Þjóðviljinn - 23.08.1959, Side 12
/
Þriðjungi kolanáma Breta
verður lokað á næstis árum
Þverrandi eftirspurn og tæming náma valda
Stjórn brezku kolanámanna hefur ákveðið að loka þriðj-
ungi þeirra á næstu sex árum, ef kolaneyzla eykst ekki
að mun.
Alls á að loka 346 námum.
Flest eru þetta litlar námur,
þar sem kolalögin eru að verða
uppurin, segir í tilkynningu
námustjórnarinnar.
Einnig er þó um að ræða 35
70 stcrar námur í rekstrarhæfu
ástandi, sem verður lokað til
að reyna að grynna á óseldum
kolabirgðum, sem safnazt hafa
fyrir í vaxandi mæli síðustu ár-
in. Það fer eftir eftirspurninni
næstu sex ár, hve margar þess-
ara náma verða lagðar niður.
AJtáli ©g Nelirii
ræia§f vIH
Ajúb Khan, herforinginn sem
stjórnar Pakistan, og Nehru,
forsætisráðh. Indlands, munu
hittast 'í næsta mánuði og ræða
samskipti ríkja sinna. Ajúb
kemur við í Nýju Delhi á leið
til Dacca, höfuðborgar Austur-
Pakistan. Nehru og Ajúb hafa
ekki fundizt síðan hershöfðing-
inn tók sér einræðisvald í
Pakistan fyrir ári síðan. Sam-
búð Indlands og Pakistans er
nú betri en nokkru sinni fyrr
síðan landinu var skipt.
Styrkur til náms
í Þýzkalandi
0»
Sendiráð Sambandslýðveldisins
Þýzkalands hefur tjáð íslenzkum
stjórnarvöldum, að Alexander
von Humbolt-stofnunin muni
veita styrki til rannsóknarstarfa
við vísindastofnanir eða til há-
skólanáms í Þýzkalandi skólaárið
1960—61. Styrkirnir eru ætlaðir
háskólakandídötum innan 35 ára
aldurs og nema þeir 600 þýzkum
mörkum á mánuði um 10 mán-
aða skeið (frá 1. október 1960 til
31. júlí 1961). Nægileg þýzku-
kunnátta er áskilin.
Forustumenn brezkra námu-
manna komu saman á fund í
gær til að ræða tilkynningu
kolanámustjórnarinnar.
Frá þessu skýrir fréttaritari
Reuters á fundi Heimskirkju-
ráðsins á grísku eynni Rhodos.
Dulbúnir sendimenn.
Rómverskkaþólska kirkjan og
ýmsar bókstafstrúaðar kirkju-
deildir mótmælenda hafa aldrei
viljað taka neinn þátt í störf-
um Heimskirkjuráðsins, en
rómverskkaþólskir klerkar eru
staddir á Rhodos og fylgjast
með störfum ráðsins sem frétta-
ritarar fyrir blöð og tímarit
kirkju sinnar. •
Fréttaritari Reuters segir,
að tveir í þessum hópi séu 1
raun og veru sendimenn Jó-
hannesar páfa, korpnir til
Rhodos til að hefja fyrir hans
hönd viðræður við forustumenn
Bifreið stolið
f fyrrinótt var bifreiðinni R-
7336 stolið frá húsinu Suður-
götu 14 hér í bænum. Bíllinn
fannst óskemmdur í gærdag suð-
ur í Hafnarfirði.
Kemur ekki
viB i Kanada
Krústjoff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hefur tilkynnt
Kanadastjórn, að hann sjái sér
ekki fært að heimsækja Kan-
ada í næsta mánuði, en þá
kemur hann til Bandaríkjanna
í boði Eisenhowers forseta.
Diefenbaker, forsætisráðherra
hafði boðið Krústjoff að koma
við í Kanada á heimleiðinni
frá Bandaríkjunum
grískkaþólsku kirkjunnar.
Fyrr á þ'essu ári gaf Jó-
hannes út páfabréf um nauðsyn
einingar kristinna kirkna og
boðaði til kirkjuþings um það
mál.
Á eitt sáttir.
Fréttaritari Reuters segir, að
sendimenn páfa hafi átt leyni-
fund með grískkaþólskum
kirkjuhöfðingjum sem sækja
fund Heimskirkjuráðsin-s á
Rhodos. Þar hafi orðið sam-
komulag um að kölluð verði
saman ráðstefna guðfræðinga
til að athuga möguleika á sam-
einingh kirknanna.
Fréttamaðurinn segir, að
annar fulltrúi páfa, franskur
klerkur, hafi staðfest að hann
hafi rætt horfur á sameiningu
kirknanna við grískkaþólsku
fulltrúana á Rhodos. Annar
áheyrnarfulltrúi rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar sagði að
sögn Reuters, að kirkja sín
myndi einskis láta ófreistað til
að sameina kristnu kirkjudeild-
irnar.
Varð heimsfræffur 13 ára.
Fulltrúar páfa á leynifundi
með grískkaþólskum á Rhodos
Ráðstefna sögð afráðin um möguleika á
sameiningu kirknanna
Viöræðui’ eru hafnar um möguleika á að sameina
grískkaþólsku kirkjuna þeirri rómverskkaþólsku eftir níu
alda aðskilnað.
Eyðublöð undir umsóknir um
styrki þessa fást í menntamála-
ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu
vlð Lækjartorg. Umsóknir þurfa
að vera í þríriti og hafa borizt
ráðuney^inu fyrir 1. nóvember
1959.
(Frá menntamálaráðuneytinu)’
Tvö þúsund tunn-
ur saltaðar á
Reyðarfirði
Reyðarfirði <—i
Frá Fréttaritara Þjóðvilj’ans.
Söltunarstöð Reyðarfjarðar
hefur þegar saltað um 2 þúsund
tunnur. Snæfugl lagði upp 900
tunnur í gær.
Skattfrjálsir í
um 399 ár
Ibúar eyjarinr^ar Sein við
Signuósa hafa loks eftir 300
ár fallizt á að borga skatta.
Þeim var veitt s'kattfrelsi af
Colbert fjárhirði frönsku krún-
unnar á 17. öld í þakkarskyni
við aðstoð sem þeir veittu
mönnum í sjávarháska.
syngur hér í
Eftir nokkra daga er væntan-
Iegur hingað til lands ameríski
söngvarinn Frankie Lymon og
mun hann koma fram á hljóm-
Ieikum í Austurbæjarbíói með
aðstoð íslenzkrar hljómsveitar.
Frankie Lymon er aðeins
fimmtán ára gamall, en samt orð-
inn heipiskunnur -söngvari, því
að 'bæði hefur hann vakið at-
hygli fyrir söng sinn í kvikmynd-
um og fl hljómplötum. Hafa
kvikmyndir með honum verið
sýndar hér og hljómplötur hans
verið leiknar í útvarpinu.
Það var hrein tilviljun að
Frankie Lymon fór að syngja inn
á hljómplötur. Hann var að
syngja lag með félögum sínum á
götuhorni í Harlem, svertingja-
hverfi New York borgaf, þegar
forráðamaður hljómpiötufyrir-
tækis nokkurs átti leíð þar fram
hjá og heyrði í þeim.
Frankie Lymon syngur nú ekki
lengur með félögum sínum, held-
ur kemur hann fram sem sjálf-
stæður skemmtikraftur og hefur
komið fram á kunnustu skemmti-
stöðum í Ameríku og ennfrem-
næstu viku
ur í nokkrum löndum Evrópu,
en þar var hann á ferð í hitt-
eðfyrra.
FRANKIE LYMON
Hér mun Frankie syngja rokk-
lög og dægurlög, því hann hefur
jafnframt lagt sig eftir að syngja
gamalkunn lög,
Fyrstu hljómleikar hans verða
1. september.
Hér sést þegar verið var að koma klukkunum á sinn stað í
kirkju Óháða safnaðarins.
Nýr klukknaliljémur í Reykjavík
Við útvarpsguðsþjónustu kl. 11 árdegis 1 dag, verður
kiikjuklukkunum í kirkju Óháða safnaðarins hringt í
fyrsta sinn með nýjum rafmagnsútbúnaði.
Þeim hefur verið handhringt
síðan kirkjan var vígð í vor,
en hljómurinn hefur ekki verið
neitt svipaður því sem nú er.
Klukkurnar eru tvær og er
önnur þeirra hin stærsta hér
á landi að undanskildum klukk-
unum í kaþólsku kirkjunni f.
Reykjavík. Stærri klukkan í
kirkju Óháða safnaðarins er
580 kílógrömm og er 1,30 m.
í þvermál. Hún hefur tón G.
Minni klukkan er 330 kíló-
grömm að þyngd og hefur tón
B. Klukkurnar eru frá fyrir-
tækinu Glockengiesserei Engel-
bert Gebhard í Vestur-Þýzka-
landi, en það er eitt hið fremsta
í þessari grein í Evrópu. For-
stjóri fyrirtækisins var hér í
sumar og gerði tillögur um
samhljóm klukknanna í kirkju
Óháða safnaðarins. Hljómur
þeirra er undurfagur, hreinn
og voldugur, og mun ná eyr-
um allflestra Reykvíkinga á
logndögum. Hljómurinn berst
miklu lengra en ella sökum
þess að turn kirkjunnar er
opinn til austurs og vesturs.
Það er nýlunda hér á landi og
tignarlég sjón að sjá þessar
stóru kirkjuklukkur sveiflast í
50 sfjörnur
b íénmmm
í annað skipti á þessu ári
hefur orðið að breyta gerð
þjóðfána Bandaríkjanna. I gær
ákvað Eisenliower forseti að
stjörríurnar í fánanum skyldu
I vera 50 í rííu röðum, fimm og
sex til skiptis í hverri röð,
eftir að Sandvíkureyjar hafa
verið gerðar 50. fylki Banda'-
ríkjanna undir nafninu Hawaii.
Fyrr á árinu varð Alaska 49.
fylkið.
Mikill fögnuður rikir á
Hawaii, þar sem menn hafa
barizt í rúma hálfa öld fyrir
að fá full fylkisróttindi í
Bandaríkjunum.
opnum turni meðan hringt er.
Þegar samhringt er sveiflast
báðar klukkurnar, hvor með
sinni tíðni, sem fer eftir þunga
hvorrar um sig og verður hring-
ingin þyí ekki regluleg. Einnig
er sérstakur útbúnaður til lík-
hringingar.
Engínn rekneta-
afll í Ólafsvík
Ólafsvík. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Reknetaveiðin hefur verið
treg alllengi undanfarið o^
engin síld borizt hingað síðustu
dagana. Einn bátur hefur þeg-
ar farið á fjarlæg mið.
Öll sú síld er hingað hefur
komið hefur verið brædd.
í fyrrinótt var brotizt inn í
söluturninn við sundlaugarnar
og þaðan stolið 30 kr. í smámynt,
nokkrum teiknimyndablöðum, 2
—3 eintökum af bókinni „í leit
að launmorðingja" og svoiitlu af
sælgæti.
Sömu nótt var þjófnaður fram-
inn í lúkar vélbátsins Runólfs
SH 135, sem liggur við bryggju
við Grandagarð. Stolið var út-
varpsviðtæki, ferðatæki af gerð-
inni Radinette.
Lézt d YftláHia
aÉferðaíÉyss'
Þorbergur Gíslason, sem varð
fyrir bifreið á Laugarnesvegi
aðfaranótt s.l. sunnudags, lézt í
sjúkrahúsi liér í Reykjavík í
fyrrakvÖId. Komst hann aldrci
til meðvitundar eftir slysið.