Þjóðviljinn - 12.07.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.07.1959, Blaðsíða 10
0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júlí 1959 7. heimsmót æskunnar í Vínarborg Geislaverkun Eftir 6 daga leggur af stað 80 manna hópur Islentlinga á heimsmót æsltunnar, semjað þessu sinni verður haldið í höfuð- bor,g Austurrílds, Vín. I Vínarborg hittist ungt fólk frá öllum heimsálfum og flestum löndum heims og fær þ'ar tækifæri til að fræðast um lönd og þjóðir, sekmmta sér og stofi’,a til vináttubanda við ungt fólk um allan heim. — Myndin liér að ofan sýnir hið gamla, fagra ráðhús Vínarborghr (t.v.) og til hæ,gri sést einn hinna mörgu skeimntihópa, sem fram koma á inótinu, að æfingum. Það eru meðlimir alþjóðlegu undirbúningsnefndarinnar í Vín sem eni að búa sig undir að skemmta á mótinu. Framhald af 12. síðu. frá sex rannsóknarstöðvum á Norðurlöndum. Nú hefur vér- ið veitt fé til að bæta 25 stöðv- um við, og þegar þær taka til starfa verða rannsóknirnar miklu nákvæmari. Rannsakað var sérstaklega magnið af hinum hættulega krabbavaldi strontíum 90. Nið- urstaðan er að strontiummagn í neyzluvatiii sé tíundi hluti þess sem það megi verða áð- ur en stórhætta er á ferðum. Strontíummagn í mjólk er helmingi meira, fimmti hluti þess magns sem talið er hættu- mark. Vísindamenn benda á að hættumörkin eru í raun og veru sett út í bláinn, enginn getur sagt um áhrif aukinnar geisla- verkunar á menn fyrr en löngu eftirá, en menn eru sammála um að öll aukin geislun geri einhvern s'kaða. Kynkirtlageislun Geislun sem nær til kynkirtl- anna og getur því haft áhrif á erfðaeiginleika, valdið van- sköpunum og fósturlátum, staf- ar einkum af efninu ses’ium 137, sem sezt að í líkamanum eins og strontíum 90. Mælingarnar á Norðurlönd- um benda til að geislun sem kynkirtlarnir verða fyrir nemi um tíunda hluta af því magni sem sett hefur verið hættu- mark. Skrifstofur okkar verða lokaðar fyrir hádegi á mánudag vegna jarðarfarar. MARS TRADING Co. h.f. 7'/' TEKKNESKAR ASBESTPLtíTUR • Byggingarefni með mörgum kostum. Léttar í meðíörum Endingagóðar. Auðveldar í smíðí. • Eldtraustar. Vatnsþéttar. Lækka bygginga- kostnaðinn. fyrirliggjandi. MARS TRADING C0. H.F.. SÍMI 1-73-73. — KLAPPARSTÍG 20. Uppbótarþingsæti Framh. af 12. siðu, 9. Unnar Stefánsson 292 (8,98) 10. Pétur Pétursson (225) 12,77 I Alþýðubandalag: 1. Hannibal Valdimarsson 3299 (9,38) 2. Gunnar Jóhannsson (381) 29,02 3. Finnbogi R. Valdimarsson 1182 (15,68) 4. Karl Guðjónsson (528) 25,07 5. Björn Jónsson 728 (17,35) 6. Lúðvík Jósepsson (676) 23,89 7. Geir Gunnarsson 309 (9,28) 8. Páll Kristjánsson (275) 12,91 9. Ingi R. Helgason 283 (11,35) 10. Ásmundur Sigurðsson (94) 12,84 11. Bergþór Finnbogason 276 (8,49) 12. Jónas Árnason (159) 12,16 Samkvæmt þessu hljóta eftir- taldir frambjóðendur uppbótar- þingsæti þannig: Landskjörnir þingmenn. 1. Hannibal Valdimarsson 2. Eggert G. Þorsteinsson 3. Gunnar Jóhannsson 4. Emil Jónsson 5. Finnbogi R. Valdimarsson 6. Guðmundur í. Guðmundsson 7. Karl Guðjónsson 8. Björn Jónsson 9. Steindór Steindórsson 10. Lúðvík Jósepsson 11. Friðjón Skarphéðinsson Þessir verða varaþingmenn: Fyrir Alþýðuflokkinn: 1. Áki Jakobsson 2. Benedikt Gröndal 3. Friðfinnur Ólafsson 4. Unnar Stefánsson 5. Pétur Pétursson Fyrir Alþýðubandalagið 1. Geir Gunnarsson 2. Páll Kristjánsson 3. Ingi R. Helgason 4. Ásmundur Sigurðsson 5. Bergþór Finnbogason 6. Jónas Árnason. Bæjarpósturinn Framhald af 9, síðu. það að greiða unglingunum það kaup sem þeir töldu sig ráðna upp á. Veldur það að vonum miklum vonbrigðum og gremju hjá þeim ungling- um, sem hlut áttu að máli enda er það tvímælalaust illa gert að bjóða unglingum gott kaup, en reyna svo að kom- ast hjá að borga það, þegar að útborgun kemur. Slíkt er sízt til þees fallið að glæða starfsáhuga unglinganna og ýta undir heilbrigðan metnað þeirra að afkasta sem mestu dagsverki. En þess skal getið, að þetta var leiðrétt strax þegar ein stúlkan sem í hlut átti tálaði um það við eig- anda fyrirtækisins sjálfan, og lét hann þess þá getið, að sér hefði bara alls ekkert verið sagt frá þessu fyrr. En það eru færri unglingar sem hafa kjark til að fylgja svo fast eftir sínu máli að ganga á funid forstjóranna sjálfra. — Aftur á móti reyndist verka- kvennafélagið Framsókn stúlk unum vægast sagt illa, vildi ekkert í málinu gera, og hvatti þær til að láta sér ung- lingakaupið að góðu verða; voru verkalýðsleiðtogar Fram- sóknar jafnvel vondir út í stúlkurnar fyrir að vera að rexa i svona smámunum, þar sem líka einn af máttarstólp- um íhaldsins átti í hlut. KJarnorku- knúð eld- flaugaskip Fyrsta kjarnobkuknúða yfir- borðsskip sem smíðað er í Bandaríkjunum hleypur af stokkunum 14. júlí. Þetta er 14.000 lesta herskip, smíðað í skipasmíðastöð Bethlehem Steel Co. i Quincy í Massachusetts. Af skipinu á að vera hægt að skjóta eldflaugum. Flotafor- ingjar búast við að geta tekið skipið í notkun 1962. Það mun kostá um fimm milljarða króna. Rottnr drápu ungbarn Rottur bitu fjögurra mán- aða barn til bana í fyrri viku í fátækrahverfi í New York. Þetta geröist í borgar. hlutanum Brooklyn. Klukkan sex að morgni vaknaði móðirin við að son- ur hennar hljóðáði. Hún hljóp að barnavagninum sem hann svaf í, og sá þá að hann var alblóðugur um höfuð og bú'k. Heill hópur af rottum dreifðist þegar hún kom á vettvang, Klukkutíma s'íðar andaðist drengurinn í sjúkrahúsi. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.