Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.12.1958, Blaðsíða 12
Ábyrgur flokkur, eðo hrœsnari: Svik Alþýðuflokksins við launastéttirnar Þaö vantar ekki þembinginn í þá AlþýÖuflokksforingj- ana, þegar þeir lýsa yfir „ábyrgðartilfinningu“ sinni. Rétt einu sinn samþykkja þeir á flokksþingi sínu, að Alþýöuflokkurinn sé „abyrgur“ flokkur, sem ekki vilji skjóta sér undan vandanum. Vegna þessarar „ábyrgðar" samþykktu þeir aö standa meö Framsókn að kröfunni um að strika út bótalaust 15 vísitölustig, eða lœkka umsamið kaup um 8%. Alþýðuflokksforingjarnir, sem þá voru nýlega búnir að sam- Þykkja á Alþýðusambandsþingi iað slík eftirgjöf væri óþörf, en stefna bæri að niðurgreiðslu, snarsnerust á einum. sólarhring og átu ofan í sig fyrri sam- þykktir. Foringjarnir sem á Al- þýðuflokksþinginu samþykktu 8% launalækkun höfðu áður talið sig aðalbaráttumenn í röðum launþega fyrir hækkuðu kaupi. Kauphækkun opin- berra starfsmanna cg afstaða Albýðuflokks- ins og Framsóknar „Hin ábyrga“ framkoma Gylfa Þ. Gíslasonar og Eysteins Jóns- sonar kemur stundum fram með einkennilegum hætti. Dagana sem Alþýðusambands- þingið var að koma saman þótt- ust þessir tveir menn hafa sér- stakan áhuga á kauphækkun opinberra starfsmanna. Þeir gengu hart fram í því, að Alþingi samþykkti launa- hækkun til þeirra, sem nam Sósíalistafélag Reykjavíkur: Félagar! Munið þjóð- viljahappdrættið! Sparið félaginu tíma og fyrirhöfn með því að greiða félagsgjöld- in í skrifstofunni. — ★ — Hafið samband við skrifstofuna, sími 17510. 6—9%. En nú er augljóst að þessi barátta þeirra liefur aðeins verið skrípaleikur. Nú halda þeir Eysteinn og Gylfi því fram að þessi launa- hækkun hafj aldrei getað orðið opinberum starfsmönnum að neinu gagni. Og af því leggja þeir til strax daginn eftir að lækka skuli kaupgieiðslur opinbena starfsmanna sem nemur 15 vísi- tölustigum eða svo að segja um nákvæmlega sömu upplueð og launaliækkunin nam. Svona haga sér aðeins „ábyrg- ir“ stjórnmálamenn að dómi þessara herra. Öll framkoma Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins hefur verið í þessum efnum með fádæmum. Eða hvað segja menn um bar- áttu Alþýðuflokksins fyrir kaup- hækkun, rafvirkja, bakara og múrara í suinar? Eða kauphækk- un Verkakvennafélagsins Fram- sóknar? Var baráttan fyrir kaupliækkun þessara félaga ein- tómur skrípaleikur liimia ,,á- byrgu“, sem nú sé nauðsynlegt að strika út? Og hvað meinti fulltrúi (Framsóknar í bæjar- stjórn Reykjavíkur í sumar þeg- ar hann taldi rétt að semja við Dagsbríin um hennar sanngjörnu tillögur um kauphækkun? Var afstaða þessa fulltrúa Framsóknarflokksins aðeins hræsni? Og hversvegna ákváðu fulltrúar Framsóknarflokksins við verðlagningu landbúnararaf- urða í haust, að hækka grunn- kaup bæntla um 6%, áður en t.d verkamenn í Reykjavík höfðu hækkað sitt kaup? Var þessi kauphækkunar- ákviirðun Framsóknarforingj- anna aðeins skrípaleikur? Já, það er von að spuit sé fyrst foringjar Framsóknar telja nú að lífsnaúðsynlegt sé að kippa til baka þessum launa- hækkunum a.m.k. hjá launþeg- um í bæjum og kauptúnum. Ósjálfstæður flokkur sem svíkur allt og alla Ljóst er á aliri framkomu Al- þýðuflokksins að hann er ekki sjálfráður gerða sinna. Hann samþykkir eitt í dag og annað á morgun, eftir því hver það er sem harðast leggur að hon- um í hvert skiptið. í kosningunum til Alþýðusam- bandsþings samdi Alþýðuflokk- urinn við íhaldið og sveik Fram- Framhald á 11. síðu. Áköf leit að EOKA-mönnum Rúmlega 30 grískumælandi Kýpurbúar hafa enn verið handteknir á Kýpur í ákafri leit brezkra hermanna að EOKA- mönnum. Segja Bretar að hinir handteknu séu grunaðir um þátttölcu í EOKA-samtökunum. Bretar hafa farið í mikla leitarherferð um norð-austur- hluta eyjarinnar. Hafa um 1200 hermenn tekið þátt í leitinni og nota þeir m.a. fjölda heli- kopterfiugvéla við leitina. Fara hermennimir ófriðlega og brenna hús eða sprengja í loft upp, ef þá grunar að þar séu vopn eða skotfæri geymd. Tundurdufl í vörpu togarans Surprise Var á sömu slóðum og Fylkir íyrir 2 árum í fyrrakvöld fékk liafnfirzki togarinn Surprise tundurdufl í vörpuna, er liann var að veiðum út af Vestfjörðum. Að sögn skipstjórans á Sur- prise var skipið, er þetta gerð- ist, statt á sömu slóðum og tog- arinn Fylkir var. er hann fyrir 2 árum sökk eftir að hafa feng- ið tundurdufl í vörpuna. Surprise sigldi til' ísafjarðar með duflið á þilfari. Sérfræðingur frá landhelgis- gæzlunni, Gunnar Gíslason skip- stjóri fór í gser vestur til Isa- fjarðar til þess að gera tundur- duflið óvirkt. Þess má geta, að undanfarna vetur hafa íslenzkir togarar oftsinnis fengið dufl í vörpuna á þessum slóðum. (Frá landhelgisgæzlunni) Fundur í Sósíalistafélagi Reýkjavikur (framhaldsaðalfundur) verður haldinn í Iðnó þriðjudagskvöldið 16. þ. m. klultkan 8.30 Ejagskrá: 1. Framhald aðalfundarstarfa. 2. Stjórnmálaástandið, 3. Önnur mál. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN. PIOÐVILIINH Laugardagur 13. desember 1958 — 23. árgaUgur — 285. tbl. Meira samkomulag um sáttmála um bann við k j arnatilraunum Ný tillaga Sovétríkjanna á ráðsteínunni til að afstýra skyndiárás Á ráðstefnu kjarnorkuveldanna í Genf um bann við til- raunum með kjarnavopn, hafa fulltrúar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands orðið sammála um þriðja kaflann í uppkasti að sáttmála um bann viö kjarna- vopnatilraunum. Þessi kafli væntanlegs satt-Ekki er enn vitað um ákvæði mála fjallar um það, hvernig skipað skuli starfslið við sam- vinnustofnun þá, sem annast á eftirlit með því að bannið verði haldið, en hann kveður þó ekki í smáatriðum á um starf eða vald slíkrar stofnunnar. Um það mun ráðstefnan fjalla síð- ar. Fyrstu tveir kaflar sáttmál- ans hafa þegar verið samþykkt- ir, og fjalla þeir um bannið sjálft og um stofnun eftirlits- stofnunnar. Ráðstefnunni verður haldið áfram á mánudag. Á Genfarráðstefnu þeirri, sem fjallar um varnir við skyndiárásum hafa sovézku fulltrúarnir lagt fram nýjar tillögur um eftirlit úr lofti og á jörðu niðri. Tillögurnar eru bornar fram af fulltrúum allra sósíalistíeku ríkjanna, isem þátt taka í ráðstefnunni, þ.e. Sov- étríkjunum, Tékkóslóvakíu, Pól- landi, Rúmeníu og Albaníu. Serkir handteknir Franska stjórnin hefur látið handtaka 15 Serki í Frakklandi síðustu daga og segja frönek yfirvöld, að menn þessir séu grunaðir um þáttöku í þjóð- frelsishreyfingunni í Alsír. Meðal fanganna er bróðir fjár- málaráðherrans í útlagastjórn Alsír í Kairó. Það fylgir frétt- inni að búizt sé við að hand- tökunum verði haldið áfram á næstunni. Dagsbrún Framhald af 1. síðu. ef fullkomin trygging fengisl fyrir því að ríkisvaldið bæri hag alþýðustéttanna fyrir brjósti. Fletli Árni síðan óvægi- lega ofan af málflutningi íhalds- ins og gervimennsku í verka- lýðsfélögunum. Auk framangreindra ,tóku enn til máls Eðvarð Sigurðsson, Halldór Briem, Guðmundur Þor- kelsson og Guðmundur J. Guð- mundsson. — Dagsbrúnarmenn voru mjög samstilltir á fundi þessum og var ályktun fundar- ins samþykkt með samhljóða at- kvæðum. þessara tillagna. Banaslys á brezk- um fogara hér við land Tundurspillir ílytur lík sjómannsins heim Það liörmulega slys vildi til I gærmorgun um borð í brezka togaranum Noi-thern Davn, að einn skipverjinn fór í togvind- una og beið bana. Togarinn var, er þetta gerðist, stnddur 14 sjó- míiur ASA af Glettinganesi. TundurspiIIirinn Diamond flytur lík brezka sjómannsins til Englands. (Frá landhéigisgæzlunni) VIÐSKIPTI DAGSINS: ISAFOLDARBÓK — Undir bergmálshimni, eftir Guð- mund Frímann, á 10. síðu. LEIKF A NG ADEILD opnuð í Liverpool, á 9. siðú. LÆRIÐ At) TEFLA. ný bók eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Ásmundsson, á 8. síðu. TILVALDAR JÓLAGJAFIR úr Vefnaðarvörudeild KRON á 5. síðu. LÁRUS G. LOÐVÍKSSON. Ókeypis stöðumælaþjónusta í Bankastræti, á 5. síðu. TIL HELJAR OG IIEIM AFTUR, um nýja bók, á 5. siðu. AKUR H. F. Stúdentinn — nýtt leikfangaspil, á 4. síðu. pEtur á hættuslóhum um nýja bók, á 4. síðu. SKOTTUBÆKURNAR VIN- SÆLU, á 2. síðu. JÖLABÓKIN fæst í Bókabúð Máls og menningar, Skóla- vörðustíg 21, á 11. síðu. VÉLA. OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN í Bankastræti, á 2., 5. og 10. síðu. 11 dagar efíir HERÐUM SÖLUNA í Happdrætti Þjóðviljans Drœtfi EKKI frestað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.