Þjóðviljinn - 13.11.1958, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 13.11.1958, Qupperneq 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Haldin verði námskeið í notkun fiskileitartækja Þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Alþýðubanda- lagsins um námskeið í meðferð fiskileitartækja var til fyrri umræöu á fundi sameinaðs þings í gær og vísað að henni lokinni samhljóöa til síðari umræöu og nefndar. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að koma upp, eigi síðar en fyrir næstu síld- arvertíð, námskeiðum fyrir skipstjórnarmenn á fiskiskij)- um, þar sem veitt verði l'ræðsla um ineðferð og gerð fiskileit- artækja. Jafnframt heimilast ríkisstjórninni að greiða úr rík- issjóði nauðsynlegan kostnað, 14% liækksiai á brtinaMfa- aiaali Matsmenn þeir, sem annast mat á húseignum hér í bænum til brunatrygginga hafp. tjáð bæjarráði að þeir felji nauð- syniegt að bækka brunabóta- matsverðið um 14% á næsta ári. Hefur bæjarráð samþykkt þá tillögn matsmanna, Heildar- brunabótamatsverð húseigna í þænum er nú 5 þúsund og 600 milljónir króna en verður eft- ir þessa breytingu 6 þúsund 384 milljónir. MlR — Akranesi N.k. föstudagskvöld kl. 9 verður kvikmyndasýning i Baðstofunni fyrir félaga og gesti. Sýnd verður kvikmyndin Steinblómið í Agfalitum. 15 stiga hiti í ssð- D$tu viku á Siglufirði Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Togarinn Hafliði fór á veiðar i morgun eftir að hafa landað hér 300 lestum af karfa. Ell- iði lanw'ði í s.l. viku svipuðu aflamagni. Ágætt veður hefur verið hér á Siglufirði undanfarið, t.d. var hér 15 stiga hiti s.I. mánu- dagsinorgun. Hefur verið autt fram að þessu og unnið að hús- byggingum af fullu kappi. 1 gær snjóaði lítilsháttar. Sósíalistafélag Akraness Eftirleiðis verða fundir i Baðstofunni hvert inánudags- kvöld kl. 9. — Munið að mæta. STJÖRNIN. Leiðrétting í fyrirsögn á frásögn Þjóð- viljans í gær af Ijóðabókinni: Við nyrztu voga, misprentað- ist nafn bókarinnar, og leið- réttist það hér með. Nafn bók- arinnar var rétt annarsstaðar í frásögninni. er af þessari frapikvænul leiðir“. Flutningsmenn tillögunnar eru Björn Jónsson, Karl Guðjóns- son og Gunnar Jóhannsson. Mælti Björn fyrir henni. Benti hann fyrst á að nýjar gerðir fiskileitartækja hefðu mjög rutt sér til rúms hér á landi á síðustu árum og væri nú svo komið, að nær allir togararnir og langflestir fiskibátarnir væru búnir slíkum tækjum. Ár- angur af þessum nýja búnaði ■fiskibátaflotans væri þegar orðinn mikill, ekki sízt að því er síldveiðarnar varðar. Teldu síldveiðimenn að mjög mikill hluti síldaraflans' síðustu ver- tiðir væri fenginn fyrir til- stuðlan þessara tækja. Björn sagði að gagnsemi fiskileitartækjanna hefði þó ekki orðið jafnmikil og ella vegna þess, að ekki hefði ver- ið veitt almenn fræðsla um meðferð þeirra. Benti hann í því sambandi á blaðaummæli eins af mestu aflamönnum bátaflotans, Björns Jóhanns- sonar skiþstjóra a m.s. Snæ- felli, þar eem hann segir að aflamismunurinn á síðustu síld- arvertíðum muni stafa af þvi, að þeir sem fram úr skara kunni betur að nota hin nýju hjálpartæki. „Mér er heldur ekki grunlaust um að ábóta- vant sé um niðursetningu þeirra í sumum bátum, og auðvelda þau þá ekki síldarleitina sem skyldi", sagði Björn ennfremur í tilgreindu blaðaviðtali. Þingsályktunartillagan, sagði Björn Jónsson að lokum, er flutt til að bæta hér úr og er þá haft í huga, að einhverjir þ'eirra fiskiskipstjóra, sem náð hafa framúrskarandi árangri með notkun fiskileitartækjanna, svo og tæknilega sérfróðir menn um gerð þeirra yrðu fengnir til að miðla skipstjórn- armönnum af þekkingu sinni og reynslu. Auk Björns tók Pétur Otte- sen til máls. Kvaðst hann vilja minna á að Fiskifélag íslands hefði á s.l. vetri efnt til nám- skeiðs í meðferð fiskileitartækja og hefði sótt það milli 50 og 60 menn. Ákveðið væri að halda slík námskeið einnig í vetur, og þá hvert í sínum fjórðungi. Að umræðu lokinni var til- lögunni vísað til 2. umræðu og nefndar. Brunatrygging- arnar boðnar út Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að bjóða út brunatryggingar húseigna i bænum en núverandi trygginga- tímabil er útrunnið um næstu áramót. Húsatryggingar Reykjavfkurbæjar hafa annazt brunatryggingarnar s.l. 5 ár, en í lögunum sem heimiluðu bænum að taka að sér trygg- ingarnar var svo fyrir mælt að þær skyldu boðnar út eigi sjaldnar en á 5 ára fresti. I leit að snjókerlingu Þegar ljósmyndari blaðsins var að fara í vinnuna í gær- morgun, þá sá hann út um glugga á strætisvagni, hvar börn voru að búa sér til snjó- kerlingu innarlega á Skúlagötu Hugði hann sér gott til glóð- árinnar og fékk kunningfa: sinn tjl að aka sér inneftir í hádeg- inu, til að mynda kerlinguna. En vonbrigðin urðu mikil 'r^g- ar á staðinn var komið, því þar var ekkert að sjá aianað en lítinn snjóbing — kerlingin var bráðnuð. Nú þóttist kUnninginn hafa séð snjókérlingu á einhverjum öðrum stað fyrr um daginn. Var nú ekið áfram í_ leit að þeirri kerlingu, en sú ieit bar engan árangui’. Kunninginn hafði mikla sam- úð með Ijósmyndaranum og tók það til bragðs að bjóða honum heim í mat, i von um að ljós- myndarinn kæmist í b^tra skap. Um leið og þeir félagar renna í hlað sjá þeir aftan á tor- kennilega verujcpeð húfu og regnkápu sem stóð hreyfjngar- laus fast við húsið. . . Og hér er svo komin mynd af snjókerlingunni í fullum skrúða. Rœff um yinnuheÍEnili fyrir aldrað félk & þingé í §œr Höfuðsjónarmiðið,sem hafa ber í huga þegar rætt er um nýtingu á starfsorku aldraðs fólks er þetta: Það á að leitast við að forða gömlu fólkL frá elliheimilinu og líkum stofnunum með því að bæta aðstöðu þess til að lifa í heimahúsum og starfa út á meðal manna. Eitthvað á þessa leið mælti Alfreð Gíslason á fundi sam- einaðs þings í gær, er til um- ræðu var tillaga til þingsálykt- unar um vinnuheimili fyrir aldrað fólk. Flutningsmaður, Halldór E. Sigurðsson þingmað- MUNIÐ afmœlisfagnað Sósíalista- félags Reykjavíkur í Hótel Borg 22. p.m. Þátttakendur gefi sig fram lijá Sósíalistafélagi Reykjavíkur, sími 17510, Sósíalistaflokknum, sími 17511, Máli og menningu, sími 15055, Bókabúð KRON, sími 15325 eða Þjóðviljanum, sími 17500. ur Mýramanna, mælti fyrir til- lögunni,' benti á hversu hlut- fallstala aldraðs fólks í heild- aríbúafjöldanum ykist ár frá ári og væri brýn þörf að at- huga leiðir til að veita því fólki verkefni, sem horfið væri frá lífsstarfi sínu vegna ald- urs en ætti þó enn til starfs- þrek. Alfreð Gíslason sagði í ræðu sinni, að verkefni það er um væri rætt í tillögunni, væri alls ekki vandaiaust, og mætti í því efni ómögulega einblína á elli- heimili eða liliðstæðar stofn- arnir. Stefnan ætti að sínu á- liti fyrst og fremst að vera sú, að forða cldruðu eða gömlu fólki frá elliheimilunum með því að bæta aðstöðu þess heima fyrir, þó að hjá elliheimilum yrði að sjálfsögðu aldrei að fullu komizt. Gasliés frumsýnd á Akureyri Leikhúsgestir á Akureyri síðasta leikár voru 11—12 þús. — íbúar Akureyrar 8500 Fyrrum meðráð- herra Mossadeghs sendiherra hér Sendiherra Irans Hossein Navab kom hingað til iands í gær og á morgun mun hann afhenda forseta íslands trún- aðarbréf sitt að Bessastöðum. Navab er jafnframt sendi- herra í Stokkhólmi og búsettur þar. Hann var úður sendiherra lands síns í Haag, Bagdad og Rio. Árið 1952 var Navab ut- amíkisráðherra í ríkisstjórn Mossadeghs. Öfbreiðsluvika Neytendasam- takanna Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að efna til kynn- ingar-i og útbreiðsluvikþ tíl þessa að kynna starfsemi og stefnumál samtakanna og afla aukins meðlimafjölda þeim til eflingar. Neytendasamtökin hafa. oft verið nefnd í sambandi við verðhælckanir þær, sem orðið hafa undanfarna mánuði, og þá oft verið ætlazt til stórræða af þeim. Verðlagsmál eru oft svo nátengd stjórnmálum, að þau verða vart. aðgreind. En Neytendasamtökin hljóta að kappkosta að standa utan við flokkadeilur. Gegn almemnun verðhækkunum geta samtökin eflaust seint snúizt, þegar þær eru liður í ráðstöfunum til að draga úr neyzlu þjóðarinnar. En öflug Neytendasamtök geta haft áhrif á verðlag eigi að síður, og starfsemi þeirra hlýt- ur ávallt að stuðla r.ð lióflegu verði. Auk þess eru margar aðrar hliðar á hagsmunamál- um neytenda og oft engu veiga- minni en verðið. Nægir þar að minna á gæði vöru og dreif- ingu hennar, hvernig þjónusta er af hendi leyst og með hvpða skilmálum, hver réttarstaða kaupanda sé o.s.frv. Það er oft spurt, af hverju Neytendasamtökin gera ekki þetta og hitt. Svarið er oft: m.a. vegna þess, að spyrjand- inn hefur ekki gengið í Neyt- endasamtökin. Starfsemi Neyt- endasamtakanna hlýtur að byggjast á því, hversu f jölmenn þau eru. Það virðist oft full þörf að minna á það, að Neyt- endasaintökin eru féiagsskapur en ekki opinber stofnun, sem Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Föstudaginn 7. þ.m. frumsýndi Leikfélag Akureyrar sakamálaleikinn Gasljós, eftir Patrick Hamilton. Leik- stjóri er Guðmundur Gunnarsson. Guðmundur Gunnarsson fer jafnframt með hlutverk leyni- lögreglumannsins, en með önn- ur hlutverk fara Jóhann Ög- mundsson, er leikur glæpa- manninn, Björg Baldvinsdótt- ir, er leikur konu glæpamanns- ins, Freyja - Antonsdóttir er leikur eldabuskuna og Elín Guðmundsdóttir sem leikur þjónustustúlku. Elín er nýliði á leiksviði en hin eru öll í hópi reyndustu og þekktustu leikara á Akureyri. Uppfærsla leiksins þykir hafa tekizt vel og má búast við að aðsókn að honum verði góð á hinni miklu reyfara- og leyni- lögregluöld nú til dags. Qasljós ef fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári. Á síðasta leikári sýndi félagið fjögur leikrit á 58 sýn- ingum. Áhorfendur á sýningum félagsiiis á síðasta leikári voru 11000—12000. (íbújar á Akur- eyri um 8500.) Formaður Lei'kfélags Akur- eyrar er Jóhann Ögmundsson. hefur á. að skipa síarfsliðj eftir áæthiðum |ý rfum. En það sýn- ir þörfina á öflugum Neytenda- samtökum,. hve oft er á þau minnzt og mikið til þeirra leit- að. Skrifstofa Neyter.'lasamta::- anna er nú opin 2 klst. á dag, milli kl. 5 og 7 e.h., en það er alltof skammur tími miðað vi5 þann málafj'Tda, sem samtöki.x fi til meðferðar. Arsgjald með- Iima er kr. 25 og er í því inni- falið allt það, er Neytendasain- tökin gcl'a út meðlimumun til leiðbeiningar og ennfremur ó- kevpis Iögfræðileg aðstoð, ef þeir telja sig órétti beitta í við- skiptum. (Frá Neytendasamtökunum)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.