Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1959, Blaðsíða 6
JBJ •— ÞJÓÐVILJINN — Firamtudagur 29. október 1959 þlÓÐVIUINN Útsrolandl: ðameiningarflokkur alþýöu - ðóslalistaflokkurlnn. - Rltstjórari Magnús KJartansson (áb.), Sigurður Quðmunds'son. - Préttaritstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Eysteinn Þorvaldsson. Ouðmundur Vigfússon., ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Olafsson, Slgurður V. PriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Quðgelr Magnússon. - Ritstjóm- af- creiðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavftrðustíg 19. — Siml 17-500 (• ilnur). — Áskriftarverð kr. 30 4 mánuði. — Lausasöluverð kr. 2 PrentsmiðJa ÞJóðvllJans. Viðspyrna til sóknar Sjálfstæðisflokkurinn ogFram- sókn koma ekki ánægð úr þessum kosningum, enda auð- heyrt á fyrstu ummælum Morg- unblaðsins og Tímans, að úr- slitin hafa valdið flokksforingj- unum vonbrigðum. Báðir þessir f’okkar ætluðu sér stóran hlut í baustkosningunum. Sjálfstæð- isf'okkurinn fór ekki dult með að hann bjóst við miklum ko^ningasigrf og ekki sízt þess vo'na fóru fram allmikil átök u^ framboð flokksins og þar urðu talsverð mannaskipti. Þau vo—j i bá átt að þokað var til V'yandi áhrifa nazistadeild flokksins. m.a. var Birgir Kjar- an haíður mjög í frammi í Revkjavík. Hann var látinn bo'a valdatöku flokksins á svip- að"n;;hátt og nazistar gerðu nokkru fyrir valdatökuna í Þvzltalandi, og málflutningur Pe-urs Sigurðssonar, annars nýs þingmanns Siálfstæðisflokksins, v"r með beim hætti að mjög rrúhu+i á árólursstíl nazistanna. D"krið við nazistadeildina í þerr.um kosningum hefur ef- Ipu't át.t sinn þátt í kosninga- ónsrí flokksins, en það hefur evnmit.t verið bardagaaðferð h°ns. að vrifa lýðræðinu í orði en franrfylsja verstu afturhalds- s^'io í verki. Nú reyndist S'á’í'tæðisObkkurinn helzt til v iðibráður, sýndi sitt rétta s-dlit of snemma, nógu rnnmrha til þess að fylgið hrundi af flokknum. T^ramsóknarflokkurinn taldi * sér líka stórsigur vísan í kosninG'unum, og einbeitti öll- um áróíri sínum til að reyna að sannfæra fólk um að megin- atriði þeirra væri einvígi milli Framsóknar og Sjálfstæðis- flókksins, um aðra vinstri flokka til átaka við íhaldið en Framsókn væri ekki að ræða. Þessi áróður hefndi sín, og tap Framsóknar í kosningunum verður beim mun tilfinnanlegra sem áróður flokksins hafði písk- að upp sterknri vonir. Fram- sóknarflokkurinn fær nú 17 þingmenn af 60, (að vísu fleiri ei f'okkurinn ætti að réttu lagi voGna fylgis síns í landinu), en hafði áður 19 af 52. Tap flokksins bendir til að ofstæk- i áró*ur Framsóknar allt þetta ár hafi ekki náð tilætluðum árangri. A lþýðuflokkurinn á nú um -* * vær leiðir að velja. Hann getyr haldið áfram á þeirri bnut sem hann nú er á, að- h3R'Tristefnu. rekið aft- r.rhaidí-nólitík, ástundað faðm- lög vtð Siálfstæðisflokkinn. En bnun gæ'i einnig snúizt til viistri stefnu og rekið alþýðu- pólitík, en sú stefna hlyti fyrr eða- síðrr að leiða til náinnar samvinnu við Sósíalistaflokk- inn ög Albýðubandalagið. En að æíla að vera hvort tveggja í senn, ,;Iiðsauki“ Sjálfstæðis- flokksins og verkalýðsflokkur, það er Alþýðuflokknum og hverjum öðrum flokki um megn. A Iþý'ðubandalagið varð að !*• leggja til þessara kosninga með kosningaósigurinn í sum- ar í fersku minni, og voru það örðugar aðstæður, enda þótt sá ósigur væri óverðskuld- aður. Andstæðingarnir héldu að Alþýðubandalagið hlyti að stórtapa. En alþýða landsins, verulegur hluti hennar, skildi hvað í húfi var og fylkti sér nú um frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins, svo það kemur út úr kosningunum með fylgis- aukningu og tíu manna þing- flokk. Með því að halda fylgi sínu í Reykjavík þrátt fyrir áróðursbægslagang Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknar og Al- þýðuflokksins, hafa stjórnmála- samtök hinnar róttæku verka- lýðshreyfingar fengið þá við- spyrnu sem þarf til að hefja nýja sókn. Það hefur reynzt rétt sem sósíalistar héldu fram, að kjördæmabreytingin varð ekki til .þess að færa Sjálfstæð- isflokknum stóraukið fylgi og möguleika. heldur hafa einmitt nú skapazt skilyrði til þess að upp komi á íslandi sterkur sósíalistískur verkalýðsflokkur. Þegar í fyrstu kosningum nýju kjördæmaskipunarinnar hafa stjórnmálasamtök róttækrar al- þýðu sýnt að þau standa á styrkri rót í öllum kjördæmum landsins. í fimm þeirra fær Al- þýðubandalagið kjördæma- kjörna þingmenn og eykur fylgi sitt í hinum þremur. Kosning- arnar sýna; að hin róttæka verka- lýðshreyfing á nú sóknarfæri, en til þeirrar sóknar verður hún að einbeita öllu afli sínu. Gaf báðar bið skákirnar Lokið er öllum biðskákum a skákmótinu í Belgrad. Friðrik gaf báðar biðskákirnar, bæði við Fischer og Smisloff, án þess að tefla frekar. Gligoric gaf einnig biðskák sína við Keres án þess að tefla hana og Benkö og Petr- osjan sömdu jafntefli í biðstöð- unni. Tal vann biðskákina við Fischer. Staðan eftir 27. umferð er þessi: 1. Tal • 2. Keres 3. Smisloff 4. Petrosj.an 5. Gligoric 6. Fischer 7. Friðrik 8. Benkö 19 J/2 v. 18 i/2 v. 15 v. 14 1/2 v. 12 y2 v. 11 y2 v. 9 v. 7 % v. Lokaumferð verður tefld í dag og hefur Tal þá hvítt gegn Benkö, Keres gegn Friðriki, Petrosjan gegn Gligoric og Smisl- off gegn Fischer. Árni Hilmar Bergmann: Vinnan og verkaiýðurinn Um afrek, erfiðleika og slörf sovézks verkalýðs AFREK Sovézkur verkalýður er allrar virðingar verður, því að hann hefur fjölda afreka framið og mörg ótrúleg. Fyr- ir fjörutíu árum gerði hann byltingu; skriðdrekalaus og fallbyesufár sneri hann niður innlenda yfirstétt og hrakti úr landi erlenda innrásar- menn. Fyrir fimmtán árum mölvaði hann hma ógurlegu hernaðarvél Hitlers. Samt eru þessir sigrar byltingar og styrjalda ekki það, sem mest er um vert. Mest er um vert að sovézkur verkalýður hefur byggt upp land sitt. Á stutt- um tíma hefur hann tvívegis reist land sitt úr rústum. breytt eyðimörkum í akur- lönd, reist nýjar stórborgir þar sem áður fóru úlfur og örn, breytt snauðu bænda- landi í iðnaðarveldi og til- einkað sér sitthvað af menn- ingu heimsins þrátt fyrir all- ar þessar annir. Nú geta menn spurt: hvað rekur þennan verkalýð á- fram? Hvernig starfar hann: Hvað er ólikt með afstöðu hans til starfsins og afstöðu stéttarbræðra hans í kapítal- iskum löndum? Frá rannsóknarstöð I Sovétríkjunum FRÍÐLEIKAR Eg spyr aftur: Hvað knýr þetta fólk áfram? Það er ekki erfitt að skilja það kapp og þann áhuga, sem greip sovézka verkamenn fyrst eftir byltingu, því að breytingin sem þá varð á þeirra högum varð svo mikil og svo skyndileg. 1 fyrsta sinni var litið á verkamann- inn sem mann, hann varð fullgild og virt persóna í þjóðfélaginu. I fyrsta sinn var hafin bygging mann- sæmandi húsa handa verka- fólki, í fyrsta sinn séð fyrir sumarleyfum, í fyrsta sinn voru born verkamanna sett til mennta. Og við getum skilið það fólk, sem á stríðs- árunum yfirgaf ekki verk- smiðjurnar, heldur svaf þar á gólfinu til að spara tíma, — líf þess var í veði, ætt- jörð þess var í hættu, allt sem áunnizt hafði í barátt- unni fyrir betra lífi var í veði. En hvemig er þá umhorfs nú? Hafa ekki erfiðleikar uppbyggingarinnar eftir stríð bugað marga? Hafa ekki margar af verstu afleiðingum Stalínstímabilsins spillt miklu fyrir? Allt er þetta að vísu rétt, einkum held ég að á- standið hafi verið slæmt 1948—1953 eða svo, þegar lífskjörin breyttust hvergi nærri nógu ört, vegna þess hvað uppbyggingin var um- fangsmikil og tímafrek. En þrátt fyrir allt er sovézkur verkalýður samur og fyrr. Hann tekur starfið sérstökum tökum. Og hann er bjartsýnn í þessu starfi. Því þá? Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, að sovézkt verkafólk lifi ein- hverju dýrðarlífi eða hafi margvísleg ringulreið á launa fyrirkomulagi; jafnvel greitt misjafidega fyrir sömu vinnu í mismunardi verksmiðjum. I verksmiðjunni Úglémasj hjá Túlu er verið að gefa á bauk- inn yfirmanni, sem lagt hafði í einelti einn verkamann, sem hafði með höndum eftirlit með öryggi á vinnustað. í ,,Fyrstu úraverksmiðjunni“ er verið að koma upp um þjófa, sem troðið höfðu í eig- in vasa stórum fúlgum af arði fyrirtækisins. Erfiðleikarnir eru marg- víslegir. AFSTAÐAN TIL STARFSINS En hver er þá orsök þess að verkafólk í sósíalistísku landi tekur vinnuna sérstök- um tökum? I fyrsta lagi: uppeldið hef- ur hér mikla þýðingu. Það er álitið eitt helzta verkefni skólanna að innræta ungling- um virðingu fyrir vinnunni. Að vísu hefur hér orðið mis- uðum stöðum,því að t.d. lælm- ar án sérgreinar og kennar- ar hafa hreint ekki hærrí laun en góður verkamaður. En nú stendur fyrir dyrum breyting á skólakerfinu og felst hún aðallega í aukningu verknáms; má vænta þess að þetta hafi góð áhrif. Þrátt fyrir ofangreinda vankanta hefur uppeldið mikla þýð- ingu. Það kemur fram í hinni sterku löngun unga fólkcins til að gera landi sínu nokk- urt gagn, taka þátt í mikl- um framkvæmdum, en slíka löngun, ásamt mikilli ábyrgð- artilfinningu, verður maður oft var við. Draumurinn um skáldskap vel unnins • verks hefur sterk tök á hugum unga fólksins. I öðru lagi hefur ákvæðis- vinnufyrirkomulagið sín örv- andi áhrif. Handfljótur og öruggur rennismiður fær hærra kaup en hirðulaus skussi, atorkusöm mjaltakona lifir betra lífi en sú, sem læt- fYamhald & 10, síöu ekki ástæðu til að kvarta yf- ir neinu. Ekki segi ég heldur að menn upp til hópa elski vinnuna af lífi og sál eða hafi andvökur út af fram- leiðsluaukningunni. — Þetta fólk á við sína erfiðleika að etja, þótt mjög séu þeir mis- jafns eðlis. Það er víða mik- ill skortur á húsnæði, eink- um í stærstu borgunum, það er víða skortur á góðum fatn- aði, einkum í afskekktum borgum. Ein verksmiðja hef- ur reist gott barnaheimili, önnur á þar langt í land. Launastiginn er krappur og brestur á: Það hefur verið tiltölulega lítið um það að skólafólk hafi verið vanið vii líkamlega vinnu, meira gert af því að innræta því lotn,- ingu fyrir vísindastörfum, sem er vitanlega ekki einhlítt. Þess vegna hafa margir lokiff tíu ára skyldunámi án þess að hafa nokkru einni dyfið hendi sinni í kalt vatn. Þetta veldur svo ýmsum erfiðleik- um, þegar menn fara að leita sér framtíðarstarfs, og flestir- vilja þá komast beint í æðri skóla. Hér er ekki endilega um að ræða áhuga á vellaun-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.