Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 12
ÍK.>: m a éis nær 11! ISjufólk þarf oð svoro kaupránsmönnum meS þvl oð fylkja sér um A-lisfann Kosningar í Iðju, félagi verksmiöjufólks í Reykjavík, hefjast í dag og standa ;frá kl. 10 f. h. til kl. 7. e. h. i skrifstofu félagsins. Á morgun verður kosið kl. 10 til 10. Stjórnarandstæðingar í Iðju bera fram A-lista, en B-listinn er borinn fram af íhaldi og hægrikrötum, þeim aðilum sem standa að því að ræna allt iðnverka- fólk 13,4% af samningsbundnu kaupi. Eins og rakið var í blaðinu í gær nemur lækkunin á kaupi iðnverkafólks mjög tilfinnanleg- Um upphæðum. Kaup kvenna sem unnið hafa í eitt ár lækk- ar um kr. 472 á mánuði. Kaup kvenna sem unnið hafa fjögur ár lækkar um kr. 512 á mánuði. Kaup karla sem unnið hafa í eitt ár lækkar um kr. 618 á mánuði og kaup karla sem unnið hafa í fjögur ár lækkar um kr. 670 á rnánuði. Leitinni að skipbrotsmönnum af Hans Hedtoft er uú hætt H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti í gær eftir fund í dönsku ríkisstjórninni aö full vissa væri nú fengin fyrir því að allir þeir 95 skipverjar og far- þegar sem voru með danska Grænlandsfarinu Hans Hedtoft hefðu farizt. Leitinni að skipbrotsmönnum yrði því hætt. Orlítill vonarneisti hafði kvikn- að aftur í fyrradag þegar olíu- brák fannst á sjónum skammt frá Egedeshöfða, og var talið vís't að olían væri úr Hans Hed- toft. Búizt var við að ef einhver björgunarbátur eða fleki úr skip- inu væri enn ofansjávar myndi hann vera að finna á svipuðum slóðum. T gærmorgun sást úr bandarískri flugvél brak á sjónum skammt frá olíubrákinni og var talið að þar gæti verið um lestar- hlera úr Hans Hedtoft að ræða. Grænlandsfarið Umanak hélt þá á vettvang, en varð einskis vís- ari. Skymasterflugvél fór frá Kefla- víkurflugvelli til ieitarinnar í gærmorgun. Tvær danskar Cata- linaflugvélar sem sendar voru frá Danmörku til þess að taka þátt í ieitinni voru enn veður- tepþtar á Keflavikurflugvelli í gær og höfðu aidrei komizt lengra. Slæmar gæftir, fáir bátar á sjó Enginn bátur var á sjó frá Vestmannaeyjum i fyrradag vegna veðurs, en nokkrir bát- ar voru á sjó í gær, þótt sjó- veður væri slæmt, ha.fátt með miklu brimi. Þrír bátar voru á sjó frá Sandgerði í fyrradag þrátt fyr- ir slæmt veður og fengu dá- góðan afla, eða rösklega átta lestir hver, miðað við slægðan fisk. í gær voru allir Sandgerðis- bátar á sjó, en óvíst var hvort þeir myndu róa um kvöldið, því að veðurútlit var ekki gott. Gronehi, forseti ítalíu, fól í gær Segni, sem var landvarna- ráðherra í fráfarandi stjórn Fanfanis, að reyna að mynída nýja stjórn. Fanfani hafði áður hafnað tilmælum forsetans að sitja áfram, en hann eagði af sér fyrir tæpum hálfum mán- uði. Segni er eins og Fanfani úr Kristilega lýðræðisflokknum. Minningarathöfn um þá sem fórust með Hans Hedtoft var flutt í danska útvarpið í gær. H. C. Hanseh forsætisráðherra fljjtti ávarp m.a. Þakkaði hann öllum þeim sem tekið höfðu þátt í leitinni að skipbrotsmönnum. Lélegar sölur togara erlendis 1 gær og i.fyrradag seldu fjór- ir togarar afla sinn erlendis Fengu þeir fremur lítið verð fyr- ir aflann, enda hefur tíð verið slæm að undanförnu og afli verið tregur. Togararnir voru 'því með lítið aflamagn. Surprise seidi í Grimsby í fyrradag 152 iestir fyrir 7.142 sterlingspund, Akurey seldi í fyrradag í Bremerhaven 121 lest fyrir um 50.000 þýzk mörk, Skúli Magnússon seldi í gær í Hull 124 lestir fyrir 6.911 sterl- ingspund og Ágúst seld í Grims- by í gærmorgun 105 lestir fyrir 3.918 pund. Fjórir togarar selja afla sinn í Bretlandi og Þýzkalandi á mánudag og þriðjudag. Meðallækkunin á kaupi iðnverkafólks nemur þannig kr. 568 á mánuði eða kr. 6.816 á árj Talið er að um 1600 manns vinni nú á Iðju- taxta í Reykjavík, og er heildarupphæðin sem íekin er af því fólki öllu sem næst 11 milljónir króna á ári. Það er sú upphæð sem atvinnu- rekendur' spara í kaupgreiðsl- um, en á móti fær iðnverka- fólk verðlækkanir þær sem nú eru að koma til fram- kvæmda og nema yfirleitt rúmlega 1%! Vitað er að íhald og hægrþ kratar munu sækja kosnjnguna af miklu kappi, ekki aðeins tU að tryggja völd sín í félagi iðn- verkafólks, heldur og til þess að geta haldið því fram á eftir að launafólk uni því mætavel að kjörin séu skert! — Hvert at- kvæði sem B-Iistanum er greitt er íhaldi og liægrikrötum livatn- ing til þess að halda áfram kjaraskerðingarstefnunni, til að lækka Iaunjn sem mest og hafa verðlækkanirnar sem ómerkileg- astar. Einnig á verksmiðjufólk óupp- gerðar sakir við félagsstjórnina. Á öðrum stað í blaðinu rekur Björn Bjarnason hvernig stjórn félagsins skar rekstrarafgang fé- lagsins niður í ekki neitt á einu ári með fjármálaóstjórn sinni og hvernig hún treystist nú ekki til að sýna félagsfólki reikninga fé- lagsins fyrir kosningar. Laug-ardr.gur 7. febrúar 1959 — 24. árgangur — 31. tölujblað. Hinn nýi sendiherra Finnlands á Islandi, frú Tyyne Lilja Leivo-Larsson, sést hér af- henda forseta Islands trúna aðarbréf sitt við hátíðlega ' athöfn á Bessastöðum s.l. þriðjudag. Ferð Macmillans lil Moskvu undanfari stórveldafundar? Tilkynningin um för Macmillans, forsætisráö’'ierra Bretlands, til Moskvu síðar í þessum mánuði vekur hvarvetna fögnuð og margt þykir benda til þess aö hún muni verða undanfari fundar stjórnarleiötoga stór- veldanna. Oll brezku bíöðin eru sammála um að viðræður Macmillans og Lloyds utanríkisráðherra við sovézka ráðamenn geti aðeins komið góðu til leiðar, þótt þau geri sér ekki öll jafnmiklar von- ir um árangurinn. Þess gætir mjög í brezkum blöðum að þau teija Macmillan hafa tekið ákvörðun um að fara Stjórn Iðju á Akureyri sjálfkjörin AJcureyri. Frá fréttaritara Þjóðv. Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri var haldinn hér s. 1. sunnudag. Stjórnin var einróma endurkjörin. Stjórn Iðju er þannig skipuð: Jón Ingimarsson formaður. Arnfinnur Arnfjnnsson, ritari. Hjörleifur Ilafliðas., gjaldkeri. Friðþjófur Guðlaugsson, vara- formaður. Hallgrímur Jónsson meðstjórn- andi. í trúnaðarráð auk stjórnar voru kosnjr Kristján Sefánsson, Ingiberg Jóhannesson og Jóhann Hannesson. Eignir félagsins höfðu vaxið á árínu um kr. 37 þús. 468.35 og töldust við síðustu áramót 187 þús. 325.27, þar af í styrktarsjóði kr 56 þús. 203.83. .Iðja er nú fjölmennasta verkalýðsfélagið á Akureyri með nokkuð á 6. hundrað félaga. „Þegnskapur" bœjarstjórnarlhaldslns: Leggur milljónahækkanir á bæjarbúa -Lækkar kaup þeirra um 13.4% Bæjarstjórnaríhaldið sýndi í verki í fyrrinótt hvað fyr- ir því vakir með fagurgalan- um um að allt Verði að lækka. Það hefur lækkað kaup allra Iaunþega uni 13,4 prósent en hækkar sjálft skatta og gjöld sem það tek- ur af bæjaibúum svo millj- ónum skiptir. Með „niðurfærsluleiðinni'* meinar íhaldið lækkaðar tekjur launþega, en auknar álögur á þá. FyriC fundinum lágu til- lögur frá Þórði Bjömsyni um að fresta þeirri hækkun húsaskatts er bæjarstjóm liafði nýlega samþykkt. Al- þýðubandalagsmenn gerðu þá breytingaríillögu að hækkun vatnsskatts skyhli haldast, vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Vatnsveitun.nar, en studdu tillöguna að öðru leyti. íhaldið felldi að fresta hækkuninni. Það felldi einnig með 10 atkv. gegn 5 að fresta hækk- un daggjalda á barnahcimil- um, Hinsvegar liraktist það á undanhald í hækkun sund- liallar- og sundlaugargjalda. Felldi að fresta hækkuninni, en lækkaði bana nokkuð frá því það hafði áður ákveðið að luin skyldi yera. Frá þessu verður itarlegar skýrt siðar. til . Moskvu nú vegna þess að búast má við kosningum í Bret- landi í vor, og muni hann telja sig standa betur að vígi : þeirn eftir viðræðurnar við ráðamenn Sovétríkjanna. Daily Herald, málgagn Verka- mannaflokksins, lætur engu að síður í ljós fögnuð yfir þessari ákvörðun Macmillans og segir flokkinn jafnan hafa verið þeirr- ar skoðunar að stjórnarleiðtogar ættu að gera allt sem i þeirra valdi stæði til að draga úr við- sjám, og skipti þar engu' máli hvaða flokkur færi. með völd. Hætt verði smíði flug- skeytastöðva Þrjátíu þingnienn Verkamanna- fiokksins báru i gær fram á- lyktunartillögu á brezka þinginu þess efnis að brezka stjórnin léti hætta vinnu við smíði flug- skeýtastöðva í Bretlandi og banna ílug bandariskra sprengju- flugvéla með kjarnavopri frá stöðvum Bandarikjamanna í Bretlandi. Þeir telja að slíkar ráðstafanir mjmdu vel tii. þess fallnar að auðvelda viðræður Macmiilans og sovézkra ráða- manna. Sendiherra Bret’ands í Mosk- vu fiýgur til London á þriðju- dag og mun dveljast þar í tvo- þrjá daga og verða ' brezku stjórnjnni til ráðimeytis við undirbúning ferðalags Mac- millans. Dulles ræddi við de Gaulle í gær Dulles, uta nríkisráÆherra Bandaríkjanna, ræddi í gær í París við de Gaulle forseta, Debré forsætisráðherra og de Muryille utanrikisráðh. Berlín- armálið og tiUögur sovétstjórn- arinnar um friðarsamninga við Þýzkaland munu hafa verið á dagskrá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.