Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 1
Alþýðubandalagið er sigur- yegari alþingiskosninganna Kjósendur mófmœltu eftirminnilega kröfum nazista- deildar SjálfstœSisfl. um harSvituga afturhaldsstefnu Alþý'ðubandalagiS er hinn raunverulegi sigurvegari j þessara alþingiskosninga. Flokkurinn hefur fengiö í sinn hlut þrjú af þeim 8 þingsætum sem bættust við eftir kjördæmabreytinguna og bætt við sig einu þingsæti síð- an í vor, miðað við kosningatölu þá. Hann hlýtur nú sex kjördæmakosna þingmenn, en hafði e;nn þingmann kjördæmakosinn í síöustu kosningum, samkvæmt gömlu kjördæmaskipuninni. Hann hefur bætt viö sig 692 at- kvæöum eða yfir fimm af hundraði, á beim fjórum mán- uöum sem liönir eru frá síðustu kosningum. Þótt fylgisaukning Alþýðu- flokksins sé talsvert meiri er hún allt annars eðlis. Þar er ekki um það að ræða að Alþýðu- fiokkurinn hafi fengið fieiri menn tii íylais við fyrri stefnu sína lield- ur hefuv stefnunni verið kastað fyvir borð og' tekið upp brask í ‘'taf ian. Fylgisaukning Alþýðu- flckksins sýnir fyrst og fremst uppreisn kjósenda Sjálfstæðis- fiokksins gegn nazistadeildinni í fiokki sínum en ekki raunveru- iega fylgisaukningu Alþýðu- flokksins. Athyglisvert er hversu vel tölurnar koma heim: Alþýðu- flokkurinn hefur bætt við sig 2278 atkvæðum — íhaidið tapað 2231! dæmakosinn í stað Birgis Finns- sonar. Fylg'isaukningin á Vestfiörðum tryggði einnig þann herzlumun sem þurfti til þess að 10. maður j felldi. 25. Albýðubandalagsins mann íhaldsins. Kosningaúrslitin á Vestfjörð- um er.u mikill persónulegur sig'-| ur fyrir Hannibal Valdimarsson. j Því hafði verið haldið fram að hann hefði verið sendur í ,,póli- tíska útlegð“ og myndi ekki eiga afturkvæmt. á Alþingi íslendinga; einkanlega var þessu haldið fram | í Morgunblaðinu af Sigurði Hinn 17. september sl. var danski kjarnorkufræðingurinn Niels Bohr útnefndur meðlimur sovézku vísindaakademíunnar. Á myndinni sést ambassador Sovétríkjanna í Kaupmannahöfn, K. L. Levitjkin afhenda Bolir heiðursskjal útlendra meðlima aka- Bjarnasyni. Málalokin urðu þó þau að Hannibal var kosinn með yfirburðum — en Sigurður Bjarnason féll! Undirbúnings- fundur Vestur- veldanna Eisenhower Bandaríkjafor- seti lýsti yfir því í gær, á blaðamannafunidi, að hann og aðrir leiðtogar vesturveldanna væru nú reiðubúnir að halda með sér ráðstefnu til þess að bera saman ráð sín áður en þeir setjast að fundarborðinu með Rússum á fundi æð.:tu manna. Forsetinn sagði að staður og tími fyrir vesturveldafund þennan, hefði enn ekki verið á- kveðinn. De Gaulle hefur lýst því yfir að hann verði ti’bú- inn til slíks fundar í de cr.ber, en Eisenhower kvaðst é’ítp. að halda ætti fundinn eitthvað fyrr. Þá kvaðst Eisenhower vera sammála Krústjoff um j'að, að mikilvægasta kreíi.V sem. vesturveldin og Sovétríkin gætu tekið sameigin’ega. væri það að hefjast handa um af- vopnun. Eisenhower var spurður að því, hvort hann my’ i'i sjálfur vera fulltrúi Bandarík á tíuvelda ráðs.tefnunni um af- vopnunarmál, sem hef t í Genf snemma á næsta ári. Hann kvað það ekki útilokað ef hann gæti fengið þar áorkað meiru en aðrir. ENNIS BLHBIIU: Vinnan og verkalýður'.nn, fréttabréf Árna Bergmanns frá Moskva — 6. síða „Þeir hlutir, scm dýrmæt- astir eru, munii aldrei fást keyptir við fé“ — 7. síða -------------------* Svíar sigmðu Englendinga Eítirminnilegur sigur á Vestíjörðum. Alþýðubandalagið vann víða eftirminnilega sigra; tryggði sér þingsæti í Suðurlandskjördæmi og jók fylgi sitt verulega í Aust- urlandskjördæmi, á Norðurlandi og Vesturlandi. Stærsti sigurinn vannst þó á Vestfjörðum. Þar þætti Alþýðubandalagið við sig 251 atkvæði eða 61,7%, og mun- aði aðeins 22 atkvæðum að Hannibal Valdimarsson yrði kjör- De Gaulle skorar á herinn De Gaulle Frakklandsforseti hefur gefið út tilskipun til franska hersins í Alsír. Sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá de Gaulle er forseti ríkisins jafn- framt æðsti yfirmaður' hersins. í dagskipuninni segist de Gaulle vænta þess, að herinn leggi sig fram um að tryggja það að tillögur forsetans um lausn Alsírvandamálsins nái frarn að ganga. De Gaulle leggur til að Alsír- búar fái sjálfir að ákveða fram- tíð. sína þegar friður hefur kom- izt á i landinu. Franskir Jand- nemar í Alsír og aðrir innan franska hersins. þar hafa sýnt þessum tillögum mikla andstöðu. Raunar má segja að Sigurður hafi tvífallið. Hann féll fyrst fyrir Birgi Finnssyni sem kjör- dæmakosinn þingmaður, og síð- an fyrir Hannibal Valdimarssyni sem uppbótarþingmaður! i Hrflkíarir Sjálístæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn beið mest afhroð í kosningunum. Miðað við úrslitin í sumar hefur hann tap- að þremur bingsætum: í Reykja- neskjördæmi, á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Fylgi hans er komið niður í 39,7% og er nú ámóta og það var á tímabilinu 1942—1949. Ýmsir kunnir leið- togar Sjálfstæðisflokksins féllu, auk Sigurðar Bjarnasonar. Má þar nefna Friðjón Þórðarson í Vesturlandskjördæmi og Jón Pálmason í Norðurlandskjördæmi vestra; sem báðir áttu sæti á síðasta þingi. Ekki þarf lang't að leita að ástæðunum fyrir fylgishruni Siálfstæðisflokksins. Öll kosn- ingabarátta flokksins mótaðist af uppivöðslu nazistadeildarinnar, menn eins og Birgir Kjaran og Pétur Sigurðsson voru settir á oddinn og látnir boða með öskri og óhljóðum harðsvíraða íhalds- pólitík, þeir heimtuðu að fá að sölsa undir sig ríkiseignir, lækka Framhald á 3. síðu demíunnar Viðstaddir atliöfnina voru m.a. þrír synir vísinda- mannsins, fjölmargir þekktir vísindamenn, fulltrúar ráðuneyta og sovéðkir stúdentar við Niels Bolir-vísindaskólann í Höfn. Svíar og Englendingar liáðu landslcik í knattspyrnu í Lond- on í gær. Svíar sigruðu með 3 mörkum gegn 2. Sovétríkiei og vesturveldin leggja írm sameiginlega tillögu um afvopnun Sammála um oð láta tiuþjóÖa nefndina fjalla um framkomnar afvopnunartillögur í gærkvöldi lögðu aðalfulltrúar Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna og Bretlands hjá SameinuÖu þjóöunum fram sameiginlega tillögu fyrir stjórnmálanefndina þess efnis aö allar framkomnar tillögur í afvopnunarmálunum, þar á meöal tillögur Krústjoffs skuli fengnar GenfarráÖ- stefnu tíu þjóöa, sem hefst snemma á næsta ári. Á Genfarráðstefnunni, sem fjalla á um afvopnunarmál, eiga sæti fulltrúar frá 5 sósialisku ríkjunum og 5 frá vesturveldun- um. Af framkomnum afvopnunar- tillögum hafa tillögur Sovét- stjórnarinnar, sem Krústjoff flutti á allsherjarþinginu, vak- ið mesta athygli. Þar er gert ráð fyrir algerri afvopnun í þrem áföngum og banni við vopnaframleiðslu. Lloyd, utan- ríkisráðherra Bretlands flutti einnig tillögur um afvopnun á allsherjarþinginu, og verður öllum þessum tillögum vísað til allsherjarnefndarinnar. Þetta samkomulag vesturveld- anna og Sovétrikjanna um með- ferð mála þykir bera glöggan vott um batnandi sambúð aust- urs og vesturs, og segja frétta- menn að fulltrúar á allsherjar- þinginu geri sér miklar vonir um að nú fari verulega að draga úr kalda striðinu. Fréttaritari brezka útvarpsins í New York sagði í gær, að fréttamenn byggj- ust almennt við að hin sameigin- lega tillaga yrði samþykkt með miklum meirihluta á þinginu, eða jafnvel samhljóða. Kratar ræða T ófarir sínar Miðstjórn brezka Verka- mannaflokksins hefur boðað til fundar í lok næsta mánaðar og verður hann haldinn í Black- pool. Viðfangsefni fundarins verður skilgreining á ósigri flokksins í síðustu þingkosn- ingum. Gaitskell og Bevan verða að- alframsögumenn á fundi þess- um- _ _ _ . J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.