Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.02.1959, Blaðsíða 6
C) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 7. febrúar 1959 - þlÓÐVILJINN Útsrefandi: SamelnlnKarflokkur albýCu — Sóslallstaflokkurlnn. - Ritstiórar. Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Préttaritst.ióri: Jón fíJarnason. - Elaðaraenn: Ásmundur SlgurJónsson, Guðmundur Vlgfússon. var K Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. SigurJón Jóhannsson, Sigurður V PrlðbJófsson. — AuglýsingastJórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- arelðsla, auglýsinKar. prentsmlðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (ð iínur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. Valafell að eru mikil tíðindi að nú hefur fyrsti brezk) land- helgisþjófurinn verið færður til hafnar og bíður dóms fyrir 'orot á reglugcrðinni um 12 mílna fiskveiðilandhelgi við Island. Um fimm mánaða skeið hafa íslendingar háð árangurslausa baráttu við breziku veiðiþjófana, þeim iafa verið birtar kærur svo hundruðum skiptir, en brezk /íerskip hafa með vopnavaldi komið í veg fyrir að unnt •’æri að fullnægja íslenzkum .ögum. En nú er loksins kom- :ð að þvi að brezkt skip verði iæmt samkvæmt reglugerð- inni nýju og styrkir það að- gerðir íslendinga í landhelgis- málinu að sjálfsögðu til mik- illa muna. Jafnframt ber Islendingum að veita því aíihygli hvernig oessa fyrstu handtöku ber að: Eftir langt þóf samþykkir brezka útgerðarfélagið, sem á togarann, að hann skuli hlrta Eyrirmælum íslenzku land- iielgisgæzlunnar og halda til liafnar og dóms. Og brezki tundurspillirinn, sem ! nofckra :Iaga kom í veg fyrir að Þór iiirti togarann, beitti sér nú fyrir því (að togarinn hlýddi landhelgisgæzluiir.i og rak hann að lokum beinlínis til Seyðisfjarðar. Eru þessar að- farir býsna ólikar því sem tiðkaðisf allt fram til síðustu áramóta og sýna að brezka stjórnin hyggur nú á breytt- ar baráttuaðferðir í átökum fKnum við íslendinga. Hver ítinn raunverulegi tilgangur ,er kemur glöggt i ljós í s'keyti Æm Reutersfréttasto.fan sendi írá sér í fyrradag, en þar segir svo m. a.: , Qir Farndale Phillips hers- ^ höfðingi forseti sambands brezkra togaraeigenda sagði i kvöld: ,,Eg fagna því að i-igendur Valafells liafa tekið Tnnnkvæðið ý því að reyrii áS leysa á friðsamlegan liátt }>að mál sem togari þeirra hefúr lent í við íslenzk yfir- völd“ .... Talsmaður brezka utanrikisráðuneytisins lagði í :lag áherzlu á það að ákvörð- unin um að láta Valafell sigla 4il hafnar væri tákn góðvilja ):>rezk ra togaraeigerula og sýmli að þeir væru reiðubún- rr að leita vinsamlegrar iausn- ar á núverandi vandamáliun.“ T Tndanhaklið í sambandi við ^ Valafell er þannig af híálfu brezkra útgerðarmanna jg stjórnarvalda tilraun til 'óess að koma á hinum lang- bráðu samningum við ís’end- :nga um landhelgina, samn- ingum um að íslendingar sætti ság við e-itthvað minna en 12 •dlur. Ýms fleiri atriði hafa bent til þess aö undanförnu íið Bretar telji möguleika á Klikum samningum; þannig hafa bæði togaraeigendur og og stjórnarvöld í Bretlandi beitt sér gegn kröfunum um löndunarbann með þeim rök- um að nú þurfi umfram allt að fara vel að Islendingum- Er augljóst að þetta nýja mat Breta á rætur að ’rekja til stjórnarskiptanna; þar- lendir ráðamenn ímynda sér að með brottför Alþýðubanda- lagsins úr ríkisstjórn hafi opnazt möguleikar á samn- ingum um eftirgjafir af Is- lendinga hálfu. Hér skal eng- um getum að því leitt á lrverju Bretar byggja slikt mat en vafalaust er það runn- ið undan rifjum brezka sendi- ráðsins hér í Reykjavík og annarra aðila sem þykjast eitthvað vita um það sem gerist að tjaldabaki í íslenzk- um stjórnmálum. TTinn sérstaki tilgangur með J * undanhaldinu i sambandi við Valafell virðist vera sá að gefa til kynna að brezkir togaraeigendur séu reiðubún- ir til að viðurkenna „fjögurra mílna landhelgi“ — þar sé samningsgrundvöllurinn af þeirra hálfn! Sú afstaða þeirra markast m.a. af því að hér á landi hafa sumir tal- að um það sem eitthvað sér- stakt brot að togarinn Vala ■ ifell skyldi staðinn að veiðum innan fjögurra mílna marka, en auðvitað eru öll brot innan 12 mílna markcnna jafn al- varleg, og skipta línur sem innar kunna að verða dregn- ar engu máli í því sambandi. Togarinn Valafell verður þá að sjálfsögðu aðeins dæmdur fyrir brot á reglugerðinni um 12 mílur en ekki fyrir að forjóta einhverjar eldri reglu- gerðir, sem fallnar eru úr gildi. að er nauðsynlegt fýrir ís- ilendinga að gera sér Ijóst hver er tilgangur Breta með því að taka nú upp „mildari“ framkomu og svara öllum brögðum þeirra á réttan hátt. Einnig er nauðsynlegt að Bretum verði sagt það skýrt og skorinort að af Islendinga ihálfu verði aldrei samið um neina tilslökun frá 12 mílna landhelginni, hvaða barátta- aðferðum og brögðum sem iBretar kunna að beita, hvort sem þeir viðhafa skefjalaust ofbeldi eða svokallaðan „góð- vilja." Hvað svo sem Bretar telja sig kunna að vita um hugrenningar sumra íslenzlkra stjórnmálamanna, ber þeim að horfast t augu við þá stað- reynd að Hslenzka þjóðin mun aldrei láta nokkrum manni haldast það uppi að skerða í neinu 12 mílna landhelgina. Þeim mun fyrr sem Bretar átta sig á þeirri staðreynd, þeim mun fyrr munu þeir láta af hinni vonlausu og lög- lausu og siðlausu styrjöld sinni við Islendinga. Brezknr forsætisráðherrci fer í kosxaixtgczferialog til Moskva T|egar hjnn framgjarni öld- * ungadeildarmaður Hubert Humphrey tryggði sér í vetur dögum saman rúm á forsíðum bandarískra blaða og í sjón- varpsdagskrám með maraþon- viðtalj vjð Nikjta Krústjoff, varð einhverjum keppinaut hans í Demókrataflokknum að orði. að þetta værj í fyrsta skipti sem bandarískt forseta- efni byrjaði kosningabaráttu sína á bæjarhellunni í Kreml. Nú er komið á daginn að fieiri vestrænir stjórnmálamenn en Humphrey telja sigurvænlegt að skreppa til Moskva þegar kosningar fara í hönd, I tæp þrjú ár eru forsætisráðherrar brezku íhaldsstjórnarinnar bún- ir að eiga heimboð í . Kreml. Þingmenn Verkamannaflokks- ins eru margbúnir að reka eftir Harold Macmillan að nota sér boðið, en hann hefur farið und- an í flæmingi þangað til nú. í fyiradag tilkynnti brezki for- sætisráðherrann þingheimi, að hann hefði fyrir nokkru látið sovétstjórnina vita að sig fýsti að endurgjalda komu Búlganíns og Krústjoffs til Bretlands vor- ið 1956. Kremlverjar töldu sér ekkert að vanbúnaði að taka á móti honum, og nú hefur verið ákveðjð að forsætisráð- herrann og Lloyd utanrikisráð- herra leggi af stað í austurveg 21. febrúar. XTiezkur forsætisráðherra hei- ” ur aldrei áður heimsótt Sovétríkin á friðartímum, og sú var tíðin að það hefði verið póljtískt sjálfsmorð fyrir brezk- an íhaldsíoringja að sækjast eftir gistivináttu bolsévika. Nú er svo komið að Harold Mac- William Fulbriglit millan hyggst hressa við sigur- horfur flokks síns í þingkosn- ingunum sem í hönd fara með þvi að skreppa austur á Volgu- bakka og skála við Krústjoff. íhaldsstjórnjn stefnir að þing- kosnjngum í Brétlandi í maí í vor. Unanfarið hefur gætt frá- hvarfs kjósenda frá íhalds- flokknum vegna vaxandi at- vinnuleysis, nýlenduerja og annars mótgangs. Þegar þannig stendur á telur Macmjllan snjallasta ráðið tjl að vinna traust brezkra kjósenda að fara tjl Moskva og taka þar V'j i.! Harold Macmillan upp viðræður við sovézka stjórnmálamenn um heims- vandamálin. T7ramtíð Þýzkalands verður * efst á þlaði í viðræðum brezku og sovézku ráðherranna. Allt frá því Anthony Eden bar frarn tillögu um afvopnað belti í miðju Þýzkalandi hefur brezka íhaldsstjórnin haft nokkra sérstöðu meðal Vestur- veldanna í því málj. Innan í- haldsflokksjns eru öfl, sem telja að brezk utanríkisstefna eigi að miða að því að hindra að Þýzkaland verði öflugt her- veldi á ný. Þessa skoðun að- hyllist hópur íhaldsþingmanna undir forustu Hinchingbrooke lávarðar, og hún er túlkuð í ■ blöðum Beaverbrooks lávarð- ar. Verkamannaflokkurinn hef- ur lýst sigi andvígan kjamorku- hervæðingu Vestur-Þýzkalands og borjð fram tillögu um tak- mörkun vopnabúnaðar í Mjð- Evrópu, sem í mörgu svjpar tjl Rapackiáætlunarjnnar, sem kernd er vjð utanríkisráðherra Póilands. í þessari viku bóru 44 Verkamannaflokksþingmenn fram þingsályktunartillögu, þai sem skorað er á brezku stjórnina að viðurkenna Þýzka alþýðuríkið og beita sér fyrir því að myndað verði ríkja- bandalag beggja þýzku ríkj- anna. Times hefur í forustu- greinum dejlt á ríkisstjórn Adenauers í Véstur-Þýzkalandi fyrir að hafa í frammi landa- kröfur á hendur nágrannaríkj- uni Þýzkalands og skorað á Vesturveldin að athuga gaum- gæfilega liugmyndjna um þýzkt ríkjábandálag. rr'illögúri ‘áóvátstjórnarinnar -*• um Berlíh og friðarsamn- ing vjð Þýzkaland hafa komið íl h ' Vesturveldunum í- 1 vanda. Stjórnir Bandaríkjántía og Bretlands geta ekkj ságt þvert nei vegna almenningsálitsjns heima fyrir og erlendis, sem er þreytt á kalda stríðinu og vill að stórveldin gangi til samn- inga Eigi samningar að bera ejnhvern árangur verða vest- urveldin að sýna lit á tilslök- unum, koma í einliverju til móts við sovézku tillögurnar, en á slíkt má Adenáúer ekki heyra minnzt. Lífakkeri yfir- ráða hans í Véstur-Þyzkalandi er valdstefnan, áð Vesfúrveldin eigi að hervæðast þangað tjl þau séu fær um að setja Sovét- ríkjunum úrslitakosti .Nú við- urkenna allir nema öídungur- inn í Bonn og nánustu sam- starfsmenn hans að vgjdstefn- an heíur beðið skipbrot. Dulles og Macmillan hafa báðir horf- ið frá þeirri kröfii Vesturveld- anna að almennar kosnjngar verði að vera upphaf samein- ingar Þýzkalands. Enginn veit hve langt undanhaldið kann að verða hjá Dulles, sem nú verður að taka nokkurt tillit til vilja skæðasta andstæðings síns á þingi, Wjlliams Fulbr- ights, sem er nýorðinn formað- ur hinnar voldugu utanríkis- málanefndar öldungadeildar- innar. Fulbright hefur stungið upp á þvi að Bandaríkin fallist á að erlendir herir hverfi frá markalínunni milli þýzku ríkj- anna Hann hefur einnjg hvatt Bdndaríkjastjórn tjj að athuga austurþýzku tillöguna um þýzkt ríkjabandalag, , Mans- íjeld, annar áhrifamestj demó- kratinn í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, siagði á þingi fyrir nokkrurp dögum: ,,Það er ekkert á mólj því að bandarískar hersveitir yfirgefi Berlín og síðan alit Þýzka- land“. Embættismenn í banda- ríska utanríkisráðuneytinu hafa látið hafa eftir sér, að þeir telji sjálfsagt að Vestur- veldjn bjóðist til að hætta við að kjarnorkuhervæða Vestur- Þýzkaland og kynni sér á þarm Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.