Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. nóvember 1959 ÞJÓÐVILJINN — (11 VICKI BAUM: • • ; '.U*. / i-'i i’i WTI þú varst örvílnuð og ég ásaka þig ekki. Ég veit hvað þú hefur gert fyrir mig öll þessi ár, og ég veit hvað ég gerði þér, þegar ég sveik þig fyrir fullt og allt. Ég get ekki að því gert og þú ekki heldur. Ég veitti þér þungt högg og ég lái þér ekki, þótt þú reyndir að borga fyrir þig. Nú borga ég þér aftur það sem ég skuldaði þér. Við skulum gleyma þeirri skuld og segjast vera kvittar11. Þetta var svo einfalt og augljóst svar, að Bess heyrði næstum hæga, ögn hása rödd Marylynns fyrir eyrum sér. Það gerðist eitthvað unþarlegt hið innra með henni, eitthvað sem ekki hafði komið fyrir árum sam- an, Það byrjaði einhvers staðar í mjóbakinu, steig upp að hjartanu og herpti saman á henni kverkarnar. Það þrýstist að rifjum hennar, hljómaði fyrir eyrum hennar og barðist við gagnaugun. Það var sár kvöl og mikill léttir, það var eins og fossandi, hlý lind, sem spratt upp niðri í djúpunum og ruddi sér farveg gegnum hörðu skelina, sem hafði umlukið hana og haldið henni fang- inni. Og þegar hið ofsalega gos hafði náð hámarki, voru augu Bess Pokers dálítið rök. Hún gat ekki haft vald á vörum sínum og hún hugsaði óljóst: Hamingjan góða, ég á að bíta á neðri vörina en ekki þá efri. Hún vildi ógjarn- an fara að vola á skrifstofu dómarans. Kjökrið sem henni tókst að bæla niður, minnti á dálítinn hiksta. Hún brosti afsakandi og hvíslaði: — Afsakið, herra dómari, ég held hann sé farinn að rigna. Dómarinn sneri sér frá henni og beindi athygli sinni drykklanga stund að litla, gráa, þurra ferhyrningnum fyrir utan gluggann. Hann duldi bros sitt, þegar hann svaraði: — Já, það held ég bara. Þegar hann sneri sér við aftur, var Bess búin að ná betri stjórn á sér. Jæja, ungfrú Poker, yfirlýsingin sem ég las upp fyrir yður, losar yður undan allri ábyrgð á því sem gerð- ist og lýsir atvikinu sem óviðráðanlegu slysi. Enginn glæpur hefur verið framinn og þér eruð sýkn saka. Dóm- arinn mætti ringluðu augnaráði hennar og reyndi að túlka orð sín í venjulegu mæltu máli. Þér skiljið þetta, ungfrú Poker? Þér eruð látin laus. Til hamingju! — Þökk fyrir. — En þér verðið að greiða fimmtíu dollara í sekt fyrir lítilsvirðingu á réttinum, ungfrú Poker, sagði dómarinn. Mér er vel kunnugt um, að þið leikhúsfólkið gerið næstum hvað sem er til að auglýsa ykkur. Ég viðurfcenni að sjálfs- ásökun yðar var frumlegri en hinar venjulegu sögur um gimsteinaþjófnað. Og ég er viss um að hún hefur aflað yður mikillar samúðar og gert skjólstæðing yðar mjög vinsælan. Ég viðurkenni líka að þér gerðuð þetta ekki í eigin þágu, heldur til að auka brautargengi stjörnunnar, sem var á yðar vegum. Þér gátuð ekki tekið aftur þetta slysalega óhapp, og þá reynduð þér að koma þannig fram að frú Crenshaw — eða eigum við að segja Marylynn? — þefði sem mestan hag af öllu umtalinu í sambandi við málið. Ef til vill finnst yður það billega sloppið að fá eina nótt í fangaklefa og fimmtíu dollara sekt, miðað við þessa miklu auglýsingu. Það ér nú svo. En við höfum nóg að gera hér, ungfrú Poker, og við kærum okkur ekki um að láta nota okkur á þennan hátt. Ég vona að þér látið yður þetta að kenningu verða, svo að þér leikið yður ekki að skotvopnum í framtíðinni eða ónáðið yíirvöldin að óþörfu, því að í næsta skipti er óvíst að við tökum eins mjúkum höndum á yður. Svo óska ég yður alls góðs og skjólstæðingi yðar góðs bata. Dómarinn reis á fætur og Bess fór að dæmi hans. Hún stóð hikandi og vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. Loks hvíslaði hun: — Þökfc fyrir, herra dómari, og fór út úr herberginu. Lögregluþjónar, fangelsishjúkrunarkonan, verðirnir, skrifborð, gangar, sótthreinsunarþefur. Hamingjuóskir, bros, hándtök,. Fowler lögreglufulltrúi sem kinkaði kolli til hennar og úr svip hans mátti lesa: Ég veit hið sanna, en ég skal ekki koma upp um þig. Á neðri hæðinni nokkr- ir fréttamenn, einmana hraðritari, hávaði, hlátrar, kurteis- legar spurningar, glampar frá myndavélum, hógvær for- vitni, sem Bess réð það af, að hún væri þegar orðin gamalt fréttaefni og það kæmi alls ekki mynd af- henni 1 blöð- unum. í sautján stundir hafði hún vérið neydd til að tala um sjálfa sig, hugsa um sjálfa sig. Hún hafði verið miðdepillinn í sínum eigin liarmleik. En nú þegar var hún horfin aftur inn { ókennileikann og nafnleysið og var ekki annað en Poker, angi af Marylynn, Marýlynn, sem var fjörug og glæsileg og ævinlega gott fréttaefni. Það var orðið hennar annað eðli að véra háttvís í fram- komu við blaðamenn, og það var hún einnig núna, þrátt fyrir hið undarlega leiðsluástand .sem fylgdi lausn henn- ar. Gegnum raddakliðinn og hið óljósa sambland af andlitum, greindi Bess allt í einu Sid Carp, sem kom þjótandi inn um dyrnar og til móts við hana. Sid, eins og vingjarnlegt ljós í glugga í hríðarbylnum, eldur á arni, vin í eyðimörkinni. Sid — vinur. Hann reitti af sér brandarana við blaðamenniná, greiddi þrjá dollara í veðmál, sem hann hafði tapað, skýrði þeim frá úrslit- um í veðhlaupum dagsins í Belmont, þreif í Poker og dró hana með sér. Andartaki ’síðar var hann búinn að koma henni inn í leigubíl og þau óku eftir Lexington Avenue. Þá fyrst fannst Bess sem hyldýpi öryggisleysis væri á milli hennar og þessa elzta vinar hennar. — Þakka þér fyrir hjálpina, sagði hún til reynslu. — Ekkert að þakka, Pöker. Það var lengsti dagur ársins, en það var á mörkunum að ljósin frá Manhattan næðu gegnum þétta, dimma skýjaþykknið sem lá yfir öllu. Leigubíllinn var opinn og loftið lék um andlit þeirra og minnti á blautt hand- klæði. Bess Poker mundi eftir smáatviki, sem snerti hana svo djúpt að hún hugsaði með sér: Ég er að verða til- finningasjúk. Á svona heitum degi fyrir tólf árum, hafði vikapilturinn Sid Carp óbeðinn sótt handa henni glas af köldu vatni í ísvatnsgeyminn. Þrátt fyrir árin sem lið- in voru síðan, sá hún enn fyrir sér andlit hans yfir skrifborðið. Þá hafði hann líka verið með glóðarauga og heftiplástur á andlitinu, eftir smáhnjask í baseball- keppni. Bess teygði höndina yfir hyldýpið í litla bílnum. — Þú hefur ekki breytzt, Sid. — Iiví skyldi ég breytast? — Það hefur svo margt gerzt. — Þú þarft ekki að fræða mig á því. Aftur varð þögn. Bess horfði niður á hendur sínar, klæddar hreinum, hvítum hönzkum. — Sid — segðu mér sannleikann — hvernig líður Marylynn? — Hafðu engar áhyggjur af henni, hún nær sér alveg. Ég talaði aftur við Bassington lækni áður en ég fór af spítaianum ög hann staðhæfði að hún yrði eins og ný- sleginn túskildingur eftir þrjár vikur. — Guði sé lof. Guði sé lof fyrir það. — Já, lofaðu bara guð. Læknirinn segir að hún hljóti að vera gerð úr járnbentri steinsteypu og hafi óbugandi lífslöngun. Annars hefði þetta ekki farið svona vel. — Hún hefur svo margt að lifa fyrir, sagði Bess Poker, sem hafði ekkert lengur að lifa fyrir. — Hana langar til að sjá þig, strax og hún fær að taka á móti heimsóknum, sagði Sid Carp. Þau óku áfram, drögnuðust áfram gegnum þétta síðdegisumferðina. — Sid, sagði Bess Poker. Marylynn sagði lögreglunni ekki sannleikann. Ég vissi að byssan var hlaðin. Og ég ætlaði mér að skjóta hana. — Auðvitað var það ætlun þín. En ef þú hefur ein- hverja vitglóru í kollinum, þá ættirðu ekki að flíka því. — Já, en hvers vegna laug hún mín v.egna? Hvers vegna? — Hvernig ætti ég að vita það? Þú ættir að spyrja Luke. Hann ræddi við hana í trúnaði. Ég var bara sak- laus áhorfandi sem fékk glóðarauga. — Heldurðu að Luke og hún séu búin að semja frið aftur? -— Ég fæ efcki betur séð. — Jæja, sagði Bess. Jæja. Aftur varð stutt þögn. — Veiztu að Marylynn ætlar ekki að syngja framar? spurði hún svo. ... . .jjpajafc ý*ur. Waup • á'rcúlli margra. Vmlaxia.1* ($}$) -Ái^KirrsbÝðéti Bréf 1 Framhald af - 7. síðu. t . , Þú • geturj lagt ,í þetta þann skiining . sem gáfan biæs þér í brjóst, en minnstu þess að öll skáld eru misvitur — eins og segir í bókinni. Ef ég skrifa um bækur ungra skálda fram- vegis, þá mun ég hér eftir sem hingað til hrósa því einu sem mér þykir gott án þess að flokka menn eftir rimi eða formbyltingum. Leirburð og atómskáldskap eigum við ekki að bera fyrir brjósti, og við skulum enn minnast þess að frammi fyrir dómara okkar verðum við met- in eftir reisn og virðingu þess sem við skilum, þar verður ekki spurt um belging og bægslagang. Ég held að ýmislegt í skáld- skap hinna yngri manna bendi til betri tíma í l.ióðlist. Þesg vegna hef ég stundum skrifað nokkur orð um ljóðakver ungra skálda og bent á það sem mér þótti gott. Samt þykist ég ekki skyldugur til að hrósa öllu sem ort er í nafni formbylt- ingar og nýrrar stefnu. Ég er óvanur að skrifa bréf um þessi efni og ég fer nú að kveðja þig. Þorsteinn. Mér þótti gaman að fá línu frá þér og nú hef ég reynt að gera hreint f.vrir mínum dyrum. E£ okkur ber færra á milli éftir en áður þá er þetta fáfengilega bréf ekki til ónýtis párað. Þú hefur ekki alveg verið búinn að átta þig á efninu þegar þú skrifaðir mér þessar línur en ég er ekkert að erfa það við þig — „Ekki höfum við kvenna skap“ segir í bókinni. Þá man ég ekki fleira til að skrifa þér og bið þig að fyrir- gefa betta klór. Ég bið að heilsa þínu fólki. Vertu blessaður og sæll. Sveihbjörn Beinteinsson. Draghálsi. Ný síákraflugvél FraTv.noi.J of í{ gfðu hún ’'é“—i. Flugvélin er búin' öllum sambærilegum öryggis- óékúim o" eru í flugvélum sem stnnda reglubundið farþegaflug. Fluevé'in er ætluð fyrst og + ii siúkraflutninga á Norð- u-ionai og svo annars flugs, ef'ír ''vi sem þörf er á og að- stæbu' levfa. Flugvélin verður sflíðsett á Akureyri. X-iér pr ágætt veður, en hefur snjóað aðeins síðari hluta dags- ins. Kjarnaspreng- . j mgar Framhald áf 1. síðu. sameiningu kjarnasprengingv neðanjarðar í því skyni að prófa hvernig fvlgjast megi með slík- um sprengingum. Zarapkín, fulltrúi Sovétríkj- anna á Genfarráðstefnunni um bann við kjarnavopnatilraunum sagði í gær, að það væri hlutverk ráðstefnunnar að semja um banrf við ölium kjarnavopnatilraupum. Þetta ætti öllum að vera ljóst, og það væri til skaða að gera tillögur um nýjar kjarnaspreng- ingar, hver svo sem ætti; að, framkvæma þær,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.