Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 11
Laugardagiir 13. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN (11 Ernest K. Gann: Loítpóstarnir 3. dagur. Þ-æi' renndu sér niöur aftur hlið við hlið, og þeg'- ar þeir voru yfir miðjum hópnum, hreyfðu Colin og’ Roiand hendur og fætur samtímis. Colin dró stýris- stöngina til baka og' um leið steig hann fast á fóthem- ilinn með vinstra fæti. Vélin beygði upp á við og yfir til hægri. Á nokkrum sekúndum snerust vélarnar tvær um ósýnilegan ás, unz þær sneru réttri hlið upp að nýju. Þegar þær voru svo sem mílu hvor frá annarri, hnituðu þær hæga hringi, eins og fálkar í vígahug. C'olin horfði niður á mannfjöldann. Hann vissi að nú beið fólkið í ofvæni og um ieið óþolinmótt. Hann hataði þennan mannfjölda og allan mannfjölda. Hann hataði tilefnið til veru hans þarna. Ef eitthvað mistækist úr þessu, yrði það bani Tads eða Keith — kvalalaus að sjálfsögðu að hinu langa falli undanskildu — en það yrði bani þeirra. Colin vissi að hópurinn yrði ekki sér- lega vonsvikinn, þótt það kæmi fyrir. Nú góndi fólkið og skimaði eftir hugsanlegum mis- tökum. Þá fengi það um eitthvað að tala við osta- og smjörsýningarnar. Enginn í hópnum myndi fella eitt einasta tár eða hugsa um sársauka eða kvalir. Stöku kvenmenn fengju ef til vill sting, karlarnir mundu kreppa hnefana og gapa, en þótt Tad eða Keith hring- snernst í loftinu og fálmuðu eftir einhverju sem ekki var þar að finna, eyðilegði það ekki matarlystina fyr- ir neinum, ekki einu sinni þegar þeir lægiu á jöröu niðri; sem blóðugur óskapnaður. Colin hataði þann hluta flugsins sem nú fylgdi á eftir. Tad klifraði út úr framsætinu og stóð þar sem neðri vængurinn sameinaðist skrokknum. Loftsogið togaði í4> hvítan samfestinginn. Hann spennti vöðvana í löngum leggjunum og sneri baki í vindinn með fyrirlitningu. Hann hallaði sér afturábak og hélt annari hendi 1 vélarhiálminn rétt fyrir framan Colin. Með hinni hend- inni ýtti hann gleraugunum upp og Colin sá að það var hlátur í dökkum augunum. Hann hallaði sér nær Col- in og hrópaði svo hátt að hann yfirgnæföi vindinn: „Sérðu stúlkuna í stúkunni þarna niðri, Colin?“ Þegar Colin leit ósjálfrátt niður, sló Tad flötum lóf- anura á hjálm hans svo að undir tók. Tad var aldrei mjúkhentur. Þegar Colin leit upp var hann bæði reið- ur og ringlaður, en Tad hló. ,,Há, ha, láttu þér þetta að kenningu verða, drengur minn. Horfðu hér eftir aðeins á það sem kemur þér við. Frestaðu draumum þínum og þönkum um kvenmenn þangað til við komum niður á jörðina aftur.“ Án þess að bíða eftir svari mjakaði hann sér fram með skrokknum þangað til hann kom að lykkju sem þeir höfðu fest í yfirplanið og sveiflaði sér upp á það. Meðan hann mjakaði sér hægt upp gegn vindinum, reif hann upp tvær ræmur af heftiplástri, sem héldu niðri belti og fjórum mjóum vírum. Hann spennti um sig beltiö, svo að stríkkaði á vírunum út að vængnum og svp mjakaði hann fótunum niður í tvö ístöð sem fest vcru á trékubba. Síðan reis hann á fætur. Hann beygði hnén vitund og veifaði handleggjunum. Það var merki hans til Colins um aö hann væri til- búinn. Colin ýtti stýrisstönginni fram og vélin renndi sér niður að mannfjöldanum. Þegar þeir voru tæp fimmhundrúð fet yfir veðlúaupabrautinni, dró Colin stöngina hart til baka. Honum var ekki um að fara svo langt niður áður en hann fór aö velta vélinni, en Tad krafðist þess alltaf. Vélin þaut upp aftur og iagðist á bakið. Fætur Tads vom fyrst þungir, síðan léttir 1 ístöðunum — hann hafði enga tilfinningu fyrir hreyfingunni, en fann hræðilegan þrýsting. Vindurinn reif í magann á honum og holdið milli fingranna. Veðhlaupabráutin og hljóm- sveitarpallurinn hreyfðust eins og .þau snérust hægt á risastóru hjóli. Hann veifaði í hvert skipti sem hann sá litfagran kjól og Colin renndi vélinni niður í lok sveifl- unnar. Þegar þeir flugu aftur lárétt, leysti hann ólamar, klifraði niður af vængnum og mjakaði sér niður, þar til hann gat komið sér þægilega fyrir á grindinni sem þeir höfðu útbúið milli hjóianna. Hann tók trjákvoðu uppúr dálitlum tóbakspung sem hann hafði um háls- inn og' neri hendurnar með henni. Svo vix’ti hann fyrir sér „Travelaii'e“-vélina, sem renndi sér undir hann. Keith stóð á yfii’planinu með hendur á mjöðmum. Jafn- vel úr fjarlægð mátti sjá að hann brosti. Vélarnar tvær stefndu í sólarátt og flugu síðan aftur í áttina að pallinum. Tad sveiflaði sér niður á milli hjólanna og hékk á hnjánum. Nú flugu vélarnar sarnan. Roland hækkaði „Travelaire“-vélina svo að hún var mjög nærri Standai’dinum, en ögn aftar. Tad sveiflaöi höndunum niður og krenpti hnefana. Roland flaug vélinni mjög hægt fram á við og upp. Keith teygði handleagina upp. Andartak var aöeins fet milli handanna á þeim, í næstu andrá sex fet. Snert- ing — það var vandinn; þetta útheimti þolinmæði og það í’eyndi mjög á bæði Tad og Keith. Þeir urðu að vera öldungis öruggir um að grípa ekki um handlegg- ina hvor á öðrum fyrr en þeir voru öruggir um fast tak; það mátti ekki vera nein hætta á að þeir yrðu slitnir hvor frá öðrum. Þessi fáu andai'tök var Tad mjög varkár; ef það var nokkúð sem honum þótti vænt um, þá var það Keith, yngsti bróðir hans. Vélarnar xiálguðust meö hægð, svo fjarlægðust þær aftur. Síðan saman, en það var of seint. Þær voru komnar framhjá pallinum. Tad veifaði til Rolands aö hann skyldi fara burt. Vélarnar beygðu og flugu aftur móti sól til að gera eina tilraun enn. Tad sveiflaði sér uon á slána til að láta blóðið í’enna frá höfðinu og hvíla fæturna. Þótt það væri betri sýning fyrir hóp- inn áð fyi’sta tilraun mistókst, hefðu bræðurnir heldur kosið að það hefði gengið betur í fyrsta sinn. Hverja mínútu sem þeir voru á lofti eyddu þeir benzíni sem HEIMiUSÞ ATTUR fttttmratmawmmnnnflmtfflraimnmri ILv.it nr o r 1 o n " j a k k i Skemmtilegur búningur á ungar stúlkur eru hvítir jakk- ar úr hlýjum ullarefnum. Jakk- inn á myndinni er alveg bein- sniðinn, og er -mjög snotur og klæðilegur. Hann er úrhvítuer- lendu orlonefni. Hann er hnepptur niður og ermarnar falla þétt að' úlnliðunum með breiðum líningum. Þessi jakki fer jafn vel við síðbuxur og pils. - GOLF-SKYRTUR j margir litir allar stærðir j TERYLENE-SLIFSI ' Þola þvott i krumpast ekki. j TERY LENE-SLIFSI ' Þola þvott i krumpast ekki. j Iíeflavík — Suðurnes | Innlánsdeild Kaupfélags ♦ Suðurnesja greiðir yður ! hæstu fáanlega vexti af ! innstæðu yðar. Ávaxtið sparifé yðar hjá oss. Svik Alþýðuliokksms Framhald af 12. siðu. sókn að sögn Framsóknar. Á Alþýðusambandsþingi sveik Al- þýðuflokkurinn svo íhaldið sam- kvæmt yfirlýsingu þess. Þá samdi Alþýðuflokkurinn við Al- þýðubandalagið m.a. um sameig- inlega stefnu i efnahagsmálunum. Daginn eftir sveík Alþýðuflokk- urinn svo þetta samkomulag og samþykkti allar kröfui' Fram- sóknar um kauplaekkun. Þannig er Alþýðuflokkurinn „ábyrgur“ flokkur, sem ekki skýtur sér undan vandanum heldur lítur „raunsæjum aug- um á viðfangsefnin". Bæjarpósturiim Framhald af 4. síðu má’inu og hvetja þau til að standa á rétti okkar. Ef þetta er svo líka skemmtilegt spil, þá finnst mér ekkert at- hugavert við að framleiða það og selja það núna, þótt það sé vafalaust rétt hjá bréfrit- ara að landhelgisdeilan við Breta hafi örvandi áhrif á söluna. Það væri ekki fjöl- breytt leikfangavalið hjá okk- ur, ef aldrei kæmu til ný leik- föng, nýjar hugmyndir í leik- fangaframleiðslu, og ég held, að margt óþarfara sé fram- leitt en góð leikföng. Góð bók er bezfa ]ólag]öfin ¥<._ Jólavörurnar fáiÖ þiS h]á okkur Bókabúð Máls og menningar, SkálavörÓustig 21 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.