Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN ■— (7 Ákall til lifandi lýðs Stefán Zweig: Veröld sem var. Sjálfsæ\úsaga. — 400 blaðsíður. — Halldór Jónsson og Ingólfur Pálmason — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1958. Þær stundir koma í lífi hvers bóklesanda, að honum þyki allar bækur lítilsvirði hjá þeirri sem hann er einmitt að lesa; það eru sælustundir, þó merkilegt kunni að virðast. Sagan, sem hann hreifst af í gær, hverfur í skuggann; fræðiritið, sem hann fagnaði í fyrradag, þokar á óæðri bekk. Bókin, sem hann er að Stefán Zweig lesa, opnar honum nýja og ókunna útsýn; hún heimtar af honum > endurmat á bók- menntum —- nýjan og stærri mælikvarða. Eitthvað á þessa leið hefur mér farið við lest- ur Veraldar sem var, sjálfs- æyisögu Stefans Zweigs, — bókaripnar um samvizkuna. Hún er stærsta bókin, sem birzt hefur á Islandi árið 1958. Bækur eru fljótar að gleymast; en Veröld sem var er heimsbókmenntir, og mætti verða lifandi afl með nýjum tíma og óbornum kynslóðum. Já, hún kallast sjálfsævi- saga á titilsíðu; en hún er ekki ævisaga i hefðbundnum skilningi. Höfundurinn nefn- ir víst ekki heiminginn af bók- um sínum og gerir grein fyr- ir ennþá færriy, Á einni síðu kemur í ljós að hann er kvæntur, á árinarri hyggst hann ganga I hjónaband öðru sinni — það' eií allt og sumt sem lesandinn fbegnar af ást- um hans og hjónaböndum. Á einum stað í bókinni lýsir Zweig vinnubrögðum sínum við ritun ævisagna ogsegir: .... þegar ég hef nokkumveginn lokið við að hreinskrifa fyrstu gerð bókar hefst vinna.n fyrir alvöru, samilráttur og niður- skipan efnisins ..... Það er fólgíð í að varpa óbarfanum ósleitilega fyrir borð. þjappa verkinu saman og gera alla megindrætti þess ljósari .... Sé mér sjálfráður nokkur þáttur listarinnar, þá er það listin að strika út, því ég kvarta ekki, þótt átta hundr- uð síður af þúsund skrifuðum fari í bréfakörfuna.....Ef til er nokkur skýring á áhrif- um bóka minna, þá er það strangur sjálfsagi, fólginn í að .... einskorða mig við það, sem skiptir meginmáli". Stefan Zweig hefur beitt sömu aðferð við ritun sinnar eigin sögu. Hann hefur ekki talið veröldina varða um afmælis- daginn sinn né nöfn eigin- kvenna sinna; s jálfsævisaga hans er innblásin af þeim efn- um, sem skipta ,,meginmáli“: Evrópu, mannkyninu, friðnum, menningunni, andanum. Líf hans hefur sannarlega verið vígt stórum sýnum. Stefan Zweig var austur- rískur gyðingur, ólst upp í Vínarborg, hlaut þroska sinn á árum bjartsýninnar og ör- yggisins um síðustu aldamót. Hann gerir afarskýra grein fyrir því menningarlega and- rúmslofti sem lék um land hans og æsku, siðahugmynd- um kynslóðarinnar, trú manna á framtíðina. Hann segir af ungum vinum sinum, ofstækis- fullri ást þeirra á list og menningu, fyrstu sporum sín- um á vegi skáldskaparins. Hann hélt ungur til Þýzkalands og síðan til enn annarra landa, komst hvarvetna í færi við skáld og listamenn og hugs- uði, drakk af dýpstu lindum evrópskrar hámenningar. Þau kynni mótuðu síðan hugar- stefnu hans alla tíð. Hann var heimsborgari að innræti og viðhorfi, í allra beztu merkingu þess orðs: í augum hans var skipting manna í þjóðir einkanlega hagkvæmnis- atriði, sem alls ekki mátti trufla menningarskipti þeirra; kynþáttaaðgreining var hon- um viðurstyggð; öll verðmæti listar og anda og vísinda skyldu hverjum manni frjáls — mannkynið ein þjóð yfir landamærin, heimurinn eitt land yfir höfin. Frelsið skyldi ríkja eitt, ofar hverri kröfu. Á fyrsta áratugi aldarinnar var ekki annað eýnna en draumur Stefans Zweigs um bræðralag mannkvnsins mundi rætast þegar á hinum næsta. Hann lýsir á minnisstæðan hátt andlegum fögnuði þess- ara ára, þegar menn bjuggu enn við öryggi næstu áratuga á undan, en gáfu æskunni og ástinni frelsi að auki og nutu góðs af nýjum sigurvinning- um vísindanna. En Stefan Zweig grunaði flestum mönn- um fyrr, að þung reynsla biði Evrópu og mannkynsins alls. Á blaðsíðu 175 hefst kafli eem nefnist Skin og skuggar yfir Evrópu; og þar sem segir af fyrstu forboðum þeirra tíð- inda sem urðu sumarið 1914 — þar hefst meginmál þess- arar bókar. Það er bók um stríð og hernaðarvímu, fas- isma og þjóðfélagsspillingu — og um samvizku manns sem ann þjóðunum og sér drauma sína um hamingju þeirra hrynja í rústir eins og stormar blási um spilaborgir. Við vitum ölí hvað gerð’st. Evrópa efndi til stríðs. Hún skreið úr rústum þess flak- andi í sárum. Eftir það hófst gifurieg þjóðfélagsspilling víða um lönd, fasisminn og nas- isminn risu á legg og gerðu andlegar ofsóknir að sérgrein sinni, síðan var annarri styrj- öld hleypt af stokkunum — við þurfum ekki að orðlengja það. Stefán Zweig var jafnan skammt frá vettvangi hinna mestu atburða. Hann horfði undrandi á það hvernig hern- aðarvíman gagntók landa hans sumarið 1914 og var einn hinna fáu sem héldu fullu viti, hann skoðaði hörm- ungar stríðsins eigin augum, nasisminn bannaði bækurhans og rak hann í útlegð. Hann kann þannig frá miklum tíðind- um að segja; og ég hygg að sumum þeim efnum, sem hann ræðir, hafi ekki verið gerð ágætari skil á öðrum stað. Því Stefan Zweig er óumræði- lega snjall rithöfundur þegar honum tekst upp. Frásögn hans verður aldrei lífvana annáll; hún er alltaf heitar bókmenntir. — Annarsvegar greinir hann tíðindi í stórum og breiðum dráttum, hinsveg- ar lýsir hann því hvemig þau speglast hið innra með hon- um sjálfum. Dæmi úr eigin reynslu hans og lífi bregða birtu yfir þá veraldarsögu sem hann rekur; fyrir þá sök verður hún persónulegri, trú- verðugri og nákomnari lesand- anum en ella mundi. Stefan Zweig sýnir okkur að styrj- aldirnar tvær voru ekki aðeins manndráp, nasisminn ekki að- eins bókabrennur; þau voru einnig kvöl í mannlegum hjörtum. Bók hans gerir okk- ur þá kvöl minnisstæðari en aðrar bækur, sem ég þekki. Eg hef ekki borið þýðingu þeirra Halldórs Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar saman við frumtexta. Eg kysi að sönnu aðra tilhögun á ýmsum setn- ingum; en ég hygg þeir hafi í höfuðgreinum leyst torvelt verkefni vel af hendi. Þýðing- in er langvíðast á sterku máli, eins og Zweig hæfir; hinum breiða og fallþunga stíl hans sýnist vel til skila haldið. Og hvort sem það er rætt lengur eða skemur, þá er bókin ekki aðeins stór fyrir efni sitt, heldur einnig fyrir stíl sinn. Það eru fáir höfundar sem skrifa jafnákafan (intensífan) stíl og Stefan Zweig, fáir sem slaka sja’dnar á spennu frá- sagnarinnar, fáir sem verða jafnheitir án þess að missa stílinn úr böndunum. Manni Kosningatöfrar Óskar Aðalsteinn; Kosn- ingatöfrar, skáldsaga — Sjöundi bókaflokkur Máls og menningar, 4. bók — Heimskringla, Beykjavík 1958. □ Skáldsaga Öskars Aðalsteins, Kosningatöfrar, er gamansaga með alvarlegum undirtón. í henni segir frá þingkosning- um í Vikursýslu, útkjálkahér- aði, sem verið hefur „aftur- haldshjáleiga" langa hríð. Að þessu sinni berjast tveir frambjóðendur um hylli fólks- ins og atkvæði. Frambjóðandi ,,alþýðunnar“, verkamanna og bænda, og aðalsögupersóna er gæfuriddarinn Dalgeir Daðason skólastjóri, fyrrum þénustumaður og handbendi „hinna stóru“ í Reykjavík, sem þeir fórnuðu í fjárglæfra- spili sínu. Frá þeim viðskipt- um slapp hann nauðulega með illa rifinn bjór norður á hjara veraldar, í Víkursýslu. Og nú hyggst hann launa fyrri samherjum sínum lambið gráa og vinna kjöndæmið úr hönd- um þeirra. Hans hugsjón er ekki að berjast fyrir bættum hag umbjóðenda sinna, al- þýðufólksins, heldur dreymir hann um glæsilega innreið í fyrra umhverfi sitt í Reykja- vík sem sigurvegari — al- þingismaður með hreinþveginn skjöld. Þótt Dalgeir Daðason sé óneitanlega býsna skemmtileg persóna og einkar mannlegur og viðfelldinn að mörgu leyti, kann það í fljótu bragði að virðast ranglega skipað í hlut- verkin hjá höfundi, að gera hann að frambjóðanda „al- þýðunnar". Þó er þetta ekkert skáldaleyfi, þegar betur er að gáð, eða hafa ekki helzti margir hans líkar hafizt til valda og metorða í íslenzk- um stjórnmálum með atkvæð- um alþýðunnar og síðan einungis notað aðstöðu sína til þess að skara eld að sinni köku, en látið hagsmuni kjós- enda sinna lörd og leið? Keppinautur Dalgeirs um þingsætið er ungur frændi hans og góðkunningi, nýbak- Óskar Aðalsteinn aður lögfræðingur ættaður úr sýslunni. Barátta þeirra um þingsætið verður bæði löng og hörð og er lýsing hennar meg- inuppistaða bókarinnar. Þetta er ósvikin íslenzk kosninga- barátta sótt af hörku og bragðvisi á báða bóga og eng- in bellibrögð spöruð, ef þau eru líkleg til einhvei-s ávinn- ings. Lesandinn kannast ó- sköp vel við flestar aðferðirn- ar, sem þeir beita, bæði illar og góðar, enda verður vart á íslenzka atkvæðasnata logið. Og höfundur kann sýnilega góð ekil á því efni, sem hann hefur tekið til meðferðar, enda getur etöku sinnum fundizt Zweig of innfjálgur, of móð- ugur; en það birtist aldrei þannig að orðalag hans verði loðið, hugsun hans óljós. Ég vil einmitt leggja áherzlu á það, hve skýrt hann liugsar, live skárplega hann skýrgrein- ir, hve orðalag hans er klárt og kvitt. Skaphitinn slævir ekki hugsun hans, en magnar stil hans. Það eru senn liðin 20 ár síðan Stefan Zweig lauk ævi- sögu sinni. En hún á erindi við líðandi stund, v;ð mann- kynið, við heiminn. Hún á er- indi við alla þá sem unna menningu og bræðralagi með mönnum; en liún á líka erindi við þá sem trúa á vígvélar og valdbeitingu. Fún á til dæmis erindi við íslerilinga, þjóð sem hefur látið fleka sig í hernaðarbandalaa og heldur að fre'si sínu sé borgið í vöpnaskjóli. Bók Stefans Zweigs minnir okkur enn á það, að ábyrgum mönnnm er aðeins einn vegur sæmilegur: baráttan fyrir bræðralagi og friði, afvopnun op: sáttum með þjóðum. Þessi bók má verða sóknarskjal í hendi þeirra, sem unna manninum meira en slagorðum stjórnmála- skúma. Hún er ákall til lif- andi kynslóðar, sem á frelsi sitt og f jör i hættu. B. B. varla tilviljun ein, að bókin er frumrituð á kosningaári, eða 1956. Af þeim persónum bókar- innar, sem einkum koma við sögu kosningabardagans, ber frú Margréti Magnúsdóttur, konu Baldurs oddvita, hæst. Það er ósvikin lýsing á at- hafnasamri, miðaldra kvenper- sónu, sem nýtur þess að bjástra í hvers konar félags- störfum og lifir fyrir það, að sín sé að nokkru getið, sem atkvæðakonu. Fleiru af fyrir- fólki þorpsins er býsna skemmtilega lýst en ekkert af því kemur jafn mikið við sögu og frú Margrét. En það er frá íleiri atburð- um greint í þessari sögu en kosningabaráttunni einni, og fleiri persónum lýst. Höfund- ur gefur einkum glögga inn- sýn í líf gömlu verkamanna- hjónanna, Júlíönu og Óla í Bót. E'nnig segir hann frá búskaparundirbúningi sonar ] sirra og tengdadóttur og svo frá garðræktandanum Ara í Gerði þeim spaka manni, Frá- sagnirnar af lífi og störfum þessa alþýðufólks notar höf- undur sem andstæðu hins inni- haldslausa og fánýta um- stangs Dalgeirs Daðasonar og hans líka. Bezt finnst mér honum takast að lýsa þeim Júlí"nu og Óla í Bót. Það eru raunsannar og hugþekkar per- sónur, heilsteyptar og óbug- ardi í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og betra lífi stétt sinni og þjóðinni allri til handa. Öllu torskildari þykja mér athafnir hjónaefnanna ungu, er festa kaup á eyðijörð upp í sveit og hef ja þar 'andbrot og rvrækt. Yfir því athæfi svifur fjarska óraunhæfur andi sveitarómantikur og fram- séknarmennsku. Svo er það Ari í Gerði. Satt að segja Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.