Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. október 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Samvinna líkama og sálarþjón- ar iramiörnm og mamlegri göígi Þar sem íþróttir eru orðnar stór þáttur í menningarlífi flestra tíóða heims, og einn þeirra menningarþátta, sem faðmar víð- ast og er þegar orðið áhrifamikið afl á alþjóðavettvangi, og eins og flest mannlegt, búið bjartri og dökkri hlið jákvætt og nei- kvætt — samþykkti ráðstefnan að beina þeim tilmælum til UNESCO, að samtökin stofnuðu deild innan sinna vébanda til þess að tengja þjóðirnar sam- an til samvinnu um íþróttamál og aðstoða þau alþjóðasamtök, sem þegar starfa að íþróttamál- um og fá þau til virkrar sam- vinnu. í umræðunum kom fram sú uppástunga, að innan hverrar þjóðar starfaði sérstök samvinnu- nefnd eða UNESCO-nefnd að í- þróttamálum. Sú nefnd væri skipuð fulltrúum, sem félagssam- tök um íþróttir, rannsóknarstofn- anir og ménntamálaráðuneyti kysu eða skipuðu. Fulltrúar frá þessum UNESCO-nefndum þjóð- anna mættu svo til þátttöku í fundum og þingum hjá íþrótta- deild UNESCO. Þá gæti UNESCO einnig kallað lulltrúa UNESCO-nefnda vissrar heimsálfu til ráðstefnu um í- þróttamál áifunnar. Á lokafundi ráðstefnunnar var samþykkt ávarp til UNESCO. Á- varpið var í sjö liðum. 1. Ráðstefnan biður alla, konur og karla, sem koma fram til sýninga eða keppni á leikvöll- um heimsins að vera sanna fulltrúa fólksins, til að efla vináttu og skilning þjóða á meðal, og keppa í anda friðar og bræðralags. 2. varðandi beiðni ráðstefnunnar um að UNESCO tæki íþrótta- mál á starfsgreinalista sinn. 3. ráðstefnan álítur að stranglega þurfi að framfylgja áhuga- mannareglum. 4. mælt var með því, að UNESCO annaðist söfnun íþróttarita og niðurstöðum rannsókna varð andi íþróttamál. 5. ráðstefnan mælir með því til íþróttamálum heimsins hin síð- ari ár. fþróttir voru í upphafi íslands- þyggðar stundaðar sem lífsnauð- synlegur þáttur uppeldis til þess að einstaklingurínn öðlaðist færni til þess að taka þátt í vörn frændgarðs síns og standa vörð um heimili sitt, eign og eiginn heiður. Mætti því flokka íþrótta- mál landnáms- og sögualdar til starfsgreinaíþrótta. — en sam- fara þessari íþróttanauðsyn var til leikgleði. Við sjáum af mörg- um atburðum í frásögum ís- lendingasagnanna, að kynþáttur- inn, sem hér nam land og af- komendur hans voru leikfúsir. Á þingum var gengið til leika og' t. d. að hausti var efnt til knatt- leika á ís og þjóðin átti ágætan baðsið. Síðaii hluti esindis Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa Þó erlend kúgun, eldgos og harðindi breytti mjög iifnaðar- háttum fslendinga frá 1300 tií 1800, þá lifa íþróttavenjur — sund og glíma — og þjóðin er leikfús — ýmsar leikraunir við- haldast, t. d. pottleikur, pinna- leikur og dansar, sem hefjast á 12. öld viðhaldast, að vísu með breytingum, í nær 7 aldir. Er endurreisn íslenzkra þjóð- mála hefst á 19. öld fær íþrótta- áhuginn byr undir vængi. Ekki eru það erlendar íþróttir, sem þjóðinni eru kynntar, sem end- urvekja íþxóttaiðkanir; heldur falinn íþróttaáhugi og leikgleði, sem þjóðin var minnt á í sögum og sögnum. Upp úr ísl. bænda menningu rísa einstaklingar, sem kenna sund og glímu. Þessar í- þróttir, ásamt fornum leikjum, hressa- og styrkja nemendur Bessastaðaskóla og þeir færa þroskaðri íþróttir og leiki' með sér, er þeir síðan gegna emb- ættum meðal alþýðunnar. Þessar íþróttir og leikir eru okkur happaeign, er erlendar í- viðkomandi stjórnarvalda allra | þróttir fara að berast hingað. Alþýðan er skilningsgóð á í- þróttir og leiki. Nú í dag iðka íslendingar 17 íþróttagreinar og börnin margs konar leiki. í barnaskólum njóta 73,4% nemenda leikfimiiðkana. f fram- haldsskólum 76,3%, en 66,3% allra þessara. nemenda njóta sundiðkana árlega. Hinar 17 íþróttagreinar, sem iðkaðar eru nú sem áhugastarf eða tóm- stundaiðkun í félögum áttu 1958 16 þús. iðkendur. Um .18 þús. ísléndingar munu árlega iðka sund til jafnaðar einu sinni í viku sér til hressingar. Samkvæmt þessum tölum munu um 48 þús. íslendingar innan skóla og félaga og svo utan þeirra iðka íþróttir meira eða minna árlega. Við þessa tölu má kannske einhvérju bæta úr hópi þeirra, sem fara á skíðum og ferðast á sumrum gangandi eða á hestum — eða taka þátt aí þróunar, sem orðið hefur á í morgunleikfimi útvarpsins eða æfa sig upp á eigin spýtur. Þó að ætla megi að um 30% þjóðarinnar stundi íþróttir meira eða minna árlega og af þeim hópi helmingurinn innan skóla, þá er hér mikið óunnið verk og ný starfsvið sem bíða. Lítum á tölurnar. 23 þús. þeirra, sem eru af skólaaldri, þ. e. svona 20 ára eða eldri, iðka í- þróttir hér á landi. Lítum á aðrar hagfræðilegar tölur varðandi þjóð okkar. Um 1850—1860 mátti búast við, að hvert nýfætt sveinbarn yrði 32 ára; en meybarn 38 ára. Um 1940 voru ævilíkur sveinbarna komn- ar í 60 ár en meybarna í 65 ár. Meðalævi lengist á 80 ára tímabili um 27 og 28 ár. Þetta sést betur á dánartölum 1880 deyja 24 af 1000 en 1956 7 á 1000 íbúa landsins. Ekki er ég að þakka það íþróttum — þar koma margar framfarir til greina — en íþróttir eiga án efa sína hlutdeild. Árið 1801 eru tæp 1% lands- manna búandi í' bæjum, en nú um 80%. Af þessari breytingu hafa leitt breyttir atvinnuhættir, rúmlega 30% stunda iðnað og handverk, rúm 20% eru enn við landbúnað og tæp 20% við fisk- veiðar. Af tölum þessum sjáum við margvíslegar breytingar. íbúum fjölgar — meðalævi einstaklinga lengist — störfin, sem áður hvíldu meir á vöðvaorku færast yfir á vélar, sem aftur á móti færa með sér meiri áhrif á tauga- kerfi mannsins. Við sem látum í- þróttir okkur skipta, verðum að athuga breytingar í þjóðarbú- skapnum. Til þessa höfum við lagt á- herzlu á að fá fólk til íþrótta- iðkana í félögum, koma á í- þróttaiðkunum í skólum og fá reistar sundlaugar og þær rekn- ar sem lengst árlega, svo al- menningur geti iðkað sund. Til skamms tima höfum við reist í■ þróttahús fyrst og fremst fyrir skólana, sem svo félögin nota á Þjóðinni þakkað Aí alhug þökkum við öllum þeim, sem iagt hafa fram gjafir til fjársöfnunarinnar vegna sjósiysanna á síðastliðnum vetri. Hef- ur þátttakan orðið svo mikil og aimenn að að- dáun vekur. Guð blessi gefendurna og þá, sem gjafirn- ar þiggja. Ásmundur Guðmundsson Aðalsteinn Júlíusson, Adolf Björnsson Garðar Þorsteinsson, Pétur Sigurðsson. Sovézka flugfélagið „Aeroflot” er stærsta flugfélag í heimi Flugleiðanet þess er 400000 kílómetrar Sovézka flugfélagið, Aeroflot, sem annast farþegaflutn- inga og vöruflutninga er stærsta félag heims. Meira en 400 flugvélar eru í förum á vegum félagsins og flugleiðanet þess er samanlagt um 40Q000 kílómetra langt. Til samanburðar má geta þess að flugleiðanet flugfélags- ins „Air France“ nær yfir 300000 kílómetra, brezka flug- félagsins BOAC rúmlega 120000 kílómetra og banda- ríska flugfélagsins „Pan Ameri can“ 110000 kílóm. Aðalfram'kvæmdastjóri Aero- flott er P.F. Shigaréff. Kjarnann í þessu stóra flug- félagi mynda farþegaþoturnar af gerðinni Tupolev TU 104 (ýmis afbrigði), TU 110 og TU 114. Stærstu þoturnar hafa sæti fyrir 220 farþega og eru stærstu farþegaflugvélar heims. Allt til loka heimsstyrjald- arinnar flugu flugvélar Aero- flot aðeins innan Sovétríkj- anna og það var ekki fyrr en árið 1954 að félagið hóf flug á alþjóðlegum flugleiðum í stór- um stíl. Gerði félagið þá samn- inga við fjölmarga meðiimi Al- þjóðasambands flugfélaga, sem það er ekki aðili að. Árið 1928 hófust flugferðir að ráði innan Sovétríkjanna, kvöldin. Nú er hafið að reisa í-' en ekki myndaðist þó strax þjóða, sem eiga kaupskipa- 'flota, að styðja að eflingu í- þróttaiðkana sjómanna á skips- fjöl og í höfnum. 6. í framhaldi af lið 5 var skorað á alla fulltrúa ráðstefnunnar að vinna að því, að stjórnar- völd þjóða þeirra fengju áhuga á því að búa í haginn fyrir íþróttaiðkanir farmanna í hafnarborgum þjóða þeirra og einnig vinna að því, að sér- stök íþróttamannvirki hafnar- borgsnna væru opin farmönn- um til íþróttaiðkana. 7. að UNESCO skipuleggi alþjóð- lega rannsókn á þýðingu örv- unaræfinga á verkafólki í vinnuhléum og áhrif á fatlaða og lamaða til endurheimtu starfsgetu. Ég vildi að lokum ræða lítil- lega um Isl. íþróttamál í Ijósi þeirra breytinga, sem átt hafa trr stað með þjóð okkar og þeirr- þróttaskála — stærra leikrými en í skólasölum — þar sem knatt- leikir félaga fá meira rými. Áður voru ruddir melar eða í mesta lagi grjóthreinsaðir svo jafn- felld flöt fengist til iðkunar frjálsra íþrótta og knattleika. Nú höfum við að undanförnu lagt grasvelli og upphlaðnar hlaupa- brautir fyrir félögin til íþrótta- iðkana. Við höfum sem sé búið í hag- inn fyrir skóla og félög — og að nokkru leyti fyrir almenning utan skóla og félaga. Reykjavík 'og tveir bæir aðrir, veita nemendum í skólum að nokkru leyti sjúkraleikfimi. Eitt sjúkrahús veitir sjúklingum tak- markaða sjúkraleikfimi eða örv- unaræfingar. Samtök áhuga- manna starfrækja æfingastöð fyr- ir fatlaða og lamaða. — íþróttir fyrir örkumla fólk eru ekki til Örvunaræfingar á vinnustöð- um er hvergi komið við. Ein- staka starfshópar, t. d. leigubíl- Framhald ó 11. síðu. reglulegt flugleiðanet innan lands. Árið 1931 hófust reglu- legar flugferðir milli Moskvu og Leningrad. Árið 1935 voru flugleiðirn- ar innan Sovétríkjanna orðn- ar 37000 kílómetra langar' og 1936 54000 km. Fyrst í stað var aðeins flogið á sumrin og að degi til og ekki leið á löngu þar til næturflug var tdkið upp. „Aeroflot" var stofnað árið 1932. Það tók við af Allsherj- arsambandi sovézku flugfélag- anna (WOGWF). Samkvæmt ákvæðum 4. og 5. fimmáraáætlunarinnar var flug vélafloti og flugkerfi Sovét- ríkjanna byggt upp og endur- nýjað. Þetta var á árúnum 1946—1955. Sökum þess að Sovétríkin eru mjög vel löguð fyrir flug- samgöngur, hefur þessi upp bygging þýtt það, að Aeroflot er orðið mjög mikilvægur að- ili í efnahags- og þjóðlífi Sov étríkjanna. Flugleiðirnar inn- anlands voru lengdar um helm- ing miðað við árin næst fyrir heímsstyrjöldina og flugvellir auknir að sama skapi. Á þessu sama tímabili fimmfaldaðist flugleiðanet Aeroflot á alþjóð- legum flugleiðum. Shigareff framkvæmdastjci'i hefur nýlega skýrt frá þvl, að á næstu sex árum áður en 7 ára áætluninnj lýkur verði flugsamgöngur Sovétríkjamia enn stórauknar. Fram til ársins 1965 mmi farþegaflug áttfaldast, vöru- og póstflug sexfaldast og aðr- ar tegundir flugs þrefaldast. Síðan 1956 hefur Aeroflot orðið þekkt víða um heim vegna hins aukna flugs félags- ins á alþjóðaleið. Hinar risa- stóru farþegaþotur vekja hver- vetna mikla athygli. Nú koma þessi stóru farartæki reglulega til margra borga, t.d. Parísar Brússel, Kaupmannahafnrr, Stokkhólms, Helsinki Berlínr r, Kabul, Delhi og Kairo og auk þess til allra sósíalísku lard- anna. Innan skamms hefia sovézku þoturnar einnig flug til London. Bandaríök yfir- völd hafa enn ekki kært sig um að hefja beinar samgöngnr milli Moskvu og New York, en búizt er við að sú afstaða breytist innan skamms. Úrasmygl í Búda- pest Ungverska blaðið „Nep;za- badsag“ í Búdapest hefur skýrt frá því, að forstjóri skartgripaverzlunar þar í borg inni hafi verið handtekinn á- samt þýzkri konu, og eru þau sökuð um að hafa smyglað úr- um í stórum stíl frá V-Þýzka- landi til Ungverjalands. I bifreið þeirra hjúanna fanrr lögregian 860 armband-súr. — Áuk þess höfðu þau meðferðis tvö belti, greypt gimsteium, og eru þau tilheyradi gömlum ein- kennisbúningum, er tilheyrðu Esterhazy greifa. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.