Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1958, Blaðsíða 4
4)' — ÞJÓÐVILJINW — Laugardagur 15. nóvember 1958 -— Davíð Stefánsson - skáld írá Fagraskógi - Upplestur úr eigin verkum á híjómplötum: ------------"LP" kr. 200.------------- Loísöngur 'jít' Húsmóðir ^ Askurinn ^ Höfðingi smiðjunnar Sálin hans Jóns míns ★ Konan sem kyndir ofninn minn -----------"EP" kr. 100.-----------— ÍV Karl og kona ★ Við Hreindýravatn ★ Kvæðið um fuglana Segið það móður minni --------"EP" kr. 100.-------------- ★ Sorg 'jAr Vornótt ^r Minning TÉr Écr sigli í haust Hallfreður Vandræðaskáld STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON prófessor skrifar skýringar með útgáfunni og segir m.a.: „.....Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt af höfuð- skáldum Islands, auk þess er hann svipmikill og sérstæður upplesari. Það þarf ekki að lýsa skáldlegum og seyðmögn- uðum flutningi hans fyrir þeim sem hafa í höndum þessa hljómplötu....“ GÓÐ HLJÓMPLATA ER KÆRKOMIN VINARGJÖF! Sendið vinum yðar heima og erlendis þessar hugljúfu og sér- stæðu hljómplötur. Sjáum um sendingu á þeim 1 hvert sem er. Þær fáfSt einnig í öllum hljóð- I færaverzlunum. J/ Hfe Masters Voice \\ Vogun vinnur — vogun tapar — Þáttur, sem íík- legt er að verði vinsæll — Eru Bretar vinaþjóð okkar? ÖTVARPSÞÁTTUR Sveins Ás- Skcrgsárbók Landnómabókar geirssonar, Vogun vinnur — vogun tapar, virðist ætla að verða vinsæll hjá hlustendum. — Þetta er, held ég, gott fyr- irkomulag á spurningaþætti og veitir möguleika á tals- verðri fjölbreytni, svo þátt- urinn ætti ekki að þurfa að verða leiðigjarn fyrstu mán- uðina. Mikið veltur þó á því, að nógu margir þáttttakendur gefi sig fram til að svara spurningum, og út úr sem ó- ííkustum og fjölbreytilegust- um viðfangsefnum. Jámsmið- irnir eiga þegar tvo fulltrúa í hópi keppenda, og hafa báð- ir staðið sig vel enn sem kom- ið er, enda vita járnsmiðir rnanna bezt, að „járnið skaltu hamra heitt, a.ð hika er sama og tapa“. Virðist mér allt benda tii, að þátturinn geti orðið allt í senn iskemmtileg- ur, fræðandi og fjölbreyttur. Stjörnandinn verður þó að gæta þess, að spurningarnar, sem fyrir þátttakendur eru lagðar, hafi almennt fræðandi gi'di, og þær þurfa að vekja eftirvæntingu hjá hlustendum: getur hann svarað þessu rétt eða ekki? En sem sagt: ég spái því að þátturinn verði vinsæll, ef vel verður á mál- unum haldið. ERU BRETAR vinaþjóð okkar íslendinga ? Hvernig spyrðu, maður, segið þið, veiztu ekki að Bretar era fóstbræður okk- ar í vestrænu varnarbanda- lagi? Já, það stendur enginn einn, sem svarizt hefur í fóst- bræðralag við Breta, þeir eru nefnilega mjög lýðræðissinn- uð þjóð og bera rétt smáþjóð- anna mjög fyrir brjósti, og guð hjálpi þeim ’ yfirgangs- seggjum, sem ætla sér að kúga smáþjóðir, því að þá er Bretum að mæta. Þetta ætti engum að vera ljósara en Islendingum, svo einstæða kurteisi, svo óviðjafnanlegan drengskap hafa Bretar sýnt í viðskiptum sínum við okkur upp á síðkastið. Er það t.d. ekki alveg einstakur dreng- skapur, þegar yfirmaðurinn á brezku herskipi segir: Ef þið reynið að taka brezkan þjóf og dæma hann, þá skjótum við ykkur niður. Ætli smá- þjóðirnar hafi nokkurn tíma átt svona skeleggan málsvara í baráttunni fyrir lífi sínu ? Eða þá kurteisin: Ef brezkur veiðiþjófur er staðinn að verki tvær og hálfa sjómílu frá landi, þá býðst yfirmaður Framhald af 3. siðu Fræðilegar útgáíur Land- námabókar Landnámabók er svo merki- legt rit, að full ástæða er til að láta einskis ófreistað til að gera texta hennar þau skil sem unnt er. Fræðilegar rannsókn- ir á Landnámutextanum hófust með útgáfu Jóns Sigurðssonar 1843, sem var fyrsta vandaða textaútgáfa ritsins. Síðar lögðu verndarskipsins til þess að hringja heim til Englands og spyrja hvort þeir hafi ekki leyfi til að stela innan þriggja mílna landhelginnar líka. England vætnir þess nefnilega að sérhver sonur þess geri skyldu sína, og skylda þeirra virðist m.á. vera sú að ræna lífsbjörg frá smáþjóðum. Eða hefur ekki brezkum togurum þráfaldlega verið skipað að toga innan landhelgislínu okkar, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr; það er sem sé skylda þeirra að áliti brezkra stjórnarvalda. Og hvað lengi eigum við að við- urkenna Breta sem vinaþjóð okkar? Hvað lengi eig- um við að dandalast í hern- aðarbandalagi við þessa sér- stæðu vinaþjóð? Hvað á að draga það lengi að senda brezka sendiherrann heim og slíta stjórnmálasambandi við Breta, a.m.k. svo lengi sem þeir beita okkur ofbeldi og hafa i hótunum við okkur? aðrir fræðimenn sinn skerf til þessara rannsókna, Finnur Jónsson, sem gerði í tvennu lagi sérútgáfu af handritum Landnámu (1900 og 1921), Björn M. Ólsen og Jón Jó- hannesson, en hann sýndi auk margs annars fyrstur manna fram á hvernig Þórðarbók • var til orðin (Gerðir Landnámabók- ar 1941). Eftir það var augljóst að ekki varð hjá því komizt að gera úr garði fullkomna út- gáfu af Skarðsárbók, svo að hægt væri að hafa full not af þeirri gerð við frekari rann- sóknir á texta Landnámu. Með þessari útgáfu liafa þá allar gerðir Landnámabókar, sem varðveittar eru, verið gefnar út í sérútgáfum, og ætti þá Skarðsárbók að geta skipað sinn sess við hlið hinna ann- arra gerða, þegar um rannsókn- ir á textanum er að ræða, og verður ekki fram hjá henni gengið fremur en Þórðarbók og uppskriftum gömlu gerðanna. í þessari útgáfu er texti Þóröarbókar borinn saman við Skarðsárbók, og allur orðamun- ur sem Þórðarbók hefur um fram Skarðsárbók tilfærður í sérstakri deild á hverri blað- eíðu; er því tiltölulega auðvelt að glöggva sig á því hverjir leshættir Þórðarbókar geta ver- ið frá Melabók runnir, en sér- útgáfa Þórðarbókar 1921 veitti enga stoð í því efni. Má því segja að sérútgáfa Þórðarbókar hafi ekki getað komið að fullum not- um fyrr en með þessari út- gáfu“. Vandasamt verk Þessi útgáfa Skarðsárbókar hefur verið mjög vandasamt og seinunnið verk, en dr. Jakob hefur leyst það af hendi með mestu prýði og er bókin bæði honum og Háskólanum til mik- ils sóma. Setning og prentun bókarinnar hefur einnig verið mjög seinlegt verk og var.da- samt og sagði dr. Jakob, að hér væri raunar um viðburð í íslenzkri prentsögu að ræða, en bókin er öll vélsett en ekki handsett, eins og áður hefur tíðkazt hér um lík rit. Er frá- gangur bókarinnar allur hinn vandaðasti. Um sölu og dreif- ingu hennar mun Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast. Af verkum sem handritaútr gáfunefnd Háskólans hefur nú í undirbúningi má nefna safn riddarasagna frá miðöldum. Er fyrsta bindi þeirrar útgáfu væntanlegt á næsta ári í útgáfu Jónasar Kristjánssonar kand. mag. Einnig er ráðgert að gefa út framhald af rímnasafni Finns Jónssonar og er það verk í undirbúningi. Þá er og í ráði að ljósprenta fleiri merk hand- rit á næstunni. Til liggnr leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.