Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1958, Blaðsíða 6
■6) ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 4. nóvember 1958 — þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar K. Jónsson, Magnus Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. ~ Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóð'viljans. Réttur maður á réttum stað íjað fer vel á þvi að Heim- * dallur skuli halda fund í kvöld um andlegt frelsi og nóbelsverðlaun. Varla mun nokkur félagsskapur hérlend- is betur til þess fallinn að ræða af myndugleik um menningu og frjálsræði hug- ans og kenna þeim sem skemmra em á veg komnir. Og sízt varð fundinn ákjós- legri frummælandi um þvílíkt efni en sá sem Heimdallur hefur valið, Gunnar Gunnars- son, svo einarðlega sem hann hefur staðið með frjálsum rit- höfundum í lífi sínu og starfi. l^kki þarf að efa að Gunnar ^ Gunnarsson muni koma v!ða við 1 framsöguræðu sinni í kvöld. Hann hlýtur t.d. að rifja það upp að fyrir rétt- um 22 árum voru þýzkum manni veitt nóbelsverðlaun. Þessi Þjóðverji hét Carl von Ossietzky, og þegar honum voru veitt verðlaunin hafði hann verið fangi í þrælábúð- um Hitlers í þrjú ár, því hann hafði barizt fyrir friði í ræðu og riti alla sína ævi. Þýzka stjórnin sleppti Ossietzky ekki úr klóm sínum þótt hann fengi nóbelsverðlaun, heldur bannaði hún honum að þiggja þau, og hann dó tveimur ár- um siðar vegna pyndinga og illrar aðbúðar í fangelsurn nazista; jafnframt lýsti þýzka stjórnin yfir því opinberlega að þessi úthlutun nóbelsverð- launa væri svívirða við þýzka ríkið og bannaði öllum Þjóð- .verjum að þiggja nóbelsverð- Iaun frá þeim degi. Atburð- ir þessir vöktu mikla athygli og umtal um heim allan, einn- ig hér á Islandi; og Morgun- blaðið var ekki síður skeleggt í afstöðu sinni til menningar og frelsis þá en nú; það sagði í fjögurra dálka fyrirsögn með stærstla letri síinu 25. nóv. 1936: „Þýzlkur landráða- maður fær friðarverðlaun No- bels“ og undir þessarí miklu fyrirsögn tók blaðið sérstak- lega fram að þessi úthlutun væri ,,óheyrð móðgun“ við Þýzkaland. Og annað málgagn þess arms Sjálfstæðisflokks- ins sem aðhylltist hreinar hugs'anlr, Mjölnir, sagði um vist Ossietzkys í þrælabúðun- um að það hefði verið ,,þagg- að niður í honum eins og 111- um seppa.........Sökum l'asta sinna og afbrota var Ossietzky skilinn frá múgnum, því að meinsemdin étur út frá sér. Honum var því komið fyrir á uppeldisstofnun fyrir póli- tíska afbrotamenn.“ Helzti ráðamaður þessa btaðs var lögreglustjóri Sjálfstæðis- flokksins 1 Reykjavík; hann tekur eflaust til máls á fund- inum íl kvöld. T7n Gunnar Gunnarsson þarf " ekki að láta/Sér nægja að vitna í Morgunblaðið og Mjölni til þess að benda á rétta afstöðu til nóbelsverð- launa; hann þekkir þetta allt af eigin raun og kom einmitt sjálfur við sögu í Þýzkalandi 1936. Það ár gerðust einnig þau tíðindi að nóbelsverðlauna- skáldið Thomas Mann var sviptur þýzkum ríkisborgara- rétti, bækur hans voru brenndar í stórum bálköstum á almannafæri, og háskólinn í Heidelberg svipti hann nafn- bót heiðursdoktors. En maður kemur manns í stað; heiðurs- doktorsnafnbótin sem tekin var af Thomasi Mann var einmitt afhent Gunnari Gunn- arssyni, frummælanda kvölds- ins, með virðulegri athöfn í Heidelberg 1936, og jafnframt var samið við hann um þýzka útgáfu á verkum hans í stað þeirra bóka nóbelsverðlauna- skáldsins Manns sem farizt höfðu í logunum, meðan nó- belsverðlaunahafinn Carl von Ossietzky beið dauða síns. Og Gunnar Gunnarsson var ekki einn Islendinga unr það að sækja frama til ríkis sem hafði frjálsa menningu í þvílíkum hávegum; árið áður hafði Kristján Albertsson setzt að í Þýzkalandi til að gegna þar bókmenntastörfum við ákjósanleg skilyrði. Og það var einmitt um þessar mundir sem Bjarni Benedikts- son, núverandi aðalritstjóri, kom til Þýzkalands; en hann hefur sjálfur sagt svo frá, að þarlendir valdamenn hafi haft þvílíkt álit á honum að þeir hafi gert það sitt fyrsta verk að bjóða honum að vera við- staddur aftöku. Hann hefur ekki getið þess enn hver þá var sviptur lífi; það hefur trú- lega verið rithöfundur. Gleymi Gunnar Gunnarsson einhverj- um mikilvægum atriðum í framsöguræðu sinni í kvöld, sem ólíklegt má þó telja, eru þeir Kristján Albertsson og Bjarni Benediktsson sjálf- kjömir til að fylla í eyðurn- ar og lýsa því hvernig and- legt frelsi skuli í heiðri haft, svo að til fyrirmyndar sé. Og Gunnar Gunnarsson hlýt- ur að koma víðar við. Hann lýsir því eflaust hversu mjög andlegt líf hafi blómgv- azt í Austurríki eftir að liann sendi þýzku nazistunum ham- ingjuóskimar, þegar þeir höfðu lagt það land undir sig. Hann vikur án efa að hinni menningarlegu grózku í Tékkóslóvakíu 1940, en þang- að fór hann þá í opinbera heimsókn i boði nazista stjórnarinnar þýzku. Og varla þegir hann um viðtal það sem hann átti við Hitler sama ár um frelsi og fagrar listir, nokkrum dögum áður en hinn þýzki leiðtogi hóf hernaðar- sókn sína til þess að stofna menningarríki um gjörvallan heim. Á ódáinsakri Kamala Markandaya: Á ódáinsakri — Einar Bragi Sigurðsson íslenzkaði — Sjöundi bókaflokkur Máls og menningar, 6. bók — Heimskringla, Reykjavik 1958. Hver er sá íslendingur, að hann hafi ekki í æsku lesið eitt- hvert fornt, indverskt ævintýri? Eg held, að þeir séu ekki margir. En kynni okkar flestra af ind- verskum bókmenntum eru líka þar með upp talin. Það er þess vegna ekki svo lítill fengur ís- ’ lénzkum lesendum, að fá í hend- ur þýðingu á nýrri skáldsögu frá Indlandi, sögunni Á ódáinsakri. Af lestri hennar verðum við fróðari en áður um indversku þjóðina, kynnumst lífsviðhorf- um hennar og þeim vandamál- um, sem hún á nú við að stríða, skiljum betur þá 'atburði, sem eru að gerast í þessu fjarlæga, ókunna landi, þar sem enn einn kolbíturinn er nýrisinn úr ösku- stó brezka heimsveldisins. Þann- ig verða góðar bókmenntir allt- af til þess að glæða skilning og vinsemd þjóða í milli. Höfundur sögunnar Á ódáins- akri er ung kona, Kamala Mar- kandaya að nafni. Hún fæddist af auðugu foreldri í Suður-Ind- landi fyrir um það bil þrjátíu árum, stundaði háskólanám, gerðist blaðakona og ferðaðist víða um meðal þjóðar sinnar, enda ber saga hennar þess glögg merki, að hún þekkir gerla öm- urleg kjör alþýðunnar, þótt sjálf hafi hún aldrei deilt þeim með henni. En hún veit ekki einasta allt um þetta fólk, sem hún er að segja frá, hún skilur það líka fullkomlega og finnur til með því, þess vegna verður frá- sögnin svo einstaklega lifandi og nærfærin. í sögunni Á ódáinsakri lætur höfundur bóndakonuna Rúk- mani rekja ævi sína. Ung er hún gefin fátækum leiguliða á litlum jarðarskika og takast með þeim góðar ástir. Þegar gott er í ári geta þau goldið jarðarafgjáldið með skilum og framfleytt líf- inu í sér og sínum, jafnvel aurað ofurlitlu saman í væntanlegan heimanmund handa elztu dótt- urinni. En náttúran er dutt- lungafull, þurrkar og regn valda uppskerubresti, hungri og hallæri. Þá er oft erfitt að^ þreyja þorrann og góuna líkt og var á íslandi forðum, en það er gert af sama æðruleysjnu og seiglunni og ekki sakast við neinn, jafnvel ekki þá, sem hirða allan afraksturinn af erf- iði fólksins. Allt er í hendi æðri máttarvalda, og til þeirra er beðið og þeim færðar fórnir til árs og friðar. Mennirnir eru allir eins, hvar sem er á jörð- inni. En nýr tími er í nánd. Það er reist verksmiðja í sveitaþorpinu og í kringum hana rís upp bær, er smám saman leggur undir sig landið í kring. Með verksmiðj- unni kemur ný stétt til sögunn- ar, verkamennirnir, ný viðhorf skapast til lífsins og ný vanda- mál. Aldalöngu kyrrstöðutíma- bili frumstæðra lifnaðarhátta er að ljúka og vélamenningin með öllum sínum harða og hávaða heldur innreið sína. Þeir, sem rótgrónir eru í gamla tímanum, sakna hans, þótt illur væri, því að þeir þekkja ekki annað betra og hræðast hið nýja og óþekkta. En gegn straumi tímans verður ekki staðið. og, hann sópar misk- unnarlaust mnð sér því, sem á ifiÍM urlegu sögu bóndakonunnar Rúkmaní er í raun og veru lýst gerbyltingu fornra þjóðfélags- hátta og afleiðingum hennar. Hversu mikið felst t. d. ekki í hinni hálfsögðu sögu af forystu sona hennar í málum verka- mannanna í verksmiðjunni? Aðalpersónunum í þessari sögu er heldur ekki lýst sem neinum hetjum, en þó eru þær það, hver á sinn hátt, og verða lesandanum ógleymanlegár. Hver mun t. d. ekki muna Rúk- maní, þegar fulltrúar verksmiðj- unnar koma á fund hennar eftir að sonur hennar hefur verið drepinn, Natan bónda hennar í Kamala Markandaya vegi hans verður. Öll framþró- un kostar miklar fórnir. Gömlu indversku ævintýrin láta flest ósköp lítið yfir sér, þótt þau séu full af fegurð og mannviti. í þeim eru mikil lífssannindi sögð á svo einfald- an og óbrotinn hátt, að lesand- inn skynjar oft ekki gildi boð- skapar þeirra fyrr en eftir á. Hugur hans blossar ekki upp af hrifningu, en áhrif þeirra seytla inn í vitund hans og orka á hann lengi síðan. Líkt er þessu farið um bók Kamölu Markandaya. Þar er 'sagt frá miklum atburðum á svo hljóð- látan hátt, að lesandinn áttar sig ekki á því fyrr en eftir á, að í þessari hugþekku en dap- hallærinu eða dótturina írur þegar hún fórnar mannorði sínu til þess að reyna að bjarga lífi bróður síns? Á ódáinsakri, sem er fyrsta Skáldsaga Kamölu Markandaya, kom fyrst út árið 1954, en hefur verið þýdd á mörg tungumál og hvarvetna hlotið einróma lof og ekki að ástæðulausu, því að þetta er góð bók, sem á erindi til allra manna. Á Mál og menning þakkir skyldar fyrir að hafa gefið hana út á íslenzku svo fljótt. Einar Bragi Sigurðsson hefur þýtt bókina á látlaust og gott mál, er fellur vel að efni hennar. Ytri frágangur allur er mjög smekklegur. S.V. F. Það er ekki ónýtt fyrir ís- lendinga að eiga þvílikan baráttumann fyrir andlegu frelsi sem Gunnar Gunnars- son. Og sælir eru þeir erlend- ir rithöfundar sem eiga hann að fyrirsvarsmanni, jafnvel þótt þeir hafi ekki um það beðið. Kosningar í USA Framhald af 1. siðu. Kjörtímabjl öldungadeildar- manna er sex ár, en á tveggja ára fresti er kosið um þrjðjung þeirra. í dag verður því kosið í 32 sæti í öldungadeildinni, en tveir fulltrúar eru fyrir hvert hinna 48 fylkja. í þessum 32 sætum hafa hingað til setið 20 repúblikanar og 12 demókratar, en alls eru nú 50 demókrataj- í deildinni, en 46 repúblikanar. Enginn vafi er heldur talinn á því að þar muni bilið einnig breikka. Þá verða kjömir 32 fylkis- stjórar. Einna mesta athygli hef- ur fylkisstjórakjörið í New York vakið, en þar eigast við tveir af forríkustu mönnum Banda- ríkjanna, Averell Harriman, frá- farandi fylkisitjóri, fymbjóð- andi demókrata, og Nelson Rockefeller, sonarsonur olíu- kóngsins, frambjóðandi repúblik- ana. Rúmiega 100 milljónir manna hafa atkvæðisrétt, en aðeins 76,5 milljónir hafa tryggt sér að gétp kosið með því að láta. skrá sig. Ein ástæðan til þess er sú ad víðast hvar í suðurfylkj- unum dirfast svertingjar ekki að láta skrá sig af ótta við of- sóknir. 240 fluttir frá Aden nauðugir Bretar hafa tilkynnt að 240 menn og konur hafi verið flutt nauðug úr nýlendunni Aden, sem óeirðir voru í lok síðustu viku. Þá voru 350 menn hand- teknir, en fimm féllu í átökun- um. Fólkið var flutt til Jemen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.