Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. nóvember 1959
(IIÓÐVIL)INN
JtKeíanúl. öamelnimtarrioKfcur alþyBu - SðslailstafloKKurinn. - Rltstjörar;
VfKtrnús KJartanssot. i&b.). SlgrurSur OuBmundsson. - FréttarltstJórl: Jón
SJarnason. - BlaOamenn: Ásmundur Slgurjónsson. Bystelnn Porvaldsson
Ouömundur Vlgíússon,. ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Slgurður
f Friópjófason AugiýslngastJórl: Ouögelr Magnusson. - Itltstjórn af-
cr«:5sla. auglýslngar. prentsmlðja: Skólavöröustlg 1» - Slml 17-500 f» j
llnur). - AakrlítarverÖ kr. 30 4 mánuöl - Lausasöluverfl kr 9
PrentsmlóJa ÞjóflvllJans
Þarf meira til
A lþýðublaðið reynir enn að
veria þá ráðstöfun Guð-
mundar í. Guðmundssonar ut-
anr'kisráðherra að senda
Kristin Guðmundsson til
Lundúna á nýjan leik, eins og
nú sé allt með felldu um sam-
búð Breta og íslendinga. Gef-
ur Alþýðublaðið í skyn að það
sé æðri stjórnlist sem ræður
athöfnum ráðherrans, svo
djúphugsuð að almenningur
,,eigi erfitt nieð að skiljahana!
Flestu er nú reynt að flíka.
Itáðherrann sjálfur hefur þó
ekki farið nei,tt dult með það
i sinn hóp, að heimkvaðning
Kristins var aðeins hugsuð
sem kosningabrella af hans
hálfu, með henni reyndi hann
að bægja frá sér eðlilegri tor-
tryggni almennings og gefa í
skyn að hann væri manna
eindregnastur í átökunum
við Breta. En svo þegar kjós-
endur eru búnir að segja sitt
orð og væntanlegar kosningar
raska ekki hugarró ráðherr-
ans lengur, vendir hann sínu
kvæði í kross og sendir Krist-
inn utan aftur eins og ekkert
hafi í skorizt. Ráðherrann
teiur að brella sín hafi heppn-
azt, og nú séu honum allir
vegir færir fyrst húið sé að
afgreiða kjósendur. Um hitt
skeytir ráðherrann ekkert
þótt kosningabrellur hans
hljóti að vekja hina mestu
furðu allra þeirra sem fylgj-
ast með iandhelgismálinu er-
iendis, og bæði Bretar og aðr-
ar þjóðir hljóti að telja að i
þeim felist eindregnar vís-
bendingar af hálfu íslenzkra
stjórnarvalda
f^eir atburðir sem nú hafa
gerzt eru enn ein sönnun
þess að enginn skyldi treysta
Guðmundj. I. Guðmundssyni
og heilindum hans í landhelg-
ismálinu. Og nú er margföld
ástæða til þess að þjóðin sé
vel á verði. Bretar hafa oft-
sinnis lýst yfir því að þeir
myndu láta tilraunir ti} samn-
ingamakks bíða fram yfir
síðari kosningar á íslandi, þar
til komin væri stjórn sem
teldi sig hafa frjálsari hend-
ur Þeir hafa einnig skýrt
frá því í blöðum sínum að
þeir myndu reyna að ná ein-
hverju bráðabirgðasamkomu-
lagi fyrir ráðstefnuna í Genf.
Enginn þarf að draga í efa
að slíkar tilraunir verða gerð-
ar af hálfu Breta, og ef til
vill eru þær þegar hafnar í
því sambandi er það einnig
athyglisvert að einmitt um
þessar mundir eru Bretar að
ser. 3a hingað nýjan sendiherra
sem talinn er hafa mikla
reynslu í samningamakki.
Næstu mánuðir kunna því
enn að verða hættulegir hags-
munum íslendinga í landhelg-
ismálinu, og það þarf meira
til en hreinlyndi og heiðar-
leika núverandi utanríkisráð-
herra að bægja þeirri hættu
frá.
Léttúð eða hugsjónatryggð
rilíminn ræðir í leiðara sínum
í gær fögnuð Morgunblaðs-
ins og foringja Sjálfstæðis-
ílokksins vegna þess hve vel
gangi að véla Alþýðuflokkinn.
Af því tilefni rifjar ritstjórinn
upp reynslu Framsóknarflokks-
ins og fleiri fiokka og telur
,.að fenginni reynslu að fátt sé
hklegra til að vera hverfleika
háð en samstarf sem byggist
á Alþýðuflokknum, og því eigi
Ólafur og Bjarni að fagna í
hófi yfir hví að hafa náð ást-
um Alþýðuflokksins. Það er
bví ekki víst hver hefur ást-
ir Alþýðuflokksins í næstu um-
ferð, ef á þeim þarf þá að
halda“.
að er að vissu leyti eðlilegt
að einmitt Framsóknar-
í1^vkurinn hafi fengið það álit
p "‘öðuglyndi forystu Alþýðu-
f>"vksins sem hér er lýst. Ekki
ern nema þrjú ár frá því Al-
þvðuflokkurinn gerði innilega
cavr.rypjingu v;g Framsóknar-
ílokkinn. Þeir flokkar komu sér
ínman um að ganga saman til
kosninga, og misnota til hins
ýtrasta galla fyrrverandi kjör-
c'ærnaskipunar til að svindla
5<?r meirihluta á Alþingi út á
fylgi mikils minnihluta þjóðar-
innar. Þetta mistókst og leið þá
ekki á löngu þar til forysta Al-
þýðuflokksins sneri baki við
hinum heittelskaða samstarfs-
flokki úr kosningabaráttunni
1956 og gerðist fylgifé Ólafs
Thórs, Bjarna Benediktssonar
og þó sérstaklega Gunnars
Thóroddsens.
17kki er annað sýnilegt en for-
ysta Alþýðuflokksins hafi
kosið sér hlut. Hún ætlar að
afhenda íhaldinu Alþýðuflokk-
inn með húð og hári einungis
ef beir fá að hanga í ríkisstjórn
og hljóta bróðurpartinn af bitl-
ingum og embættum á kjör-
tímabilinu. Slíkri samvinnu
fylgir vafalaust framhaldandi
tilraunir leiðtoganna að nota
leifarnar af fylgi flokksins í
verkalýðsfélögunum til að af-
henda þau Sjálfstæðisflokknum
einsí og þegar hefur gerzt með
nokkur félög. Jafnframt því
mun ráðizt á lífskjör fólksins í
framhaldi af kaupránslögunum
sl. vetur. Eftir er að vita hvort
óbreyttir liðsmenn Alþýðu-
flokksins. flokksmenn og kjós-
endur, láta reka sig í einum
hóp inn í íhaldsdilkinn eða
hvort þar eru til menn sem
vita að hugsjónir verkalýðs-
hreyfingarinnar og þjóðfélags-
fræði sósíalismans eru ekki
orðnar hjóm eitt og úreltar
kenningar, heldur lifandi veru-
leiki í lífi fólksins og framtíð.
Belgrad 30. okt.
24. umferð, 21.—23. okt.
Tal—Keres 0 — 1
Smisloff—Petrosjan V2—V2
Fischer—Benkö 1 — 0
Friðrik—Gligoric 1 — 0
Áður hafði verið búizt við, að
skák þeirra Tals og Keresar
myndi gera út um efsta sætið,
en nú, þegar Tal kom til leiks.
virtist hann vera sannfærður
um, aS jafnvel tap fyrir skæð-
asta andstæðingnum gæti ekki
haft áhrif á gang mála. Víst
er um það. að hann virtist nú
tefla af meira kæruleysi en áð-
ur. Keres kom með nýung í
Tarraschvörninni, sem Tal
reyndi auðsjáanlega að hrekja.
en árangurin varð sá einn. að
Tal skemmdi eigin steðu. Með
íy
þróttmikilli taflmensku bætti
Keres stöðu sína jafnt og þétt,
síðan vann hann peð, og skipt-
ist nú upp í endatafl. Rétt fyrir
bið fórnaði Keres peðinu fyrir
sókn, og er skákin var tekin
upp að nýju, hraktist kóngur
Tals á vergang. Slapp kóngsi
naumlega yfir þvert borðið, en
Keres hirti peð og sum með
skák. Loks hafði Keres útrýmt
öllum peðum andstæðingsins, en
átti sjálfur tvö peð á leið til
krýningar. Margir áhorfendur
horfðu á endalok þessarar
löngu skákar. á meðal þeirra
var Smisloff. Munu flestir
hafa komið til að sjá Keres
vinna góða skák. en aðrir til
að sjá Tal tapa. Loks þegar
kom að 80. leik voru varnir á
þrotum. Og Tal gafst upp fyrir
Keres í þriðja sinn í mótinu.
Hafði hann þá ekki tapað skák
í heilan mánuð, eða síðan hann
tapaði annarri skákinni fyrir
Keres í Bled.
Skákin Smisloff—Petrosjan
gat haft úrslitaþýðingu um
þriðja sætið, en Smisloff virt-
ist naumast tefla til vinnings,
og jafntefli var samið eftir 23
leiki. Ef fil vill hefur Smisloff
haft það í huga. að hann átti
veikari andstæðinga eftir en
Petrosjan.
Eftir nokkurt hlé tókst Fisc-
her nú aftur að vinna skák. Að
þessu sinni var fórnardýrið
Benkö, sem þannig treysti að-
stöðu sína í neðsta sæti. Benkö
valdi sama afbrigði af Caro-
Kann vörninni. eins og tvívegis
hafði komið fyrir í skákunum
Fischer—Keres og Fischer—
Petrosjan. en ekki virtist Ung-
verjinn vera eins diúpskyegn á
eðli stöðunngr og fyrirrennarar
hans. í hinni vaniulegu tíma-
þröng tapaði Benkö heilum
hrók. 0« gafst. hann upp nokkr-
um leikium síðar til þess að
falla ekki á tíma, eins og gár-
ungarnir komust að orði.
Friðrik og Gligoric tefldu
eina af nýjustu leiðum kóngs-
indversku varnarinnar. Varð af
skemmtileg skák, þar sem Frið-
rik hafði lengst af heldur betra.
I tíjngþröng missti.^jEÍðrik af
auðveldri vinnjpgslejð. en Glig-
oric, sem enn mun hafa teflt
til vinpings. gekk framhjá jafn-
, teflisleiðpnpjtjtrp síðar. Biðskák-
in var aðeins hagstæðari fyrir
Friðrik, en þó tvísýn mjög.
Brátt kom upp endatafl, þar
sem Frlðrik átti hættulegt frí-
peð yfir, en Gligoric sóknar-
€rgssyei
stöðu. Fijótt á litið mátti ekki
á mifli sjá. en Friðrik gróf
dýpra og' losaði sig úr klemmu
á snjallan hátt. Eftir það fékk
Gligoric ekki ráðið við peðið,
sem kostaði hrók að lokum.
Ýmsum á óvart lék Gligorie en
nokkra leiki. Má vera að hon-
um hafi verið innrætt í her
Títos að þerjast til síðasta blóð-
dropa.
Staðan eftir 24. umferð.
1. Tal 171/2, 2. Keres 16. 3—
4. Smisloff og Petrosjan 13, 5.
Gligoric 11. 6. Fischer 10, 7.
Friðrik 8V2, 8. Benkö 7.
25. umferð 21.—22. október
Friðrik—Tal V2—V2
Gligoric—Fischer V2—V2
Benkö—Smisloff 0 — 1
Petrosjan—Keres ' V2—V2
Tal vildi ekki eiga mikið á
hættu í skákinni við Friðrik,
en fylgdist með atburðum í
skákinni Petrosjan—Keres.
Eins og við mátti búast, fór
Petrosjan ekki að tapa með
hvítu mönnunum. Hann tefldi
enska leikinn, en skákin tók
síðar á sig blæ sænska af-
brigðisins í Tarraschvörninni.
Eftir uppskipti og einföldun
stöðunnar sömdu keppendur í
18. leik. Á meðan hafði Tal náð
aðstöðu til að þráleika við
Friðrik, sem hafði komið með
nýjung gegn Panno-afbrigði
kóngsindverjans. Tal samdi nú
einnig jafntefli við Friðrik, og
var þá loku fyrir það, skotið,
að Tal gæti unnið þá Benkö,
Friðrik og Fischer alla með
Framhald 5 10 sí^i-
Aímæliskveðja til
Sæmimdar Dúasonar
Kæri vinur.
Mér er sagt að þú sért
sjötugur í dag, Það mun vera
talin kurteisi, að látast ekki
trúa því, að menn séu svona
gamlir, þegar þeir eru komn-
ir á þinn aldur. Ég ætla nú
samt að spara mér þá kurt-
eisi, hef aldrei átt ofmikið
af henni. Hitt mætti segja
mér, að þú værir orðinn tíu
sinnum eldri, eða hver veit
hvað, þegar þess er gætt, hve
miklu þú hefur safnað þér
af þessu, sem kallað er mann-
Sæmundur Dúason
vit. Það- mætti jafnvel segja
mér, að þú hafir verið nærri,
þegar Þjasi jötunn rændi Ið-
unnj forðum tíð, og hafir náð
þér í vænan skammt af epl-
unum hennar. Þess er hvergi
getið, að hrímþursar klófestu
þau.
Ég þarf varla að taka það
fram, að við ■ söknum þín öll
af kennarastofunni. Það get-
ur verið að einn dári geti
spurt svo fávíslega, að tíu
vitrir geti ekki svarað, en
ég þekki einn vitran mann,
sem jafnan gat leyst úr
spurningum tíu fáfróðra, af
þvi að ég var einn af þessum
tíu.
En það eru líka allmörg
hörnin og foreldrarnir hér,
sem sakna þín. Og við hér
erum líka hálft um hálft að
vona, að þú saknir okkar of-
urlítið líka. Við vitum sem
sé, að þú ert manna fundvís-
astur á betri hliðar mann-
anna, og það væri slæmur á-
fellisdómur um o'kkur, ef þú
hefðir ekki fundið einhverja
nýtilega mannsparta hjá okk-
ur
Annars ætlaði ég nú eink-
um að nota tækifærið til að
þakka þér fyrir mig og mína.
Ég vil ekki fara að telja upp,
hve mikið ég tel mig hafa
grætt og lært af kynnum
mínum við þig. Ég er reynd-
ar ekki ihræddur um að þú
farir að telja til skuldar, en
það er aldrei s'kemmtilegt, að
vera að auglýsa sina eigin
fátækt, sízt hina andlegu. Ég
hef nefnilega haft svo lítið
til að borga með.
En það er nú bezt, að ég
segi þér dálítið meðan tími
er til. Þú getur hugleitt það
þessi 40—50 ár, sem ég vona,
að þú eigir ólifuð. Og j>að er
þetta: Ertu nú viss um að
þú hafi ávaxtað þitt pund
eins og skapari þinn ætlaðist
til. Ef hann spyr þig að því,
hvernig þú hafir varið þínum
tónlistarhæfileikum, lætur
hann sér þá nægja það, að
þú hefur glætt tónlistar-
smekk lítilla barna og kennt
þeim falleg lög? Ég er líka
liræddur um, að hann hafi
ætlazt til, að þú yrðir rithöf-
undur eða háskólaprófessor.
Hvað segir hann um, að
neyta þeirra hæfileika við
venjulega barnakennslu ? Við
skulum samt vona, að hann
dæmi þig ekki mjög hart. Þú
hefur þó að minnsta kosti
ek'ki grafið þitt pund, ofe hafi
hann ætlað þér að láta ljós
þitt skína á hærri stöðum,
hefði honum verið nær að
húa þig út með ofurlítið minni
hógværð, en hann gerði. Þetta
geturþú sasrt honum. Kannski
er hann líka ánægður með
hig, eins oig þú ert? Það er
ég að minnsta kosti. Og syo
sendum við þér og þinni
ágætu konu okkar beztu
kveðjur og óskum ykkur allra
'heilla og helzt óþrjótandi líf-
dega, altént meðan þið eigið
eitthvað eftir af eplunum
hennar Iðunnar.
Þinn vinur,
Hlöðver Sigurðsson.