð töf á því að sjúkur maður fái læknishjálp á Islandi. —- Hvað getum við íslendingar sagt við því ann- að en sveiattan? Við getum sagt fleira. Við getum sagt: svona féiagsskapur er okkur ekki að skapi og farið með okkar pappíra út úr Atlanz- hafsbanda1 aginu. Með því að vera stundinni lengur í þessu bandalagi er- um við líka að gera okkur samseka þeim voðalegu glæpa- verkum sem eru unnin gegn öllu sem lifir með því að sprengja vetnissprengjur. Upp á síðkastið hafa einmitt leið- andi ríki þessa herbandalngs verið að sprengjá sprengju eftir sprengju þrátt fyrir að- varánir og bænir hinna vitr- ustu manna sem reyna að koma vitinu fyrir sprengiu- meistarana. — Þótt Sovétrík- in hættu um skeið sínum sprengingum héldu hinir á- fram. Hversu mikil hættan er geta menn séð af því að Sov- étríkin hættu sínum spre 'g- ingum, það kemur áre'ðanlcga ekki til af gcðu, í því birlist hve ofsalegur ótti þeirra sem hafa öll gögn í höndum er við þá röskun á lífsplani be=sor- ar jarðar sem leiðir' af geis'a- verkun frá þessum um. Og nú eru Sovét’’ív'u rt’t- ur byrjuð af því að v>r>n la- menn okkar hættu ekki og djöflast við að sprene'a sem ákafast til að vinna um t'm- ann sem tapaðist úr lífse'tr- unarprósessíunni. Albert Sehweitser serrir að hættan sé svo mikil að það sé ekki hægt að bíða lengur. það má ekki sprengja e'na sprengju til viðbótar. Fv ir nokkrum árum sagði allskon- ar fólk: Ó, hann Alb»rt Schweitser, hann er svo yrd- islegur maður. Hann er be-ti Framhald á 11. síðu. nei Thor Vilhjálmsson: Ræða flutt á vegum samtakanna „Frjðlýst Iand“. sagnfræðilegan hégóma í hinu kaldrifjaða stríði viðskipta- verðmætanna þar sem það eitt hefur gildi sem hægt er að þukla og kannski þefa af. Höldum okkur við daginn í dag og fólk sem nú lifir í landinu og kallast Islending- ar. Það er eitthvað dapurlegt vitundarlífið í þeim manni eem sér ekki þær ógurlegu hættur sem fylgja því að hafa herinn sem hefur nú verið æði þaulsetinn að njóta gistivináttu pólitískra gest- gjafa. Það er fáránleg blekk- ing að kalla vígasveitirnar af Suðurnesjum vamarlið Is- lands. Við ættum að reyna að venja atvinnumenn okkar í stjórnmálum af því að bera annan eins þvætting á borð fyrir okkur. Varnarlið. Hvað á þetta lið að verja? Og hvemig? Ég er ekki sérfræð- ingur í hemaði, kannski ég land, í þesskonar stórvelda- stríði sem allt þetta hernaðar- stand á Islandi kvað eiga að 'forða okkur frá. Þess vegna er vígstöðvum raðað niður sem dreifðast af því engan stað er hægt að verja, það skotmark sem er valið í slíku stríði er gjöreytt af öllu lífi og stór svæði utan um hina herfræðilegu púnkta gerð um langan aldur óbyggileg hverju kvikindi. Ætli það sé ekki sannara að herbækistöð á ís- landi væri í hugsanlegu stríði 100 prósent trygging fyrir því að fólk sem kallast Islend- ingar hverfi í surtarloga og engin sól rísi úr ægi fyrir þeirra niðjum. Margir Islendingar mundu vilja samþykkja orð Alberts Einsteins þegar liann talar um: Þennan hernaðarhetjuskap, þetta tilfinningalausa ofbeldi,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.