Þjóðviljinn - 12.07.1959, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1959, Síða 7
Sunnudagur 12. júlí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Konnr og fuglar, mynd Legérs frá 1941, Það er mér ljúft og skylt að minnast Fernands Legérs er lézt fyrir fjórum árum. En ■ ekki hefði mig grunað það einn kaldan vetur í Parísar- borg þegar ég var að mála í skólanum hans að ég ætti eftir að setjast niður og skrifa einskonar eftirmæli um hann. Ekki er ég til frásagnar um útlit hans lengur, man ekki hvort hann var stór eðá smár vexti, Ijóshærður eða dökk- hærður, eitt man ég, það kvað mikið að persónu hans. Eg býst ekki við því að hann hafi þekkt nemendur sína persónulega, allur dagur hans var starfsdagur enda sýna 1 verk hans það. En verk nem- enda sinna þe'kkti hann strax og hann kom inn i vinnu- stofuna: „Þetta er slafneskt“ sagði hann á einum stað, „þetta er gamaldags kúbismi“ sagði hann á öðrum, „gamal- dags abstrakt,“ einhversstað- ar, jú hann þekkti verk nem- enda sinna. Hann gerði þessar einkennandi handahreyfingar sem fransmönnum er t’ítt og andlitssvipurinn breyttist eftir því; „pú, pú þetta er enginn vandi, bara riss, riss, þetta er gamalt“. Hann var óvæginn og þótti allt nútímaverk gam- alt. „Það er búið að vera að mála svona abstrakt í hálfa öld. Hversvegna gera það sama og aðrir? Iiversvegna?“ • Stundum leizt honum vel á eitthvað. Formidable, sagði liann þá. Samkennari hans kom þá út úr þokunni, konan sem átti vinnustofuna og fékk hann til þess að 'koma og gagnrýna tvisvar í viku, og því var þetta skólinn hans, nú kom hún út úr þokunni og sagði já, formidable, enda þótt hún hafi kannski verið að snuðra umhverfis sama málverk deginum áður og sagt: „Þetta er ekki gott, Leger myndi ekki líka þetta.“ Með örfáum handahreyf- ingum gat hann sagt hvað væri að myna, fengið hann til þess að rísa. Fundu sumir nemenda sig komna óralangt 1 frá sjálfum sér, orðna smá- myndir af þessum meistara. Gamlar kenningar hrundu, urðu mosavaxnar, hleypidóm- ar og hreppapólitík. ' iSjálfur var hann stórbrot- inn og sérstæður í list sinni. Sami kraftur býr með öllu sem hann málaði, frá þeirri 1 fyrstu mynd sem ég hef séð eftir hann til þeirrar síðustu. Það sama er að segja um kennslu hans hún var áhrifa- mikil. þegar ég hafði verið í skóla hjá honum einn vetur 1 skildist mér, enda þótt ég hafi vitað það óljóst áður, að hann hafi kannað nýjar leið- ir, sagt nýjan sannleika. Kenningar hans eru marg- ar og breytast með árunum. Ein var um jafnvægi milli myndar og frásagnar: Það má segja sögu í málverki, aldrei má þó sagan hafa yfir- höndina. Önnur kenningin var um andstæður, andstæður lit- anna, adstæður efniviðarins, hvað hann á við kemur glöggt í ljós í gríðarlega stóru mál- verki af Adam og Evu í Para- dís, einhver myndi segja það vera Paradís járns og stáls og hefði sá hinn sami hitt ■ anaglann á höfuðið. Þar er bæði saga sögð og andstæður ríkjandi, sjá hér er járn og stál, hold og blóð. Þetta verk hefði átt heima á múrvegg en kaldan múrvegginn vildi þessi málari gjarnan l'ífga myndum. Hljóðfæraleikarar hans eru ein slík mynd þar sem jafn- vægi er milli myndar og frá- sagnar, þar á meðal hin undurfagra mynd, samstilling með tveim páfagaukum. I þeirri mynd sem og fleiri myndum hans má leika sér að því að rannsaka hvert smáatriði með stækkuiiargleri og verður maður undrandi við hvert spor glersins. Þarna er einfaldleikinn í sinni full- komnustu mynd, þar er allt fágað, óþvingað og stórbrot- ið, ekkert strik óþarft. Og þá er komið að enn einni kenn- ingu hans, einfaldleikanum. Hanii er allsstaðar ríkjandi í myndum hans. Leger er einn af höfundum kúbismans, en hafði fyrir löngu hafnað kúbisma. Sjá má hvernig hann vinnur sig burt frá þeirri stefnu og skil- Ur óraveg milli sín og hennar enda þótt hann sé af henni al- inn og frá henni skorinn. Af kúbisma taka við vélarnar hans, hann málaði um skeið ekkert nema vélar til þess að segja þjóðfélaginu hvar komið væri eða til þess að fegra fyrir sér hina leiðin- legu vélaöld, loks objektið sem ihana kallar svo og helzt mætti kalla andlagið í mynd- inni, mér vitanlega er það sá hlutur sem á blaðið kemur án þess fyrirmyndin sé stæld, hluturinn sjálfur á myndfleti, en frumlag myiidarinnar myndi þá vera fyrirmyndin. Fyrirmyndin hefur alla tið hindrað þróun myndlistarinn- ar. Þar ná kenningar hans líklega hámarki s’ínu. Þegar skoðuð er hin plastíska mannamyndagerð er auðséð hvernig hann leikur sér að formunum, hlutföllin stinga í stúf við allar fyrirmyndir, öll frumlög; svæðið er ger- nýtt, hönd getur tekið á sig þá mynd sem gæti talizt of- vöxur í daglegu máli séð með því auga sem vant er að sjá fyrirmyndina stælda, af tám og fingrum sjást kannski ekki nema 4 tær, fjórir fingur, þrjár tær, þrír fingur, andlit hefur gífurlegt auga sem ekk- ert tízkublað. vildi láta sýn- ingarbrúðurnar sjást með. En aflið á þessum myndfleti get- ur verið svo ramt að það er svo sem beizluð orka myndar- innar leitist við að brjóta af sér allar hömlur. Hinn fjar- víddarlausi flötur túlkar þá fjarvíddina þegar það sem nær okkur er verður stærra og hitt sem er fjær verður minna, en samt eru bara tvær víddir á fletinum. Formin eru rúin öllu auka- legu, rísa þarafleiðandi með gífurlegum krafti; okkur er sýnt aðalatriðið ekkert viliir okkur sýn. Litirnir sem hann notar eru hreinir litir, hvítt, svart, rautt, blátt, gult og stenzt á teikning, litur og lög. un. Þar eð málað er stiíndum með mjög sterkum útlínum og formin löguð til eftir því sem myndflöturinn segir til um, hlýðir myndin þessu stranga náttúruafli sínu fletinum, eins og við hlýðum kalli sólar, vors eða vetrar. Hann er alltaf skýr, fer aldrei í felur með það sem segja þarf, vinnur sýndar- laust, verk hans má með saiini segja sé monumentalt, stórbrotið. Ekki væri rétt að ljúka svo þessu skrifi að gefa Leger sjá'fum ek'ki orðið um nútíma óhlutræna list af því við horf- um til hennar sem listarinnar í dag svo og þeirrar stefnu sem eitthvað hlýtur merkilegt að koma frá á morgun. Ver- um minnug þess að hann vana á öðrum grundvelli en abstr- aktmálari í þess orðs merk- ingu (þótt hér á landi sé allt kallað abstrakt sem ekki er náttúrustæling eða glans- mynd) en notum orðið abstr- akt í merkingunni óhlutrænt, aðskilið frá efni. Leger á raunar margt sameigiiilegt með abstraktmálurunum, til dæmis þar sem hann segir að fyrirmyndin sjálf hafi um aldaraðir haft yfirhöndina cg hindrað þróun myndlistarian- ar. Um abstrakt eða óhlut- ræna list segir hann: Hún er þrá eftir algjöru frelsi og full- komnun, öfgar sem bara sár- fáir fá hlutdeild í. Hættan við þá stefnu er hvað húa er á háu plani. Fyrirmyndirn- ar, andstæðurnar, and’agið, allt er þetta horfið. Það er hin tæra hreinlínustefna, trú- arbrögð sem ekki má ræða. Þau eiga síaa dýrlinga, læri- sveina og villutrúarmenn. Líf nútímans, ólgandi, hratt og mótsagnakennt splundrar þessari léttu, ljómandi, fín- gerðu byggingu sem birtist út úr ósköpunum. En snertið hana ekki, hún er fullbyggð. Þetta segir hann árið 1945. Ekki er með þessum stikl- um haldið fram að ég skilji verk hans betur en hver ann- ar. Þó skýst mönnum oft um verk einstakra málara eða þá verk þeirra eru hvergi til sýnis, þau eru lokuð niðri í kjöllurum, sum þeirra bíða betri tíma heima í vinnustofu látins málara, verða kannski sól og möl að bráð, elli sæk- ir þau. heim eins og annað. Um seinni tíma keaningar hans veit ég ekki, eflaust hafa þær verið framhald af þess-um fyrri kenningum, hafi þær verið nokkrar og líklegra að hann hafi verið kominn á leiðarenda og verkið fullbyggt þennan kalda vetur sem ég var á skólanum hans í Paris- arborg. Nú þætti einhverjum fróð- legt að vita hvernig þessi málverk verða til, hvort þau eigi no'kkurn undanfara eða kenningar þessar séu bara til orðnar fyrir slembilukku, sleg- ið fram á kaffihúsum, hvort svona menn hafi nokkuð fvr- ir því að mála og málverkin komi ekki bara sjá’fkrafa og strax? Eða enn betur; getur liann teiknað? Getur hann. málað? Málar hann mynd I vímu augnabliksins, hengir hana upp á vegg og h'orfir svo fullur ánægju og aðdá- unar á myndina dögum sam- an? I höndum samkennara hans er vinnubck. Hún byrj- ar á náttúrustælingu á fyrir- myndinni, hið sama teiknað aftur og aftur og fer því .fram lengi, en það verður æ aðs'kildara frá efni með hverri tilraun og fjær fyrirmyndi mi, kemur þá að £ví höndin sé teiknuð afar oft, fæturnir einnig, síðan fyrirmyndin á nýjan leik, síðan fer þa-m að byggja inn á myndflötinn, teiknar ,aftur og aftur eins og í fyrra skiptið, hlutunum raðað saman á fleti, snúið Framhald a 11. síðu. Rauði þríhyrningurinn, riiynd eftir Legér frá 1929. Drífa Viðar: Litið jffir verk Intins mnlnre

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.