Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 1
I'riðjudagur 10. nóvember 1959 — 24. árgangur — 246. tölublað. Evenféiag sósíalista Iívenfélag sósíalista heldur félagsfund n.k. miðviku- dagskvöld í Tjarnargötu 20. Dagskrá auglýst á 3. síðu. Stórhrlð á Norðurlandi - Rafmagnslaust á öllu svæðinu Irá Dalvík til Húsavíkur Stói'hríö hefur verið um meginhluta Noröurlands síð’an á sunnudag. Laxá stífl- aðist af krapi og er Laxárvirkjunin óvirk og- því rafmagnslaust á öllu orkuveitu- svæði hennar austan frá Húsavík vestur á Dalvík. Óvíst er með öllu hvenær úr rætist. Piltur og stúlka sátu veðurteppt í sólarhring í bíl uppi á Vaðlaheiði áður en kom- ið var þeim til aöstoðar. Töluvert mun hafa fennt af sauðfé í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Akureyri í gser. Um fótaferðartímann á sunnu- daginn tók að snjóa hér, var þá hægviðri af norðri og frostlaust. Fljótlega tók að hvessa og jafn- framt jók snjókomuna þannig að úm hádegi var komin iðulaus stórhríð, sem hefur haldizt lát- laust síðan. Nú síðdegis (mánu- dag) eru 9 vindstig af norðri og nokkurt frost. Allar götur ófærar Svo miklum snjó hefur kyngt niður að allar götur mega heita ófærar nema helzt bílum með drifi á öllum hjólum. Fjöldi bíla er fenntur í kaf þannig að hvergi sér móta fyrir þeim. Margir gengu frá bílum sínum á miðj- um götum í gær, í þeirri von að geta fjarlægt þá í dag, en það hefur gengið illa. Mannhæðar skafl niður á bílinn! Víða eru komnir ótrúlega háir skaflar, t.d. má geta þess að gluggar á afgreiðslu Flugfélags fslands við Kaupangsstræti eru horfnir bak við skafl. Framan við afgreiðslu Flugfélagsins stóð bif- reið eins starfsmanns þess og mun nú' vera nálega mannhæðar hár snjór niður á þak bílsins. I Sjór gekk á Iand ’ Einhverjar skemmdir hafa orð- ið hér af völdum veðurs en enn ekki vitað með vissu hve alvar- legar þær skemmdir eru. Á Odd- eyri gekk sjór á land og urðu þar skemmdir af sjó' og stormi. Sauðfé fennt . Óttazt er að mikið af sauðfé hafi fennt til sveita, þar sem veðrið kom svo • snöggt og hafa þegar borizt fréttir af slíku, en enn mun ógerlegt að gera sér grein fyrir hve mikil brögð hafa orðið aðj því. Bát rak upp á Ólafsfirði Úr Ólafsfirði koma þær frétt- ir að veður og sjór hafi valdið þar miklum skemmdum. Meðal annars brotnaði úr sjóvarnar- garði hafnarinnar og vélbátinn Stíganda rak á land, og einnig urðu skemmdir á fleiri bátum. Piltur og stúlka gista í bíl í stórhríð á Vaðlaheiði Síödegis á sunnudag týndist lítill bíll á VaðlaheiÖi en í honum voru piltur og stúlka, Reynir Frímannsson frá Dvergsstöðum í Eyjafirði og Arnfríður Indriðadóttir frá Torfunesi í Kinn. þeirra hafi verið góð eftir á- stæðum. Snjóbíllipn hafði verið níu og hálfan tíma á férðinni. Með hon- Framhald á 12. síðu. Nokkru eftir hádegi á sunnu- daginn var bíll þessi ásamt öðrum bíl litlum á leið austan yfir Vaðlaheiði. Voru bílarnir komnir niður í verstu beygjurn- ar vestan í heiðinni þegar sá bíllinn sem fyrr fór missti sjón- ar af hinum. Bílstjórinn treystist ekki móti veðrinu til að leita hins bílsins, og skömmu síðar staðnæmdist hans bíll svo hann varð að ganga niður að Austur- hlíð. Leit var hafin að týnda bíln- um strax á sunnudagskvöld, en árangurslaust, f morgun kl. 10 fór flokkur úr Flugbjörgunar- sveitinni og skátar að leita. Skil- yrði til leitar voru slík að ill- stætt var fyrir stormi. Klukkan 19,30 í kvöld kom snjóbill flugbjörgunarsveitarinn- ar á Akureyri til baka úr ferð á Vaðlaheiði í leit að hinum týnda bíl og hafði þá meðferðis fólkið, sem í bílnum hafði verið. Það hafði setið urn kyrrt í bílnum frá því síðdegis í gær. Kúpling bílsins hafði bilað, svo að ekki varð lengra komizt. Þau voru nokkuð þjökuð aí kulda en ekk- ert kalin og má segja, að líðan Sitja í myrkri og kulda frá Dalvík fil Húsavíkur [ ! Akureyri í gœr. 1 Rafmagnslaust hefur verið hér frá því síðdegis á sunnu- dag, en þá hafði fennt svo mikið í Laxá að tók fyrir rennsli árinnar að mestu og í dag var ástandiö orðið þannig að á öllu orkuveitusvæði Laxár frá Húsavík að austan til Dalvíkur að vestan var alveg rafmagnslaust. Laxárvirkjun fær ljós frá Hjalteyri! Vélar síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri framleiða rafmagn fyr- ir sjúkrahúsið á Akureyri — og til Ijósa við Laxárvirkjunina! en svo alvarlegt er rafmagnsleysið þar að ekki fæst einu sinni raf- magn fyrir vinnuljós við virkj- unina. Með öllu er ógerlegt að spá um hve lengi þetta ástand varir en vel geta liðið nokkrir dagar áð- ur en Laxá ryður sig svo að þar verði hægt að framleiða nægjanlegt rafmagn. Nehru Sjú Enlæ Himdruð maníia í biðröðum til al kaupa oláilampa á Akureyri Akureyri í gær. Strax og búðir voru opnaðar hér í morgun mynd- uðust biðraðir við allar verzlanir þar sem olía er seld. Stóðu menn þar í hundraðatali og urðu að bíða 1 til 2 stundir eftir afgreiðslu. Allir olíulampar og olíuvélar sem til voru í verzlun- unum seldust á skömmum tíma. Allmargir hafa hér rafmagnshitun og þeir sem hvorki átt oliulampa né olíuvélar hafa því ekki aðeins orðið að sitja í myrkrj heldur einnig kulda og ekki getað soðið mat sinn Gagnkvæmt undanhald tillaga Kínverja við Indverja Kínastjórn hefur lagt til viö indversku stjórnina aö afvopnaö belti veröi sett milli herja ríkjanna í Himalaja- fjöllum. Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, segir í bréfi til indverska forsætisráðherrans Nehrus, að heppilegast sé að hvort riki um sig kalli hersveitir til baka 20 km á hvorn veg frá Mac- Mahon-línunni á landamærum Austur-Indlands og Kina og 20 km frá núverandi stöðvum i Lada'kh. Borgaralegir emb- ættismenn og óvopnuð lög- regla beggja aðila getur ver- ið um kyrrt, segir Sjú. Óbreytt ástand þarf að haldast á landamærunum með- an ríkin reyna að leysa landa- mæradeiluna, segir Sjú. Legg- ur hann til að þeir Neliru hitt- ist til að ræða málið jafnskjótt og afvopnað belti hefur verið myndað á landamærunum Indlandsstjórn hélt þrjá fundi í gær um bréf Sjú. Reut- ersfréttastofan hefur eftir stjórnmálamönnum í Nýju Delhi, að þeir telji tilboð Kína- stjórnar ekki fullnægjandi. Enda þótt kínverskur her hörfaði 20 km í Ladakh, væri hann engu að síður innan þeirra línu sem Indverjar telja landamæri ríkjanna á þeim slóðum. Háspennulina slitin Skemmdir á raflínum munU ekki hafa orðið miklar; þó eií háspennulínan til Svalbarðseyrar slitin og e.t.v. eitthvað brotið aj staurum. Sitja í myrkri og kulda Akureyri má nú kallast myrkv- aður bær. Þó munu víða til á heimilum einhver olíuljósatækf,- og einstök fyrirtæki eiga litlar varastöðvar til nota fyrir sig. Verst er ástandið þar sem hús eru hituð með rafmagni, en það er allvíða, þar má fólk nú sitja í kulda í myrkri eða við lítil og léleg ljós. Allmargt sauðfé hefur fennt 1 Talið er að allmargt fé hafl fennt í S-Þingeyjarsýslu. Margí fé var enn á Austurfjöllum og engin leið að ná því í bylnum. Frá bæjunum við austanvert Mý- vatn var fé alllangt frá bæjun- um og gáfust Gautlandamenn’ upp í fyrradag við að koma fénu heim, reyndu aftur í gær en1 komu því ekki. Fé mun einnig hafa fennt í Bárðardal og Reykjadal. Svælingsbylur ’ á ísafirði 1 ísafirði í gær. Norðanhríð hófst hér á sunnu- daginn. Sl. föstudag var það þýtt að fjallvegir voru enn opnir og komu bílar þá bæði frá Súganda- firði og Dýrafirði, yfir Breiðdals- heiði og Gemlufallsheiði. Bílfærli er enn um bæinn, því ekki hefur skafið mikið og' snjór jafnfallinrt og aðeins verið svælingsbylur. Skárra veður á Siglufirði Siglufirði í gær. Hér var ágæt tíð og alauð jörð þar til á sunmulag. Siglufjarðar- skarð var fært fram að þeini tíma og er slíkt með eindæmum. Á sunnudaginn gerði hríðar- veður og bylur hefur verið í allan dag. Ilér mun þó hafa ver- ið skárra veður en víða i kring vegna þess að veðurhæðin hefur Framhald á 12. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.