Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13 desember 1958 --- Auglýsingaskrumið — Landhelgisspilið — Lík- legt að það seljist vel. BLANKUR skrifar: — „Sæll vertu Bæjarpóstur! Eitthvert kvöldið þegar ég var að hlusta á auglýsinga'esturinn í út- varpinu, koni mér í hug spakmælið alkunna: fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Það var sem sé verið að augiýsa nýtt leik- fang, Landhelgisspilið. „Ilver verður fyrstur til að taka brezkan togara í landhe)gi“, eða „hvaða varðskip tekur f jrrsta brezka togarann ? ég man ekki nákvæmlega livernig auglýsingin var orðuð. Nú hefði maður haldið, að land- helgifj ieilan við Breta væri alvarlegra mál en svo, að við-* eigandi væri að hafa það í flimtingum, gera starf ís- lenzku landhelgisgæzlunnar að leikaraskap. Hins vegar þyk- ir mér trúlegt að spil þetta sé sérlega útgengilegur varn- ingur núna, vegna hins mikla umtals, sem verið hefur um landhelgismálið, og hinna al- mennu óvinsælda, sem Bretar hafa bakað sér hér með fram- ferði sínu. Það er sem sé lík- legt, -að framleiðsla og sala á leikfanginu Landhelgisspilið, geti orðið ábatasöm, og má þá segja að íslendingar hafi ekki til einskis fært út land- helgi' sína. Annars er auglýs- ingalesturinn í útvarpinu fyrir jóiin orðinn hreinasta plága; það er miklu líkara þvi að framundan sé einhver kaup- stefna eða markaðsdagur, fremur en mesta og helgasta hátíð kristinna manna. Auk þess fer það í taugarnar á sí- blönkum manni eins og mér að hlusta á allar þessar aug- lýsingar um hentugar jóla- gjafir. Maður fær meira en nóg af þess konar í blöðun- um“. — Bæjarpósturinn furð- ar sig sizt á því þótt auglýs- ingaskrumið í biöðum og út- varpi fyrir jólin, fari í taug- arnar á bréfritara. Aftur á móti er ég honum ekki alls- kostar sammála um Land- helgisspilið. Eg hef raunar ekki séð það nema innpakkað og get ekki dæmt um hve skemmtilegt það er, en mér finnst ekkert ólíklegt aðjþað verði til þess að vekja áhuga íslenzkra barna á lanlhelgis- Framhald á 11. síðu. TTUSLOÐU Skemmtileg og spcnnandi saga eftir VICTOR BRIDGES (Höíund sögunnar: Maðurinn írá Suður-Ameríku) Géð jólagjöí handa þeim sem haía yndi af lestri skemmtilegra og spenn- andi sögubóka PÉTUR Á HÆTTUSLÓPUM er skemmtileg og spennandi saga um ungan, ríkan Lundúna- ; spjátrung. sem veðjar um að hann geti farið út í stórborgina, illa til fara og án eyris í vasanum, og unnið fyrir sér í vikutíma. — Hann lætur ekki sitja við orðin tóm. sömu nóttina dulbýr hann sig í fátækleg föt og heldur að heiman. Hann lendir strax í kásti i við hóp eiturlyfjasmyglara, og hvað eftir annað kemst hann í lífsháska, en að lokum tekst honum að koma upp um smyglarana. Auk þess bjargar hann hrífandi fagurri ungri stúlku úr klóm þeirra, og gerir það söguna skemmtilegri bæði fyrir Pétur og lesandann. — VICTOR BRIDGES, höfundur þessarar sögu, er afburða skemmtileg- ur og fyndinn. Allmargar sögur hafa komið út eftir hann á íslenkku, svo sem; Mað- ur frá Suður.Ameriku, sem komið hefur út i þremur útgáfum.Pétur á liættuslóðum kostar aðeias lsr. 88.00 í ,góðu bandi. ÞJÓÐVILJANN vantar unglingá til blaðburðar í Kársnes, Laugarnes og Háteigsveg. L Þjóðviljinn Stúdentinn spila jafnt ungir sem gamlir sér til ánægju. Heild sölubi rgðir Hamarshúsinu (Vesturenda) Símar: 13122 — 11299 Aðvöm tii rafmagiisnotenda Samkvæmt reglugerð Rafmagnsveitu Reykjavíkur mega engir aðrir en þeir, sem löggiltir eru, taka að sér lagningu á húsveitum, uppsetningu tækja, eðá framkvæma á sína ábyrgð nokkurt verk, er snert- ir veitur, sem tengja á við taugakerfi Rafmagns- veituunar, Vegna jólanna má búast við notkun margskonar ljósa og tækja, og með tilvisun til ofanritaðs, eru: rafmagnsnotendur varaðir við því að skipta við ólöglega aðila um nokkuð það, er snertir raf- lagnir. Jafnframt er bent á að óheimilt er að selja raf- magnsbúnað eða tæki, sem ekki hafa hlotið sam- þykki rafmagnseftirlits rikisins. RAFMAGNSVEITA RKYKJAVÍKUR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.