Þjóðviljinn - 03.11.1959, Side 5

Þjóðviljinn - 03.11.1959, Side 5
Þriðjudagur 3, nóyember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 »Ike lék goli í staðinn íyrir Alanhrooke marskálkur leysir frá skjóðunni Dwight Eisenhower lék golf og lét aðra um aö stjórna örlagaríkum bardögum herjanna sem hann átti að heita æðsti yfirmaöur yfir, skrifaði Francis Alanbrcoke mar- skálkur í dagbók sína haustið 1944. Alanbrooke var þá forseti brezka herráðsins og vægast sagt þreyttur á bandaríska liershöfðingjanum sem falið hafði verið að etjórna inn- rásinni í Frakkland og sókn- inni inn í Þýzkaland. Ekki nóg að vera álirifagjarn Sagnfræðingurinn Arthur Bryant hefur gefið út útdrátt úr dagbókum Alanbrooke frá strfðsárunum, og í öðru bind- inu sem kom út fyrir helgina er fjallað um hershöfðingja- hæfileika Eisenhowers eins og æðsta herforingja Breta komu þeir fyrir sjónir. Eitt sinn þegar Alanbrooke kvartaði við Churchill yfir yf- irhershöfðingja allra herja Bandamanna í Vestur-Evrópu, svaraði brezki forsætisráðherr- ann: „Ike er ágætis nágungi, hann er góður viðskiptis og auðvelt að hafa áhrif á hann“. „Ég svaraði, að ekki væri nóg að hafa áhrifagjarnan yf- irhershöfðingja, ef hann væri ekki nógu fær til að vinna stríðið“, segir Alanbrooke. „Alveg úr sambandi“ 1 nóvember 1944 skrifaði marskálkurinn í dagbók sína: — Ástandið í Frakklanidi er gersamlega óviðunandi, enginn stjórnar bardögunum sem þar eru háðir. Eisenhower, sem á að gera þetta ,heldur sig á golfvellin- um við Reims — alveg úr sambandi og iskiptir sér svo gott sem ekkert af herstjórn- inni. Alanbrooke skýrir frá því í dagbókinni, að ástandið hafi verið orðið svo óþolandi að 'tveir' æðstu hershöfðingjarnir í herráði Eisenhowers, John Whitley af hálfu Breta og Bed- ell Smith fyrir Bandaríkja- menn, hafi ákveðið að ganga á fund yfirhershöfðingjans og leiða honum fyrir sjónir, að svona gæti þetta ekki gengið lengur. Svíar aðilar að sjóferðasamþykkt Svíar hafa orðið fynsta þjóð- in til þess að samþykkja að fullu alþjóðasjóferðasamþykkt þá, sem Alþjóðavinnumála- stofnunin (ILO) samdi og samþykkti 1958. Samþykktin fjallar um vinnuskilyrði, launa- kjör og ráðningareglur á skip- um. Þegar níu nánar tilgreind ríki hafa gerzt aðilar að sam- þykktinni gengur hún í gildi. Svíþjóð, sem er ein af þessrnn tilgreindu þjóðum, setti það sem skilyrði fyrir aðild sinni, að hún væri ekki bindandi fyrr en Holland og Veetur-Þýzka- land. hefðu gerzt aðilar líka. Tækifæri gengu úr greipum Ljóst er af bókinni, að það sem Alanbrooke og skoðana- bræður hans höfðu einkum út á herstjórn Eisenhowers að setja, var að hann hefði látið sér úr greipum ganga tækifæri til að vinna skjótan sigur, knýja Þýzkaland til uppgjafar fyrir lok ársins 1944. Alanbrooke telur ELsenhow- er hafa sýnt með afbrigðum lélega herstjórn, hann hafi verið lafhræddur við gagni'ýni af hálfu bahdariska landvarna- ráðuneytisins. Eins og í þrælastríðinu I september 1944 skýrði leyniþjónusta Bandamanna frá því að herafli Þjóðverja á vest- urvígstöðvunum væri ekki lengur ein heild. Talið var í skýrslunni, að skipulögð mót- spyrna undir forustu þýzku yfirstjórnarinnar myndi vera ú,r sögunni um 1. de:ember. -7- En, segir Alanbrooke, Eisenhower beitti sömu her- stjórnaraðferð og gilt hafði í þrælastríðinu. Hann lét alla greiða atlögu í einu á endi- langri víglínunni, í stað þess að sameina kraftana og greiða rothögg, þar sem óvinurinn var veikastur fyrir. Árangur- inn varð sá að sóknin stöðv- aðist I snjó og bleytu, Þjóð- verjum gafst tóm til að hefja gagnsókn í Ardennafjöllum, og etríðið dróst á langinn fram á vor 1945. James Hagerty, blaðafulltrúi Eisenhowers, hefur skýrt frá að hann muni hvorki nú né síðar láta neitt frá sér fara um bók Alanbrooke. Eisen- hower sagði eitt sinn á fundi með fréttamönnum, þeg- ar óvinsamleg ummæli Mont- gomery marskálks bar á góma, að allir sem væru menn til að skrifa bók hefðu gagnrýnt sig og hann byggist við að því yrði' haldið áfram. Eisenhower: Ætlar aldrei að svara. ”¥ið gátum aldrei reitt okkur á bandamenn okkar,, Lokabindi stríðsendurminninga de Gaulle komið út Charles de Gauulle hefur orðið fyrstur franskra þjóð- höfðingja til að gefa út bók meöan hann skipar valda- sess. Þriöja bindi stríðsendurminninga hans kom út i síðustu viku. Fæst sjálfsmorð á Islandi ísland er neðst á list- anum um sjálfsmorð í hinum ýmsu löndum. Bandaríska tímaritið „Newsweek“ hefur birt slíkan lista og eru niður- stöðurnar studdar nýj- ustu skýrslum. Efst á listanum er Japan. Á hverja 100 þús. íbúa í landinu koma 24.1 sjálfs- morð. Númer 2 er Aust- urríki með 22.8 og Dan- mörk er í þriðja sæti með 22.5. Bandaríkin eru nokkurn veginn á miðjum lista með 10 sjálfsmorð á hverja 100 þús. íbúa, en neðst kemur ísland með aðein'Si 2.6 sjálfsmorð á 100 þús. íbúa. 1 Vestur-Berlín eru framin tiltölulega miklu fleiri sjálfsmorð en í nokkru landi, eða 33.9 á hverja. 100 þús. íbúa. Bókin heitir „Le Salut“ (Björgunin) og kemur út í rauðri kápu. Fyrri bindin tvö voru annað í blárri káþu og hitt í hvítri, svo að saman í bókahillu mynda þau þrílita, franska fánann. Togstreita „Björgunin“ fjallar um árin 1944 til 1946, og de Gaulle hafði að mestu gengið' frá handritinu, þegar hann komst til valda á ný í fyrravor. Haustið 1944 myndaði de Gaulle stjórn á franskri grund. Frakkland var í sárum eftir hernám og vopnaviðskipti. Að- alvandamál nýju ríkisstjórnar- innar var þó að fá viðurkenn- ingu bandamanna sinna. de Gaulle er beiskur, þegar hann rifjar upp togstreituna sem hann átti í við Churchill, Eisenhower og Roosevelt. Það kóstaði hörkurifrildi að fé því kostaði hörkurifrildi að fá því sveitir fengju að verja Strass- bourg, höfuðstað Elsass, fyr- ir gagnáhlaupi Þjóðverja. Minnstu munaði að Frakkar og Bretar færu að berjast í, Sýr- landi og, Líbanon. Sár von- brigði urðu það fyrir .de Gaulle að Roosevelt heimsótti hann ekki á heimleiðinni frá Jalta, þar sem hann, Stalín og Chur- cliill höfðu lagt drög að skip- an mála eftir styrjöldina. — Við gátum aldrei reitt okkur á að bandamenn okkar væru í raun og veru vinir okk- ar, segir de Gaulle. Förin til Moskva Svar de Gaulle við olnboga- skotum stjórna Bandaríkjanna og Bretlands var að fara upp á sitt eindæmi til Moskva og undirrita ásamt Stalín banda- lagssáttmála milli Sovétríkj- anna og Frakklands. Stalín var umliugað um að Frakkarnir viðurkenndu pólsku stjórnina í Lúblín, en Frakkarnir neituðu Að lokum var fransk-sovézki sáttmálinn undirritaður klukk- an 2 um nóttina eftir stórveizlu í Kreml og de Gaulle sat við sinn keip varðandi Pólland. — Þér hafið staðið yður vel, sagði Stalín þegar þeir kvöddust. Mér líkar vel að skipta við menn sem vita hvað þeir vilja. de Gaulle hafði alltaf horn í síðu kommúnista, en hann taldi óþjákvæmilegt að hafa þá með í ríkisstjórn sinni. Hann lagði sig fram að hindra að þeir fengju áhrifaaðstöðu í embættiskerfi rikisins, en dáð- ist jafnframt að framiagi þeirra til efnahagslegrar endur- reisnar Frakklands. „Komm- únistar prjónuðu og jusu milli vagnkjálkanna, en þeir .drógu hlassið að sínum hluta. Mitt var að sjá um taumhaldið“, segir de Gaulle. Stjómisi kaiœ taka stáliMisin Viðskiptamálaráðherra Banda- ríkjanna, Frederick Mueller, gaf fréttamönnum í Washington í skyn í gær að Bandaríkjastjórn kynni að taka rekstur stál- smiðja landsins í sínar hendur, ef vinnudeila stálverksmiðjueig- enda og státiðnaðarmanna leyst- ist ekki skjótt. Stálskortur veld- ur nú ört vaxandi erfiðleikum í bandarísku atvinnulífi. de Gauulle ávarnar landa Jólakort barna- sjóða S.Þ. Barnasjóður Sameinuðu þjóð- anna — UNICEF — hefur á uradanförnum árum selt jóla- kort til ágóða fyrir starfsemi sína. Margir frægir listamenn hafa teiknað og málað kortin, er njóta aukinna vinsælda með ári hverju. í fyrra voru t.d. seld 10 milljónir UNICEF jóla- korta í 70 löndum fyrir sam- tals 660.000 dollara, en það er nóg til þess að kosta etarf- semi barnasjóðsins í 10 daga. Nú eru komin nokkur ný kort í safnið. Danski listamað- urinn Kay Christensen hefur teiknað kort er nefnist „Ham- ingjusöm æska“. — Spænski listamaðurinn Joan Miro hefur teiknað kortið „Börn og fugl- ar“. Austurríska listakonan Bettina hefur gert fimm kort er heita „Börn að leik“. Kín- verjinn Dong Kingmann nefn- ir sitt kort „Friðarbrunninn". „Álfkonan góða“ og „Ævin- týrahirðirinn“ heita kort eftir Ungverjan Jozef Danjan. (Frá upplýsingaskrif- stofu SÞ) j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.