Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 13. desember 1958 þlÓÐVIUIHH Rnm*Mnine:B’-flokt<'ur albýðu — SósíallRtaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar h Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur'. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- ersstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljana. Fræðslustarfsemi Eysteins -fThminn hefur það í gær eft- ir Eysteini Jólíssyni úr læðu á fundi Félags ungra Framsóknarmanna að ákveðin öfl innan samstarfsflokka Framsóknarflokksins í ríkis- stjórninni hafi verið andvíg stefnu stjórnarinnar um að stuðla að jafnvægi í byggð landsins með því að veita fé lil dreifbýlisins. Einkum á andúðar á þessari stefnu að hafa gætt innan Alþýðubanda- lagsins, sem Eysteinn segir að alla tið hafi sýnt ábyrgðar- leysi um stjórn landsins. Þá er það einnig haft eftir Ey- steini að Þjóðvi’jinn hafi alla tíð verið stjórnarandstöðublað! Loks hefur svo Tíminn eftir EysteinJ, sem dæmi um á- fayrgðarleysi Alþýðubandalags- ins, að forkólfar þess hafi lagt það til bæði fyrr og nú, að fé yrði unnið úr loftinu, það er að segja seðlapressan yrði látin afla fjármagns tjl at- vinnuveganna. Og auðvitað kveður Eysteinn þetta algjöra niðurrifsstefnu, sem geri að- eins illt verra og aldrei muni Framsóknarflokkurinn ljá slíku liðsinni sitt. kí þessu má sjá hvernig sú fræðslustarfsemi lítur út sem Eysteinn Jónsson og aft- urhaldsmenn Framsóknar- flokksins iðka nú meðal liðs- manna sinna. Þessi boðskapur þykir a. m. k. hæfilegur fyrir unga Framsóknarmenn og á að sætta þá við uppgjöf og brott- hlaup Framsóknarráðherranna úr'núverandi ríkisstjórn. En ó- líklegt er að Eysteinn og kumpánar eigi ekki eftir að reka sig óþægilega á það, að Framsóknarmenn almennt vilji fá aðrar og haldbetri skýringar á því furðulega óðagoti sem einkenndi athafnir Framsóknar- forkólfanna um það leyti sem þeir voru að rjúfa stjórnarsam- starfið og hlaupa frá mörgum helztu atriðum stjórnarsamn- ingsins óefndum. Þau vinnu- brögð og viðbrögð öll voru svo furðule.g að jafnvel Framsókn- armenn sjálfir finna þar enga heila brú í. l?kki reynir Eysteinn Jónsson •*-* að færa nein rök fyrir því að „ákveðin öfl“ innan sam- starfsflokkanna hafi brugðið fæti fyrir þá stefnu ríkisstjóm- arinnar að efla atvinnulífið út um land enda mynd það næsta torvelt. Á þessu sviði vann rikisstjórnin eitt sitt bezta verk. Það sem helzt hefur skort á í þessu efni eru van- efndirnar á að kaupa togar- ana 15 og þar hefur fyrst og fremst strandað á þröngsýni og skilningsleysi Eysteins Jóns- sonar sjálfs. Og gott hefði Ey- steinn Jónsson af að gera sér einhverntima Ijóst, að það er ekki sama á hvern hátt fjár- tnagni er veitt til landsbyggð- arinnar. Það gerir mikinn mun hvort fjármagnið ernotaðtilað efla atvinnuvegj og fram- kvæmdir sem auka framleiðslu þjóðarbúsins og skjóta undir efnahagslífið öruggari stoðum, eða hvort því er sólundað í vafasamar framkvæmdir og ó- arðbærar sem eru helzta keppi- kefli afturhaldsins í Framsókn. Eysteinn Jónsson hefur aldrei lært að hugsa um þjóðarhag eða að skilja grundvallaratriði heilbrigðs þjóðarbúskapar. Allt miðast vjð þröngsýn flokks- sjónarmið og fáránlegar at- kvæðaveiðar. jKau ummæli Eysteins að Þjóðviljinn hafi alltaf ver- ið í andstöðu við ríkisstjórn- ina eru auðvitað ekki svara- verð. Ekkert af málgögnum þeirra flokka sem að ríkis— stjórninni standa hefur veitt henni haldbetri stuðning en einmitt Þjóðviljinn. Þjóðviljinn hefur oftar en nokkurf hinna blaðanna lagt áherzlu á hin jákvæðu atriði í starfi stjórn- arinnar. En hann hefur einnig talið sér skylt að ganga eftir því að staðið yrði við fyrir- heit stjórnarsáttmálans í öll- um greinum og hann hefur hiklaust gagnrýnt sviksemi sam- starfsflokka Alþýðubandalags- ins í þeim höfuðmálum stjórn- arsamningsins sem engin framkvæmd hefur fengizt á. Þetta á sérstaklega við um fyr- irheitið um brottför hersins, togarakaupin, skipulagnjngu þjóðarbúskaparins og lausn kjördæmamálsins. Og einkenni- legar eru kröfur Eysteins Jónssonar um stuðning blaða við ríkisstjórn teljist það til andstöðu og óvildar að berjast fyrir því að ríkisstjórn standi við stefnu sína og loforð. Að allra heilskyggnra manna dómi myndi slíkt þvert á móti vera talið einn sá heilbrigðasti og bezti stuðningur sem nokkur ríkisstjórn gæti vænzt. Fjessu líkur er grundvöllur- * inn undir öðrum fullýrðing- um og sleggjudómum Eysteins Jónssonar sem Tíminn segir frá í gær og snerta stjórnar- slitin og Alþýðubandalagið. Allt er það tilhæfulaust og fram sett í því skyni einu að blekkja. Enginn veit t.d. bet- ur en Eysteinn Jónsson að efnahagsmálatillögur Alþýðu- bandalagsins eiga ekkert skilt við sögur hans um seðlaprent- un. En vill ekki Eystéinn reyna að skýra orsök þess fyr- ir ungum Framsóknarmönnum og öðrum flokksbræðrum sín- um, að hann og samherjar hans fengust ekki til neinna viðræðna um efnahagsmálin né þær tillögur sem fram komu frá hinum stjórnarflokk- unum. Vill Eysteinn ekki reyna að gera grein fyrir því að Framsóknarráðherrarnir for- ÍSLENZK TUNGA 41. páttur 13. des. 1958 Orðabelgur Orðalisti sá frá Halldóri Pét- urssyni sem hér hefur verið getið um áður er fullur af orð- um sem ekki eru heimildir um annars staðar að. Hér verður minnzt á nokkur orð á listan- um: „Kóngaspörð. Þetta orð heyrði ég sem barn austur á Héraði haft um gráfíkjur. Ég heyrði það aðeins notað þegar talað var við börn“. Þetta voru orð Halldórs. Mér kemur helzt í hug að þetta orð sé dægurfluga sem aðeins hefur verið notað af örfáum, og hafi upphaflega verið sagt í skopi. Ekki þarf þó svo að vera, en mjög fróðlegt væri að frétta um það ef einhver les- andi þáttarins annar þekkir þetta orð. Það er t. d. ekki í Orðabók Blöndals, en mér þyk- ir það mikið gott. Og svo ligg- ur næst fyrir hjá verzlunum að auglýsa kóngaspörð! „Blaðafeti. Þetta áhald var búið til úr stífum pappa og hengt upp á vegg og dagblöð- um stungið í það; stundum voru þessir blaðafetar með allskonar rósasaum. (Héraði.)“ Þetta orð er í orðabók Sigfús- ar (viðbætinum aftast). Feti er til í fornu máli í merking- unni „axarblað*-, en í sam- setningunni ,,blaðafeti“ er merkingin lík og í fetiil; sem merkir bæði að fornu og nýju m. a. borða sem eitthvag er borið í og bundinn er um öxl, burðaról eða því um líkt. Af merkingunni ,,axarblað‘‘ virð- ist dregið orðtakið „að vera mikill fyrir fetann" sem merk- ir nánast fyrirferðarmikill í framgöngu, frekur. Skal þetta svo ekki rætt nánar í þetta sinn. , Boðunsrur á jakka, frakka og einnig á kvenfötum, peysu- fatatreyju og reiðtreyju. „Settu nú ekki brýlu á boðungana", var sagt við börnin. (Héraði)“ Þetta orð er þekkt; sunnan- lands mun boðangur vera al- gengari mynd, en boðunmr einkum norðanlands. En hitt orðið sem Halldór notar í skýr- ingu sinni og feitletrað er hér að framan, býst ég við að vefjist fremur fyrjr mönnum. „Brýla" merkir m. a. fitublett eða klessu. Aðrar merkingar orðsins eru „ódaunn, fnykur" og „svæla, bræla“. „Skítbofast. Orð þetta var aðallega notað við krakka, þeg- ar þau voru að hafa hönd á <&- smáðu boð sambandsstjórnar Alþýðusambandsins um við- ræður um málin. Vill Eysfeinn ekki gera tilraun til að skýra á viðhlítandi hátt þann hraða Sem ráðherrum Framsóknar fannst nauðsynlegt að hafa á því að rjúfa stjórnarsamstarf- ið í stað þess að athuga málin og leitast við að finna leiðir til lausnar á ágreiningnum. Um þetta spyr nú allur al- menningur, öll íslenzka þjóðin, og þá ekki sízt fylgjendur Fram- sóknarflokksins sem eru undr- andi á framferði forkólfa sinna. emhverju og vildu bera það burtu. Hvað ertu nú að skít- borast með þetta“? Þetta orð er ekki í Orðabók Sigfúsar svona samsett, en hinsvegar er þar sögnin að bora (ósamsett) í merkingunni að „troða ein- hverju niður, láta það ein- hversstaðar þar sem erfitt er að ná til þess,“ enda er sú merking alþekkt, t. d. í setn- ingunni: „Hvernig átti ég að finna strokleðrið? Þú hafðir borað því lengst niður í tösku.“ „Kúlusnúa. Þetta orðtak þýddi að snúa hausinn af ein- hverju. „Það ætti að kúlu- snúa þig“, var sagt í hálfkær- ingi. (Héraði.)“ Ekki er nú orðbragðið fagurt; bótin að lít- ill hugur fylgir máli, þegar talað er í hálfkæringi, í ís- lenzku er einmitt fjöldi svona hálfgerðra slángorða, og eru sum þeirra notuð um líkams- hluta. Einkum á þetta við um þá líkamshluti sem menn tala ógjarna um, en einnig um aðra. Til dæmis er lmappur til í merkingunni höfuð, sbr. vísuna sem ort var um mann er sakaður var um að hafa sto'ið lambi: Lambið vankað, syfjað svaf. Sæmundur tók hnappinn af. Hér Verð ég að koma með skýringu á orði sem ég notaði áðan. Það er orðið „sláng“. Eg hef áður í þessum þáttum minnzt á að ef til vill myndi rétt vera að nota orðið „slang- ur“ um það sem venjulega er kallað „sláng“ í málfræði, en í sjálfu sér er ekki betri ís- lerizka að tala úm „slángur-* en um „sláng“. Hvort tveggja yrði þetta að vera hvorugkyns- orð, Orðið „slang“ híefur löng- um verið notað meðal íslenzkra málfræðinga, en þá venjulega með útlendum framburði (a- hljóði og ng frb. eins og í dönsku). Slíkt er vitanlega ó- tækt, ef orðið er notað í ís- lenzku. Eðhlegast er að segja.*, „sláng“ með sömu hljóðasam- böndum og notuð eru í „prang, ganga“ (þ.e. með á-i, en ekki a-i, í framburði flestra lands- manna). Og til að leggja rík- ari áherzlu á að framburður- inn á hjá flestum landsmönn- um að vera á eins og í öðrum íslenzkuðum orðum, þá stafset ég orðið „sláng“ í þetta sinn, en ekki „slang“ svo sem vera ber eftir stafsetningarreglum. Framburður Hér hefur áður verið minnzt á (í síðasta þætti) vísur sem kunna að geta sýnt fram- burð fólks, og meðal annars birt vísa sem kvað vera nær hundrað ára gömul og sýnir hljóðvillu þess er orti, því að hann rímar saman vin og inent Magnús Árnason múrari hefur kennt mér aðra vísu sem er skopstæling á hljóðvillu, en ekki er vitað um uppruna vís- unnar að öðru leyti. Henni fylgi.r sú saga að sonur skrifaði móður sinni og kvaðst ætla út í lund (=lönd) til að læra spiki, svo að hanp gæti síðar rétt foreldrum sínum hjálpar- hund. Þá svaraði móðirm með vísu: „Aldrei þigg ég af þér hund, örvalundur kviki, þó þú farir lund úr lund og leitir eftir spiki.“ Ymisleg skemmtileg og.skop- leg dæmi mætti taka um hljóð- villu eða önnur framþurðar- lýti. Til að greina sundur stafina í og e var það ein örugga aðferðin hjá þeim sem alveg rugluðu saman hljóðunum, að tala um „i eða e með punkti‘, (=i) eða „i eða e með gati (=e). Ekki er hljóðvilla arf- geng fremur en önnur fram- burðaratriði, heldur er hún á- vani sem meira að segja til- tölulega auðvelt er að venja sig af, og hefur kennsla í rétt- mælisframburði gefið góða raun, þar sem hún héfur far- ið fram, enda eru kennarar vel samtaka um það efni. En fleira er framburðarlýti en hljóðvilla, eða flámæli eins og hún heitjr öðru nafni. Til dæmis er sá framburður þegar menn rugla saman liv og kv næsta hvumleiður þeim sem kunna að gera greinar- mun þeirra hljóða. Það er trú marga að kv-framburðurinn hafi komið upp á Norðurlandi á síðustu mannsöldrum og sumir hafa sagt að Jónas Hall- grímsson rími aldrei saman liv og k. Það er þó ekki rétt, því að í „Sæunni hafkonu*’ segir hann m. a.: fajcco „Hafmey fögur! Hvaðá, hvaða, köld ert þú sem mjölT :á' ísí“. Hér verður að bera ,,hváða“ fram með kv, ef rím á áð fást í kveðskapinn. Að hinu- Ieytinu eru og mörg dæmi þess að jónas stuðlar saman hv og h, en ekki vitum við nú hVort hanri ger- ir það af því áð hann þekkir kveðskaparhefðina eða af því að hann hefur sjálfur notað hv-framburð stundum. Látum svo staðar númjð að þessu sinni. Ódýrir lampar 3ja arma gólflampar. Verð kr. 679.00. Trompettar: þýzkir, vahd aðir trompettar. Blokkflautur í miklu úrvali Trommur og trommu- stativ. Verzlunin RlN, Njálsgötu 23. Sími 1-76-92. iáo® yb ikðrf -■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.