Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Þegar Eretarnir töpuðu öðru ' sinni fyrir liði irá meginlandinv Aðeins ÍJnyrerjjum m§ Sríum hefur tekizt að sigra Bretana á heimaeelli Það þóttu mikil tíðindi og sumum næsta óskiljanleg að Svíþjóð skyldi sigra England í knattspyrnu á heimavelli í fyrri viku eins og getið hefur verið í blöðum hér. Sem eðlilegt er liefur ósigur Breta vakið athygli um allan heim, þar sem knattspyrna er stunduð. Hefur leikur þessi því verið mikið umræðuefni blaða og manna, þar sem áhugi er fyrir knattspyrnu. Eðlilega gera norræn blöð viðburð þenn- an mjög að umtalsefni, og verður endursagt nokkuð af því, til gamans fyrir þann stóra hóp sem áhuga hefur fyrir knattspyrnu hér. í Sportsmanden segir m.a.: „Eftir mjög ruglingslega og óörugga byrjun, sneri landslið Svíþjóðar gjörsamlega lands- leiknum við England sem fram fór á Wembley, og vann verðskuldað 3:2, eftir að Eng- land hafði forustuna í hálfleik 1:0. Sænskur sigur hefði eins getað orðið nokkrum mörkum meiri, þar sem Svíar höfðu m.a. tvö skot í stengur ,og nokkur önnur hættuleg tæki- færi, og í lok leiksins urðu Svíar að leika með 2 menn meidda. Þetta er annað sinn í þau 96 ár sem skipulögð knatt- spyrna hefur verið leikin í Englandi, að lið frá megin- landi Evrópu hefur unnið Eng- land á heimavelli. Aðeins Ung- verjalandi með sitt frækna lið tókst að gera þetta árið 1953, en þá tapaði England 6:3. Á fyrstu 15 mín. léku hinir ungu Englendingar, — en eng- inn þeirra var meir en 25 ára og meðalaldurinn um 23 ár, — frábærlega vel. Vörn Svíanna var gripin ugg vegna hins mikla hraða og leikandi sam- leiks, — og verðskuldað tóku Bretar forustuna eftir 9 mín. Var það hægri útherji John Connelly sem skoraði markið. Þeir héldu uppi hárðri sókn, og á 20. mínútu bjargaði Ny- holm meistaralega góðu skoti frá Greaves, en þar með lauk foruetu Bretanna. fóru í keppnisför austur í Kínaveldi nýlega og náðist þar igóður árangur í ýmsum grein- um. Þjóðverjinn Tittas vann ó-- vænt bæði 100 og 200 m bringusund, og varð á undan Mu Suan Su sem hefur heims- met á 100 m 1.11,1, en það er að vísu ekki viðurkenrtt þar sem Kína er ekki í FINA. Árangurinn var 1.11,8 og 1.12,4 og á 200 m 2.40,9. Fu Ta Schin vann 100 m skriðsund á 56,8 sem er frá- bærlega góður tími. Hann vann Svíar jöfnuðu á 52. mínútu og var það Agne Simonsson sem skoraði, og 5 mínútum síðar skorar sami maður aftur, og þriðja mark Svíanna skor- aði svo Bengt Salomonsson á 77. mínútu. Var það svo vel gert, að það er í hópi þeirra sem bezt hafa verið gerð á Wembley. — Annað mark Bretanna skoraði Bobby Charl- ton á 82. mínútu. Rignt hafði mikinn dagana áður og var völlurinn blautur, þungur og háll. Var gert ráð fyrir að þetta væri betra fyrir Bretana, en það sýndi sig að völlurinn var of þungur, jafn- vel fyrir hina harðþjálfuðu, ensku atvinnumenn. Hinn leift- urhraði samleikur Svíanna naut sín vel. Simonsson stjórn- aði, gaf Svíunum tækifæri hvað eftir annað í siðari hálf- leik. Svíþjóð náði rólegum og hnitmiðuðum leik sem Bretarn- ir réðu ekki við. Það hefði ekki verið ósann- gjarnt að Svíar hefðu jafnað fyrir leikhlé, en það var eins og Simonsson sparaði skotin. Þetta breyttist greinilega eft- ir hlé. — Fyrsta markið sem Sviar skoruðu gerði Simonsson með fösum skalla eftir send- ingu frá Berndtsson. Svíar héldu áfram sýningu sinni, og eftir snjallan þríhyrningsleik Berndtsson — Börjeson skaut Simonsson hörkuskoti innan- fótar í markið. — Bæði Ny- holm og Hopkins í brezka marlcinu björguðu oft mjög vel á síðustu mín. leiksins. Sænsku tækifærin voru þó miklu hættulegri. I Englandi var mönnum það kunnugt að Svíar voru aðeins með 4 af þeim leikmönnum sem léku í úrslitunum á H.M. í fyrra og var það mjög at- hyglisvert. — Svíar höfðu það sem Englendingar höfðu ekki, en það voru tveir hraðir inn- herjar. Bæði Henry Thilberg og Rune Börjesen léku mjög vel og þó sérstaklega sá síð- arnefndi sem allan leikinn náði samleik við hinn skæða inn- herja, Simonsson. einnig 200 m á 2,11,3. Þjóð- verjinn Millow vann 200 m flugsund á 2.28,9. Kína vann 4x100 m fjórsund á 4.22,6, en tími Þjóðverjanna var 4.22,7. Sænska íþróttablaðið hreyf- ir því hvort Austur-Þjóðverj- arnir verði ekki útilokaðir frá keppni meðal þjóða FINA, þar sem bannað er að keppa við lönd sem ekki eru í alþjóða- sambandinu. Sömu spurningu er varpað fram varðandi Sovétríkin og Ungverjaland þar sem sundmenn frá þeim hafa líka verið í Kína á ferða- lagi. Sagt eftir leikinn George Reynor (Breti) sem þjálfaði sænska landsliðið um skeið og undirbjó það undir H.M. í fyrra, og lagði hernað- aráætlunina fyrir þennan leik sagði: ,,Þau veikleikamerki sem ég veitti athygli móti Wales um daginn endurtóku sig og Sví- arnir gátu notfært sér það“. Walter Winterbottom, sem var flokksstjóri enska liðsins, en lætur nú af starfi sínu fyrir brezka lcnattspyrnusambandið eftir þennan leik og margra ára þjónustu, segir: „Ensku leikmennirnir byrjuðu mjög vel, en þeir brutust ekki í gegn þegar þeir höfðu tækifæri til þess, og Svíþjóð fékk tíma til að finna eigið leiklag. Það var engin skömm að tapa fyrir liði eins og Svíþjóð tefldi fram“. Einar Johansson, sænskur fararst jóri: ,,Það var hin miklu betri knattmeðferð sem gaf sigur- inn“. Frank Belsson, þekktur brezkur knattspyrnugagnrýn- andi: „Leikmenn Englands litu út eins og skóladregnir, en Svi- arnir sem kennararnir. Bret- arnir léku vel á meðan þeir voru óþreyttir og höfðu vilja til að elta knöttinn11. John Camikin í News Chron- icle: „Sviþjóð með sina 220 lands- leiki að baki hinna 11 leik- manna sinna, er vel samsett lið og verðskuldar fyllilega að vera sett í flokk með liði Ung- verja frá 1953 sem sigraði England“. Ensk knattspyrna 30 ár á eftir tímanuin, segir dl Stefano Alfredo di Stefano, sem tal- inn er snjallasti miðherji heimsins í dag segir: „Eng- lendingarnir leika eftir skipu- lagi sem er 30 ár á eftir tím- anum“. di Stefano segir ennfremur. „Við sem gagnrýnum enska knattspyrnu verðum að hafa í huga eitt atriði: Bretar eiga erfitt með að rísa upp eftir slys Manchester United. Leik- maður eins og Tommy Taylor kemur ekki fram oftar en 20. hvert ár. (ítalía hefur ekki ennþá jafnað sig eftir Torino- slysið, þar sem allt landslið ítalíu fórst). Drengirnir hans Busby voru á góðri leið með að vinna aftur það sem önnur lönd höfðu komizt á undan“. ÚTBREIÐIÐ ÞJÖÐVILJANN VerSur þeim bönnuS keppni? Austur-þýzkir sundmenn Judó sýiiiiigar|r®U á ÖL í Róm og keppnisíþróti í Tokíó 1964 Hér á íþróttasíðunni hefur nokkuð verið sagt frá hinni nýju íþrótt, sem er að nema hér land og Glímufélagið Ármann hefur tekið uppá arma sína. Hefur þar verið skýrt greinilega, að sú íþrótt á ekk- ert skylt við aðra japanska glímu sem kölluð er „Jiu-Jits- ju“, og verður ekki meiru bætt hér við um það að sinni. Tíðindamaður Iþróttasíðunn- ar liafði spurnir af því, að til stæði innan Judo-deildar Ármanns nokkurskonar hæfnis- próf fyrir þá sem iðka Judo. Hæfnispróf þetta er í stórum dráttum í því fólgið, að iðk- endur eigast við og verða að sýna að þeir kunni tiltekin brögð og ákveðinn fjölda bragða. Fyrir þetta fá þeir belti sem þeir bera á æfingum og keppni, og ber hvert belti vissan lit. Hver litur merkir svo hve langt iðkandinn er kominn á braut sinni til fullkomnunar, en hún er löng. Oft verður að prófa og reyna kunnáttu iðk- enda, og alltaf er bætt við nýjum og nýjum brögðum, sem eru æfð og lærð. I gegnum byrjendaskeiðið verða leikmenn að ganga í gegnum 6 próf í íþrótt sinni, og standist þeir prófið, fá þeir belti með ákveðnum lit. Tekur það yfirleitt nokkuð langan tíma að komast í gegnum þennan fyrsta „hreinsunareld", stigin 6, en að þeim tíma, liðn- um mega þeir fara að taka þátt í prófum í svokölluðum Dan- stiigum, eða Dan-prófum. Þau eru hvorki meira né minna en 10. Verða að svna drengilega framkomu, livar sem er, Mikil alvara er lögð í íþrótt þessa, og þeir sem ekki taka hana alvarlega, sýna lilýðni og góða hegðun, komast ekki langt.. Það er ekki nóg að það sé gert á æfingum, allt líf þeirra verður að mótast af þess um anda, líka utan æfinganna. Verði þeir uppvisir að því að bregðast þessum, ef svo mætti segja, óskráðu lögum, igeta þeir ekki vænzt þess að komast mikið áfram í íþróttinni, þótt íþróttaleg geta sé fyrir hendi. Öþarfa skvaldur er ekki leyft á æfingum. Það er hlustað á kennarann — Matsoka Sawan- ura — sem stjórnar æfingum hjá Judo-deild Ármanns. t byrjun æfingarinnar sitja þeir í hálfhring í kringum hann, og það er steinliljóð; það hefði mátt heyra saumnál detta. Þegar formaður deildarinnar var spurður hvaða tilgang þetta hefði, sagði hann, að í hljóðum huga þeirra færi fram heit þar sem hver og einn lof- ar að sýna drenglyndi, og í- þróttamennsku, reiðast ekki og sýna jafnaðargeð, og nota æf- inguna til að þroska l'íkama sinn og sál. Það segir líka nokkuð til um það á hvaða grundvelli íþrótt þessi er byggð, sagði Þorkell Magnús- son. I þessum anda var svo öll æfingin, sem var raunar meira en venjuleg æfing, þar sem um nokkurskonar hæfnispróf ’rar að ræða Þeir sem gengu undir prófin, urðu fyrst að sýna að þeir kynnu brögðiu sem hann nefndi, en heitin eru öll á japönsku. Þeir urðu líka að keppa og áður en keppnin hófst hneigðu þeir sig hver fyrir öðrum. Þeir sem lengra voru komnir, léku með mildum hraða og einkenndist hann af mýkt og jafnvægi, og voru þar mörg brögð sem eru eins og sum brögðin í íslenzku glímunni, þegar sótt er uppl- standandi, en viðureignin er líka stundum liggjandi, og reynir þá ekki síður á mýkt og kraft. Þegar hæfnisnrófunum va- lokið, settust allir aftur 'í hálf- hring í kringum kennarann, og féll dómurinn. Hann kallaði þá fvrir sig sem reynt höfðu hæfni sína, og þar með að rú belti sem hafði stighærri li'i Við hlið hans sátu tveir með betli um sig girta er bar grær- an lit, og eiga þeir aðeins 2 stig eftir í bvrjunarprófunum. Hann skýrði fyrir þeim hvern- ig þeim hefði tekizt og hvort Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.