Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 3. nóvember 1959 Skákfréttabréf frá Belgrad Framhald af 6 síðu. stöðu gegn Petrosjan. Eftir 27 leiki höfðu menn á tilfinn- ingunni að staða íslendings- ins væri unnin, en hann átti þá aðeins sjö mínútur eftir gegn 25 mínútum Petrosjans, og tafl var enn flókið. Frið- rik 'fór nú að tefla veikar, og með því að fórna skipta- mun tókst Petrosjan að forða sér úr bráðustu ihættunni. . Þegar skákin fór í bið, kom d ljós, að hin sterku peð Petrosjans vógu upp á móti skiptamun Islendingsins, svo jafntefli var samið án frekara framhalds. Eins og Friðrik sagði eftir skákina, hefði hann frekar átt að vinna þessa ská'k heldur en þá, sem hann vann af Petrosjan í Zagreb. En þótt Sovétmeist- arinn slyppi þannig að þessu sinni, getur Friðrik þó verið ánægður með heildarútkom- una gegn honum 2^2 vinn- ingur gegn IV2. Staðan eftir 22. umferð. 1. Tal 16'/2, 2. Keres 15, 3. Petrosjan 12, 4. Smisloff IIV2 5. Gligorie 11, 6. Fischer 8V2. 7. Benkö 7, 8. Friðrik 6J/2. 23. umferð 19.—20. okt. Gligoric—Tal 0—1 Benkö—Friðrik 0—1 Petrosjan—Fischer i/>—V2 Keres—Smisloff 0—1. Júgóslavnesku dagblöðin höfðu haft orð á því, að nú skyldi Gligóric ylja Tal und- ir uggum og sýna þannig, að hann væri betri skákmaður, en staða hans á töflunni benti til. En oft hafa litlir menn hvatt til stórra verka, óhultir að annarra ba'ki Og svo fór enn, en það var Tal, sem lék hlutverk kattarins með mús- ina. Fyrst fórnaði hann manni að vanda, en síðan drottningunni fyrir einhvern slatta. Þegar mesta vígrykið tók að svífa af vellinum, kom í ljós að Tal hafði tvo hróka og sókn fyrir drottninguna. í tímaþröng ákvað Gligoric að gefa tvö peð til að ná ein- hverri gagnsókn, en einnig það varð vatn á myllu and- stæðingsins. Tal vann létt eft- tr nokkra leiki í biðskákinni. Petrosjan og Fischer tefldu daufa skák. Augljóst er, að Petrosjan teflir nú orðið upp á það eitt, að komast hjá tapi og lafa í þriðja eða fjórða sæti. 1 30. leik fóru keppendur að þráleika og stöðvuðu síðan úrið, sem skil- ur á milli skákarinnar og þessa heims. Keres valdi tvíeggjað af- brigði igegn Sikileyjarvörn Smisloffs og hlaut brátt lak- ara tafl. -Smisloff náði sókn á drottningarvæng og hélt biskupaparinu. í tímaþröng lék Keres nokkrum veikum leikjum, Smisloff hóf einnig árás á kóngsvæng, og falleg hróksfóm knúði Keres til upngjafar eftir 40. leik. Smis- loff tókst þannig að ná hefndum fyrir ósigurinn gegn Keres í annarri umferð móts- ins, og hallazt því á hvorug- an í innbyrðis átökum þeirra skákjöfranna Eftir þennan ósigur er Keres tveim og hálfum vinning fyrir neðan Tal. Slíkt bil verður trauðla brúað. Skákin Benkö—Friðrik varð eitt af furðuverkum mótsins. Var það ek'ki einungis fyrir það, að keppendur notuðu samtals fjóra og hálfa stund, eða níu tíundu hluta umhugs- unartímans fyrir 14 fyrstu leikina, heldur einnig vegrta hins, að Benkö tefldi fimmtán leikj með hrók undir, einung- is vegna þess, að hann hafði ekki tíma til að gefast upp. Benkö tefldi byrjunina meira af grunnhyggni en her- skyggni, en Friðrik hitti nagl- ann á höfuðið með hverjum leik. Þegar svo Benkö tapaði manni í 17. leik, var það að- eins rökrétt afleiðing af und- anfarandi atburðum. Vel hefði nú mátt gefast upp, en Ben'kö hélt áfram að leika. Fyrir síðustu 20 leikina átti hann þrjár mínútur, og á meðan Friðrik ruddi borð hans, setti Benkö sér það markmið að tapa nú einu sinni ekki á tíma. Var nú svo hratt leikið að enginn hafði auga með at- burðum Síðustu tuttugu leik- ina lék Benkö á broti úr m'ín- útu, en þegar hann loks þótt- ist óhultur um klukkuna, hafði hann lokið 44. leik og gafst þá upp, án þess að bíða svars andstæðingsins. Með þessari góðu skák, sem Benkö skemmdi með handavinnu sinni, náði Friðrik loks i 23. umferð sjöunda sæti. Og er hann vel að því kominn, því það er mál manna hér i Júgó- slavíu, að hann tefli betur en Benkö. Staðan eftir 23 umferðir: 1. Tal 1714, 2. Keres 15, 3,— 4. Smisloff og Petrosjan 12V2> 5. Gligoric 11, 6. Fischer 9, 7. Friðrik 7'i/2, 8. Benkö 7. Hér í Belgrad var haldið hraðskákmót með þátttöku af hálfu keppenda, aðstoðar- manna og júgóslavneskra meistara. Keppendur voru alls 16 og tefldu einfalda umferð. Úrslit efstu manna urðu þessi 1.—2. Tal Matúlovic 12. v. 3.—4. Friðrik og Petrosjan 11%, 5. Ingi R. 10i/2, 6. Milic 10, 7.—9. Averbach, Larsen og Boleslavský 71/4. Friðrik taldi sig hafa misst heilan vinning gegn Mikenas vegna klukku, sem hefði fall- ið mínútu of snemma. Hann vann Tal í síðustu umferð, en tapaði fyrir Petrosjan og Matúlovic Ingi vann Petr- osjan, en tapaði m.a. fyrir Tal. Þeir Tal og Matúlovic tefldu síðan fjögurra skáka einvígi um fyrsta sætið, og sigraði Tal. Vann hann tvær skákir og gerði tvær jafntefli. Við fáum ekki Framh. af 7. síðu út frá þeirri ævagömlu skoð- un, að konan eé aðeins með- hjálp eiginmanns síns. 3) að flestar giftar konur, hversu mörg börn sem þær eiga og hversu langan vinnu- dag þær hafa við heimilis- störf og barnagæzlu, eru í manntölum skráðar fram- færðar af atvinnu eiginmanna sinna, en heimilisstörf eru ekki viðurkennd atvinna, ef húsmóðirin sjálf vinnur þau, en þau eru aftur á móti talin hafa fullt atvinnugildi og hækka þjóðartekjurnar, ef starfsstúlka vinnur þau elleg- ar starfsfólk í þvottahúsi, matsöluhúsi, barnaheimili eða hvar, sem peningar eru grelddir fyrir þá persónulegu þjónustu, sem húsmóðirin veitir fjölskyldu sinni. o'i Meðan réttur giftrar ^könu er minni en eiginmanrts henn- ar — jafnt á ^fnaheimili sem á fátæku heimili — verða konur að halda áfram að vinna að þeim mannréttinda- málum, eem enn kallast kven- réttindamál, og kröfur sínar vérða þær að byggja á þeirri forsendu, eins og frú Lies Groes, fyrrv. verzlunarmála- ráðherra Dana segir í grein, sem hún skrifaði í fyrra í sænska kvenréttindablaðið Hertha, „að við höfum fullt starf fyrir. Annars myndu allar þessar góðu ráðstafanir skaða störf kvenna utan heimilis, þegar til lengdar lætur“. Þér finnst ég kannske vera komin of langt frá spurningu þinni, en við verðum að gera o'kkur ljóst, að kröfur okkar um að helmingur þingmanna sé konur verða einnig að byggj- ast á þeirri staðreynd, að flestar konur, sem til þess yrðu kvaddar, hafa fullt starf fyrir. Það hafa karl- menn raunar líka, en erfið- leikarnir á að fá staðgengil eru margvislegir, þegar kona á í hlut. M.Þ.: Telur þú líkur til þess, að konur myndu vinna betur saman án tillits til flokkságreinings á Alþingi en karlar ? A.S.: Já, annars gæti ég ekki tekið mér orð Bernhard Shaw í munn, eins og ég gerði áðan: „Við fáum ekki frið í heiminum fyrr en helm- ingur þeirra, sem stjórna heiminúm, eru konur“. A STRÆTUM VORRA TlMA Nú á tímum ber götulífið æ meiri svip af umferðinni. 1 óslitnum straumi umferðarinnar hreyfist aragrúi far- artækja að settu marki. Stöðugt eru gerðar hærri íkröfur til þeirra sem farartækjunum stjórna um ár- vekni og einbeitingu hugans við aksturiim. Öryggis- ikenndin er í þessu sambandi tilfinning sem ekki ber að vanmeta. Hámark þessarar öryggiskenndar hlotnast yður með því að nota hin fullkomnu og traustu reið- hjól frá Fahrradelektrik. Þaulvauir vélaverkfræðingar, tæknimeistarar og fag- verkamenn sérvélaiðnaðar þýzka alþýðulýðveldisins vinna látlaust að endurbótum og fullkomnun reiðhjól- anna. Vinna þessara manna er öll í þágu öryggis yðar- Vegna viðurkenndra vörugæða hafa reiðhjólasmiðir vorir áunnið sér traust innan reiðhjólaiðnaðarins. Þetta vita smiðir, reiðhjólasalar og verkstæði. Hjól- reiðamenn finna það af reynslunni. Utflutning annast: TRANSPORTMASCfflNEN EXPORT-IMPORT DEUTSCIEER INNEN- UND AUSSENHANDEL DEUTSCHER DEMOKRATISCHER REPUBLIK íþróllir Framhald af 9. síðu. ann, og það þurfa þeir að gera, verður þetta lið Þróttar gott. Sérstaklega voru það þeir Axel, Þórhallur og Þórður, sem nú lék úti með ágætum, sem náðu góðum leik, og Grétar féll þar inní. Jens og Björn léku skyn- samlega í sókninni og h'jálpuðu til að opna markið. Þróttarar komust aldrei í hættu í leiknum. ÍR tókst aldrei að ná tökum á Þrótturum, sem lokuðu vörn- inni mjög vel fyrir skyttum eins og Gunnlaugi og Hermanni, og Pétrl tókst aldrei að ná sínum kunna línu-leik. Leikur ÍR var oft hraður og góður úti á gólf- inu, en vörn Þróttar var þeim of þykkur múr. Sendingar þeirra og skot voru ekki nógu öruggar og bendir það tfl þess að þeir séu ekki komnir í nsega þjálfun. Matthías var ekki með þeim að þessu sinni og hefur það haft sín áhrif á liðið. Verið getur að ÍR hafi vanmetið Þrótt, og geta þeirra hafi komið þeim á óvart, og að við eigum eftir að sjá ÍR með „kanónurnar11 betur hnitmiðaðar, en þá geta þær ógn- að. Leikurinn í heild var skemmtilegur og vel leikinn af beggja hálfu. Eftir þetta kvöld og öll þessi óvæntu úrslit meistaraflokkanna verður enn erfiðara að spá um úrslit, og í dag er ómögulegt að spá hver vinnur mótið, það koma margir til greina. Dómari var Hannes Sigurðsson og dæmdi vel. Þjóðminjasafnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 13—15, sunnu- daga kl. 13—16. Náttúrugripasafnið er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14—15, sunnudaga kl. 13.30—15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.