Þjóðviljinn - 02.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1958, Blaðsíða 6
 ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. desember 1958 ifiuiiii OiKefandl: Hameinlngarflokkur ulWðu - Sóslallstaflokkurlnn. - Rltstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurð.ur Guðmundsson (áb.). - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson. Guðmundur Viefússon, Ivar h Jónsson. Matnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Fiiöb.iófsson. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Maenússon. - Ritstjórn, af- Krelðsla. auslýsingar. »rent.smiö.ta: Skólavörðustig 19. - Simi: 17-500 (5 linur'. - Askríftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar Lausasöluverð kr. 2.00. - Prentsmiðja Þjóðviljans Veldur 26. þ ingið þáttaskilum í sögu alþýðusamtakanna? Qvo getur farið að Alþýðu- k-> sambandsþingið, sem nú er nýlokið, verði talið eitt merkasta þing verkalýðshreyf- ingarinnar, og eigi eftir að valda kaflaskiptum í sögu alþýðusamtakanna á Islandi. Þingsins var beðið með áhuga og eftirvæntingu og má Ségja að meiri óvissa hafi verið tal- in um störf þess og val á nýrri sambandsstjórn en oft- ast áður. Fulltrúakjörinu til þingsins iauk svo að enginn samtakahópur innan sam- bandsins né flokkur hafði þar fastan og öruggan meiri- hluta. Viðræður um sam’komu- lag sem fram fóru fyrir þing- byrjun báru ekki árangur. Það var þannig ljóst að ár- angur þingsins yrði að vinn- ast og ráðast á þinginu sjálfu, þar yrði hver einstakur full- trúi verkalýðsfélaganna um land r.llt að leggja fram skerf sinn til lausnar málanna. 1 /Ag þannig mun þingsins ” minnzt. Þa.r naut s n vel lifandi og starfandi iýðræði, vilji fólksins sjálfs. Þegar við forsetakjörið kom sterklega fram grunntónn þingsins, það lét ekki bjcða sér að maður sera kunnur er að vikalipurð við andstæðinga verkamanna væ'ú í forsæti Alþýðusam- bandsþings. Þessi grunntónn kom einnig frnm í viðskiptum þingsins við Hermann Jónas- son. Engu er blkara en að hinn revndi stjórnmálamaður hafi fundið er hann gekk í þingsalinn þennan anda þing- heims, því honum verður á orði að sér kunni að verða mætt með hugarfari eins metnaðarþyngsta tilsvars ís- larids°'"gunnar: Heyra má ég erkibiskups- boðskap, en ráð- inn er ég að hrfa hann að öngvu. Heyrði ekk; forsætis- ráðherra einmitt þarna óma þuogan grunntón 26. þings Alþýðusambandsins, risinn af heilbrigðum metnaði og vitund fuiltrúanna urn styrk alþýðu- samtakanna ? Þau samtök svör uðu forsætisráðherra og geta svarað hverjum forsætisráð- ' herra sem er af fullri emurð. Jafnframt lét þingið hvað eft- ir annað eindregið í ljós að það kynní fvUi'ega að meta það sem núverandi ríkisst.iórn hefði vel gert og t°ldi brýna nauðsyn að landinu yrði stjórnað með samvinou rík- isvalds og albýðusamtakanna. Samþykktir þingsins bera það a'veg ótv.’rætt með sér að þar er boðin frsm fyllsta sam- vinna verkalýðsstéttarimíar að lausn vandamálanna, og tekin ábyrg afstaða gagvart þeim. merkasti árangur þessa þings verkalýðshreyfing- arinnar er sú samstaða beggja a'þýðuflolckanna, er tryggði ekki einungis einhug um hinar merkustu ályktanir á sviði skioulagsmála verka- lýðshreyfingarinnar, um efna- Hags- og þjóðfélagsmál og um víðtæka fræðslustarfsemi og menningar, heldur einnig samkomulag um stjórn Al- þýðusambandsins næstu tvö ár til að framfylgja þeim samþyk'ktum sem þingið gerði. Það samkomulag var um upp- astungu fjögurra sambands- stjórnarmanna ípá. hvorum flokki, manna, sem allir eru og hafa verið í fremstu röð verkalýðshreyfingarinnar um langt skeið. Um það sem ekki náðist samkomulag, forseta sambandsins, komu menn al- þvðuflokkanna sér saman nm að þingið skæri úr því sjáift, en einnig til forsetakjörsins náði samkomulagið að þvi levti, að sá aðilj sem yrði þar liðfærri skyldi studdur til 'kjörs varaforseta sambnnds- ins og ritara úr áínum hópi. Þannig varð stjórnarkjörið allt mótáð af samkomulags- vilia alþýðuflokkanna. Hanni- bal Valdimarsson var nú kjör - inn forseti Alþýðusambands- ins þriðja kjörtímabilið í röð, og sýnir kosning hans nú að hann nýtur trausts og fylgis einnig utan flokks síns. essum úrslitum Alþýðu- sambandsþings mun fagn- að af alþýðufólki um land allt. Margir voru .uggandi einmitt um þetta þing, svo lítið varð ráðið fyrir fram um gang þess. En í' gær voru verkamenn léttir í skapi og óskuðu hver öðrum til ham- ingju þar sem þeir fundust. Um allt land mun alþýðufólk þa!kka fulltrúum sínum á þessu Alþýðusambandsþingi, þakka þeim störfin og heilsa hinni nýju sambandsstjórn með nýrri von um að ljúka muni tíð bræðravíga í verka- lýðshreyfingunni, en nýr tími sátta og sameiginlegrar bar- áttu hefjast. Grunntónn og verk 26. þings Alþýðusam- bands íslands verður hverjum þeim aflvaki og styrkur sem V'll, að samtaka ’slenzk verka- lýðshreyfing verði ekkj fjar- lægur draumur heldur ná- lægur og bjartur veruleiki í lífi fólksins. Því getur farið svo, að 26. þingsins verði minnzt sem eins merkasta þings verka'ýðshreyfingarinnar, at- burðar sem markað hafi þáttaskil í sögu a'þýðusam- takanna á íslandi. HVAR ER RUSSNESKA GULLIÐ MOGGI? Það er jafnan góðs viti, þegar Morgunblaðsauðvaldið grípur til rakalauss þvættings í málsvörn sinni. Þá vita menn, að því hefur virkilega sviðið undan réttmætum hirt- ingum. Einkum er það ánægju- legt, að jafnvel óbreytt al- þýðufólk skuli geta látið Morgunblaðsliðinu svíða svo, að það viti ekki sitt rjúkandi ráð og eigi sér ekki aðra vörn en lognar fullyrðingar og marklaust blaður. Þetta átti sér stað vegna viðta's við gamla konu, Elínu Ólafsdóttur Njálsgötu 57, er birtist hér í blaðinu þann 20. þ.m. Daginn eftir heyrðist eft- irfaramii hatursvein í Stak- steinahöfundi Morgunblaðs- ins: hús á dýrum lóðum í bæn- um........“ Hvaða hús? Hvaða milljón- ir? Kannske að Tjarnargötu 20, sem var keypt fyrir al- mennt samskotafé og kostaði langt undir milljón? Eða hvaða hús? Mikið værirðu indæll, S. S. minn, ef þú vildir gera svo vel og benda Sósíalistaflokkn- um á þessi hús, sem hann hefur „ausið milljónum í“ á undanförnum árum! Og hún spann og spann..: „••og byggir ný stórhýsi, eins og það, sem nú er að rísa af grunni á Laugavegi 18... Ég legg þessa þraut fyrir S.S.: Sannaðu, að Sósíalista- flokkurinn hafi lagt eyrisvirði til byggingar hússins að Laugavegi 18. Getirðu það ekki lít ég á fullyrðingu þína, sem venjulegt, marklaust Morgunblaðsblaður. Annað í skrifi S. S. er ekki svaravert, S. S. lýkur bréfi sínu með því að segja að sér hafi oft blöskra'ð það, sem Þjóðviljinn ber á borð fyrir fólk, — „en þetta fannst mér þó taka út yfir allan þjófa- bálk“. Þjóðviljinn mun hér eftir sem hingað til gera sér far um að vekja blöskran manna. eins og S. S. Megi forundran þeirra verða sem tíðust og- sem stærst. Kannske mætt- um við þá eiga von á því um síðir, að S. S. skrifaði Vel- vakanda bréf, þar sem væri þó ekki væri nema eins og eitt satt orð? F. A. „I gær mátti lesa þá yfir-^ skrift í kommúnistablaðinu að „Þjóðviljinn hefur ekkert auð- vald á bak við sig — eins og Morgunblaðið“. En hver hefur á Islandi sterkara auðvald á bak við sig heldur en einmitt Þjóðviljinn, þar sem er rúss- neska gullið og herrarnir í Kreml ? Kommúnistaflokkar hvar sem er í heiminum njóta alls þess stuðnings sem þeir þarfnast hverju sinni, frá hinu rússneska auðvaldi, sem ræður ýfir 1/6 af öllu þurru yfir- borði jarðarinnar“. Nú vil ég leggja eina þraut fyrir Morgunblaðsliðið: Það skal færa s.önnur á að Sósíal- istaflokkurinn og má’gagn hans, Þjcðviljinn, fái eyris- virði til stuðnings í baráttu sinni frá „rússneska auðvald- inu“. Ef það getur þetta ekki, fellur rógur þess ómerkur sem annað upplogið þvaður. Ilinn 26. þ.m. birtir Velvak- andahöfundur Morgunþlaðsins bréf frá S. S. Enn eykst við lygavefinn: „Meðan stuðningsflokkur blaðsins (þ. e. Þjóðviljans. F. A.) eys út milljónum í gömul Viiiniibrögð Kristmanns Guðmundssonar Krisfmann Guðmundsson skrifar í Morgunblaðið í fyrra- dag ’.'ritdqm" um Eiðasögu Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi. Höf. bókarinnar mætti una .dómnum vel, ef einhver hefði ánægju af að taka mark ... , -.-.JLíía f. v í á bókmenntaskrifum þessa manns. Hann finnur í raun og veru aðeins að einu atriði, sem varðar þó ekki ritmennsku Benedikts í sjálfri sér. En þessi aðfinnsla Krjstmanns færir mér .enn að nýju heim sanninn um það, að „ritdóm- ar“ hans séu blettur á bók- menntaheiðri þjóðarinnar; og þessvegna yil ég sýna mönnum, hvernig, hún er vaxin. Krist- mann segir: „Það kemur lesandanum á ó- vart, að nafn Sigmars G. Þorm- ars er undir síðustu blaðsíðu kaflaPs (þ.e. kaflans um þún- aðarskólann, bls. 85-235. B. B.) og verður eiginlega ekki með vissu séð hversu mikið hann hefur af honum ritað, en mun þó víst vera aðeins síða'sti hlut- inn: „Skólastjórar og kennar- ar?“ Höfundurinn getur ekki annars í formá’a sínum en að hann hafi ritað alla bókina, þakkar þó nokkrum veitta að- stoð, þar á meðál prenturun- um í Eddu, en nefnjr ekki nafn Sigmars“. Þetta eru vönduð vinnuþrögð eða hvað? Það er rétt, að þess- um 150 blaðsíðna kafla utri bún- aðarskólann á Eiðum lýkur á nafni Sigmars G. Þormars. Og þ’að finnst á Kristmanni að honum þykir ekki með öllu frá- leitt, að Sigmar hafi ritað all- an kaflann — án þess skráður höfundur bókarinnar nefni það einu orði. En af því hann veit jafnlangt nefi sínu ályktar hann sem svo að Sigmar hafi ,,víst“ einungis rífeð síðasta ií-fr ,, Vísvitandi ósannindi hluta hans, sem er ÍO lesmáls- síður. En eins og’’>hann tekur fram: það „verður eiginlega ekki með vissu séð“. Þetta eru Morgunblaðsins I forustugrein Morgunblaðs- ins á sunnudaginn er heill kafli helgaður þeirri undrun blaðsins, að Hannibal Valdi- marsson forseti Alþýðusam- bandsins hafi ekki greitt at- kvæði á Alþýðusambamlsþing- inu um tillögur þær sem fram komu í tilefni af frest- unarbeiðni forsætisráðherra á greiðslu hinna 17 vísitölustiga. Leggur Morgunblaðið út af þessu á sinn venjulega, vel- viljaða og heiðarlega hátt. Um þetta segir Morgunblaðið m. a.: ........hann brast kjark og manndóm til þess að greiða atkvæði. Aumari gat hlutur forsetans naumast orðið. Hann þorði ekki að greiða atkvæði“. Varla geta þessi skrif Morg- kjörinn fulltrúi á þingið. Aðr- ir en kjörnir fulltrúar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþýðu- sambandsþingi, þótt sam- bandsstjórnarmenn og þar með forseti eigi þar að sjálf- sögðu sæti með málfrelsi og tillögurétti. Nafnakall var viðhaft um þá tillögu sem Morgunblaðið spinnur rang- hermi sitt og illmæli út áf. Fréttamaður þess vissi því vel hverjir af atkvæðisbærum þingfulltrúum greiddu ekki atkvæði, hverjir með og hverj- ir á móti. Morgunblaðið fer því hér, eins og oft áður, með vísvitandi ósannindi og blekkingar, í því skyni að reyna að ná sér mðri, á póli- tískum andstæðingi. En ætli unblaðsins stafað af fáfræði einni. Áður hafði þetta sama bl.að skýrt frá því í miklum fangaðartóni að Hannibal Valdimarsson hefði ekki verið ýmsum þyki þetta ekki full- langt gengið þptt enginn ef- ist um þörf og vilja íhaldsins til að sverta Hanniba.1 Valdi- marsson. vönduð vinnubrögð. En rétt fyrir neðan miðja blaðsíðu 242, tveimur lesmáls- síðum fyrjr lok kaflans, segir Benedikt á þessa leið — í sér- stakri og vel afmarkaðri máls- grein: „Hér fara á eftir nokk- ur minningarorð, sem Sigmar fyrr ráðunautur og bóndi á Skriðuklaustri, Guttormsson skólastjóra hefur skráð um dvöl sína á Eiðum 1910— 1912. . .“ Málsgreinin er sex línur: síðan hefst frásögn Sig- mars í nýrri málsgrein og er tæpar tvær síður. Þannig les Kristmann. Guð- mundsson þær bækur,' sem hann þykist vera að ritdæma. Honum er ekki nóg, fremur en fyrri daginn, að vera nokkurn- veginn skynlaus á bókmenntir; hann þarf líka að vera ^óráð- vandur. Kæruleýsið vegur salt við ósvífnina. Maðurinn, sem skrifaði Heimsbókmenntasögu Francis Bull á ísienzkp, lætur ekki að sér hæða. Bjarni Benediktsson /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.