Þjóðviljinn - 04.11.1959, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. nóvember 1959
Hvað segir Ingmar Berg-
man um Carl Th. Dreyer?
Eitt af betri kvikmyndatíma-
ritum, sem út eru gefin í
heiminum, er „Kosmorama“,
rit dönsku kvikmyndastofnun-
arinnar „Filmmuseet“.
Með sjötta árgangi, sem nú
er að hefjast, stækkar blaðið
og breytir um svip. Sú grein,
sem einna mesta athygli vek-
Carl Th. Dreyer
ur í nýútkomnu fyrsta hefti
sjötta árgangs „Kosmorama“
er eftir franska kvikmynda-
gagnrýnandann og rithöfund-
inn Jean Béranger og fjallar
Atriði úr kvikmynd,
mér virðist hann njóta þess
um of að lýsa þjáningunni.
Ég veit það vel, að þjáningin
er, því miður, nær óhjá-
kvæmileg, en það á ekki
að milda hana með einhverju
himnesku jafngildi hennar.
Maður verður að reyna að
vinna gegn henni og draga
úr henni svo sem frekast
verður kosið. Dreyer sýnir
okkur þjáninguna alltof oft
einungis vegna þess að hann
hefur ánægju af því að lýsa
henni. Þegar þessi er á hon-
um gállinn virðist mér hann
vera kominn úr jafnvægi og
hann hefur þá svipuð áhrif
á mig og maður, sem er
mitt á milli þess að vera sad-
isti og taugasjúklingur. Hann
kemur aðeins sjaldan fram
með áþreifanlega og jákvæða
lausn. Við búum nú einu
sinni á þessari jörð, allt þar
til við skiljum við. Og þess
vegna er nauðsynlegasta verk-
efni vort að gjöra þessa til-
veru hér tiltölulega þolan-
lega. —
um Ihgmar Bergman, him
fræga sænska leikstjóra o,
kvikmyndagerðarmann, og þ
einkum síðasta verk haní
kvikmyndina „Meyjarlindina'
en hún er, eins og skýrt var
frá hér í þættinum fyrir all-
löngu, byggð á sænsku þjóð-
kvæði frá þrettándu öld. Tel-
ur Béranger að Ingmar hafi
þar tekizt að skapa mynda-
hljómkviðu, kvikmyndin sé
meistaraverk höfundarins.
★ Bergman um Dreyer
I lok greinar sinnar víkur
Béranger að áliti Bergmans á
Carl Th. Dreyer, hinum víð-
kunna danska kvikmyndaleik-
stjóra. Þar segir:
— Dag nokkurn spurði ég
hann (Bergman): „Hvað
finnst þér um Dreyer?“ Hann
svaraði: „Ég ber fyllstu virð-
ingu fyrir honum sem lista-
manni. Hann hefur til að bera
undraverða plastiska kennd.
Tæknilega séð eru myndir
hans eins og ,,Heilög Jóhanna"
og „Dagur reiði“ (Vredens
dag) svo fagrar að hafið er yfir
alla gagnrýni. Á hinn bóg-
inn er ég lítið hrifinn af sum-
um hugmyndum, sem
hann notar oft. Það leggur
hættulegan eim af bálköstun-
um í kvikmyndum hans. Og
sem nefnist „Það sem maður talar ekki um“.
★ Nýir straumar í frönsk-
um kvikmyndum
Svo vikið sé aftur að
danska kvikmyndatímaritinu
má, af öðru efni fyrrgreinds
tölublaðs, nefna La nouvélle
vague, grein um nýja strauma
í franskri kvikmyndagerð eft-
ir Aito Mákinen. Nefnir höf-
undur þar nöfn allmargra
efnilegra leikstjóra: Claude
Chabrol, Louis Malle, Franco-
is Truffout, Marcel Camus,
Georges Franju, Alain Resna-
is. Þykir það tíðindum sæta,
að myndir fyrrgreindra leik-
stjóra skuli ganga vel út, auk
þess sem þær eru listrænar.
Erik Ulrichsen segir ýtar-
lega frá kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum á þessu ári og
nefnir mynd Luis Bunu'els
„Nazarin" og mynd Kon
Ichikawas „Enjo“ sem umtals-
verðasta framlag hátíðarinnar
til kvikmyndalistarinnar. Birg-
er Jörgensen dregur upp mynd
af búlgarskri kvikmyndagerð
í 50 ár og framhald er á
grein Theodors Christensen og
Sörens Melson um danskar
heimildarkvikmyndir. Fleira
efni er í tímaritinu.
Marilyn Monroe sést hér á
myndinni í kvikmynd þeirri
sem gerð hefur verið eftir
leikriti Billy Wilders sem á
enskunni heitir „Some Like
It Hot“. Aðrir leikendur eru
Tony Curtis, Jack Lemmon,
George Raft og Joe E.
Brown.
að gæðum og glæsileik.
VEB Feinstrumpfwerke Oberlungwitz
Oberlungwjtz / Saxony
German Democratic Republic.
Upplýsingar um útflutning veitir
V«T M ðl T E 31c'
Exportgesellschaft fiir Wirkwaren
und Raumtextilen m.b.H.
15 Resenstrasse, Berlin C 2
Hirðinff tanna
Til er í ævafornum ind-
verskum ritum lýsing á hirð-
ingu tanna og munns. Þar er
skýrt frá notkun tannbursta,
sem menn gerðu sér úr viðar-
tágum með því að tyggja enda
þeirra þar til trefjarnar losn-
uðu sundur og mynduðu þann-
ig eins konar bursta. Við burst-
un var notað duft eða krem til
c^ð auðvelda hreinsun. Þessi
rit eru frá 4000—3000 f.Kr.
Ekki eru samt liðnir nema
fáir áratugir frá því að vest-
rænar þjóðir hófu að leggja
áherzlu á hirðingu munns og
tanna. Og nú er svo komið að
mörgum þykir hirðing munns-
ins ekki síður mikilvæg en al-
mennt hreinlæti. Þó ber svo
við að í einum af skólum höf-
uðstaðarins, sem valinn var af
handahófi áttu. aðeins 4 af
hverjum tíu börnum í 7 ára
bekk tannbursta og aðeins einn
af tíu burstaði tennur sínar
reglulega. Því eru líkur til
þess að enn vanti nokkuð á að
þessa sjálfsagða hreinlætis sé
gætt sem skyldi hér hjá okk-
ur.
Ilafi Indverjar hinir fornu
fundið hjá sér þörf til þess
að halda tönnum sínum hrein-
um, þá er okkur, sem nú lif-
um nauðsyn á því, vegna hinn-
ar miklu neyzlu á sykri og fín-
möluðu korni, sem að lang-
mestu leyti veldur tannskemmd-
um.
Sjúkdómar í tönnum og tann-
holdi munu nú hrjá að minnsta
kosti 99 af hundraði manna
á tvítugsaldri og fara vaxandi.
Viðgerðir og viðhald tanna er
orðin stór útgjaldaliður hjá
flestum, sem vilja halda þeim,
aðrir vanrækja tennur sínar,
lýtast við það í andliti og
stofna heilsu sinni í hættu.
Með réttri hirðingu tanna má
að verulegu leyti draga úr
tannskemmdum, tannsteins-
myndun og tannholdssjúkdóm-
um. Það er því ekki úr vegi
að lýsa í fáum orðum þessari
sjálfsögðu hreinlætisráðstöfun.
Tennur skal bursta eins fljótt
og unnt er að máltíð lokinni.
Ein tegund af bakteríum í
munni breytir sykri og mjöl-
efnum í sýru á nokkrum mín-
útum, en sýran leysir upp gler-
unginn, sem er yzta varnar-
lag tannarinnar. Því fyrr sem
slíkar fæðuleifar eru hreinsað-
ar burt, því minni líkur eru
til að tannskemmdir hljótist
af. .
Við burstun ber að gæta þess
að hár burstans nái inn milli
tannanna í skorur og ójöfnur
á öllum flötum þeirra og fjar-
lægi leifar, sem þar kunna að
leynast. Ein aðferð er sú að
leggja burstan þannig að tönn-
um þeim, sem hreinsa skal, að
hár hans beinist að rótum
þeirra og leggist skáhallt að
tannholdinu, en dragist síðan
niður eftir því og eftir yfirborði
tannanna í átt að bitfleti
þeirra. Þannig eru tennur efri
góms burstaðar niður, en neðri
tennur upp á við; bitfleti skal
burstá fram og aftur.
Þess skal gætt við burstun'
jaxla • að utan að munnurinn'
sé hálflokaður, þá slaknar á
kinnum og auðvelt er að beita
burstanum rétt; hætt er við að
ekki fáist svigrúm fyrir burst-
ann ef munnurinn er galop-
inn og varir og kinnar þandar.
Tannbursti á að vera næg'i-
lega lítill til þess að auðvelfi
sé að koma honum að öllurrt
flötum tanna að utan og inn-
an. Burstunarflötur hans skal
vera beinn og hárin stinn. Bezti
er að eiga tvo bursta, nota þá
til skiptis, hreinsa þá og látá
þorna vel milli notkunar.
í góðu tannkremi er sápa,
er auðveldar hreinsun tanna.
Ennfremur eru í því bragðbæt-
andi efni. Varast ber að leggja
of mikinn trúnað á ýktar tann-
kremsauglýsingar. Verði fund-
ið upp tannkrem með sanrrán-
legum eiginleikum til varnar
tannskemmdum, munu tann-
læknar seg'ja sjúklingum sín-
um frá því. En eigi má gleyma
því að burstunin sjálf er að-
alatriði við hirðingu tanna, en’
val tannkrems síður mikilvægt.
Gaghlegt er að hafa þessar
reglur í huga;
a$ bursta strax að máltíð lok-
inni, og umfram allt að sofá
með hreinar tennur,
að bursta hverja færu, seml
Framhald á 11. síðu.