Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 3
----Laugardagur 7. febrúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3 isbrjóturinn dæmdur Framhald af 1. sífíu. honum. Tók hann þá fram að hann hefði talið sig 7.5 sjó- mílur frá larudi er hann lagði vörp'una, en enn f jær landi þeg- ar hann var tekinn. Bómarinn s:purði ]*á hvort haim viðurkenndi staðará- kvarðanir Þórs og kvaðst hajtm verða að viðurkenna að mæiingar Þórs væru réttar, em taldi sig liafa verið óvilj- amdí svo náiægt landi, vegna bilaðra mælitækja. Fylqdist sjálfur með frá upphafi Eiríkur Kristófersson skip- herra á Þór, Garðar Pálsson 1. stýrimaður og Bjar.ai O. Helga- son H. stýrimaður voru kvadd- ir sem vitni í málinu. Eiríkur skipherra tók fram að allar mælingar hefðu verið gerðar af fyrsta og öðrum stýrimanni undir^ sinni umsjá og hefði hann sjálfur frá upp- hafi ífylgzt með öllum atburð- um 'lxssa máls. Hafa talið sér allt leyíilegt! Verjandi landhelgisbrjótsins, Gísli ísleifsson spurði livort duflið liefði ekki getað rekið nær lanrli frá því Þór setti það og þar til skipherra brezka her- skipsins mældi það og viður- kenndi mælinguna. Fullyrti Krístófer skipherra að það hefði ekki getað færzt né rekið innar, enda var útfall þegar það var sett. Verjandi landhelgisbrjótsins, Gísli Isleifsson, taldi undarlegt hve miklu skakkaði í staðar- mælingum Eiríks skipherra og pkipstjóra Valafells. Eiríkur skipherra taldi ó- líklegt að skipstjóri Vala- fells liefði nokkuð getað sagt ejn það hve langt frá landi taann var, þar sem liann var með ónýtt mælitæki og 60 faðma dýpi gæti verið bæði fyrir utan og innan land- helgislínuna, sagði liaiin ennfremur að brezku tog- ararnir sem verið liafa undir herskipavernd undan- farið hafi hingað til talið sig örugga um að vera hvar sem þeir vildu. Kvaðst sætta sig við dóminn Ronald Pretious skipstjóri Valafells var nú aftur kallaður fyrir réttinn og lesinn fyrir honum framburður Eiríke Kristóferssonar skipherra Þórs og fyrsta og annars stýri- manns á Þór, sem bar nákvæm- lega saman. . Skipstjóri landhelgisbrjóts- ins kvaðst engar athuga- semdir hafa að gera við framburð þcirra, og éngu við að bæta sinn fyrri fram- burð. Kvaðst liann verða að sætta sig við úrskurð réttar- ins. ICvaðst hafa verið heima! Dómarinn spurði þá Ronald Pretious hvar hann hefði verið síðan 1. sept. s.l. hann kvaðst hafa verið heima í Grimsby síðan 1. sept. s.l. þar til hann fór sem skipstjóri á Valafell 24. janúar s.l. og sigldi á íslands- „Eins og á sumardegi mið. Kvaðst hann ekki hafa verið á Valafelli fyrir 24. jan. s.l. Hann skýrði jafnframt svo frá að hann hefði verið skip- stjóri frá því árið 1950. Dómur fellur í dag Rétti var slitið um kr. 6 síð- degis. Voru gögn í málinu send suður til dómsmálaráðuneytis- ins til ákvörðunar um máls- höfðun. Er búizt við að dómur falli í málinu uppúr hádegi í dag. Óhjákvæmilegt að breyta lögunum Kærur á Valafellið fyrir land- helgisbrot síðan 1. sept. s.l. eru 10—12 talsins og ætlaði umboðsmaður Landhelgisgæzl- unnar, Guðmundur Kærnested að leggja þær fram, en við at- hugun á 'skipstjórunum kom í ljós að 2 skipstjórar hafa ver- ið á Valafelli frá því 1. sept. fram að 24.jan. að Pretious tók við stjórn togarans. Athugað var hvort menn þeir sem skráðir hafa verið skip- stjórar á Valafelli frá 1. sept. til 24. jan. væru nú meðal skipshafnarinnar, en það reynd- ist ekki vera. Togarinn niun því verða dæmdur fyrir aðeins þetta eina brot. Sýnir það berlega að óhjákvæmilegt er að breyta lögunum á þann veg að eigendur togaranna kom- ist ekki undan sektum með því einu að skipta nógu oft um skipstjóra. MikiII fögnuður á tón- leikum T. Spivakovskys Fiöiusnillingurinn Tossy Spivakovsky hélt aöra tón- leika sína fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói í gærkvöld. Eins og á hinum fyrri tónleik- um sl. miövikudag var listamanninum ákaft fagnað og hann kallaður fram hvaö eftir annaö. Á tónleikunum lék Spiva- kovsky Adagio í E-dúr, K.V. 261 eftjr Mozart, Partitu í d-moll fyrir fiðlu án undirleiks eftir Baeh, Adagjo og Fúgu í g-moll eftir sama og loks Sónötu í d- Ólafsfirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans, Hér hefur veður veríð eins og á sumardegi; frá 5—11 stiga hiti á daginn undanfarið og frost- laust á næturnar þar til í nótt. Snjó hefur leyst mikið og vegur- inn um sveitina vel fær. Sæmilegur afli hefur verið hjá trillubátunum. Tossy Spivakovsky moll op. 108 eftir Brahms. Und- irleik á píanó annaðist, Asgeir Beinteinsson. Ei.ns og áður hefur verjð skýrt frá hér í laðinu, er Tossy Spivakovsky talinn einn af fremstu fiðluleikurunum, sem nú eru unpi. Ilann er um fimmtugt, fæddur í Odessa í Rússlandi en fluttist aðeins hálfs annars árs ásamt foreldrum sínum til Þýzkalands. Tónlistarnám stund- aði hann í Berlín og' var aðal- kennari hans W. Hess, sem urn eitt skeið var nemandi hins fræga fiðslusnillings Joachims. Spivakovsky hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum um alllangt skeið og starfað sem einleikari hjá ýmsum af frægustu sinfóníu- hlýómsveitum þar í iandj. m.a. hljómsveitunum í San Francisco, Chicago og New York. Spivakovsk.v hafði skamma við- dvöl á íslandi nú, á leið sinni til Bandaríkjanna úr tónieikaför um Þýzkalands og Svíþjóð. Á tónleikum. sem hann heldur vestra eftir fáeina daga mun hann m;ai leika nýja fiðlusónötu eftir Roger Sessjons, eitt af kunnustu nútíðartónskáldum í Bandaríkjunum. Sónata þessi hefur ekki áður verið fiutt. Er blaðamenn ræddu við Spíva- kovsky sem snöggvast í fyrra- dag, lét hann hið bezta yfir dvöl sinni hér, kvað ánægjulegt að hér skyldi starfa sinfóniuhljóm- sveit því að á reglubundinni starfsemi fulkominnar liljóm- sveitar hvildi ailt tónlistarlíf og fór liann viðurkenningarorðum um undirleikara sinn Ásgeir Beinteinsson. lenai eiaa BreiBhvltinaar i Austurver h.f. opnar í dag í glœsilegum húsakynnum á horni Mi'klubrautar og Stakkahlíðar í dag opnar Austurver h.f. matvöruverzlanir í nýju og glæsilegu verzlunarhúsi á horni Stakkahlíöar og Miklubrautar. Veröa þar á einni hæö brauöbúð, fiskbúö, kjörbúö fyrir kjöt og nýlenduvörur og sælgætis- og tóbaksverzlun. Taka brauðbúöin, fiskbúðin, kjörbúöin og sælgætissalan til starfa í dag. Allt á sama stað Gestum og fréttamönnum var í gær oðið að skoða húsakynni Austurvers hf., en þau eru mjög rúmgóð og vistleg og innrétting- ar og skipulag allt með nýtízku sniði. Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjórí Austurvers skýrði svo frá, að eigandi húsnæðisins væri Veggur hf., en það er hlutafélag, er smásölueigendur stofnuðu með sér árið 1954 í þeim tilgangi að reisa vei-zlunar- hús, er síðar yrðu seld eða leigð meðlimum félagsins. Hófust byggingaframkvæmdir árið 1956 og leigði Austurver neðri hæð- ina í þessu húsi og hluta af kjallara, er það var fokhelt. Hef- ur Austurver siðan séð um alla innréttingu. Efri hæð hússins keypti hins vegar Þorvaldur Guð- mundsson og mun opna þar í næstu viku veitinga- og skemmti staðinn Lido klúbb. HverfiS, sem er á sfœrS vi5 meSalþorp, er án lóSarréffinda og nokkurs skipulags íbúar Breiöholtshverfis hafa til þessa dags oröiö að þola þaö að búa sem réttlausir útlagar í Reykjavík. Árum saman hafa þeir krafizt þess aö fá lóöarrétt- indi eins og aðrir húseigendur í bænum, en íhaldiö ævinlega þverneitaö. Fulltrúar Sósíalistaflokksins hafa á undanförnum árum flutt tillögur í bæjarstjórninni um aö veita BreiÖhyltingum jafnan rétt og ööru fólki, en íhaldið ævinlega notaö meirihluta sinn til aö drepa það mál. Á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag felldi íhaldiö tillögu fulltrúa Alþýöubandalagsins um aö láta hraöa skipulagi Breiöholtshverfis. d sama í þessu verzlunarhúsnæði, sem er 530 fermetrar að stærð auk kjallara, verða eins oe áður segir á boðstólum hvers konar matvörur. Þar verður stór kjör- búð með kjöt- og nýlenduvör- urn sem Austurver hf. rekur, einnig verður þar tóbaks- sæl- gætis- og blaðasala, sem það rekur Brauða- og kökugerðina rekur úins vegar Sigurður Jóns- son bakarameistari, einn af hluthöfum Austurvers, og sama er að segja um fiskverzlunina, að hún er rekin sjálfstætt af einum hluthafa Austurvers. Er hún úfibú frá fiskverzluninni Sæbjörgu. Loks verður þarna mjólkurbúð, sem Mjólkursam- salan rekur og vefðiir það fyrsta mjólkurbúðin hér á laudi með kjörbúðarsniði Fiskbúðjn tekur Framhald á 11. síðu Fulltrúar Alþýðuhandalags- ins fluttu á fundinum svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin felur borgar- stjóra að láta hraða skipu- Iagi Breiðholtshverfis, svo unnt sé að veita húseigendum þar lóðarréttindi.“ Guðmundnr J. Guðmundsson mælti fyrir tillögunni. Drap hann fyrst á að langt væri liðið frá því þetta mál kom fyrst á dagskrá í bæjarstjóm- inni og Ikvað ástand það sem skapazt hefði í Breiðholts- livenfi ekki aðeins íbúum þess til tjóns heldur beinlínis virð- ingu bæjarins ósamboðið. Hefur útlilutað rétíindalausum lóðum Hvenfið hefur verið byggt án nokkurn skipulags og án þess að nokkur húseigandi njóti þar lóðarréttinda. Tvenn.t hefur borið til að slíkt hefur gerzt. Annarsvegar hafa menn byggt þar yfir sig án leyfis, vegna þess að þeir voru algerlega 'húsnæðislausir og gátu hvergi fengið lóð í bænum, og hins vegar liefur bæjarstjóriiarmeiri- hlutinn beinlínis vísað mönnum þangað til að reisa liús sín og útlilutað lóðum, — lóðmn án nokkurra réttinda. Á stærð við meðalþorp í Breiðholtshverfinu búa nú nokkuð á 5. hundrað manna; það er orðið á stærð við meðalþorp úti á landi. Það myndi þykja all-skrítið úti á landi ef byggt væri heilt þorp án þess nokkurt liús í því hefðj lóðarréttindi! En þannig er þetta í sjálfri höfuðborginni nndir stjórn íhaidsins. Þar hef- ur byggzt meðalþorp án nokk urs skipulags og án nokk- urra lóðarréttinda! — En slíkir smámunir hindra . ekki íhaldið í því að lofsyngja sjálft sig fyrir afburða skipulagn-. ingu og fyrirmyndarstjórn á öllum málum bæjarins. Fá engin lán Margir hafa, einkum síð- ustu árin, byggt þarna sæmi- legustu hús, sem myndu hafa aðgang að lánum úr hinu al- menna húsnæðislánakerfi. ef húseigendurnir fen.gju lóðar- réttindi, það er ©f stjórnin á bænum væri eins og tíðkast hjá siðuðum mönnum. Hve mjög þetta torveldar þeim mönrium, sem neyðast til að byggja þarna, að kon\a hús- unum i fullnægjandi stand og eignast þau þarf ekki að lýsa. Það ber ekki á öðru en þess- ir réttlausu íbúar séu krafðir um gjöld til bæjarins. Minnti Guðmundur J. borgarstjóra á að bærinn hefði skyldur við þetta fólk. Ekki góðs viti Guðmundur J. minnti á að borgarstjóri hefði fyrir ári lýst því að hann hefði gefið fyr.rmæli um að liraða skipu- lagningu hverfisins — en sið- an hefði ekkert um það mál heyrzt frekar, en hverfið hald- ið áfram að byggjast í ó’ejTfi og starfsmenn bæjarins einnig úthlutað lóðum — óformlega. Guðmundur sagði, að ef borgarstjóri færi enn að lýsa því að unnið væri að þessu, og hann gæti ekkí samþykkt Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.