Þjóðviljinn - 03.11.1959, Blaðsíða 12
Pálmi Hannesson: Mannraunir
oq þrfár ácrætar bækur annarra höiunda
komu út hjá Bókaútgáíu ntenningar-
sjóðs I gæi
Haustvertíð bókaútgefenda er hafin. Fjórar fyrstu bæk-
urnar á haustinu komu út hjá Menningarsjóði í gær.
Þessar fjórar bækur eru
Mannraunir Pálma Hannesson-
ar, Norðlenzki skólinn, eftir
Sigurð Guðmundsson skóla-
meistara, Grafið úr gleymsku,
eftir Árna Óla ritstjóra og
Þjóðsagnabók Ásgríms, en síð-
astnefndu bókarinnar er sér-
staklega getið á öðrum stað.
, Sigur3ur Guðmundsson
Mannraunir Pálma Hannes-
sonar er þriðja og síðasta bók-
in sem Menningarsjóður gef-
ur út eftir hann. Hefur Menn-
ingarsjóður þá gefið út mestan
hluta af rituðu málj eftir
Pálma Óprentað er þó nokk-
uð af dagbókum hans, en úr
þeim hafa verið valdir kaflar
og gefnir út í fyrri bókuunum
Einnig eru enn óprentaðar
hokkrar skólaræður.
Þessi bók skiptist í tvo
kafla: Mannraunir þar sem
heyrt þær né lesið fyrr en í
þessari bók. — Jóhannes Ás-
kelsson jarðfræðingur skrifar
ítarlega um Pálma í bókinni.
Bókin er 251 bls. í sama broti
og hinar fyrri bækur.
Norðlenzki skólinn, eftir
Sigurð Guðmundsson skóla-
meistara segir frá skólahug-
myndum og skólamálum Norð-
lendinga allt frá þvi Hólaskóli' Lesbók Morgunblaðsins. Bókin
var lagður niður á sínum tíma , er 310 bls. — Allar eru þessar
og þar til Menntaskólinn á Ak-^æ'kui’ Bókaútgáfu Menningar-
ureyri tók til starfa, en sér- sjóðs til sóma.
staklega er þó rakin ítarlega
saga Möðruvallaskóla. — Bók-
in er 553 bls. Þórarinn Björns-
son skólameistari sá um út-
gáfu bókarinnar.
Grafið úr gleymsku, bók
Árna Óla ritstjóra hefur inni
að halda þjóðlífsmyndir frá
ýmsum tímum, samtals 24 frá-
sagnir, en Árni er hverjum
manni fundvísari og iðnari við
að skrá atburði sem eru í
þann veginn að glatast, eru
hálfgleymdir eða flestum
gleymdir Margir þessara þátta
hans munu áður hafa birzt í
Glæsileg sýning USA-balI-
ettsins í Þj óðleikhúsinu
USA-ballettinn hefur nú sýnt tvisvar í Þjóöleikhúsinu.
í dag verða tvær sýningar, kl. 4 síðdegis og kl. 8, en
fimmta og síðasta sýningin annað kvöld.
IÓÐVILJ
Þriðjudagur 3. nóvember '1959 — 24. árgangur — 240. tölublað.
Lof tleiða-menn búa sig undir að
taka við nýju flugvélunum
Fvrri vélm verður afhent félaginu í Banda-
ríkjunum snemma í næsta mánuði
Þessa dagana eru allmargir íslenzkir flugliðar á förum
vestur til Banöaríkjanna, þar sem þeir munu næstu vik-
urnar fá þjálfun í meðferð hinna nýju millilandaflugvéla
Loftleiða.
Pálmi Hannesson
segir frá svaðilförum Islend-
inga ýmsum, samtals 11 frá-
sagnir, en síðari hlutinn er
skólaræður, samtals 19 grein-
ar og hafa ekki aðeins gamlir
nemendur Pálma gott af að
rifja þær upp, heldur og engu
síður aðrir sem ekki hafa
12 millj. kr.
í gjaldeyri
Samkvæmt upplýsing-
um Alfreðs Elíassonar,
framkvæmdastjóra Loft-
leiða, hafa hreinar gjald-
eyristekjur félagsins num-
ið 12 milljónum króna
það sem af er árinu —
og hafa þá verið frá dreg-
in öll gjöld, sem greiða
þarf í gjaldeyri.
Þeim sem sáu fyrstu sýningu
ballettflokksins á sunnudags-
kvöldið, her saman um að hún
hafi verið ein hin glæsilegasta
og listrænasta sem sézt hafi á
íslenzku leiksviði. Ætlaði fagn-
aðarlátum áhorfenda, Hka
aldrei að linna í lok sýningar-
innar.
Skammur æfingatírni
Ballettflokkurinn kom hing-
að á laugardagskvöld og var
því mjög skammur tími til æf-
inga, en allt tókst þó vel. Þótti
undirleikur sinfóníúhljómsveit-
arinnar ágætur og hinar hröðu
skiptingar á leiksviðinu gengu
fljótt og vel fyrir sig.
I hléj var Jerome Robbins,
stjórnandi flokksins, kynntur
fyrir forsetahjónunum, sem
voru meðal sýningargesta, en
að sýningu lokinni bauð þjóð-
leikhússtjóri öllum þeim, sem
að sýningunni stóðu, upn á
hressingu í kristalssal Þjóðleik
hússins. Ávarpaðj leikhús-
stjóri ballettflokkinn og þakk-
Vöruskiptajöfn-
uðurinn hagstæð-
ur í sept. um 11,5
milljónir
Samkvæmt bráðabirgðayfir-
liti Hagstofunnar var vöru-
skiptajöfnuðurinn hagstæður í
september sl. um 11 millj. 552
þús. krónur. Inn var flutt fyr-
ir 118 millj. 386 þús. kr. en út
fyrir 129 millj. 938 þús. kr.
Frá áramótum til september-
loka hefur vöruskiptajöfnuður-
inn hinsvegar verið óhagstæð-
ur um 213 millj. 396 þús. krón-
ur. Innflutningurinn hefur
numið 971 millj. 577' þús. krón-
um en útflutningurinn 758
millj. 181 þús. króna.
Á sama tíma í fyrra var
vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 281 millj. 794 þús.
króna. Innflutningurinn var þá
orðinn 1.034 millj. 345 þús-
undir króna eða mun meiri en
nú en hins vegar var útflutn-
ingurinn þá aðeins minni en nu
eða 752 millj. 551 þús. kr.
aði stjórnandanum fyrir kom-
una. Jerome Robbins þakkaði
fyrir hönd gestanna og kvað
það hafa verið flokknum mikið
ánægjuefni að koma til Islands.
Flugvélar þær, sem Loftleiðir
hafa keypt aí bandariska flugfé-
laginu Pan American, eru sem
kunnugt er af svonefndri Cloud-
master-gerð, DC6B. Fyrri vélin
verður afhent félaginu í Banda-
ríkjunum 6. desember nk. og
sú síðari 9. marz.
Akjosanleg samvinna.
Alfreð EHasson framkvæmda-
stjóri Loftleiða hefur skýrt svo
frá, að telja megi víst — enda
þótt samningar hafi enn ekki
verið undirritaðir — að flugfé-
lag Braathens muni annast allt
viðhald á hinum nýju flugvél-
um Loftleiða. Slíka viðhalcls-
þjónustu sé ekki unnt að fram-
kvæma hér á landi að svo stöddu
til þess þyrfti félagið að reisa
mikil flugskýli sem kostuðu mik-
ið fé, auk þess sem nauðsynlegt
væri að ráða um 200 flugvirkja
til starfans — mun fleiri en
kostur væri á að fá hér á landi.
Alfreð kvað samstarf Loftleiða
við Braathen hafa verið eins á-
kjósanlegt og frekast hefði verið
á kosið, allt frá því það hófst
árið 1952. Kristján Guðlaugs-
son hrl., formaður félagsstjórnar
Loftleiða, tók mjög í sama
streng;' betri samvinnu hefðum
við ekki kosið okkur, sagði hann.
Ludvig G. Braathen kvað sam-
vinnu sína við Loftleiðir einnig
hafa verið hina farsælustu.
um
!S-
O 3
Lögreglan hefur nýlega haft
hendur í hári tveggja unglings-
pilta 16 og 17 ára, er framið
höfðu innbrot í vörugeymslu Jóns
Jóhannessonar stórkaupmanns,
en hún er að Borgartúni 6. í
sama húsi hefur Áfengisverzlun
ríkisins einnig birgðageymslu og
komust þeir einnig inn í hana
með þvi að skríða í gegnum gat
meðíram vatnsleiðslurörum uppi
undir lofti. Úr vörugevmslu Jóns
stáíu piltarnir allmiklu af kera-
mik og öðrum skrautmunum og
af birgðum Áfengisverzlunarinn-
ar tókst þeim að hafa á brott
með sér 15 kassa af sherry, en
12 ílöskur eru í hverjum kassa.
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri (til vinstri) og Ludvig G.
Braathen útgerðarmaður í skóginuni í Skorradal. Á steinhelluna
er letrað nafn hins rausnarlega gefanda.
Enginxt einn maður heliir
r
meir til skógræktcsr á Istendl
115 þúsund trjáplönfum hefur nú versS
planfaS í Braathens-skóg i Skorrada!
Skógrækt ríkisins hefur á undanförnum 3 árum plant-
aS samtals 115 þús. trjáplöntum í Braathens-skóg í
Skorradal, 25—30 hektara lands.
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri skýrði frá þessu í fyrra-
dag, er fréttamönnum gafst tæki-
færi til að hitta að máli hinn
norska útgerðarmann og íslands-
vin. Kom Braathen hingað til
Reykjavikur sl. fimmtudag og
dvaldist hér til sunnudagskvölds.
i
Árlegar stórgjafir
Skógræktarstjóri sagðist ekki
vita til þess að neinn einstakl-
ingur hefði gefið meir til skóg-
ræktar á íslandi en Ludvig G.
Braathen. Hann hefði fyrst gefið
skógræktinni 20 þús. norskar
krónur árið 1956 og síðan 10 þús.
krónur ár hvert. Þessum rausn-
arlegu gjöfum hefði verið varið
til skógræktar og plöntuuppeld-
is í Skorradal. Þar, í Braathens-
skóg, væri nú búið að planta
115 þús. trjáplöntum í 25—30
ha. lands. Braathens-skógi yrði
væntanlega einnig' komið upp
annarsstaðar, annað hvort i
Haukadal eða í Heiðmörk.
Hákon Bjarnason minnti á að
10% af innflulningi íslendinga
væru skógarafurðir, stefna yrði
að því að við gætum orðið sjálf-
uni okkur nógir á þessu sviði í
fraintíðinni, gn til þess þyrfti
meira fjármagn.
Ludvig G. Braatlien ræddi í
stuttri ræðu um mikilvægi skóg-
ræktarinnar í Noregi. Hún væri
undirstaða hins mikla pappírsiðn-
aðar landsins og annarra iðn-
greina. Áætlanir væru þar uppi
um að auka afrakstur skógrækt-
arinnar til mikilla muna.
Braathcn kvaðst hafa séð
niarga staði hér á landi, þar
sem rækta mætti nytjaskóg. ís-
lendingar gætu og ættu að verða
sjálfum sér nógir á þessu sviði;
hér væri um þjóðhagslega mikil-
vægt mál að ræða.