Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — Frá þingi Fqáisiþróffasambands Islands: Á laugardagseftirmiðdag hófst ársþing Frjálsíþróttasambands- ins í fundarsal ÍSÍ. Formaður sambandsins, Brynjólfur Ingólfs- son, setti fundinn og bauð fund- armenn velkomna. Þá minntist hann Erlendar Ó. Péturssonar, og bað fundarmenn að rísa úr sætum til heiðurs hinum látna leiðtoga. Á fundinum voru um 20 full- trúar frá 5 sambandsaðilum, en alls eru í sambandinu 24 aðilar á öllu landinu. Skýrsla stjórnarinnar lá fyrir og bar hún með sér að sambandið hefur verið athafnasamt á liðnu starfsári. Stærstu verkefnin hafa verið þátttaka íslands í E.M. og svo landskeppnin við Dani. í skýrslunni er getið utanfara íslenzkra íþróttamanna sem voru allmargar á árinu. Var árangur þeirra mjög góður og til þess að auka hróður íþróttamanna okkar. Þá gat Brynjólfur þess að da Silva liefði verið eini frjáls- íþróttamaðurinn sem heimsótt hefði ísland í sumar og hefði það verið ÍR sem að þeirri heimsókn hefði staðið. Mætti segja að ÍR hefði ekki gert það endasleppt, því að síðastliðin 12 ár hefði fé- lagið boðið hingað íþróttaflokk- um sem hefðu verið hver öðrum betri, og ber að þakka það og meta. í skýrslunni kemur fram að verið er að athuga um keppni í frjálsum íþróttum milli Osló og Reykjavíkur á næsta sumri, en það mál er enn ekki afgreitt. Það er Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur og ÍBR sem hafa mest um það að segja. Er það almenn von frjálsíþróttamanna að sú keppni geti orðið að veruleika. í skýrslunni segir ennfremur orðrétt um horfur á landskeppni á komandi ári : ,,Hyað er framundan 1959 í landskeppnismálum? Eftir keppnina við Dani í Rand- ers, hófu forystumenn D.A.F. þeg- ar máls á því hvort F.R.Í. myndi ekki bjóða til keppni í Reykja- vík 1959. Var til svarað að nú væri ferðakostnaður orðinn svo mikill milli landanna, að óhugs- andi væri að íslendingar gætu boðið Dönum hingað með jafn rausnarlegum skilmálum og 1950 og 1957, hér yrðu Danir að mæta okkur á miðri leið.“ Brynjólfur gat þess að í land- inu væru 28 sambönd og 24 þeirra væru aðilar að Frjálsíþróttasam- bandinu, en eitt sfimband hefði leiksmótið Úrslit á laugardag og sunnudag: 2 fl. kv. A Þróttur—ICR 2:4 M. fl. kv. Ármann—Fram 3:4 2 fl. kv. B. Víkingur—Valur 1:5 3. fl. karla B. Ármann—Vík. 5:9 3. fl. lcarla B. Fram—KR 6:5 2. fl. karla A. Fram—Þróttur 4:6 2. fl. karla A. KR—ÍR 9:3 Sunnudagur: 3. fl. karla A.A. Valur—KR 4:3 3. fl. karla A.Á. KR—Þróttur 3:11 M.fl. karla Þróttur— Vík. 10:11 M.fl. karla ÍR—Valur 18:13 M.fl. karla KR—Fram 13:7 Nánar verður sag't frá leilcjun- um á sunnudaginn síðar. verið strikað út vegna þess að ekkert lífsmark hefði heyrzt frá því í fjögur ár, en það væri H.S. Vestur-Barðstrendinga. Hann kvað skýrslugerðir til sambands- ins vera að færast í betra horf, þó ekki væri það gott ennþá. í því efni væri héraðssamband Snæfellinga til fyrirmyndar, og einnig væru góðar skýrslur frá Strandamönnum og Skagfirðing- um. Lagði hann áherzlu á nauð- syn þess að góðar skýrslur bærust frá aðilum, og taldi að ef til vill væri örsökin sú, að menn létu sér vaxa þetta í augum, sem væri í rauninni einfalt og auðvelt, að- eins að framkvæma það og senda. í ræðu sinni minntist Brynj- ó’lfur á Laugardalsvöllinn og þótti það allhart, að frjálsíþróttamenn yrðu að bíða a.m.k. 2 ár eftir að knattspyrnumenn hefðu fengið hann til afnota og þó væru frjáls- íþróttamenn „bezti klassi“. í- þróttamanna í landinu. Hann sagði þó að Laugardalsnefnd gæti svolítið bætt fyi'ir þetta með því að efna til fjölmenns móts við vígslu vallarins næsta sumar, þar sem til þátttöku væri boðið er- Brynjóifur Ingólfs- son, for- maður Frjáls- íþrótfasam- bands íslands lendum frjálsíþróttamönnum og svo a.m.k. tveim mönnum úr hverju íþróttahéraði. Úr skýrslu útbreiðslunefndar Við hlið sambandsstjórnar starfar svokölluð útbreiðslunefnd, en í henni eru Bragi Friðriksson formaður, Þorsteinn Einarsson, Hermann Guðmundsson, Bene- dikt Jakobsson og Stefán Krist- jánsson, og eftir skýrslu þeirrar nefndar hafa þeir unnið gott starf. Hafa þeir efnt til fræðslu og út- breiðslufunda og sýnt kvikmynd- ir og við viss tækifæri hafa frjáls- íþróttamenn eins og Vilhjálmur Einarsson og Svavar Marlrússon kvnnt íþróttaiðkun sína í sam- tali. Þá liefur nefndin gengizt fyrir útgáfu þjálfunarrita með fræðslu um lög og þjálfun varðandi ýms- ar íþróttagreinar, og fylgja þeim góðar skýringamyndir. Munu á næstunni koma á markaðinn slík rit um spretthlaup, langstökk og kúluvarp, en Benedikt Jakobs- son hefur samið rit þessi. Mun hann hafa ritin til hliðsjónar 1 fræðsluþáttum sínum í útvarpinu sem þegar eru byrjaðir. Nefndin hefur haft samvinnu um umferðakennslu í íþróttum við KSÍ, HSÍ og UMFÍ, og er þar átt við að ráðinn sé umferðakenn- ari sem annaðhvort tekur að sér að ferðast um meðal félaga í einu iþróttahéraði, eða meðal félaga í mörgum íþróttahéruðum. Segir í skýrslu nefndarinnar mjög ítarlega, hvernig starf þetta gekk til og hvar, og virðist þetta hafa borið góðan árang'ur. Það var upplýst í umræðum að í 16 héraðasamböndum fóru fram æfingar og keppni í frjálsum í- þróttum, sérstaklega var vikið að Héraðssambandi Snæfellinga sem fyrirmynd í þessum efnum, en þar er það Sigurður Helgason sem er lífið og sálin og skipuleggj- arinn. Væri það útaf fyrir sig verkefni fyrir útbreiðslunefndina að útskýra fyrir öðrum sambönd- um þær vinnuaðferðir sem notað- ar eru á Snæfellsnesi, þar er hið púlsandi líf sem talar skýru og skiljanlegu máli. í kaflanum frá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga segir m.a.: — Athyglisvert er það, að þar sem FRÍ efndi ekki til „íþrótta- viku“ þá efndi Hérðassambandið til unglingamóta eða réttara sagt unglingaviku. Þátttakendur voru piltar, sem fæddir voru 1943— 1948 (10—15 ára). Unglingarnir höfðu æft vel og fjölmenntu á mótin og störfuðu einnig að þeim sjálfir (dæmdu og tóku tíma). Þess er vert að geta að þátttaka í æfingum komst upp í 50. Hefði verið gaman að fara nán- ar út í skýrslu nefndarinnar sem er hin merkilegasta, en því verð- ur sleppt að þessu sinni, en starf- semi þessi lofar mjög góðu. Þá lagði dómara- og laganefnd FRÍ fram skýrslu, en nefndin leysir einnig af hendi gott starf og nauðsynlegt og virðist hafa byggt það vel upp. Á sunnudaginn hélt þingið á- fram og verður síðar getið ýmsra þeirra mörgu mála sem rædd voru. Stjórnarkj ör fór líka fram og var stjórnin að mestu endurkjör- in. Formaður var einróma kosinn Brynjólfur Ingólfsson og með- stjórnendur Lárus Ilalldórsson, Björn Vilmundarson, Guðmund- ur Sigurjónsson, og Stefán Krist- jánsson sem er nýr í stjórninni. Þórhallur Gíslason frá Keflavík baðst undan endurkosningu. í varastjórn eru Jón M. Guðmunds- son, Örn Eiðsson og Höskuldur Goði Karlsson. Fonnaður útbreiðslunefndar var kjörinn Bragi Friðriksson og formaður dómara- og laganefnd- ar var k'jörinn Jóhann Bernhard. Endurskoðendur voru kosnir þeir: Gunnar Vagnsson og Ár- mann Pétursson. 29 ára gamait. iík hengt upp í flaggstöng Lögreglan í Houston í Texas- fylki í Bandaríkjunum fann fyrra sunnudag lik svertingja sem hafði verið hengt upp í flaggstöng fyrir framan skóla í borginni. Líkið er af manni sem lézt árið 1938, en hefur hvilt smurt í grafhvelfingu siðan. Talið er að unglingar hafi verið þarna að verki og hafi þeir brotizt inn í grafhvelfinguna. ý![ ÍÞRÓTTIR gtrsTJOBs> miMAMe hcuzasok Norræna unglingakeppnin Svíþjóð varð efsl, en Island neðst; . vaxandi áhngi hér á landi íslandi var-falin umsjá norrænu unglingakeppninnar 1958. Stjórn FRÍ vísaði framkvæmd og úndir- búningi til útbreiðslunefndar. Nefndin tók þegar úr nýári að vinna að málinu og 17. febrúar var öllum sérráðum íþrótta- og héraðssamböndum og einstökum félögum ritað bréf varðandi kepn- ina. Formaður nefndarinnar lagði til við stjórn FRÍ, að drengja- og unglingameistaramót færu fram á keppnistímabilinu 7.—29. júní og var það ákveðið. Hér birtast úrslit keppninnar: lenzka áletrun á viðurkenningar- skjöl og verða þau send árituð til allra þáttakenda. Betur hefur nú tekizt um þátttöku íslands en áður og eiga þeir þakkir skilið, sem beitt hafa sér ötullega á þess- um vettvangi og er vonandi, að hlutur íslands verði í framtíðinni enn betri í þessari skemmtilegu keppni. Ef reiknuð eru stig úr keppni þessari verður útkoman þessi: Svíþjóð 28 st., Finnland 25, Nor- egur 18 og ísland 11 stig. Nefndin hefur látið prenta ís- Úi skýrslu íþróttanefndar. lang- stangar- kúlu- spjót- 100 m 1500 m stökk stökk Vai'ji kast Svíþjóð 11,076 4,07,064 6,54,60 3,53,93 12,81,24 56,48,96 Finnland 11,392 4,07,804 6,50,44 3,58,00 13,42,88 56,34,83 Noregur 11,196 4,14,524 6,49,60 3,07,72 12,25,00 53,88‘, 20’ Danmörk 11,436 4,17,056 6,07,36 3,07,80 11,05,76 45,55,43 Island 11,447 4,34,000 6,20,40 3,04,00 12,20,20 45,36,40 Fulltrúi Flugfélags Islands sat fund í ATA í Cannes Hinn 23. sept. hófst i Cannes í Frakklandi fundur I.A.T.A., Alþjóðasambands flugfélaga. Fulltrúi Flugfélags íslands á fundinum var Birgir Þór- hallsson, yfirmaður millilanda- flugs félagsins. Alls voru full- trúar 300 frá sextíu og fjór- um félögum. Aðalmálið, eem fyrir fund- inum lá, var eins og venju- lega, að ákveða fargjöld hjá flugfélögum innan samtak- anna og sér í lagi að ganga frá fargjöldum fyrir hinar nýju þotur, sem nú eru í þann veginn að hefja flug. Auk þess voru á fundinum rædd fjöl- mörg önnur vandamál far- þegaflugsins. Á fundinum í Cannes komu fram mörg mismunandi, sjónar- mið, sem að líkum lætur þar sem stærstu og minnstu flug- félög heims, með gjörólíkar aðstæður áttu þar fulltrúa. — Mikill samkomulagsvilji varð því að vera fyrir hendi hjá öllum aðilum til þess að sam- komulag næðist um hin ýmsu atriði millilandaflugsins. Samkvæmt reglum sem Al- þjóðasambandið starfar eftir er ekki hægt að breyta flugfar- gjöldum nema með sérstöC*} samþykki allra flugfélaga, sem hlut eiga að máli. Minnsta fé- lag samtakanna getur því kom- ið í veg fyrir fargjaldabreyting'* ar hjá öðrum félögum á sömu flugleiðum. Þetta atriði er að sjálfsögðu mikil vörn fyrir minnstu félög- in. Þrátt fyrir margskonar á- greiningsefni hinna ýmsu flug- féla.ga má segja að yfirleitt rikl mikill samstarfsvilji milli aðiia Alþjóðasambands flugfélaga. Þegar fulltrúi Flugfélags ís- lands, Birgir Þórhallsson, hélt heimleiðis frá Cannes, eftir að hafa setið fundinn í næst.ura mánuð, Var honum enn ólokiðý en þá voru öll mál er varða hagsmuni Flugfélags Islancla afgreidd. OfbretBiB ÞiöBviliann Hafnarljörður hjóðviliann vantar börn til blaðburðar í vesturhluta suðurbæjar. Talið vio Sigíúiiu Sveinsdótíur, Skúlaskeiðí 20, sími 50648 Kaupið miða í Happdrætti Þjéðviijans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.