Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Það væri synd að segja að
liað hefðu ekki verið stórvið-
burðir í Reykjavíkurmótinu á
sunnudagskvöld, og sennilega
hefjiu margir viljað sjá Ármann
vinna KR, og ekki síður sjá
Þrótt vinna ÍR verðskuldað með
5 marka mun.
f kvennakeppninni í meistara-
flokki munu það verða KR og
Ármann sem berjast til úrslita.
Meistaraflokkur kvenna
KR — Þróttur 12 : 5
Fyrri hálfleikurinn var mjög
vel leikinn af hálfu KR og réðu
Þróttarstúlkurnar ekkert við
þær. Var markatalan um skeið
8:1. Að vísu geta Þróttarstúlk-
urnar sjálfum sér um kennt að
sjá ekki strax að nauðsynlegt
var að gæta Gerðu betur, en
hún skoraði 7 mörk í fyrri hálf-
leik af 9 mörkum sem KR. skor-
aði, en Þróttur skoraði 3. í síð-
ari hálfleik gekk þetta þetur fyr-
ir Þrótt, því að hálfleikurinn
endaði 3:2 fyrir KR, og þá gerði
Gerða ekkert mark.
KR-stúlkurnar leika oft fjör-
lega og með krafti, en hætt er
við, ef skot Gerðu fá ekki að
njóta sín, að liðið missi mikið
við. Þróttarstúlkurnar eru sam-
bland af yngri og eldri árgöng-
um og fer vel á þvi, og er ekki
ósénnilegt að þær eigi eftir að
sýna góða leiki síðar í vetur.
Daníel Benjamínsson dæmdi
vel.
sem Armann teflir fram.
Dómari var Grétar Norðfjörð,
og dæmdi vel.
Meistaraflokkur kvenna
Ár&+>nn — Víkingur 11:2
Hinar ungu Víkingsstúlkur
fengu ekki við neitt ráðið í leik
sínum við Ármann og stóðu leik-
ar í hálfleik 8:1 fyrir Ármann. f
síðari hálfleik voru færri mörk
skoruð eða 3:1 fyrir Ármann.
Var sá leikur fremur leiðinlégur
og fór út í hálfgerða leikleysu.
þar sem Víkingsstúlkurnar gengu
heldur hart fram í því að stöðva
Sigríði Lúthersdóttur í skotum
sínum, en þau eru naumast verj-
andi ef hún er í færi. Þó hinar
ungu Víkingsstúlkur séu ekki
búnar að fá þann þroska sem
kemur, þá leika þær oft létt og
skemmtilegan handknattleik, en
þær mega sín ekki á móti svo
reyndum og þroskuðum stúlkum
Meistaraflokkur karla
Ármann 6:1 undir en vann
KR 13:12
Tæpast mun leikurinn hafa
verið eldri en 12 sek., þegar
Karl Jóhannsson skoraði leift-
ursnöggt, óverjandi fyrir mark-
manninn. Og áður en mínúta var
liðin bætti Hörður Felixson öðru
við, og ekki leið löng stund,
þar til Heins skoraði þriðja
markið. Það var eins og þessi
leiftursókn KR-inga ruglaði Ár-
mann í ríminu, og þegar um það
bil 5 mín voru eftir af fyrri
*>
hálfleik stóðu leikar 6:1 fyrir
KR. Þetta hlaut að verða ,,burst“.
En það átti margt eftir að ske.
Þegar hér var komið voru dæmd
þrjú vítaköst á KR, og var mið-
kastið of strangt. Stefán skoraði
úr þeim öllum og skaut öllum
á nákvæmlega sama punkt! Og
þannig endaði hálfleikurinn með
6:4. Eftir hlé bætti Stefán einu
marki við enn, 6:5. En nú tók
bilið aftur að breikka og komst
KR uppí 9:5, en Ármenningar
voru ekki af baki dottnir. Stef-
án skorar enn eftir prýðilegan
.samleik þeirra Ingvars og hans.
Bergur skorar 10 mark KR með
því að láta knöttinn detta í
markið að baki markmanns, sem
hljóp fram; laglega gert! Ingvar
skorar fyrir Ármann og Reynir
fyrir KR, 11:7. Nú gera Ármenn-
ingar 4 mörk í röð og jafna.
Fyrst Stefán, með langskoti, og
síðan Kristinn, mjög laglega og
karlmannlega gert eftir horn-
kast yfir vítateiginn. Og; enn
skorar Stefán og það kemur í
hlut Ingvars að jafna 11:11!
Ármann tekur forustuna með
skoti frá Jóni og enn bæta Ár-
menningar við, Kristinn. Á síð-
ustu mínútunum er Reyni vísað
úr leik og litlu síðar Herði Fel-
ixsyni og standa þeir nú fjórir
úti og Guðjón í markinu, og not-
uðu Ármenningar sér það og
skoruðu á meðan. Á síðustu min.
leiksins er dæmt vítakast á Ár-
mann en Reynir, sem þá er kom-
inn aftur, „brennir af“ og litlu
síðar er enn dæmt vítakast á
Ármann og þá skorar Reynir, en
rétt á eftir gefur timavörðurinn
merki um að íeikurinn sé búinn.
Ármann haíði unnið og það mjög
óvænt.
KR-ingar léku mun frísklegar
en á móti Víkingi um daginn og
bendir því allt til þess að Ár-
mann sé í mikilli framför. Guð-
jón í markinu verður ekki að
þessu sinni sakaður um mörkin
og hann varði oft með mikilli
prýði.
Það verður sennilega nokkur
stund þar til KR-liðið hefur jafn-
að sig eftir missi Þorbjörns og
Þóris sem venjulega var marka-
hæsti maður þeirra.
Dómari var Óskar Einarsson og
dæmdi yfirleitt sæmiléga.
áfram að skora, en þeir gáfu
Víkingum litil færi á að skjóta
hættulega nærri. Vörn Víkings
var opin og skoruðu Framarar
hvað eftir annað af línu. Vík-
ingarnir voru líka óséðir að
opna vörn Fram og línumenn
þeirra héldu sig oftast fyrir
miðju marki og hjálpuðu til að
loka. marki Fram. Fram hefur
mikla möguleika að komast langt
í mótinu, eins og þeir léku á
sunnudagskvöld.
Dómari var Valgeir Ársæls-
son og gerði því góð skil.
Þróttur hafði IR í hendi sér
og vann 11:7
Sennilega mun leikur Þróttar
hafa komið mest á óvart þetta
kvpld." Það voru hinir yngri
Þróttarar sem þar höfðu forustu
og náðu betri og markvissari
leik en þeir hafa gert til þessa.
Sókn þeirra var oft skemmti-
leg og laus við fum, en án þess
að stöðva leikinn um of eins og
oft hendir. Þeir hafa gott grip
og furðu öruggar sendingar, og
þegar þeir bæta meir við hrað-
Framhald á 10. síðu
Fram—Víkingur 13:6
Víkingar voru ekki eins á-
kveðnir og móti KR á fyrsta
kvöldinu, og þeir réðu ekki við
Framara. Nú höfðu þeir fengið
Guðjón með sér og styrkti það
liðið. Leikur Fram var öruggur
og hóflegur hraði í honum, hraði
sem þeir réðu vel við. í hálfleik
stóðu leikar 5:1 fyrir Fram. Sið-
ari hálfleikur var svipaður þeim
fyrri, þar sem Framarar héldu
Þinggjöld
Athygli skattgreiðenda í Reykjavík er vak-
in á því, að síðasti gjalddagi þinggjalda árs-
ins 1959 er hinn 1. nóvember.
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur
eru minntir á, að þeim ber að ljúka að
fullu greiðslu þinggjalda starfsmanna
sinna um þessi mánaðamót, að viðlagðri
eigin ábyrgð á gjöldunum og aðför að lög-
um.
Reykjavík, 31. október 1959.
Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli.
Höfum opnað þvottalaug er þvær eingöngu
skyrtur og flibba. Vélar af nýjuustu og full-
komnustu gerð tryggja fljóta og vandaða vinnu.
Festum á tölur.
SÆKJUM
SENDUM
Þvottalaugin FLIBBINN,
Baldursgötu 12, gengið inn frá Nönnugötu
Sími 1 43 60.
Handknattleikssambandið greiddi
150 krónur á mánuði í húsaleigu
Þegar Bagt var frá ársþingi
Handknattleikssambands ís-
lands hér á síðunni var þess
getið m.a. að stjórn. þees hefði
eamþykkt að segja upp hús-
næðinu hjá íþróttasambandi
íslands, „— vegna þess hve
dýrt það var“.
I tilefni af þessu hafa bæði
forseti tSÍ og gjaldkeri átt tal
við tþróttajsíðuna um mál þetta
og hafa þeir óskað þess að
það kæmi fram að mánaðar-
leiga Handknattleikssambands-
ins hefði verið aðeins 150 kr.
á mánuði, og mundi það tæp-
ast hrökkva fyrir ljósi, hita
og ræstingu. Töldu þeir að
þessi leigukjör væru mjög hag-
kvæm, og létu í ljós hryggð
sína yfir því, að sénsamböndin
skyldu ekki bera gæfu til að
standa saman um sköpun í-
þróttamiðstöðvar eins og mögu-
leikar væru til á Grundarstíg
2.
Það er óbilandi trú þeirra
ÍSt manna, að það sé engum
erfiðleikum bundið að koma
þessari miðstöð á, ef vilji, á-
hugi og skilningur á þessu
merka máli íþróttahreyfingar-
innar eé fyrir hendi.
ELEKTROLIJX
N ý k o m i ð :
Hrærivélar
Bónvélar
Ryksugur
Loftbónarar
Þeir sem hafa hug á að tryggja sér
þessar óviðjafnanlegu heimilisvélar
til jólagjafa í ár, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við oss sem
fyrst. Þetta eru einustu heimilisvél-
arnar af slíku tagi sem hafa
2 V2 ÁRS ÁBYRGÐ
Einkauboðsmenn:
Hannes Þorsteinsson & CO.