Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 29. október 1959 ÆSKULÝÐSS'ÍÐAN Stórbæfa verður iðnfræðsluna og launakför iðnnema Rœft viS Sigurjón Pétursson, formann ISnnemasambands íslands Þing Iðnnemasambands ís- lands var haldið í Reykjavik dagana 17. og 18. október. Þingið sátu um 50 fulltrúar, 12 iðnnemafélaga víðast hvar af landinu. Fráfarandi formaður Iðn- nemasambandsins, Þórður Gíslason húsasmíðanemi setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna. Ávarp fluttu við þingsetn- ingu: Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Ósk- ar Hallgrímsson fulltrúi Al- þýðucambands íslands. Forseti þingsins var kosinn Sigurjón Þ. Erlingsson frá Félagi iðnnema Selfossi og varaforseti Jón D. Jónsson frá Málaranemafélagi Reykja víkur. Ritarar þingsins voru kjörnir þeir Sigmar Sævalds- son og Eyjólfur Sigurðsson. Helztu mál, sem þingið fjall- aði um voru kjaramál iðn- nema, iðnfræðsla og veiting meistararéttinda án náms og auk þess ýmis önnur hags- munamál iðnnema. Nokkrar umræður urðu á þinginu og ríkti einhugur um hagsmunamál iðnnema. Formaður Sambandsins var kosinn Sigurjón Pétursson húsasmíðanemi Reykjavík og hefur Æskulýðcsíðan hitt. hann að máli um störf þings- ; ins. Hverjir eru með þér í stjórn Sigurjón? Varaformaður: Eyjólfur Sigurðsson prentnemi. Ritari: Jóhannes Bjarni Jónsson raf- virkjan. Gjaldkeri: Trausti Finnbogason prentnemi og meðstjórnandi Guðbergur Guðbergíss. járniðnaðarnemi. Eru þetta allt nýliðar? Nei, Trausti var fyrsti ' varamaður í síðustu Sam- bandsstjórn og starfaði þá mikið í henni og Jóhannes hefur starfað með og í Sam- bandsstjórn um þriggja ára skeið. Yfirleitt er reynt að kom- ' ast hjá því að þurfa að end- urnýja Sambandsstjórn alger- lega á einu þingi og eru til ákvæði um það í lögum Sam- band ins að þess skuli gæta við uppstillingu til Sambands- stjómar að ekki falli allir stjórnarmeðlimir út í einu. Þetta er mjög eðlilegt þegar ltið er á það að enginn get- ur verið í samtökunum nema 4 ár.; og er það eitt nógu * bagalegt fyrir störf Sam- bandsins þótt ekki bættist það við að stjómin væri ein- vörðungu skipuð nýliðum. 1 Hvað geturðu sagt mér um mál, sem fyrir þinginu lágu, t.d. iðnfræðslu? Eins og allir sjá, sem eitt- hvað hafa kynnt sér iðn- fræðslu er hún, eins og hún er rekin hér nú á mjög lágu stigi og allsendis ófullnægj- andi. Meðan einstakir meistarar annast kennslu nema liggur í augum uppi að þorri þeirra reynir að fá eins mikil vinnu- afköst út úr nemunum og hægt er. Það gera meistar- arnir með sérhæfingu á kastnað námsins. Að sönnu eiga eftirlitsmenn og iðnfull- trúar að fylgjast með því að nemum sé kennt það sem á- Sigurjón Pétursson skilið er með reglugerð, en þá mektarmenn sjá fæstir með- an á námi stendur. Það er krafa okkar iðn- nema, og hlýtur að teljast réttlát, að við eigum að fá fullkomna kennslu og út- skrifast sem menntaðir iðn- aðarmenn. Því leggur Iðnnemasam- bandið áherzlu á að kennsl- an sé tekin sem mest úr höndum meistara og færð inn í skólana og telur að tak- markið sé fullkomnir verk- námsskólar. En þar til því takmarki er náð krefjumst við þess að eftirlit með iðn- fræðslu sé stóraukið og end- urbætt. En kjaramálin? Launakjör iðnnema eru í einu orði sagt til háborinnar skammar fyrir þá aðila er þeim ráða. Iðnnemum er greitt í kaup ákveðinn hundraðshluti af kaupi sveina, sem skiptist þannig: 30% á 1. ári. 35% á 2. ári 45% á 3. ári. 50% á 4. ári. Þegar þess er gætt að meistarar mega selja vinnu nema á 1. og 2. ári á verka- mannakaupi og vinnu nema á 3. og 4. ári á sveinakaupi þá gefur augaleið að lítils á- huga gætir hjá meisturum um breytingar og ekki er hætta á að iðnfræðsluráð taki það upp hjá ejálfu sér að hækka kaup okkar. Þess vegna verðum við að sýna á ótvíræðan hátt að meistaragróðinn er óeðlilega mikill. I því skyni höfum við gert útreikninga á því hvað rneistari hagnast af nema og þeir reikningar sanna að kaupkröfur okkar eru rétt metnar. Hvernig eru þeir reikning- ar? I þessum reikningum er tek- inn saman allur sá kostnað- ur, sem meistari verður fyrir vegna iðnnema eins og kaup, tryggingargjöld, veikindi skóli o. fl. Síðan er reiknað út, hvað kemur inn fyrir vinnu nemans, sem er nú eins og áður er getið seld á verkamannakaupi á fyrstu árunum en sveinskaupi tvö þau seinni að viðbættri meistaraálagningu í báðum tilfellum. Við teljum ekki tímabært að birta þessa út- reikninga strax en munum ef til vill falast eftir plássi fyr- ir þá síðar. Hvað viltu segja um önnur mál sem fyrir þinginu lágu? Af öðrum málum, sem fyr- ir þinginu lágu vil ég fyret nefna lagabreytingar, einnig ræddum við félagsleg vanda- mál iðnnema og síðast en ekki síst ber að telja mál sem Vestmannaeyingar lögðu fyrir þingið „Veiting meist- araréttinda án náms“ Það er mál sem ég tel að þurfi að taka fastari tökum. Við sem lærum í 4 ár til að fá sveinsréttindi getum illa þolað það að sumum mönnum nægir að senda bréf til ráð- herra til að fá’ meistararétt- indi. Vestmannaeyingar sögðu okkur smá dæmisögu af slíkri úthlutun á þinginu. Kennari nokkur, sem eitt- hvað hafðj dútlað við tré- smíði í frístundum sótti um meistararéttindi í húsasmiði. Umsókninni var synjað. Þá tók kennarinn að vinna við múrverk í aukavinnu, þar sem hann hafði meira upp úr því en trésmíðinni og svo sendi hann umsókn um meist- araréttindi í múrverki til ráð- herra og fékk þingmann, sem hann þekkti til að fylgja henni eftir. Og viti menn, stuttu síðar fékk kennarinn meistararéttindi í húsasmíði. Þetta hlálega dæmi sýnir ef til vill betur en nokkuð annað hve mikil nauðsyn er á breytingum, enda gerði þingið sérstaka ályktun um slíkar veitingar meistararétt- inda ,sem væntanlega verður birt innan skamms Eg þakka Sigurjóni fyrir rabbið og býð góða nótt enda klukkan orðin hálf þrjú. Týr. Ályktun um kjaramál 17. þing Iðnnemasambands Is- lands ítrekar enn sem fyrr kröfur sínar um að iðnnemum séu greidd mannsæmandi laun. Þingið telur það óhæfu, að enn í dag skuli iðnnemar notaðir sem ódýrt vinnuafl, og telur, að kominn sé tími til að meist- arar svo og allur almenning- ur fari að gera sér grein fyrir því að meistarar eiga sjálfs sín vegna að sjá um eðlilega end- urnýjun vel menntaðara iðn- aðarmanna. Kröfur þær um laun iðn- nema, sem þingið gerir og tel- ur algjört lágmark, eru: 40% af. kaupi sveina á 1. ári 50% — — — — 2. — 60% — — — — 3. — 70% — — — — 4. — Þingið felur sambandsstjórn að neyta allra bragða til að fá Iðnfræðsluráð til að fallast á þessar kröfur okkar og telur, að ef enginn jákvæður árangur verði af fyrir áramót, beri að birta opinberlega öll þau gögn er styðja kröfur iðnnema fyrir hærra kaupi. Ályktun 18. þings Æ.F. um iðnnemamál 18. þing ÆF lýsir andstyggð sinni á þeim frumbýlishætti að enn í dag skuli iðnkennsla rek- in sem arðvænlegt gróðabrask. Reynslan hefir sýnt, að með- an iðnkennsla er í höndum meistara, er höfuð áherzlan lögð á gróðann á kostnað nem- ans og námsárangurs. Vel menntuð iðnaðarmannastétt er þjóðinni nauðsyn. Þingið álítur að iðnnám eigi tvímælalaust að fara fram í fullkomnum verknámsskólum, en þar til því marki er náð, lýsir þingið yfir fullum stuðn- ingi við framkomnar kröfur iðnnema. 1. að komið verði á rauhæfu eftirliti með iðnfræðslunni, 2. að iðnskólar verði undan- tekningarlaust dagskólar. 3. að stóraukin verði verkleg kennsla í skólum og 4. að kaup nema sé reiknað af sveinskaupi og verði: 40% á 1. ári 50% — 2. — 60% — 3. — 70% — 4. — 18. þing ÆF bendir á, að þó að hafin sé lítilsháttar verkleg kennsla við Iðnskólann í Reykjavík, eru aðrir iðnskólar gjörsamlega afskiptir í þeim efnum. 18. þing ÆF telur, að iðn- nemar eigi skýlausan rétt á því, að eftirlit með iðnfræðslu verði bætt. Bætt eftirlit með iðn- fræðslu er þó ekki aðeins mál iðnnema, heldur einnig allra landsmanna. Fólk hlýtur að krefjast fyrsta flokks vinnu frá iðnaðarmönn- um, en forsenda þess er að þeim hafi verið kennt að vinná verkið. Því vítir þingið harð- lega þann slóðaskap og sofanda- hátt, sem einkennir störf þeirra manna, sem eiga að hafa eftir- lit með iðnkennslunni, jafn- framt sem það þakkar iðnnem- um að halda' þessum málum vakandi. Þingið hvetur öll réttsýn öfl landsins til að st.vðja 'jafn sjálfsagðar kröfur og hér að framan greinir. Þineið vill enn vekia athyglí á því að kennsla iðnnema er ekki aðeins þeirra hagsmuna- mál, heldur allra landsmanna'. Leggia verður áherzlu á að iðnaðarmenn skili vandaðrí vinnu, að þeim hafi verið kennt að vinna verkið. Ritstjóri: Franz A. Gíslason ÞJÓÐVILJANN vantar uncrlinga til blaðburðar í eftir- talin hverfi: • Kársnes — Blönduhlíð. I Talið við afgreiðsluna sími 17-500 'j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.