Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 1
i
Laugardagur 7. febrúar 1959 — 24. árgangur — 31. tölublað.
INNIgBLABiNU:
VALSFEIL
forystugrein á 6. síðu
Fyrsti landhelgisbrjóturinn dæmdnr í dag
Viðurkennir staðarákvarðanir Þórs — Hefur brotið 10—12 sinn-
um síðan 1. sept. en mun dæmdur fyrir aðeins eitt brot
Réttarhöld hófust á Seyðisfirði kl. 2 e. h. í qær í máli Ronald Pretious
skipstióra á brezka landhelgisbrjótnum Valafelli. Var þeim lokið um kl. 6
síðdeais og mun dómur sennilega verða kveðinn upp eftir hádegi í dag.
Skipstjóri brezka togarans viðurkenndi staðarákvarðanir varðskipsins Þórs
að -hafa verið 8,8 mílur innan 12 mílna línunnar, og kvaðst hafa talið sig
7,5 sjómílur frá landi þegar hann var tékinn.
Toaarinn Valafell hefur brotið íslenzka landhelgi 10—12 sinnum, síð-
an 1. sept. s. 1., en mun ekki verða dæmdur fyrir nema þetta síðasta
brot begar hann var tekinn, vegna þess að þessi skipstjóri hefur ekki ver-
ið skipstjóri á honum nema síðan 24. janúar. Sýnir þetta hve brýnt og ó-
hjákvæmilegt er að breyta lagaákvæðum í þessu efni.
og auk þess sýndar athuganir fjörð einu kennileitin er hann
Fréttaritari Þjóðviljans á
'Seyðisfirði skýrir þannig frá:
Erlendur Björnsson bæjarfóg-
eti setti réttinn kl. 2 e. h.
Mættir voru þá Eiríkur Kristó-
fersson skiph. á Þór, Kærne -
sted frá landhelgisgæzlunni,
Geir Zoega umboðsmaður
brezkra togaraeigenda og verj-
andi landhelgisbrjótsins, Gísli
tsleifsson frá málaflutnings-
skrifstofu Fjeldsteds.
Meðdómendur bæjarfógeta
eru Sveinlaugur Helgason og
Friðbjörn Hólm og dómurum
til ráðuneytis Valdimar Stef-
ánsson sakadómari í Reykjavík.
Þá skjótum við á ykkur!
Skiustjóri landhelgisbrjóts-
ins Valafells, Ronald Pretious
var kaliaður inn kl. 2.30, þétt-
vaxinn maður, 32ja ára, fædd-
ur í Grimsby. Hann var mjög
daufur i dálkinn, drakk mikið
vatn og var laslegur.
Lesin var fyrir honum ákæra
Eiríks skipherra á Þór, en
aðaiatriði hennar eru þessi:
Þór kom að togaranum s. 1.
sunnudagsmorgun og kallaði
til hans kl. 10.30 að stöðva.
Togarinn anzaði því ekki og
var þá skotið að honum púð-
urskoti.
Kl. 10,46 var brezka her-
skipið Barunna komið á
vettvang og snéri öllum
fallbyssum sínum að Þór og
kallar: Ef þið skjótið á tog-
arann neyðumst við til að
skjóta á ykkur!
Fallbyssum tveggja
herskipa stefnt gegn Þór
Rétt á eftir staðnæmdust
bæði togarinn og brezka her-
skipið. Kl. 10.51 var brezka
herskipið Agincourt einnig
komið á vettvang og beindi
einnig öllum fallbyssum s'mim
að Þór. Skipherra á Agincourt
vildi- fresta aðgerðum þar til
athugað hefði verið dufiið sem
Þór setti út til að merkja stað
landhelgisbrjótsins. Fékk skip-
herra Agincourt leyfi til að
tooma um borð i’ Þór. Þar var
ihonum boðið að mæla sjálf-
ur stað duflsins mcð sextanti
Þórs á sjókorti.
Þór haföi tvisvar áður mælt
staðinn og var nú gerð þriðja
mælingin með Sinclair skip-
herra á Agincourt og mældist
staðurinn 8,8 sjómílur innan
12 mílna landhelginnar og
dýpi 82 metrar.
Sinclair skipherra undir-
ritaði skriflpga yfirlýsingu
um að hann teldi mælingu
Þórs rétta, en neitaði að
afhenda togarann þar
hann fengi svar frá yfir-
boðurum sínum í London.
Reyndi að strjúka
Þór og Agincourt lónuðu svo
þarna yfir togaranum fram á
fimmtudag að skeytið kom um
kl. 2 um að togarinn skyldi
halda til íslenzkrar hafnar.
Landhelgisbrjóturinn Valafell
lagði þá af stað til lands, en
um kl. 15 breytti hann skyndi-
lega um stefnu og hélt til hafs.
Þór tilkynnti brezka herskip-
inu þetta og skipaði það tog-
aranum að hlýða og fara til
lands. Sigldi hann þvínæst til
lands.
Mældi með dýptarmæli
og sjónhendingu!
Skipstjóri Valafells Ronald
Pretious var spurður hvort
skýrslan væri rétt og svaraði
hann því að radarinn hefði ver-
ið í ólagi hjá sér alla veiði-
förina. Var hann þá spurður
hvort hann hefði mælt með
öðrum tækjum.
Sakbomingur kvaftst hafa
,gcrt staðarákvarðanir með
dýptarmæli og hefði hann
sýnt 60 faðma dýpi!
Nánar aðspurður kvaðst
hann hafa lagt vörpuna kl. 7.30
að morgni s.l. sunnudags og
kvaðst hafa talið sig vera 7.5
sjómílur frá landi.
Viðurkenndi mælingu
Þórs
Skipstjórinn kvaðst ennfrem-
hafa dæmt þessa staðarákvörð-
im af afstöðunni til lands, en
hann kvað fjöllin við Seyðis-
þekkti á landi.
Sáuð þér land? spurði dóm
arinn. Skipstjórinn kvaðst hafa
haft landsýn í vest-norðvestri
og hafa togað í suð-suðvestur
þar til varðskipið Þór kom að
Framhald á 3. síðu
Á neðri myndinni má sjá hvernig gufustrókinn leggur
undan veðri þvert yífir Laugarnesvegiim. Á efri mynd-
inni er strajtisvagn að hverfa inn í guíuna. Gosið vakti
að voniun mikið umtal manna á meðal ;í gær og ]>ótti
mörgum að sjálfsögðu mikið til koma.
Vcxtnlð úr borholunni við Hátún
ekki undir 20 sekúndulítrar
Vatnið er um 130stiga heitt í holu - Um
80 sekl. aí vatni hafa fengizt i Reykjavik
Um kl. 7 í gærmorgun kom mikið og sjóðheitt vatn
úr borholu þeirri á mótum Hátúns og Laugarnesvegar,
þar sem „stóri“ gufuborinn hefur veriö að bora undan-
farnar 2 vikur.
Þjóðviljinn hafði í gærkvöld’ una er það um 130 stiga heitt,
tal af Gunnari Böðvarssyni
verkfræðingi, sem er forstöðu-
maður Jarðborana ríkisins, og
innti hann frétta. Gunnari sagð-
ist svo frá, að þegar hefði ver-
ið búið að bora í 2 vikur og
borinn kominn 740 m niður, þá
hefði ekolleðjan úr borholunni
horfið og benti það til þess, að
borinn hefði hitt á æð. Var þá
ákveðið að bora örfáa metra
enn; var síðan hætt boruninni
og beðið átekta. Það var í
fyrradag. 1 gærmorgun, um 7
leytið, kom svo gosið með
feiknar miklum krafti.
Gunnar kvaðst ekki geta
sagt með viseu um hve mikið
vatnsmagn væri að ræða, en það
væri ekki fjarrí lagi að álíta,
að það værl um 20 sekúndu-
lítrar. Er v&ínið kemur í hol
og er það mesti hiti sem mælzt
hefur hér í Reykjavík. Að svo
stcddu er ekkert hægt að segja
um hvar vatnið verður notað.
Ef miðað er við sama hita-
magn og er á vatninu, sem
kemur úr Mosfellssveitinni, þá
er það vatn, sem hefur fengizt
með borunum hér í Reykjavík,
um 80 sekúndulítrar, eða fjórði
partur af vatni því sem kemur
úr Mosfellssveit, sem er um
320 sekúndulítrar.
Allar likur eru á, að unnt
sé að fá talsvert magn enn
með borunum hér í Reykjavík
og næsta skrefið er að flytja
horinn á Klambratún og síðan
aftur á sama svæði og borað
var á nú síðast.
Gunnar sagði að lokum að í
ráði væri að bora mun dýpra
í framtíðinni eða allt niður í
1500 metrá; keypt verða við-
bótartæki er munu gera það
kleift.
Stuðningsfólk A-listans
í Iðju. Hafið samband við
skrifstofu A-listans,
Tjarnargötu 20 — sími 17511