Þjóðviljinn - 12.07.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.07.1959, Blaðsíða 1
] Sunnudagur 12. júlí 1959 — 24. árgangur — 145. tölublað. Norðurlanda- r iiin tolk- ia horflð frá bygglngu hraðfrystihúss Bæjarúfgerðarinnar? Meirihlutí utgerðarráðs meðmæltur að taka tilboði um kaup á Fiskiðjuveri ríkisins fyrir 29.350.000 Á fundi Útgerðarráðs Reykjavíkurbæjar í fyrra- dag lá fyrir tilboð ríkisstjórnarinnar um sölu á Fiskiðjuveri ríkisins til bæjarsjóðs Reykjavíkur fyr- ir kr. 29.350.000,00. Sambykkti útgerðarráð með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins gegn 1 atkv. fulltrúa Alþýðubanda- lagsins, að mæla með því við bæjarstjórn að til- boðinu verði tekið. \ Guðmundur Vigfússon, full- trúi Afþýoubandaiagsins í Út- gerðarráði bar fram eftirfar- andi dagskrártillögu í málinu: „Út.gerðarráð ítrekar fyrri ákvörðun sína, um að Bæjar- útgerðin reisi sjálf fnllkom- ið hraðl'rystihús á Granda- garði, og skorar á fjárfest- ingaryfirvöldin að veita án tafar nauðsynleg leyfi til byggingarframkvæmdanna. — Jafnframt felur útgerðar- ráð framkvæmdastjórum sín- um að gera |»egar ráðstafan- ir til að afla fjár til lirað frystiliússbyggingar og að leita í því efni aðstoðar borg- arstjóra og bæjarráðs, ef með þarf, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá". Var þessi tillaga G, V. felld með 4 atkv. fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflo'kksins gegn atkv. flutningsmanns. S^imi meirihluti samþykkti síð- an með 4 atkvæðum gegn atkv. G. V. að mæla með því að kauptilboði ríkisstjórnarinnar á fiskiðjuverinu yrði tekið. Jafn- framt lýsti meirihlutinn þv’í yfir i tillöguformi að hann teldi ])þr ineð úr gildi fallna sam- þykkt útgerðarráðs og bæjar- stjórnar um byggingu hrað- frystihúss Bæjarútgerðarinnar. Fyrirvarar Kjartans og Ingvars Tveir af fulltrúum Sjál.f- stæðisflokksins gerðu sérstaka s'kriflega grein fyrir afstöðu sinni: Ingvar Villijálmsson lýsti því yfir að enda þótt hann greiddi atkvæði með kaupum á eignum Fiskiðjuversins ]»á áskildi hann hlútafélagi s.ínu, Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni li.f. á Kletti, forkaupsrétt að hlutabréfiim Fiskiðjuversins í fyrirtækinu. Er þessi hluta- bréfaeign ríkisins í Kletti að nafnverði 403 þús. kr. en met- in á 3 millj. kr. í matsgerð á eignum Fiskiðjuversins. Þessi fyrirvari Ingvars merk- ir greinilega að hiann vill halila dyrunum opnum til að geta sölsað a.m.k . þennan hluta eignarinnar undir einkaaðila. Kjartan Thors lýsti því yfir 'í fyrirvara sínum að enda þótt hann greiddi at’kvæði með kaup- um bæjarsjóðs á Fiskiðjuverinu teldi liann einsætt að breyta bæri því síðar í hlutafélag, þar Framhald á 2. siðu. Lið Suð-Vestur- lands á morgun Klukkau 8 annað kvöld liefst þriðji og síðasti léikur úrvals- liðsins frá Jótlandi á Laugar- dalsvelli. Keppa Jótarnir þá við úrvalslið Suð-Vesturlands, sem þannig verður skipað: Helgi Daníelsson, Hreiðar Ársælsson, Árnj Njálsson, Guð- mundur Árnason, Hörður Fel- ixson, Sveinn Teitsson, Örn Steinsen, Ríkarður Jónsson, Þórólfur Beck, Sveinn Jónsson o,g Þórður Jónsson. Varamenn: Heimir Guðjóns- son, Rúnar Guðmannsson, Helgi Jónsson, Guðjón Jónsson og Ilögni Gunnliaugsson. Þessi mynd var tekin norður á Siglufirði fyrir skömmu, ])egar bátaflot- inn lá í höfn, Síðan hefur lifnað til muna yfir síld- veiðunum, eins og ljóst má verða íaf fréttum síðustu daga. I fyrrinótt og gærmorg- un komu allmörg skip með afla til Si.gluf jarðar og Raufarliafnar, en nánari fréttir af veiði í gær liöfðu ekki borizt, er hlað- ið fór í prentun síðdegis. í dag koma forsætisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar saman á fund í Kungsálv í Svíþjóð. Þar munu þeir ræða tillögur um tolla- bandalag Norðurlanda, en við- ræðurnar um mynídun fríverzl- unarsvæðis sjö ríkja hafa breytt ýmsum viðhorfum síð- an viðskiptamálaráðherrarnir bjuggu málið í hendur forsætis- ráðherrunum. Raddir eru uppi um að vel sé hægt að efna til horræns tollabandalags enda þótt vestari ríkin þrjú gerist aðilar að fríverzlunarsvæðinu og Finnland standi utan þess,- . Helzti ásteytingársteinninn mun sém fyrr vera ósamkomu- lag Dana og Svía um landbún- aðarafurðir. Vilja Danir fá frjálsari aðgang að sænska markaðinum en sænska stjórnin hefur talið sig geta fallizt á til þessa. Haile Selassie Eþíópíukeisari og fylgdarlið hans átti í fvrra- dag viðræður í Kreml við æðstu menn Sovétríkjanna. Keisarinn hefur undanfarið verið í opin- beri’i heimsókn í Sovétríkjun- um. Tilkynnt var eftir fundinn að keisarinn hefði boðið þeim Vor- oshiloff forseta og Krústjoff forsætisráðherra að heimsækja Eþíópíu. Þeir tóku boðinu, en ekki verður ákveðið að sinni hvenær af ferðinni verður. MIÐNÆTTI Á ÞINGVÖLLUM Á 3. síðu er birt fram- hald frásagnarinuar af þvi sem sjá mátti á Þingvöll- um síðla kvölds fyrra laug- ardag. — Héfleg bjcirtsýxil á árangiir I Genf Menn| virðast hóflega bjartsýnir á að árangur náist á síðari hluta fundar utanríkisráðherra fjórveldanna og’ þýzku ríkjanna í Genf. Fundurin hefst ’ að nýju á morgun eftir nokkurra vikna hlé. Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. kom til Genf í gær. Ekki úrslitakostir. Vonir rnanna um árangur af þessari samning'alotxi byggjast einkum á því að nú lítur út fyrir að Vesturvéldin hafi við- urkennt að síðustu tilögur Gromikos í Genf’áður en fundi var írestað séu ekki xirslita- kostir. Lioyd', útanríkisráðherra Bretlands, .sagði í þingræðu í síðustu viku. að han vaeri þess fullviss að sovétstjórnin vildi ná samkomulagi um skipun mála í Vestur-Berlín. Herter. utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fyrsta blaðamannafundinum sem hann hefur haldið síðan hann tók við embætti. að hann vonaði að það1 kæmi í Ijós á fundinum í Genf að yfirlýsing Gromikoa frá 28. júní þýði að ekki sé um neina úrslitakosti að ræða afi hálfu Sovétríkjanna. Viðræður milli Þjóðverja. New York Times skýrir frá því að embættismenn i utanrik- isráðuneytinu í Washington telji að „þýði yfirlýsing Gromi- kos það sem hún virðist -þýða, gæti það greitt götu samkomu- lags um svonefnda „alþýzka ráðstefnu". þar sem íulltrúar begg'ja hluta Þýzkalands ræðist við. Vesturveldin rnyndu þá ekki hafa neitt á móti því að setja starfstíina slíkrar ráðstefnu Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.