Þjóðviljinn - 26.09.1959, Page 7
Laugardagur 26. september 1959 ■— ÞJÓÐjVIUINN —- (7 1
1)
Tékkóslóvakía er ungt nafn
á gömlu landi, nafnið jafn
mikil nýsköpun og ríkið sjálft.
Lönd. þau, er ríkið geymdi
innan marka sinna, hétu aldr-
ei sameiginlegu nafni fyrr i
sögu sinni. En á þessum slóð-
um varð þó þegar til á 7.
öld eitt fyrsta slavneska ríki,
sem um getur í sögum,
„Mærska ríkið“. Tékkóslóvakía
er að nokkru leyti arftaki
þess. Hér lauk vesturför hinna
miklu slavnesku þjóðflutninga
á 6. og 7. ölid, Tékkar urðu
oddaliðar hins slavneska kyn-
stofns andspænis Germönum,
og hér reis upp á miðöldum
glæsilegt konungsríki, Bæ-
heimur, ásamt Mæri og Sles-
íu; konungur Bæheims var
einn hinna sjö kjörfursta, er
kusu keisara Þýzkalands. Um
stund var Prag keisarasetur
Þýzkalands og hlaut þá hinn
fræga háskóla sinn árið 1348,
fyrstur sinnar tegundar i
Miðevrópu.
Allt frá því um miðja 12.
öld höfðu þýzkir landnemar
leitað inn í Bæheim. Þýzkir
bændur settust að í dölum
Bæheims, ruiddu mörkina og
byggðu þar þorp, þýzkir kaup-
FYRIR
20
ÁRUM
menn settust að í bæjunum,
þýzkir munkar fylltu klaustr-
in, þýzkir hirðmeiin l.eituðu
sér firama .við hirð-‘ éæheims-
konungs. Þýzk menningaráhrif
virtust um stund ætla að
verða allsráðandi í Bæheimi.
Á 14. öld tók þó einnig að
gæta þar mjög franskra á-
hrifa í bókmenntum og list-
um, og í byrjun 15. aldar
komu nokkrir Englendingar
til Prag og höfðu í mal sín-
um villutrúarrit hins enska
guðfræðings Wycliffs, fyrsta
siðbótarmanns Évrópu. Brátt
logaði háskólinn í Prag stafna
á milli í trúmálastælum, ung-
ur tékkneskur prófessor, Jó-
hann Húss, reis upp gegn
hinni rómversk-kaþólsku kirkju
og tók að boða fagnaðarer-
indið á tékkneska tungu.
Heilli öld á undan Lúter hóf
Jóhann Húss upp merki sið-
bótarinnar og varð að þola
píslarvættisdauða á bálkestin-
um í Konstanz árið 1415. Eft-
ir dauða hanS hófst eitt furðu-
legasta fyrirbrigði sem um
getur á mörkum miðalída og
nýrri sögu, Hússítahreyfing-
in, fyrsta þjóðernishreyfing
álfu vorrar. Tékkar kenndu
þjóðernis síns einna fyrstir
Frá höfuðborg Tékkóslóvakíu, Prag.
þjóða í Evrópu. Þjóðverjar
voru flæmdir úr landi eða
sviptir sérréttindum sínum og
þýzkum áhrifum eytt í há-
skólanum í Prag. Rómversk-
kaþólska kirkjan varð að
ganga að kröfum Hússíta í
trúarefnum, og um hundrað
ára skeið stóð hagur ríkis-
ins með miklum blóma í fullu
sjálfstæði. En árið 1526
hreppti hin fiskisæla Habs-
borgaraætt konungstign í Bæ-
heimi og laut landið síðan
þeirri ætt um fjögurra alda
skeið. 1 fyrstu héldu Tékkar
þó fornum landsréttindum og
Prag varð aftur aðsetur æðstu
keisaralegra embætta, en brátt
tóku Habsborgarar að ganga
á pólitisk og trúarleg sérrétt-
indi Tékka, unz þeim leiddist
þófið og þeir hófu uppreisn
gegn konungi sínum og heri'a
árið 1618. Það var upphaf
þrjátíuára stríðsins. En her
Tékka var sigraður l>já Hvíta-
fjalli nálægt Prag, 8. nóvem-
ber 1620. Sá dagur var mesti
harmadagur í sögu þeirra, því
að þá var lagt á þá það ok
er þeir máttu bera í þrjár
aldir.
Þess munu fá dæmi, að
reynt hafi verið að slíta upp
þjóðerni manna svo rækilega
Sverrir Kristjánsson.
og raun varð á í Bæheimi eft-
ir ósigurinn hjá Hvítafjalli.
Þjóðverjar flykktust nú aftur
inn í landið í slóð hinna sig-
ursælu herja keisarans og
skiptu á milli sín jörðum, sem
voru teknar eignarnámi að
þrem fjórðu hlutum. Þjóðin
var kúguð til að taka aftur
rómversk-kaþólska trú, en um
þirjátíu þúsund fjölskyldur
kusu heldur að flýja land en
hverfa aftur í faðm heilagrar
kirkju. Mikill hluti hins
tékkneska aðals var sviptur
jörðum sínum og fór land-
flótta eða reynidi að friðmæl-
ast við valdhafana, borgar-
ar bæjanna og bændur sveit-
anna urðu að reyta af sér
blóðfjaðrirnar til að borga
styrjaldir Habsborgarættar-
innar. Að lokum varð þýzk
menning og þýzk tunga alls-
ráðandi í borgum Bæheims og
víða um sveitabyggðirnar,
það var aðeins meðal lág-
stétta að tékknesk tunga og
menning lifðu af og urðu þó
að fara huldu höfði.
Þótt Habsborgarar á 19.
öld hertu enn á böndunum,
sem þeir höfðu reyrt tékk-
nesku þjóðina í, þá var það
þó á þeirri öld, að ný þjóð-
ernisalda reis í Bæheimi. Þessi
þjóðernishreyfing var í nán-
um tengslum við rísandi tékk-
neska borgarastétt, sem fékk
náð allmiklum þroska þrátt
fyrir ofurveldi hinnar þýzku-
mælandi borgarastéttar lands-
ins. Þjóðernisleg vakning fór
eldi um landið. Tékkar skapa
á örfáum árum mikinn inn-
lendan blaða- og bókakost,
stofna tékkneskan háskóla í
Prag árið 1882, tékkneskar
bókmenntir og tékknesk tón-
list rísa við himin. Árið 1879
eru fyrstu fulltrúar Tékka
kosnir á ríkisþingið í Vínar-
borg, tíu árum síðar vinnur-
flokkur Ungtékka mikinn
kosningasigur á landsþingi
Bæheims. Það var auðsætt á
öllu að Tékkar voru búnir til
að heimta aftur pólitískt sjálf-
stæði, er tækifæri byðist. Og
heimsstyrjöldin fyrri færði
þeim tækifærið í hendur.
2)
Það var æði sundurleit
hjörð, herinn, sem barðist
undir merkjum Austurríkis-
keisara í heimsstyrjöldinni
1914—18. En hermenn hans,
þeir sem ekki voru af þýzku
kyni, voru samt á einu máli
sagnfræðingur:
um það að vilja ekki berjast.
Heilar herdeildir gerðust lið-
hlaupar eða létu taka sig til
fanga af fúsum og frjálsum
vilja. Talið er, að um tvær
milljónir hermanna hafi með
þessum hætti hlaupið yfir til
fjandmannanna. Þessir flótta-
hermenn stofnuðu síðan her-
deildir og börðust gegn herj-
um Austurríkismánna og
Þjóðverja. Tékkar einir stofn-
uðu sex herfylki, sem öll börð-
ust í liði Bandamanna undir
lok styrjaldarinnar.
En meðan þessu fór fram
höfðu pólitískir leiðtogar
Tékka ekki setið auðum hönd-
um. I fyrstu báru þeir fram
þá .kröfu, að keisaradæminu
austurríska yrði breytt í
bandalagsríki, þar sem Bæ-
lieimur og Slóvakía hlytu
sjálfsforræði með sömu rétt-
indum og Austurríki og Ung-
verjaland. Austurríska keis-
arastjórnin evaraði þessum
kröfum með ofbeldisaðgerðum
gegn leiðtogum Tékka og Slóv-
aka, og tóku Tékkar að krefj-
ast fulls sjálfstæðis.
Tveir helztu leiðtogar Tékka,
Thomas Masaryk, nafntogað-
ur sagnfræðingur, og Edou-
and Benesch, ungur háskóla-
kennari, höfðu flúið land í
byrjun heimsstyrjaldarinnar,
og stofnað pólitísk samtök
með löndum sínum hjá Banda-
mönnum. Árið 1916 skipu-
lögðu þeir „Þjóðarráð Bæ-
heimslanda“, er hafði aðsetur
í París. Masaryk tókst að fá
áheyrn hjá Bretum, Frökkum
og Bandaríkjamönnum um að
stofna sjálfstætt ríki Tékkó-
slóvakíu. Hinn 9. ágúst 1918
viðurkenndi Bretland Tékkó-
slóvakíu bandalagsþjóð og rík-
isstjórnir annarra banda-
manna gerðu slíkt hið sama.
I október sama ár lýsti Þjóð-
arráð Tékka því yfir, að það
hefði gerzt bráðabirgðastjórn
Tékkóslóvaka, og hinn 28.
sama mánaðar fór fram frið-
samleg bylting í Prag: aust-
urríska stjórnvarzlan vék úr
sessi og við tóku stjórnmála-
menn og embættismenn af
tékknesku og slóvakísku kyni.
Hinn 14. nóvember 1918 var
Þjóðfundur settur í Prag og
því lýst yfir, að Tékkóslóv-
akía væri frjálst og lýðræðis-
sinnað lýðveldi. Masaryk var
kjörinn forseti.
Á friðarfundinum í Versöl-
um voru landamæri hins nýja
lýðveldis ákveðin: hin gömlu
lönd Bæheimskrúnunnar sem
verið höfðu í eigu Habsborg-
ara, voru sameinuð Slóvakíu
og Rúþeníu í Karpatafjöllum
en bæði hin síðarnefndu lönd
höfðu lotið Ungverjalandi um
1000 ára skeið. Ríkið var um
54.000 fermílur að stærð, dá-
lítið ólánlegt í laginu, ekki
ólíkt flugdreka, og íbúatalan
um 15 milljónir.
3)
Þróun hins unga tékkneska
lýðveldis varð furðu ólík þró-
un nágrannaríkja þess í Mið-
evrópu og Súðausturevrópu.
Þar lá leiðin víðasthvar til
faeisma og nazisma, en yfir
sögu Tékkóslóvakíu hvílir
borgaraleg kyrrð og ró, eng-
jn stórátök milli stéttá, engin
pólitísk gjörningaveður. Hin
frjálslynda stjórnarskrá ríkis-
ins frá 1920 hélzt óbreytt allt
til enda og þess gerðist ekki
þörf að rjúfa hana né naga
úr henni lýðræðið, svo sem
títt var um öll þau lönd er
Tékkóslóvakía hafði að ná-
grönnum. Og þó vofði mikill
háski yfir þessu ríki. Það
hafði frá hinu austurríska
keisaradæmi tekið að erföum
framandi þjóðerni. 692.000
Ungverja, 549.000 Rúþena.
82.000 Pólverja og 3.231.000
Þjóðverja. Um þriðjungur
þegnanna voru af öðru þjóð-
erni en Tékkar og Slóvakar,
en þó stafaði ríkinu ekki
hætta af öðrum en Þjóðverj-
um, þessum vandræðamönn-
um, enda voru þeir fjölmenn-
astir og voldugastir og sátu
flestir í Bæheimi í útjaðrahér-
uðum ríkisins, á landamærum
Þýzkalands og Tékkóslóvakíu.
Þó var byggð Tékka og Þjóð-
verja svo blönduð í þessum
héruðum, að ógerningur var
að veita Þjöðverjum stað-
bundið sjálfsforræði, án þess
að stofna einingu ríkisins í
hættu. *
Þessar tvær þjóðir, Tékkar
og Þjóðverjar, höfðu búið í
sama landi síðan á 12. öld,
og oftast nær með fullum
fjand-skap. í þrjár aldir höfðu
Þjóðverjar setið yfir hlut
Tékka, kúgað þá efnahags-
lega og andlega, látið þá
kenna á þýzku' höfðingjasið-
gæði svo sem Þjóðverja er
og hefur jafnan verið s;ður til
þess að ná sér niðri á lítil-
magnanum. Nú hafði hlut-
verkum verið skipt að nýjum
hætti: hin gamla hefraþjóð
átti nú að sýna þegnskap því
ríki, sem lrnir fyrri kotungar
hennar höfðu skapað. Þjóð-
verjar nutu að jöfnu við aðrá
þegna allra frelsisréttii da
stjórnarskrárinnar, höfðu
kosningarétt og kjörgengi,
höfðu meirihluta í mörgum'
sveita- og bæjarfélögum Bæ-
heims, nutu fuhs frels''s'jí
kennslumálum og höfðu jafn-
vel fleiri þýzka skóla en þeirn
bar að tiltölu við mannfjöida.
Framhald á 10. síðu.
MINNISBLÖÐ ÚR SÖGU
ALDARINNAR
TÉKKÓSLÓVAKIA I.