Þjóðviljinn - 19.12.1958, Side 15

Þjóðviljinn - 19.12.1958, Side 15
Föstudagur 19. desember 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (15 ► Ernest K. Gann: Loftpóstarnir 8. dagur tíð bíður ykkar — og þið viljið verða póstþjónar." Hann skellti í góm og reri stóru höfðinu fram og aftur. „Fram og aftur, fram og aftur, sama gamla leiðin, alltaf sama leiðin — þangað til þið veröið vitlausir. Fram og aftur, þangað til þið rekizt á fjall einn góðan veðurdag. Jafnvel svona þverhausar eins og þið þola ekki aö rekast á fjall.“ En Roland fékk ekkert svar. Tad fór að raka sig og Colin var að klæða sig í flugbuxurnar. Keith var nið- ursokkinn í tímaritshefti. Svo kom maddama Moselle inn aftur með andlitið logandi af eftirvæntingu. Hún stokkaði spilin í skyndi, lagði þau á kassann og tautaði lágt við sjálfa sig. Allt í einu þagnaöi hún. Þegar hún tók aftur til máls varð rödd hennar blæbrigðalaus og atvinnuleg. „Það væri bezt að þið yrðuð hérna kyrrir,“ saeði hún. Hún benti á gosana fjóra sem lágu hlið við hlið í eístu röð. „Sjáið þið, hér er Colin og Keith og Tad og hérna er Roland.“ Hún renndi grönnum fingrun- um niður eftir rööunum fyrir neðan gosana. „Sjáið hér. Keith fer fyrstur. Eftir aö farið er að snjóa. Síðan Tad.....“ „Eg hlýt einhvers staðar aö hitta fallega ljóshærða blóma rós.“ „Það gerið þér. En þér getið ekki umflúið hitt, ef þér veljið þetta nýja líf.“ „Þetta var ég einmitt aö segja,“ hrópaði Roland sigri hrósandi. „Þið eruð heimskingjar. Kortin segja aldrei ósatt, er það maddama Moselle?“ „Eg læt þau ekki segja drengjunum mínum ósatt.“ Colin bældi niður bros. Hann vissi alltof vel, að mad- dama Moselle lifði lífinu eftir spilunum. Hún sagði alltaf að það væri ekki annað en óheppni að spilin hefðu ekki stýrt henni betur. „Hvað um mig?“ spm'öi Colin. „Græði ég milljón eöa lifi ég fram í háa elli eða hvort tveggja?" „Spilin eru flókin og margræð, en svart er yfirgnæf- andi. Þaö þýðir---“ „Féll frá í blóma lífsins-“ Roland hristi höfuð- iö með hryggðarsvip. < „Roland einn lifir það,“ sagði maddama Moselle. „Vegna þess að ég ætla svo sannarlega að vera kyrr hér, þar sem mér líöur vel.“ „Hafið þið tvö gert samsæri gegn okkur?“ spurði Tad. Roland fór að syngja fyrir munn OX-5 mótors: „Takið blöndunginn úr kviðmim á mér, takið stimplana úr höf&inu á mér; sendið handleggina heim til mö-ö-ömmu, segið henni að ég... ,sé loks hrokkinn uppaf.“ Colin fór í stígvélin sín. Svo reis hann á fætur, fór í leðurjakkann, beygði sig og kyssti maddömu Moselle blíðlega á kollinn. „Það sem yöur vantar, maddama Moselle," sagði hann fjörlega, „eru ný spil. Það er lítið upp úr bess- um að hafa. Eg skal sjá um að úr því verði bætt í dag.“ Hamn kyssti hana aftur á lcinnina og klappaði henni á bakhlutann. „Keith, taktu trýnið upp úr þessu blaöi og hlustaðu á mig. Nú fer ég á símstöðina og sendi þessum Gafferty skeyti. Eg hef hugsað mér að setja nafn mitt og Tads undir það. Á ég líka að setja þitt nafn undh, eða ætlarðu að eyða því sem eftir er æv- innar í loftrólu?11 „Já, sem ég er lifandi.... ég.... “ „Allt í lagi. Þá skrifa ég líka nafnið þitt.“ Hann leit sem snöggvast á Roland, sem forðaðist augnaráö hans og reyndi að vera særður og sorgmæddur á svip. „Hvað um þig?“ Roland huldi andlitið í höndum sér. „Heródes. Júdas. Einhver verður víst að hafa eftirlit með ykkur. Skrif- aöut líka nafnið mitt.“ Reykur úr verksmiðjunum í nágrenninu blandaöist i'ákri janúarþokunni yfir flugvellinum í Newark. Flug- vélageymslumar voru lokaðar eins og þær hefðu fros- ið aítor í kuldanum. Milli vegaitns gem Lá framhjá flug- vellinum og mýranna í suðri, var ekkert líf, ekkert sem hreyfðist. Þar var aðeins óhugnaður — skelfilegur öm- urleiki, sem hafði næstum lamandi áhiif á bræöurna. Jafnvel stóra, nýreista flugvélageymslan virtist auö og yfirgefin. Mennirnir fjórir gengu hægt í áttina þangað og höföu hendur í vösum. Þeir gengu varlega eins og sjómenn sem nálgast ókunna höfn. Þeir töluðu ekki saman þegar þeir gengu yfir flug- völlinn og forðuðust vandlega litlu, freðnu pollana. Þeir gutu augunum kringum sig, eins og þeir byggjust við að einhver elti þá. Þetta var víst fjölfarnasti flug- völlur Ameríku, Mekka þeirra manna, sem flugu vegna þess að flugið var þeim allt, og þó virtist hann nú vera auður og yfirgefinn. Bræðrunum fannst þeir vera undarlega óvelkomnir. Allir furðuðu þeir sig á hingaðkomu simii, og þeir fóru að hugsa um hlýjuna og sólskinið sem dansaði á vængjum þeirra eigin flugvéla. Þeir höfðu selt þær þeg- ar þeir komu til Tennessee og þaö var eins og þeir seldu eitthvað af sjálfum sér um leið — lítinn hluta sem óx með degi hverjum þegar þeir gerðu sér smám saman ljóst að gamla lífinu var lokið fyrir fullt og allt. Þetta líf virtist svo hart og háviðskiptalegt. Þeir fundu það á marrinu undir fótunum og á augnaráðil strætisvagnastjórans þegar þeir báðu hann um aði stanza við flugvöllinn. Þeir gátu sér þess til að þaðl stæði í sambandi við beiðni húsmóður sinnar um aði fá leiguna greidda fyrirfram, þegar þeir sögðu henni| atvinnu sína. Hér heyrðist engin tónlist frá sirkusvagnii í grenndinni, engin maddama Moselle — hér væri ekki hægt að bíða í svölu grasinu í skugga væmrjanna, meöan þeir biðu þess að röðin kæmi að þeim að sýna listir sínar fyrir mannfjöldann. Öll þessi þægindi voru að baki. En þó voru þeir saman og gamla samlieldnin missti ekki gildi eða þrótt í þessu nýja umhverfi. Þeir vissu allir að í vændum var breyting á lífsháttum þeirra og hver einasti þeirra var hið innra með sér staðráð- inn í að breytingin skyldi ekki hafa í för meö sér að- skilnað þeirra. Yfir lítilli hurð í horni fluggevmslunnar var skiltii sem á stóö Mercury Flugfélag. Roland gekk fyrstur| inn um dyrnar og þeir stóðu andartak fyrir innani og lituðust um. Þar var sterkur þefur af vélarolíu ogl hressandi lykt af „íburöi“ á strengdan striga. Þeim leiðl vitund betur, þangað til þeir voru búnir að athugaB nokkrar flugvélar sem raðað hafði verið afsíðis yzti í geymslunni. Þar voru tvær De Havillandvélar með libertymótorum. Þar var líka Jennie, eins og fyrsta flugvél Rolands, Fokker flugvél og Waco með OX- mótor. Heimatilbúin flugvél með sködduöum væng og sprungnu dekki stóð yfirlætislaus yzt í horninu. Hvernig geymast jólairé bezt? Flestir þeir, sem kaupa jólatré, óska þess að þau megi halda barri sínu sem allra lengst. Sak- ir þess, hve íbúðir manna eru heitar og þurrar, er þetta nokkr- um erfiðleikum bundið, en hér fara á eftjr nokkur ráð til þess að auka endingu trjánna. Sé farið eftir þeim verður barr- fallið miklu minna en ella. 1. Jólatréð verður að geyma úti undir beru lofti og i skjóli fram á aðfangadag. Snemma á aðfangadag er gott að taka tréð inn í kjallara og Rafha- kæliskápur til sölu. Uppl. í sima 18724 1 dag og næstu daga. væta það vel. Ýra má vatni á það nokkrum sinnum með dá- litlu miliibili í hvert sinn, svo að barrið nái að drekka í sig vatn. 3. Jólatrésfætur þeir, sem gerðir eru með vatnsskálum, áuka verulega endingu trésins. Þessir fætur hafa líka þann kost, að það er auðvelt að skorða trén í þeim, og- þeir end- ast mörg ár. Þess verður aðl gæta, að þeir séu fylltir víð OgS við, til þess að endi trésins sé| ávallt í vátni. 4. Þegar tréð er komið á fót-| inn og inn í stofu er nauðsyn-i legt að muna eftir því, að kæla vel stofuna um leið og umgangi er lokið að kvöldi og að hita hana upp á ný fyrr en þörf kref- ur. Þá ættu menn líka að muna eftir því, að setja vatnsílát á miðstöðvarofna meðan jólatréð stendur inni, þvi að slíkt eykur loftrakann í herbergínu og við það minnkar útguíun trésins. (Frá Laadgraeðslusjóði) g sjónarspil íyrir hálfri öld íslandsförin 1907 — ferðabókin 1958 .... bókin er í tölu hinna skemmtileg- ustu ferðabóka, sem um ísland hafa verið ritaðar .... .... hún segir frá áragrúa af atvikum úr förinni, ekki sízt hinum spaugilegu . . . . . . . og hún er stór- fróðleg heimild um ísland eins og það var fyrir hálfri öld. Útlenáingar sjá okk- ur alUaf á annan hátt en við gerum sjálf .... .... þessi heimsókn þótíi stóríenglegur viðbúrðúr lier á landi . . ^ liún varð íslenzk- um almenningi glæsilegt sjónar- spil .... (Umsögn Ólafs Hans- sonar, menntaskóla- kennara í Mbl. 14. desember). ísaiold

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.