Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. nóvember 1959
J*
J
Fréttabréf frá Freysteini
Framhald af 6 síðu
4:0, eins og svo miklar sögur
gen'gu af, að hann ætlaði sér,
en þess ber að gæta, að naum-
ast mun hann þurfa á svo
mörgum vinningum að halda.
Smisloff tókst að ná þriðja
sæti með því að vinna Benkö.
Ungverjinn lék af sér peði í
byrjuninni; en fékk síðan góða
mótsókn í miðtafli á kostnað
umhugsunartíma síns. Um það
leyti sem hann var orðinn tíma-
laus, skiptist upp í einfalt enda-
tafl, þar sem Smisloff hafði
aðeins örlítið betra tafl. En tíu
leikir á mínútu gegn heims-
meistara í hefndarhug gætu
reynzt betri mönnum en Benkö
erfiður hjalli, op> svo fór að
Benkö lék af sér skiptamun í
33. leik. Einum leik síðar, þeg-
ar tíminn hékk á heljar-
þröm, rauk Benkö upp af
stólnum, þreif í hendina á
Smisloff 00 þaut út í sal til að
horfa á aðra skák.
Skemmtilegustu skák dagsins
tefldu þeir Gligoric og Fischer.
Hinn siðarnefndi reyndi vafa-
sama nýjung í Sikileyjarvörn-
inni og hlaut hættulega stöðu.
En einmitt þegar sókn Júgó-
slavans virtist vera að flæða
í gegn, kom Fischer með fallega
fórn, sem afstýrði allri hættu.
Gligoric bauð nú þrátefli, en
Fischer hafnaði og hélt út í
endatafl með hættulegt frípeð.
Gligaric náði gagnsókn að
kóngi og vann síðan peðið með
betra tafli. Svo fór skákin í
bið. Framhaldið léku keppendur
i hraðskákarstíl og ekki sem
nákvæmast, en endalok þessar-
ar góðu baráttuskákar urðu
skiptur hlutur.
Staðan eftir 25. umferð.
1 Tal 18, 2. Keres 16i/2, 3.
Smisloff 14, 4. Petrosjan 13 %,
5. Gligoric HV2, 6. Fischer 10%,
7. Friðrik 9, 8. Benkö 7.
26. umferð 25.—27. okt.
Tal — Petrosjan i/2—%
Xeres — Benkö 1—0
Smisloff — Gligoric 0—1
Fischer — Friðrik 1—0
Baráttan um fyrsta sæti gekk
,,eftir áætlun“. Tal og Petrosj-
an gerðu sitt fjórða jafntefli
í mótinu, en'.Keres vann Benkö
létt.
Tal fórnaði ýmsu í skákinni
við Petrosjan, en að þessu sinni
virtist vera einhver heimabrag-
ur á fórnunum. Ekki er ósenni-
legt að skákin hafi verið tefld
áður í heimahúsum, eða- a.m.k.
í einhverju skákfélagi í austur-
vegi. Eftir 24 leiki hafði Tal
náð aftur fórnuðu liði og hafði
nú fjögur peð yfir, en Petrosj-
an átti þráskák, og þeir félagar
stöðvuðu því úrið og hættu
þessari „sýningu".
Eftir tímatap í viðsjálu af-
brigði Sikileyjarvarnar varð
Benkö fyrir öflugri kóngsárás
manna Keresar, en náði sjálfur
engri gagnsókn. Brátt varð ekki
lengur varizt máti með öðru en
liðstapi, og Benkö gafst upp í
23. leik.
Skákin Smisloff—Gligoric er
ein af ráðgátum mótsins. Hvern-
ig gat fyrrverandi heimsmeist-
ari tapað á hvítt í aðeins 18
leikjum?. Þetta er stytzta vinri-
ingsskák mótsins. Strax í byrj-
uninni lék Smisloff nokkrum
veikum leikjum gegn kóngs-
indverjanum og veikti stöðu
sína alvarlega á drottningar-
væng. Á meðan Gligoric kom
öllu liði sínu til vígs, lá allt
í lamasessi hjá Smisloff. Loks
þegar kom að því að menn
færu að falla fyrir borð, gaf
Smisloff skákina, sem hann
hafði teflt eins og veikur mað-
ur.
Friðrik reyndi Caro-Kan
vörnina gegn Fischer. Fékk
hann brátt érfiða stöðu og
hélzt svo alla skákina. Fischer
vann þeð um leið og skiptist
upp á drottningum. Skömmu
síðar virtist Friðrik vera að ná
gagnsókn, en tíminn var á þrot-
um, og óvæntur leikur andstæð-
ingsins knúði fram unnið
hróksendatafl fyrir Fischer.
Staðan eftir 26. umferð.
1. Tal I81/2, 2. Keres 17%, 3.
til 4. Smisloff og Petrosjan 14,
5. Gligoric 121/2, 6. Fischer
11%, 7. Friðrik, 9, 8. Benkö 7.
SKJALASKAPS-
HURÐIR
verða íyrirliggjandi eítir
miðjan nóvember.
Vinsamlegast sendið
pantanir sem íyrst og
endurnýið eldri pantanir.
Landssmiðjan
Sími 11680
Skaðabótamál
Framhald af 3. síðu
bóta til konunnar, auk máls-
kostnaðar í fþrsendum sérat-
kvæðisins segir svó m.a.:
„Svo sem áður greinir, eru
skrautflugeldar mjög eldfimir.
Telja verður, að kviknað hafi
í flugeldum þeim, sem um er
að tefla, frá reykingum far-
þega. — I 3. tölulið 8. gr.
reglugerðar nr, 72/1937 um
gerð og notkun bifreiða er
bannað að flytja sprengiefni
í bifreið, þar sem farþegar
eru. Enda þótt flugeldarnir
innihéldu efni þau sem að fram-
an greinir (svart púður, auk
skrautljósablandna úr baríum-
klórati, kalíumklórati og koli)
verður þó eigi talið, að óheim-
ilt hafi verið eftir greindu
1 reglugerðarákvæði að flytja þá
| í bifreið. Hinsvegar var það
stórkostlegt gáleysi að reykja
I í nánd við þá, svo sem gert
I var. Bar stefnda sem stjórn-
I anda bifreiðarinnar að banna
það, en farþegum var sam-
kvæmt síðustu málsgrein 1.
töluliðar 8. gr. reglugerðar nr-
72/1937 skylt að hlýða skip-
unum hans í því efni. — Sam-
kvæmt þvi sem nú var rakið
verður að telja að stefndi beri
vegna greindrar vanrækslu
sinnar ábyrgð á afleiðingum
slyssins, þótt það fyrst og
fremst verði rakið til gáleysis
farþega þess, sem hafði flug-
eldana í vörzlu sinni. Þá hef-
ur áfrýjandi (konan) með því
að reýkja í nánd við flugeld-
ana og gera eigi athugasemd
um gæzlu þeirra fellt á sig
nokkra ábyrgð á slysinu. Þykir
eftir atvikum rétt, að stefndi
í máli þessu bæti áfrýjanda
tjón hennar að hálfu.“
Þakkarávarp
Þann 19. okt. fékk Blindra-
félagið peningaávísun, eenda
með pósti frá sparisjóði Akra-
ness að upphæð tíu þúsund
kr. Þessari gjöf fylgdu ekki
aðrar skýringar en að þetta
væri sent samkv. beiðni Björns
Lárussonar, og að skólabörn
og skátar hefðu safnað. Þetta
sérstaka vinarbragð og hina
rausnarlegu gjöf, vill Blindra-
félagið þakka af heilum hug.
Fyrst og fremst Birni Lárus-
syni, svo og skólabörnum og
skátum, og að síðustu þakkar
félagið öllum, sem lagt hafa
fram þá peninga er í þessari
fjárupphæð felst.
Blindrafélagið er að láta
hyggja Blindralieimili hér í
bænum, sem nú er orðið fok-
helt. Vegna þeirra stórfram-
kvæmda þarf félagið mjög á
peningum að halda. Það er því
létt að skilja þá innilegu gleði
og ánægju, sem þessi óvæiita
stórgjöf veitti hinum blindu,
sem að þessu félagi standa.
Ávaxtanna af þessari gjöf,
sem og öðrum er félaginu ber-
ast, hafa þó að sjálfsögðu all-
ir blindir menn á íslandi jafn-
an rétt til að njóta. En það
mun þó fyrst koma í ljós, eft-
Ferðafélagið
Framhald af 3. síðu.
þar, þótt ég hafi þekkt það
áður, látleysi þess og inni-
leiki verður svo eðlilegt þar.
Fjallamenn 20 ára
Fjallamenn, sem eru deild í
Ferðafélaginu, eiga 20 ára af-
mæli um þessar mundir og
sagði Guðmundur Einarsson
frá Miðdal frá starfi þeirra.
Upphaflega voru 30—40 menn
í þessum hópi en eru nú rúm-
lega 90 talsins. Þeir hafa reist
skála á Fimmvörðuhálsi og við
Tindfjallajökul og næsti skáli
er fyrirhugaður á Goðaborg á
Vatnajökli. I tilefni af afmæli
Fjallamanna verður næsta ár-
bók um „Suðurjökla", þ.e.
Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul
og Tindfjallajökul, og skrifar
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal hana. Bókin er væntan-
leg snemma á næsta ári.
ir að Blindraheimilið er full-
gert.
Að síðustu sendir Blindrafé-
lagið öllum, sem hér hafa átt
hlut að máli, innilegustu
kveðjur og ítrekað þakklæti.
Blindrafélagið,
Grundarstíg 11, Rvk.
Yinnufatnaður
GEYSIR
Fatadeildin.
hveriu nafni sem
nefnist, ávallt til í
mjög fjölbreyttu
úrvali.
STARFSSTÍILKUR ÚSKAST
nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. — Upplýsingar
gefur matráðskonan í sima 34499 eftir kl. 2.
Skrifsiofa ríkisspítalanna.
UNGTSÖNGFÓLK
sem óskar eftir upptöku í Þjóðleikhúskór-
inn, sendi skriflegar umsóknir eða gefi sig
fram í skrifstofu Þióðleikhússins fyrir laug-
ardag, 14. þ.m. Nánari upplýsingar í skrif-
stofunni.
Þjóðleikhússijðri.